Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LILJA
SIGHVA TSDÓTTIR
+ Lilja Sighvats-
dóttir fæddist í
Reykjavík 12. sept-
ember 1908. Hún lést
á Hrafnistu í Hafnar-
firði 6. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Garðakirkju 16.
febrúar.
Vegna mistaka féll
niður hluti af minn-
ingargrein Þóru G.
Möller um Lilju Sig-
hvatsdóttur, á bls. 42
í Morgunblaðinu 16.
febrúar og er hún
endurbirt hér.
Óttist ekki elli,
þér íslands meyjar!
þó fagra hýðið hvíta
hrokkni og fólni,
og brúna logið í lampa
ljósunum daprist,
ogverðirósirvanga
aðvisnuðumliljum.
Þetta upphafserindi í undurfall-
egu erfikvæði Bjarna Thorarensens
um látna heiðurskonu leitar á hug-
ann þegar ég nú kveð með nokkrum
sorðum kæra vinkonu, Lilju Sighvats-
dóttur, sem lést í hárri elli 6. febrúar
sl. eftir langan og síðast strangan
ævidag. Þetta kvæði, sem mér finnst
ekki aðeins ort um ákveðna konu
heldur sem óður til allra íslenskra
kvenna og holl ábending, á einkar vel
við um Lilju, sem bauð ellinni byrg-
inn og hélt glæsilegu útliti og reisn
svo af bar fram á háan aldur. Hún lét
sér líka annt um útlitið og varðveitti
guðsgjafirnar, fríðleika og fallegt
vaxtarlag, af kostgæfni og það var
tekið eftir henni hvar sem hún fór.
‘En fleira prýddi hana en fagurt útlit,
því hún var einstök blanda af hefðar-
konu, hversdagshetju og glæsidömu.
Lilja og Magnús
bjuggu á Hagamel 17
þegar ég á barnsaldri
varð heimagangur hjá
þeim, en við Níní dóttir
þeirra erum æskuvin-
konur. Þar bjuggu þau
„stórbúi" í einu af fal-
legustu húsunum í
Vesturbænum. LOja
var óumdeildur bóndi á
því búi og stjórnaði af
röggsemi. Magnús var
vélstjóri til sjós fyrstu
búskaparár þeirra og
fól því Lilju stjórnina
og fannst fara vel á því.
Alla tíð var samvinna þeirra og sam-
búð farsæl og Magnús leit upp til
konu sinnar í aðdáun og ástúð. A
þessu stóra búi var mikið húsrám,
margar vistarverur, en þar var ekki
síður mikið hjartarúm og alltaf virt-
ist hægt að bæta við og hýsa fólk um
lengri eða skemmri tíma. Á þessum
árum sýndi Lilja ótrúlega útsjónar-
semi og ráðdeild og stundaði ýmsar
„aukabúgreinar" til að drýgja tekjur
heimilisins. Hún var feiknarlega
hugmyndarík og hafði ráð undir rifi
hverju. Hún var vísindaleg í hugsun,
gerði alls konar tilraunir og í eldhús-
inu hennar gerðust ótrúlegustu hlut-
ir. Eldhúsið var ekki stórt, en vin-
sæll viðkomustaður vina og
vandamanna og þar bauð Magnús
upp á eðalkaffi, sem var engu líkt.
En mitt í öllum þessum önnum var
alltaf tími til að gleðjast og fagna, því
Lilja og Magnús voru gleðifólk, buðu
gjarnan til veislu og veittu vel. Þetta
voru fjörugir fagnaðir og söngur í
hávegum hafður.
Öll árin á Hagamelnum var líka
haldin fjölskylduhátíð á jóladag, sem
varð smám saman að fjöldasam-
kundu með ört stækkandi hópi
bama, tengdabarna og barnabarna.
Ennþá kemur þessi stóra fjölskylda
saman á jóladag en núna heima hjá
Níní og Torfa.
Eftir lát Magnúsar 1986 fór að
halla undan fæti hjá Lilju. Þau höfðu
þá nýlega fest kaup á húsnæði í fal-
legu húsi verslunarmanna við
Hvassaleiti 56, þar sem þau ætluðu
að njóta ævikvöldsins. En vistin þar
varð ekki löng og Lilja flutti 1992 á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Dvöl hennar
þar síðustu árin er kapítuli út af fyrir
sig og full ástæða til að fjalla um
hana sérstaklega. Það var lærdóms-
ríkt og eftirminnilegt að heimsækja
hana þar og upplifa og skynja þá
hlýju, alúð og nærgætni sem starfs-
fólkið sýndi vistmönnum. Eg er
hrædd um að erfitt og óeigingjarnt
starf þessa ágæta fólks sé unnið af
hugsjón, sem oft er ekki metin að
verðleikum og víst er að það reiðir
ekki laun sín heim í þverpokum.
Lilja varð fyrir þeim þunga harmi að
missa yngri börnin sín tvö í blóma
lífsins en hin þrjú sem lifa móður
sína eru þessu góða fólki óendanlega
þakklát og finnst þau seint geta full-
þakkað þá frábæru umönnun sem
hún hlaut á Hrafnistu. Sjálf voru þau
ásamt mökum og börnum vakin og
sofin yfir velferð hennar. Þau pöss-
uðu upp á að alla daga liti einhver
ættingi til hennar jafnvel þótt
vitundin væri þverrandi og þau sáu
um að hún væri fallpga klædd og
snyrt til hins síðasta. Ég sé Lilju fyr-
ir mér á ljósmynd frá sjötugsafmæli
hennar þar sem hún situr í blómahafi
í fallegu stofunni sinni á Hagamel
glæsileg og uppstríluð og virðist ekki
degi eldri en fimmtug. Þannig minn-
ist ég hennar og þannig kveð ég
hana.
Búbba, Unnari og Níní og fjöl-
skyldum þeirra votta ég nú að leiðar-
lokum djúpa samúð. Þótt löngu væri
orðið tímabært að Lilja mín blessuð
fengi hvíldina og færi á fund Magn-
úsar, Magga Binna og Sjafnar, er
skilnaðarstundin samt sár og erfið.
Þau ylja sér nú við dýrmætar minn-
ingar.
Lilju kveð ég með þökk og virð-
ingu.
Þóra G. Möller.
VIKTORÍA
SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Viktoría Sigur-
jónsdóttir fædd-
ist á Sámsstöðum í
Laxárdal, Dalasýslu,
30. mai 1914. Hún
lést á hjúkrunar-
heimiiinu Sólvangi í
Hafnarfirði 1. febr-
úar síðastliðinn og
fór útförin frain í
kyrrþey að ósk hinn-
ar Iátnu.
Það eru kaflaskil nú
þegar Viktoría Sigur-
jónsdóttir kveður síð-
ust af tengdabörnum
hjónanna Geirlaugar Sigurðardóttur
og Einars Þorgilssonar, en á undan
eru gengin böm þeirra
hjóna. Fjölskyldan
setti sterkan svip á
bæinn meðan þeirra
naut við.
Á kveðjustund vil ég
minnast einstakrar
heiðurskonu með virð-
ingu og þökk.
Hún Vigga var mikil
persóna, trygg og
traust, boðin og búin að
gefa af sér með sinni
eðlislægu einlægni og
blíðu.
Þegar ég lít til baka
til æskuára, frá sumr-
um í Sléttuhlíð og á ferðum mínum á
Austurgötuna til að gista, er eins og
dagarnir hafi verið lengri og sumrin
sólríkari, þannig geymast manni fal-
legar minningar.
Hún Vigga var létt í skapi, hún var
ein af þeim sem lögðu aldrei illt til
nokkurs manns, hún var ráðagóð,
skoðanaföst og skilningsrík.
Hún var hamingjusöm, átti góða
fjölskyldu sem elskaði hana og virti.
Ég vil hér þakka fyrir að hafa átt
að svo góðar manneskjur sem Vigga
og Guðmundur ömmubróðir minn
voru, ég vil hér þakka þeim allan
hlýhug og vináttu mér til handa frá
bamæsku fram á fullorðinsár.
Að þykja vænt um manneskju er
góð tilfinning, en hún er ekki sjálf-
gefin.
Ég og fjölskylda mín vottum
Dagnýju, Einari og fjölskyldum og
systkinum Viggu og fjölskyldum
okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Viktoríu Sig-
urjónsdóttur.
Valgerður Sigurðardóttir.
RAGNAR
SVEINBJÖRNSSON
+ Ragnar Svein-
björnsson fædd-
ist að Uppsölum í
Seyðisfirði við ísa-
ijarðardjúp 25. júní
1916. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
14. febrúar síðastlið-
inn og fór útfór hans
fram frá Akranesk-
irkju 18. febrúar.
Mig langar í nokkr-
um orðum að kveðja
þig elsku Ragnar og
þakka þér fyrir hvað þú
reyndist mér góður
tengdafaðir og börnum okkar Smára
góður afi.
Rólegur, hlýr, myndarlegur og
duglegur eru orð sem mér finnst lýsa
þér vel. Það var mjög notalegt að
vera í návist þinni og gaman að
spjalla við þig, sérstaklega um mál-
efni er viðkomu sjónum en þar varst
þú svo sannarlega á heimavelli. Þú
fylgdist ætíð vel með því hvernig
gengi hjá Smára í fiskverkuninni.
Þegar þú lást fársjúkur núna í jan-
úar á sjúkrahúsinu og Elsa sagði þér
að Smári hefði hringt og beðið fyrir
kveðju þá spurðir þú: ,Á- hann fisk til
að vinna?“ Börnum okkar þótti
óskaplega vænt um þig og fannst
sérstaklega gott að skríða upp í
fangið þitt þar sem þú sast í stólnum
þínum inn í stofu. Þau kunnu einnig
vel að meta stríðni þína. Daði fékk þó
að njóta návistar þinnar mest af okk-
ar börnum þar sem þið Elsa voruð
svo yndisleg síðasta vetur að rétta
mér ómetanlega hjálp-
arhönd þegar álagið
var sem mest í náminu
hjá mér. Þá fékk hann
að dvelja hjá ykkur í
nokkra daga í senn.
Daði hændist mjög
að þér þá og talaði oft
um þig. Hann sagði
gjarnan eftir að við
komum vestur: „Ragg-
afi og Elsamma eiga að
koma og lúlla hjá okk-
ur, það er nóg pláss.“
Hann saknaði þín
greinilega. í haust vor-
um við að skoða myndir
frá síðasta vetri og var þar mynd af
þér á sjúkrahúsinu og var Daði í
fanginu þínu. Hann varð mjög glaður
þegar hann sá myndina og sagði um
leið og hann strauk andlit þitt: „Ég
elska afa.“ Þetta sagði mér mikið um
ykkar nána samband.
Heimili ykkar Elsu var ávallt opið
og þar ríkti hlýja og var gestrisnin í
fyrirrúmi. Ef einhverjir úr fjölskyld-
unni minni voru staddir hjá okkur
var þeim ósjaldan boðið í mat eða
kaffi til ykkar. Þau hafa oft haft á
orði við mig hvað það væri alltaf
notalegt að koma til ykkar.
Elsku Ragnar. Það var mikil gæfa
fyrir mig að eiga þig sem tengdaföð-
ur.
Ég veit að hvíldin er þér kærkom-
in eftir langa baráttu. Ég þakka þér
fyrir allt og megi góður Guð geyma
þig-
Þín tengdadóttir
Daðey.
VERNHARÐUR
SIGURGRÍMSSON
+ Vernharður Sig-
urgrímsson
fæddist í Holti 23.
janúar 1929. Hann
lést 5. febrúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Stokkseyrarkirkju
12. febrúar.
Nú er hann búinn að
yfirgefa okkur, hann
elsku pabbi minn. Ég
sakna hans því að hann
reyndist mér vel á allan
hátt. Hann var hetja í
mínum augum. Hann
var sannkallað náttúrubarn enda
bóndi allt sitt líf að frátöldum síðustu
árunum vegna veikinda.
Nú stendur enginn pabbi úti á
hlaði þegar ég og synir mínir renn-
um í hlað í sveitinni. Nú setur pabbi
ekki niður kartöflur á vorin og tekur
þær upp á haustin og maður kemur í
ýsu og nýjar kartölur. Nú er enginn
pabbi sem hafði þetta
mikla traust og var svo
úrræðagóður í öllum
málum.
Það var gaman að
spjalla við hann um
landsmálin sem og um
heima og geima, því að
fróður var hann um
flesta hluti og hann
fýlgdist vel með.
Pabbi var vinnufork-
ur jafnt utan heimilis
sem innan þess. Maður
vonar að maður sjálfur
hafi erft eitthvað af
þessum persónugæð-
um og hafi skilað einhverju til af-
komenda sinna því að pabbi var svo
sannarlega góð fyrirmynd þvi að
kostimir voru margir.
Ég á eftir að sakna pabba mikið,
en þetta er eitthvað sem við öll búum
við og þurfum að takast á við.
Þinn einlægur sonur,
Eiríkur Vemharðsson.
Eiginmaður minn, t OTHAR ELLINGSEN, fyrrverandi forstjóri,
Ægissíðu 80,
er látinn. Sigríður Ellingsen
t
GRETTIR ÁSMUNDSSON,
Barmahlíð 35,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tryggvína Steinsdóttir,
María Gunnarsdóttir.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum íyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið fram,
er ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
SIGURÐUR JÓNSSON
+ Sigurður Jóns-
son fæddist á
Sámsstöðum í Laxár-
dal, Dalasýslu, 30.
júní 1925. Hann lést
á sjúkrahúsinu á
Húsavik 1. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Húsavíkurkirkju 5.
febrúar.
Elsku Siggi bróðir
minn, mig langar að
kveðja þig með örfá-
um orðum Minningar
frá barns- og ungl-
ingsárunum koma fram í huga
minn og allar samverustundir okk-
ar sem við áttum, alltof fáar en
svona er lífið. Ég veit að þú ert
laus við þrautirnar en ert ósköp
þreyttur. Ég veit það var tekið vel
á móti þér hinum megin við tjaldið.
Megi góði guð styrkja ástvini þína
og vernda í söknuði þeirra.
Undir Dalanna sól man
ég dalverjans lönd
eins og draumsýn um
átthagans rós.
Undir Dalanna sól fann
ég heitfenga hönd
eins og hellandi, verm-
andi ljós.
Undir Dalanna sól,
geymir döggin mín
spor,
eins og duldir er blessa
hið náttlausa vor.
Undir Dalanna sól hug-
sjá hjartans ég vann
og ég hlustaði, skynjaði
leitaði og fann.
(Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.)
Ég bið algóðan guð að styrkja
mágkonu mína, dæturnar, fóstur-
börn og fjölskyldur þeirra og alla
þá sem sárt sakna. Hvíl í friði
elsku bróðir minn. Þökk fyrir allt.
Þín systir
Guðbjörg Margrét (Bigga).