Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 49

Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS „Gerðu ekkert nema þú fáir greitt fyrir það“ Frá Ragnheiði Gunnarsdóttur: ÞEGAR ég heyrði að Valdimar Leifsson, Jón Magnússon og fleiri ætluðu að hjálpa fólki til þess að fá greitt fyrir að setja heilsufarsupp- lýsingar um sig í gagnagrunninn var mér brugðið. Mín fyrsta hugsun var: Hvað er að verða um þessa þjóð? Er enginn lengur tilbúinn til þess að láta gott af sér leiða nema fá greitt fyrir það? Hvaða skilaboð erum við að senda ungdómi þessa lands? „Gerðu ekkert nema þú fáir greitt fyrir það“. Er það virkilega þannig sem við vilj- um hafa okkar þjóðfélag? Eg vona svo sannai’lega að svo sé ekki. Ég vona að enginn snúi sér til þessara manna í þessum erindum. Islensk erfðagreining er fyrirtæki sem við íslendingar höfum nú þegar grætt mikið á að fá til landsins. Margir af menntuðum íslendingum sem hafa starfað erlendis hafa komið heim og fengið vinnu við sitt hæfi og fyrirtækið hefur veitt fjöldamörgum Islendingum atvinnu. Náttúrufræð- ingar og margir fleiri hafa betri samningsstöðu gagnvart ríkinu þar sem komið er stórt fyrirtæki sem getur greitt hæm laun og ríkið verð- ur að bregðast við með þvi að borga sínum starfsmönnum betur. Mesti hagnaður okkar allra verður samt þegar starfsemi þessa fyrir- tækis fer að skila árangri og lyf finn- ast við ýmsum sjúkdómum sem hafa verið ólæknandi. Fram til þessa hafa mest heyrst þau rök á móti gagnagrunninum að það sé ekki hægt að tryggja pers- ónuleynd. Ég held að við þurfum ekki að vera hrædd við það. Fyllsta öryggis er gætt og ef einhverjir vilja leggja ómælda vinnu á sig til þess að njósna um heilsufar einstaklings þá væri örugglega auðveldara fyrir þann að fá þær upplýsingar á annan hátt en úr gagnagrunninum. Allir vita að mjög margir hafa aðgang að sjúkraskýrslum sem geymdar eru á sjúkrahúsunum. Ef þetta sama fólk sem hefur sagt sig úr gagnagrunnin- um ætlar nú að fara fram á greiðslur fyrir upplýsingamar, sést best að raunverulega ástæðan íyrir úrsögn- inni var bara öfund út í Kára Ste- fánsson og tilhugsunin um að hann muni hagnast svo mikið á fyrirtæk- inu. Islendingar, ég skora á ykkur að vera í gagnagrunninum það er hagur okkar allra. Til þeirra sem vilja græða: Kaupið hlutabréf í fyrirtæk- inu og takið þátt í velgengninni. RAGNHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR, Faxabraut 39b, Keflavík. Lífeyrisþegar sveitarómagar nútímans Frá Margréti Guðmundsdóttur: FRÉTTIN sem barst frá Rauða krossi íslands nú á dögunum um fá- tækt á íslandi segir svo ekki verður um villst að fátækt er til á íslandi og í meira mæli en stjórnvöld vilja vera láta. Rauði krossinn gerði marktæka rannsókn á högum ákveðinna hópa í samfélaginu og þar kom greinilega í ljós að lífeyrisþegar standa verst að vígi. Strípaður örorku- og ellilífeyrir er svo lágur hér á landi að ógjörning- ur er að lifa af þeirri upphæð og gild- ir þá einu hversu spart fólk lifir. Hann dugar ekki einu sinni fyrir húsaleigu og rafmagni. Það er troðið á einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem þurfa að reiða sig á al- mannatryggingakerfið og mannrétt- indi þeirra einskis metin. Það geng- ur ekki að stjórnvöld, með heilbrigðisráðherra í broddi fylking- ar, hafi að engu háværar raddir og mótmæli öryrkja á kjörum sínum. Það er ótvírætt að hvergi á Norður- löndunum eru kjör öryrkja eins bág og hér og hvergi á hinum Norður- löndunum nema hér er skerðingará- kvæðun beitt eins grimmilega. Það er nöturlegt að það skuli vera úthugsað og vel skipulagt að hafa ör- orkubætur það háai' að þær séu rétt fyrir ofan þau viðmiðunarmörk í tekjum sem félagsþjónustan setur sem hámark við afgreiðslu fjárhags- aðstoðar, en það lágar að útilokað er að lifa af þeim og heldur fólki enda- laust í fátæktargryfjunni. Hámarkið sem Félagsþjónustan miðar við er 57.000 kr. á mánuði fyrir einstakling. Hundruð manna fara í mánuði hverj- um betligöngu til Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins og mæðrastyrksnefndar og fá úttektar- miða fyrir mat í verslunum í Reykja- vík. Afgreiðslufólk, bæði í Bónus og Nóatúnsbúðunum, ætti að vera vel kunnugt þessum miðum. Þetta er niðurlægjandi og mannskemmandi veruleiki sem fjöldinn allur af fjöl- skyldum býr við. Það er skýlaus krafa öryrkja að þetta heyri fortíð- inni til. Eða eru öryrkjai' sveitar- ómagar nútímans? MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 16, Reykjavík. www.mbl.is SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 49 LOGMENN FAXAFENI Offset fjölritun til sölu Lögmenn Faxafeni hafa verið beðnir að hafa milligöngu með sölu á fyrirtæki í eigin húsnæði á besta stað í bænum. Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölritun, Ijósritun, setningu og frágangi. Góð velta og tekjumöguleikar. Kjörið tækifæri fyrir réttan aðila. Upplýsingar hjá Lögmönnum Faxafeni veitir Sveinn í síma 533 5858 - 899 7950. Allir barnaskór tá 995,- og minna Herra-og dömuskór á 1.995,- Ath.: Herraskór frá 40 - 49 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 "VEiKEE) Afmælistilboð hefst þriðjudaginn 22. febrúar 2000 Ný munstur nýir litir Eldri gerðir á tilboði Njálsgötu 86 - sími 552 0978

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.