Morgunblaðið - 20.02.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.02.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 41 -------------------------\ STEFAN JON ANANÍASSON + Stefán Jón Anan- íasson var fæddur á Gróustöðum í Geiradal 21. febrúar 1925. Iiann lést á sjúkrahúsi Akraness 25. desember sfðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Her- dís Þórðardóttir og Ananías Stefánsson. Bróðir Stefáns er Óli Helgi f. 28.12 1919. Fjölskyldan flutti að Hamarlandi í Reyk- hólasveit 1930 þar sem þeir bræður ólust upp. Óli Helgi er kvæntur Sigiir- björgu Sæmundsdóttur og eiga þau fímm börn. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Anna Magdaiena, f. 2.8.1930. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Sigurbjörnsdóttir og Jón Magnússon er búsett voru á Akra- nesi, fyrst í Nýjabæ, síðar á Bjargi. Anna er yngst fimm systk- ina. Sonur Stefáns og Önnu er Friðrik Vignir, tónlistarmað- ur. Ilanu er skólast- jóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar og organisti við kirlq'una á staðnum. Kona hans er Brynja Guðnadóttir. Eiga þau þijú böm auk tveggja dætra Brynju frá fyrra hjónabandi. Brynja er frá Gmnd- arfirði. Þar búa foreldrar hennar og fleiri ættmenni. títfor Stefáns fór fram frá Akra- neskirkju 4. janúar. Ég hefði kosið að aðstæður hefðu leyft mér að setja þessar línur fyrr á blað til að minnast nokkrum orð- um, Stefáns mágs míns. En ég veit líka að hann hefði tekið því með umburðarlyndi, að svo gat ekki orðið. Þannig var hann. Kynni okk- ar voru orðin löng. Þau hófust vorið 1944 er ég kom fyrst að Hamar- landi heitbundin Óla Helga bróður hans. Foreldrar þeirra bjuggu þá á jörðinni og höfðu gert frá árinu 1930. En ári seinna urðu ábúenda- skipti er við Óli tókum við búskap. Bætt var einu herbergi við bæinn en heimilisfólkið var það sama. En breytingar urðu fyrr en nokkurn varði. Veturinn 1946 féll móðir þeirra bræðra niður af heilablóð- falli og andaðist fáum dægmm síð- ar. Það var mjög kært með þeim mæðginunum. Stebbi, eins og hann var alltaf kallaður heima, hafði enn verið drengurinn hennar eins og oft vill verða með yngra barn. Ég skynjaði kvíða hans á meðan þessi dægur liðu. En þegar öllu var lokið sýndi hann það æðruleysi sem síðar átti eftir að einkenna hann þegar eitthvað bjátaði á í lífinu. Á þessum tíma var flest enn með gamla lag- inu í búskapnum fyrir vestan. Þeir feðgar áttu heimili á Hamarlandi og áttu eitthvað af kindum, dvöldu heima og unnu það sem til féll. Ste- fán fór fljótlega að taka þá vinnu sem bauðst en það voru mest ár- stíðabundin sveitastörf, svo sem heyskapur og skepnuhirðing hjá ýmsum nágrönnum. En miklar breytingar voru í nánd með tilkomu vélanna eftir stríð og landið beið ræktunar og betri vega. Mikill framfarahugur var í fólki og ungir menn heilluðust af nýjum möguleikum, lærðu að fara með þessi afkastamiklu tæki, sem gátu gert kraftaverk miðað við það sem fólk áður hafði völ á. Ste- fán var einn þessara ungu manna. Á þeim áratug sem hann átti heima á æskustöðvunum aflaði hann sér réttinda á jarðýtu og aðrar vinnu- vélar. Á þessum árum, eftir að inn- flutningur hófst eftir stríð var líka að byrja uppbygging fyrir fólk og fénað. Á Hamarlandi vorum við komin í nýtt íbúðarhús þó ekki væri fullfrágengið. Ananías faðir þeirra bræðra hafði unnið mikið við það. Hann veiktist snemma vetrar 1951 af þeirri veiki sem dró hann til dauða vorið 1952. Ég man að Stefán var heima er hann lést og hafði hann því kvatt foreldra sína báða á æskuheimili sínu. Þeirra hinsta hvfla er í kirkjugarðinum á Stað á Reykjanesi. Þegar hér var komið sögu áttum við Öli tvo syni, sjö og fimm ára gamla. Það var mjög kært með þeim frændum enda voru það eiginleikar sem fylgdu Stefáni alla ævi, að laða að sér börn. Næstu tvö ár var Stefán til heim- ilis á sama stað en vann að mestu annars staðar. Árið 1954 urðu þáttaskil í lífi hans. Árinu áður hafði hann kynnst ungri stúlku Önnu Magdalenu Jónsdóttur frá Akranesi og nú ákvað hann að fara til vinnu á Akranes. Ekki þarf að orðlengja það að þessi stúlka varð hans lífsförunautur og lifir hún mann sinn. Á þessum tíma var Akranes fiskveiðibær og reyndi Stefán eitthvað fyrir sér á þeim vettvangi en fann að annað hentaði honum betur. Hann var fljótlega kominn í jarðvinnslu norður við Isafjarðardjúp og síðar vestur á Snæfellsnes. Unga fólkið byrjaði að búa í leiguhúsnæði stuttan tíma en festu síðar kaup á litlu steinhúsi að Laugabraut 23. Þar var svo heimili þeirra upp frá því. Þegar aðaluppbyggingin á Akra- nesi hófst með tilkomu Sements- verksmiðjunnar var hann kominn á nýja jarðýtu hjá bænum og vann á henni í 12 ár. Eftir árin sem Stefán vann hjá Akranesbæ, keypti hann sér jarð- ýtu og síðar vörubíl og var eftir það eigin atvinnurekandi. Var vinnu- dagurinn oft langur og sjaldan tek- in frí ef verkefni voru næg. Ég gat þess hér að framan að húsið þeirra hafi verið lítið en þar virtist alltaf vera nóg rúm ef gesti bar að garði. Oft var það ef fólk kom vestan úr Reykhólasveit og þurfti t.d. að vera undir læknis- hendi um tíma að það hélt til á Laugabraut 23 og sótti þaðan þá aðstoð sem það þurfti. Húsráðend- ur veittu greiðann með svo glöðu geði að auðvelt var að þiggja hann. Sjálf átti Anna oft við vanheilsu að stríða. Árið 1962 fæddist þeim son- urinn sem hlaut nafnið Friðrik Vignir eins og fyrr getur. Hann var frá fyrstu tíð efnilegt barn og bar snemma á tónlistarhæfileikum hans og fékk hann góða menntun á því sviði. Hann á nú stóra fjölskyldu og hefur verið í mjög góðu sambandi við bernskuheimilið. Ekki þarf að geta þess hve barnabörnin urðu mikill gleðigjafi afa sínum og ömmu. Arið 1976 höfðu þau byggt myndarlega við húsið á Laugabraut svo nú var það ekki lengur lítið og því auðveldara að taka á móti mörgu fólki. Alltaf var löngun til átthaganna fyrir hendi og voru fá árin, sem ekki var komið vestur í Reykhóla- sveitina. Þau fóru síðar margar góðar ferðir um ókunnar slóðir. Mér er minnisstæð helgarferð, sem við fórum saman fjögur norður í land og út fyrir Skaga í ákjósan- legu veðri. Þessi ferð heppnaðist í alla staði vel, ekkert okkar hafði farið þessa leið fyrr og þau voru mjög góðir ferðafélagar. Seinna fórum við saman aðra ferð, sem mér hefur þótt vænt um að ekki fórst fyrir að fara. Á þann stað sem skáldið kvað um, „Bráð- um er brotinn bærinn minn í heiði“. í Ljárskógarseli bjuggu afi og amma bræðranna um tíma og átti sér þar stað atburður sem ekki gleymist í fjölskyldunni. Stefán var ekki mikið fyrir að fara á almenn mannamót, en naut sín vel meðal vina og vandamanna og voru þau hjón sjálfsagðir gestir þegar einhvers var að minnast í þeim hópi og minntust jafnan rausnarlega. En mest hafði hann gaman af að veita sjálfur og naut sín þá vel gestrisni þeirra hjóna. Hann hélt upp á sjötugsafmæli sitt í sal á veitingahúsi hér í bæ með rausn og prýði, nutu allir vel en af- mælisbarnið þó manna best. Seinna hafði hann orð á að sig langaði til að halda upp á 75 ára afmælið hinn 21. febrúar 2000. Honum verða efa- laust sendar margar hlýjar hugsan- ir á þeim degi. En nú er hann mágur minn farin sína hinstu ferð og löngum starfs- degi lokið. Það er alllangt síðan hans nánasta fólk taldi sig sjá að hverju stefndi. Sjálfur hélt hann lengi vel að hann myndi hressast og fara að vinna aftur, því til þess stóð hugurinn alltaf. En þegar frá leið tók hann því sem koma skyldi með æðruleysi og að áliðinni jólan- ótt kvaddi hann þessa jarðvist, um- vafinn umhyggju og ástúð eigin- konu og sonar. Við sem eftir lifum þökkum ræktarsemi og tryggð, okkur til handa og biðjum honum og hans nánustu blessunar Guðs, sem yfir öllu vakfr. Sigurbjörg Sæmundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SCHUMANNS DIDRIKSEN, Hverafold 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans á deild 11E og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Dagmar Didriksen, Rúna Didriksen, Ásmundur Jóhannsson, Bjarma Didriksen, Guðmundur Gunnarsson, Siri Didriksen, Rita Didriksen, Ásmundur Pálmason, Schumann Didriksen, Heidi Didriksen, Diba Didriksen, barnabörn og langafastrákur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð við fráfall móður okkar, SIGRÍÐAR F. KRISTÓFERSDÓTTUR. Börn hinnar látnu. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HALLDÓRSDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 45, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 12. febrú- ar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju _____________________ mánudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á Minningar- og líknarsjóð Grafarvogskirkju. Gunnar Maggi Árnason, Stefanía Flosadóttir, Vigfús Þór Árnason, Elín Pálsdóttir, Halla Vilborg Árnadóttir, Ásmundur Eiríksson, Rúnar Jón Árnason, Kristín Eiríksdóttir, ömmu- og langömmubörn. t Faðir okkar, sonur og bróðir, BJÖRN SÆMUNDSSON bifreiðastjóri, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 18. febrúar. Kristbjörg Björnsdóttir, Magdalena Berglind Björnsdóttir, Sæmundur Björnsson, Sigurgeir Björnsson, Magdalena Brynjúlfsdóttir, Sæmundur Björnsson, Brynjúlfur Sæmundsson, Ásta Ásdís Sæmundsdóttir og fjölskyldur. t Sonur minn, bróðir og stjúpsonur, SIGURJÓN G. JÓNSSON, andaðist á sjúkrahúsi í Bergen mánudaginn 7. febrúar sl. Útförin hefur farið fram. Ástdís Stefánsdóttir, Örn Jónsson, Páll Pálsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og tengdasonur, STEINDÓR GUÐMUNDSSON verkfræðingur, Nesbala 66, Seltjarnamesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins. Bjarndís Harðardóttir, Eva Hrönn Steindórsdóttir, Fríða Dóra Steindórsdóttir, Ragnar Ingi Björnsson, Snorri Valur Steindórsson, Sigfríð Hallgrímsdóttir, Hörður Hjartarson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU EINARSDÓTTUR, Draumalandi, Stöðvarfirði. Stefán Magnússon, Magnús Aðils Stefánsson, Einar Már Stefánsson, Pálmi Stefánsson, Guðlaugur Aðalsteinn Stefánsson, Stefanía Ósk Stefánsdóttir, Herborg Ellen Stefánsdóttir, Stefán Eðvald Stefánsson, Gunnar Stefánsson, Valur Smári Stefánsson, Hafdís Edda Stefánsdóttir, Edda Stefáns Þórarinsdóttir, Elsa Lísa Jónsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Emilsdóttir, Elín Hauksdóttir, Kjartan Erlendsson, Björn Marteinsson, Guðný Jónasdóttir, Fjóla Þorsteinsdóttir, Víglundur Rúnar Pétursson, Helgi Svavarsson, ömmubörn og langömmubörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.