Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Ferdinand Smáfólk HET,MARCIE j'M 60NNA BE MARY IN THE CHRI5TMA5 PLAT..WHAT DO TOUTHINK I SHOULD WEAR ? THERE 15 NO CHRISTMA5 PLAT, 5IR... THAT U)A5 LA5T TEAR.. Hæ Magga. Ég á að leika Maríu í jólaleikritinu. í hveiju fínnst þér að ég ætti að vera? tou're KIPPIN6! WHT PIPN'T ANTONE TELL ME? 7r EVERTBODT in the WHOLE WORLD PROBABLT TOLP TOU, BUT TOU NEVER LI5TEN.. "~ir TOUR KINP HATES MT KINP, PON'T TOU, MARCIE? Það verður ekkert jdlaleikrit, herra. Það var í fyrra. Þú ert að Hver og einn í öllum heim- grínast. inum hefur líklega sagt þér Hvers vegna lét frá því, en þú leggur enginn mig vita? aldrei við hlustir. Þið af ykkar tagi eruð ekki mjög hrifín af okkur, er það nokkuð Magga. Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Mótmælareið og göngur Frá Benedikt Vilbjálmssyni: FYRSTA ágúst 1905 fjölmenntu bændur af Suðurlandi til Reykjavík- ur, til að mótmæla uppsetningu sím- ans og þeirri aðgerð að setja niður staura hér og þar í landið. Töldu þeir að þetta hefði skaðleg áhrif bæði á menn og skepnur. Þama fjölmenntu þeir til að mótmæla framförum í þjóðfélaginu, framförum sem sparað hefur mörgum bóndan- um sporin í gegn- um tíðina. Síminn er sennilega það tæki sem fæstir vildu vera án og er undirstaðan að samskiptum Benedikt manna nú á tölvu Vilhjálmsson 0g tækniöld. Grunur leikur á að hópreiðin hafi ekki verið eini afrakstur ferðarinnar suður, því síðan þá, hafa sprottið upp hópar „mótmælenda". í gegnum tíð- ina hafa hópar þessir gerst æ hávær- ari og hafa oftar látið að sér kveða í mótmælagöngum, mótmælastöðum og mótmælasvelti svo eitthvað sé nefnt. Þróunin er orðin svo hröð að nú geta menn mótmælt á faxi og í tölvum. Brögð munu vera af því, að menn séu á lista þeirra, sem vinna gegn eðlilegri nýtingu Eyjabakk- anna, þótt þeir hafi ekki sjálfir skráð sig þar. Nokkrir aðilar hafa sest niður, drepið penna í blek og tjáð sig á síð- um dagblaðanna um þjóðmálin og er það vel. Það er verra þegar skipu- lögð eru skrif manna til að reyna, á ódrengilegan hátt, að hafa áhrif á þjóðarsálina í erfiðum málum eins og gert var í Eyjabakkamálinu. Verst af öllu er þó að vera á móti nýtingu grænnar orku frá Eyjabökkunum, eins og Jakob Frímann Magnússon - gegn hæfilegri þóknun, sem verktaki í undirsktiftasöfnun svokallaðra um- hverfisvina. Þeir sem standa að mótmælum gegn virkjun hafa orðið uppvísir að lygum og fölsunum, sem þvi miður hafar staðið í vegi fyrir málefnalegri umræðu um þessi viðkvæmu mál. 01- afur F. Magnússon hefur ítrekað haldið því fram að listum hafi verið stolið frá hópnum, án þess að geta sannað það á einn eða annan hátt. Hann er að reyna að klóra yfir getu- leysi samtakanna að vinna að þess- um söfnunum á vitrænan hátt, t.d. með að númera listana og skrá niður hvar þeir áttu að vera. I taugaveikl- un og geðshræringu yfir hve illa gekk að safna og í ljósi þess að Al- þingi afgreiddi málið fyrir jól, not- færa þeir sér Dagens Næringslif til að koma á framfæri upplognum upp- lýsingum. Þar kemur fram að 45.000 íslendingar hafi skrifað undir mót- mæli við byggingu virkjana á Aust- urlandi (“...reist seg i motstand mot den planlagte utbyggningen av et kraftverk í naturomrádet Fljótsdal- ur...“) og á móti Norsk Hydro ( “45.000 mot Norsk Hydro“). Olafur F Magnússon sagði í Kastljósþætti, að þeir væru ekki á móti byggingu álvers á Reyðarfirði og ítrekað hefur komið fram að undirskriftasöfnunin sé til áréttingar að virlgunin í Fljóts- dal fari í lögformlegt umhverfismat. Marklaust plagg Þeir sem verða uppvísir að svona framsetningu, eru vísir til að hafa notað sömu meðulin við undirskrifta- söfnunina og í annan áróður, sem frá þeirra herbúðum hefur komið að undanförnu. I því ljósi er ekki hægt annað en álykta að þessi gríðarlega vinna, sem lögð var í undirskrifta- söfnunina, sé unnin fyrir gíg og sé marklaus með öllu. Rétt væri að kanna hver ber kostnaðinn af herferð þessa fólks, gegn eðlilegri nýtingu grænnar orku á Austurlandi. Þau „frjálsu" samtök sem ætluðu að vinna að verkefninu í sjálfboðavinnu, buðu íþróttafélögum að ganga í hús og safna undirskrift- um, gegn þóknun. Eru það fátækir listamenn og skáld sem standa straum að þessum kostnaði, eða eru það verslunar- og fjármagnseigend- ur á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem borga brúsann? Getur það gerst nöt- urlegra, ef satt reynist, að kommún- istar í Reykjavík séu upp á auðvaldið komnir, við að reyna að koma félög- um sínum og flokksbræðrum á kald- an klaka og viðhalda lágum launum á Austurlandi? BENEDIKT VILH JÁLMSSON, rafeindavirkjameistari, Egilsstöðum. Atvinnulíf fram- tíðar - án kvenna? Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur: ATVINNULÍF framíðarinnar var umfjöllunarefni á nýafstöðnu við; skiptaþingi Verslunarráðs íslands. í kynningarviðtölum vegna þingsins lögðu formaður og framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, þeir Kolbeinn Kristinsson og Vilhjálmur Egilsson, áherslu á að uppbygging þekkingar- þjóðfélags væri nauðsynleg forsenda þess að íslendingar gætu orðið á meðal þeirra 10 bestu, eins og það var orðað. Þar hittu þeir félagar naglann á höfuðið, enda ljóst að hagsæld þjóð- arinnar verður í framtíðinni byggð á þekkingu og þjónustu. Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt að í hóp framsögumanna á þinginu hafi ein- ungis valist karlar úr viðskiptalífinu. Ekki er ég í vafa um að frummælend- ur séu allir hinu mestu sómamenn sem búi yfir vel ígrunduðum skoðun- um á framtíð atvinnulífsins hér á landi en það breytir ekki þeÚTÍ stað- reynd að konur í íslensku atvinnulífi eiga greinilega ekki heima í framtíð- arsýn forráðamanna Verslunarráðs. Það er með öllu ólíðandi að Versl- unarráð leyfi sér að stilla upp karlak- lúbbi í umræðum um þekkingarþjóð- félagið og framtíðina. Eg spyr mig hvort ég búi á sama þjóðfélagi og þessir menn. Hafa þeir aldrei hitt for- ystukonur í íslensku atvinnuh'fi? Að vísu eru þær fæstar á ofurlaunum ís- lensku forstjóraelítunnar en það haggar ekki þeirri staðreynd að þær hafa margt fram að færa og hefðu ef- laust látið sig hafa það að greiða tíu þúsund króna skráningargjald til þess að taka þátt í umræðunni um hvernig skuli tryggja Islandi sæti meðal tíu bestu þjóða heims. An kvenna verður sá draumur aldrei að veruleika. ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, Rekagranda 2, Rvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.