Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKIFRETTUM Kvikmyndahátíðinni í Berlín lýkur í dag Matt Damon, Jud Law og Gwyneth Paltrow í myndinni Hæfi- leikaríki hr. Ripley. Julianne Moore í myndinni Magnolia sem þykir mjög sigurstrangleg. Þ k AÐ DREGUR að því að gull- björninn verði afhentur í Berlín fyrir bestu kvikmynd aðalkeppninnar. Úrslitin verða kunngerð á blaðamannafundi síð- degis í dag og fer verðlaunaafhend- ingin fram í kvöld. I gærkvöldi voru bangsaverðlaunin svokölluðu af- hent, en það er keppni sem haldin er af samkynhneigðum og beinist að myndum í Berlínalnum sem hafa það að viðfangsefni. Það er því upp- ' skeruhátíð í Berlín. Magnolia sigurstranglegust 21 mynd keppir um gullbjörninn að þessu sinni og verður bandaríska kvikmyndin Magnolia að teljast sig- urstranglegust. Hún hefur fengið besta dóma hjá þýskum gagnrýn- endum og er einnig efst í atkvæða- greiðslu lesenda þýska dagblaðsins Tagesspiegel sem fram fer á Netinu. Hver fær gullbjörninn í fangið? Það ræðst í dag hvaða mynd hreppir gull- björninn á Berlínalnmn. Pétur Blöndal spá- ir í spilin og fjallar um hátíðina, sem lýkur í dag, og þær viðtökur sem hún hefur fengið hjá almenningi og fjölmiðlum í Þýskalandi. Fuglar Þema tónleikanna er fuglar. Þeir koma við sögu f verkum Japanans Takemitsu, Finnans Rautavaara og Frakkans Messiaen, sem frægur er fyrir notkun sína á fuglasöng sem efnivið f tónsmíðum sfnum. Komdu og upplifðu nýjar víddir í tónlist. Hijómsveitarstjóri: Diego Masson Einleikari: Áshildur Haraldsdóttir MiðaJala vlrka daga kl9.17 Olivier Messiaen: Oiseaux Exotiques ... Einojuhani Rautavaara: Cantus Articus Hásk6labl° '"Hasators Toru Takemitsu: Fuglahópur lendir i fimmhyrnta garóinum slml 562 2255 Haukur Tómasson: Flautukonsert www.sinfonia.is Myndin er úr smiðju leikstjórans Pauls Thomas Andersons og í henni samþættast margar sögur í eina. Tveir leikarar, Julianne Moore og Tom Cruise, voru einmitt tilnefndir til Óskarsverðlauna á dögunum fyrir hlutverk sín í myndinni. Hæfileikamaðurinn Ripley eða „Talented Mr. Ripley“ þykir einnig koma sterklega til greina. Hún fékk góðar viðtökur gagnrýnenda og hjálpar upp á að leikstjórinn Anthony Minghella fékk óskarstil- nefningu fyrir besta handrit ásamt því að Jude Law var tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki. Aðrar myndir sem þykja helst koma til greina eru „Gouttes d’eau sur pierr- es brulantes", „Dokoritsu shonen gasshoudan" og Paradiso - sjö dag- ar með sjö konum. Þá er Wim Wend- ers alltaf sigurstranglegur enda á heimavelli með Milljón dollara hót- elið. Að síðustu má nefna bandarísk- ar stórmyndir á borð við „American Psycho“ og „Hurricane" sem fengu góðar viðtökur áhorfenda þótt gagn- rýnendur væru minna hrifnir. Annars er það svo með þessa há- tíð eins og aðrar kvikmyndahátíðir að það er aldrei hægt að segja fyrir um sigurvegarann. Oftast nær kem- ur valið á honum sem þruma úr heið- skíru lofti. Það fer einfaldlega eftir smekk eða smekkleysu dómnefnd- arinnar hverju sinni. Kínverska leik- konan Gong Li er í forsæti hennar og setur það hana óneitanlega í erf- iða stöðu að fyrrverandi eiginmaður hennar, kínverski leikstjórinn Zhang Yimou, á myndina Leiðin heim sem er í keppninni. Heimildarmyndir velga athygli Ekki eru veitt nein verðlaun í Panorama og Forum. Það eru hins vegar veitt verðlaun fyrir bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd. Engin leið er að ná yfirsýn yfir fyrr- nefnda dagskrárliðinn, svo víðfeðm- ur er hann, en heimildarmyndirnar hafa vakið óvenjumikla athygli í ár. Margir telja líklegt að myndin „Paragraph 175“ standi uppi sem sigurvegari, en hún fjallar um of- sóknir nasista gegn samkynhneigð- um í síðari heimsstyrjöldinni. f það minnsta er nánast öruggt að hún vinnur bangsaverðlaun samkyn- hneigðra sem besta heimildarmynd. Alexandra Rapaport Aðrar myndir sem berjast einkum um verðlaunin eru heimildarmyndin „Shadow Boxers" sem fjallar um uppgang kvennahnefaleika í heimin- um, „Grass“, sem fjallar á afar gagn- rýninn hátt um baráttu yfirvalda í Bandaríkjunum gegn neyslu mar- ijúana og „Mr Death: The Rise and fall of Fred A. Leuchter“, sem fjall- ar um Leuchter sem hefur atvinnu af því að setja upp búnað fyrir aftök- ur í Bandaríkjunum og heldur því fram að það sé sögufölsun að gas- klefar hafi verið í Auschwitz. Þingmenn slást um miða Almenn ánægja hefur verið með hátíðina sem haldin er í fyrsta skipti á Potsdamer Platz. Helst hefur verið kvartað und- an viðmóti þýskra þjóna og leigubíl- stjóra, sem getur verið með fruntara- legra móti. Og svo er ekki alveg hættulaust að fóta sig fyrir framan nýja höll há- tíðarinnar, Berlinale Palast. Á hverjum degi hefur í það minnsta einn hátíðargestur orðið fyrir beinbroti eftir að hafa dottið um ójafnar gangstéttarhellurnar og alls verða um fimm til sex manns á dag fyrir meiðslum af þessum sök- um. En annars er öll aðstaða til fyrir- myndar, skipulagið gott og ljóst að þegar byrjendabragurinn sem fylgir alltaf nýrri staðsetningu verður far- inn af hátíðinnni verður erfitt að keppa við hana. Þá verður að teljast líklegt að kvikmyndamarkaður há- tíðarinnar sæki í sig veðrið næstu árin, þar sem öll umgjörð og aðstaða þykir til fyrirmyndar, en fram að þessu hefur hann ekki þótt mikil- vægari en svo að íslensk dreifingar- fyrirtæki hafa sniðgengið hátíðina að mestu og einbeitt sér að mark- aðnum í Los Angeles, sem hefst á þriðjudag. Svo mikill hefur áhugi Berlínar- búa verið á hátíðinni að langar raðir hafa jafnan myndast í býtið á hverj- um degi eftir miðum, jafnvel þótt að- eins séu fáanlegir miðar þrjá daga fram í tímann hverju sinni. Er jafn- an orðið uppselt á flestar sýningar fyrir hádegi. Aldrei fyrr hafa jafn margir Berlínarbúar sótt kvik- myndahátíðina og áhuginn nær alla leið inn á þjóðþingið í Reichstag; ótal margir þingmenn og ráðherrar hafa orðið sér úti um miða. „Sú stað- reynd að stjórnmálamenn hafa sýnt hátíðinni svona mikinn áhuga er góðs viti fyrir kvikmyndaiðnaðinn, þar sem þeir hafa þá skilning á mik- ilvægi kvikmynda og á því hversu mikið er í húfi þegar kemur að því að fjármagna myndir," segir hátíðar- stjórinn, Moritz de Hadeln. Viðburðir á Berlín- alnum SKALAÐ var í kampavíni á skrif- stofu Norðurlandanna þegar til- nefningarnar til Óskarsverðlaun- anna voru gerðar heyrinkunnar. Ástæðan var sú að sænska myndin Undir sólinni eftir leikstjórann Col- in Nutley var tilnefnd í flokki er- Iendra mynda. Auk þess voru þijár myndir frá Norðurlöndunum til- nefndar í flokki stuttmynda sem verður að teljast frábær árangur. Gervilíf er þema eins dagskrár- liðarins í Berlínalnum sem hefur yf- irskriftina: „Vélrænar verur, sturl- aðar vélar og fjarstýrðir líkamar." Sumar myndirnar hafa verið glæddar lit og lífi af Þýsku kvik- myndastofnuninni og á meðal þeirra eru fáséðar kvikmyndir allt frá byrjun síðustu aldar. „Þetta við- fangsefni hefur verið til staðar frá upphafi kvikmyndasögunnar - sköpun gervilífs, að Ieika Guð og af- leiðingar þess að skapa veru,“ segir Wolfgang Jackobsen, sem er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Þarna eru sýndar evrópskar mynd- ir á borð við bresku þöglu myndina „The Automatic Motorist“ frá 1911 og hina áhrifariku stórmynd Fritz Lang „Metropolis" frá 1911. Alexandra Rapaport vakti nokkra athygli hátíðinni enda lék hún í tveimur myndum auk þess að vera kynnt í Shooting Stars. Hún lék í sænsku myndinni „Tsatsiki, Morsan Och Polis- en“ sem var opn- unarmynd barna- hátíðarinnar á Berlínalnum og mynd Hrafns Gunnlaugssonar „Myrkrahöfðingj- anum“. Sænska myndin hafði áður gert það gott á sænsku kvik- myndaverðlaunun- um þegar hún var verðlaunuð sem besta kvikmynd og fyrir bestu leik- stjórn, besta hand- rit og bestu kvik- myndatöku. Framleiðandinn Peter Aalbek Jen- sen var ómyrkur í máli þegar hann talaði um ríkisstyrk upp á rúmlega 100 milljónir króna sem fékkst ekki samþykktur vegna Dogma- myndanna fjögurra. „Með Dogma höfum við skapað vörumerki sem er kannski ekki jafn þekkt og Coca- Cola en hefur samt mikil áhrif. Þeir sem sjá ekki þörfina á að viðhalda því ættu að bera áletrunina „Fáviti" á bakinu," sagði hann á blaða- mannafundi í Berlín. Framtíðarteiknimyndin Axis var kynnt á hátíðinni í Berlín, en hún er sú fyrsta í Evrópu sem alfarið er unnin í tölvum. Framleiðendur myndarinnar eru frá Frakklandi og Kanada og hófst vinna við hana nýverið i löndunum tveimur. 100 manns vinna að henni, þar af 70 grafískir hönnuðir. Talið er að vinnustundirnar eigi eftir að verða 65 þúsund, tölvumyndirnar 122.400 og atriðin 900. Ráðgert er að mynd- in verði frumsýnd árið 2002. Franski poppsöngvarinn Johnny Hallyday er í stóru hlutverki í mynd Laetitiu Masson Love Me. Þar syng- ur hann gamla Presley-slagara og fór hann ekki leynt með aðdáun sína á konungi rokksins á blaða- mannfundi í kjölfarið á frumsýn- ingunni: „Ég hef alltaf haldið upp á hann. Ástæðan fyrir því að ég byij- aði í þessum bransa var sú að ég heyrði EIvis syngja." Og það að hann fékk að syngja nokkrar af ballöðum Presleys var ástæðan fyr- ir því að hann tók að sér hlutverk í myndinni. Þar lcikur hann rokk- stjörnu sem má muna fífil sinn feg- urri. En gildir það lfka um Hall- yday? „Guði sé lof að mér gengur enn vel í Frakklandi," svarar hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.