Morgunblaðið - 15.03.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
63. TBL. 88. ÁRG.
Gardermoen
Lá við
árekstri
MINNSTU munaði að tvær
farþegavélar SAS af gerðinni
MD-82 lentu í árekstri á flug-
braut á Gardermoen-flugvelli
við Ósló 8. mars sl. Að sögn Aft-
enposten var um mannleg mis-
tök í flugturni að ræða.
AIls voru um 278 manns um
borð í vélunum báðum. Þegar
um 300 metrar voru á milli vél-
anna gat vélin sem var að
leggja af stað hafið sig til flugs
en þriðja SAS-vélin, sem nálg-
aðist völlinn, varð í skyndingu
að hætta við að lenda. Atburð-
urinn varð um klukkan 17:40 á
miðvikudaginn í liðinni viku.
Talsmaður flugöryggismála,
Finn Heimdal, sagði að ef flug-
vélinni hefði ekki tekist flug-
takið hefði orðið mjög erfitt að
koma í veg fyrir árekstur.
AP
Einrækt-
aðir
grísir
London. AP, AFP.
VÍSINDAMENNIRNIR sem ein-
ræktuðu á sínum tíma kindina
Dollý hafa nú einræktað fimm grísi,
að þvf er skýrt var frá í gær.
Fólkið starfar hjá fyrirtækinu
PPL-Therapeutics í Skotlandi en
grísirnir litu dagsins ljós í Virginíu
í Bandaríkjunum. Þeir heita Millie,
Christa, Carrel og Dotcom og mun
hafa verið staðfest með DNA-
könnunum að þeir séu erfðafræði-
lega alveg eins og gyltan, móðir
þeirra.
Vísindamenn vona að hægt verði
að breyta grísum með erfðafræði-
legum aðferðum þannig að hægt
verði að slökkva á starfsemi í
ákveðnum genum eða arfberum.
Yrði þá auðveldara að græða líf-
færi úr svínum í menn; mannslík-
aminn myndi síður hafna þeim.
Talsmenn PPL sögðu að tilraunir
gætu hafist með slíka ígræðslu eftir
ijögur ár og að markaður fyrir slík
svínalíffæri gæti velt allt að sex
milljörðum dollara, yfir 400 millj-
örðum króna, á ári.
„Stöðugur skortur á líffærum til
ígræðslu gæti senn verið úr sög-
unni,“ sagði Ron James, fram-
kvæmdastjóri PPL. Aðrir vísinda-
menn vara við því að í svínum geti
verið gen sem beri í sér veirur er
taki ekki að láta á sér bæra fyrr en
þær séu komnar í menn.
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mósambík verði gefnar
eftir skuldir sínar
Maputo. AP.
BÖRN í flóttamannabúðum í Mós-
ambík sjást hér bíða matar síns eft-
ir mikil flóð 1 landinu undanfarið.
En á fjölþjóðafundi, sem haldinn
var um Mósambík í gær, hvöttu
leiðtogar sjö ríkja í suðurhluta Afr-
íku til þess að landinu yrðu gefnar
eftir skuldir sínar til að auðvelda
enduruppbyggu cfnahagsins og
hafa Frakkar tekið undii- þá bón.
Á fundinum var einnig rætt um
að ríkjum Afríku bæri að auka sam-
starf sín á milli til að hindra frekari
náttúruhamfarir af þessu tagi og
Joaquim Chissano, forseti Mósamb-
fk, sagði hamfarir sem þessar
snerta alla.
Ross Mountain, sendiboði Sam-
einuðu þjóðanna, sagði nýja hjálp-
arbeiðni vegna flóðanna verða
senda út síðar í vikunni en nú þegar
hafa rfki heimsins heitið 108 millj-
ónum dollara, eða nær átta millj-
örðum króna, til hjálparstarfsins.
Harðir bardagar í Tsjetsjníu
Fallnir syrgðir
í Pskov-borff
A II A L'D ^ ■■ *
Pskov, Moskvu. AP, AFP.
TALSMAÐUR rússneska herliðsins
í Tsjetsjníu, Grígorí Fomenko undir-
hershöfðingi, fullyrti í gær í sjón-
varpsviðtali að skæruliðar í bænum
Komsomolskoje við rætur fjallanna í
suðurhluta héraðsins myndu gefast
upp á næstu dögum. Rússar leggja
nú mikla áherslu á að taka nokkra
smábæi á svæðinu sem enn eru í
höndum skæruliða.
Haldin var í gær minningarathöfn
í borginni Pskov um 84 hermenn sem
féllu í skyndiárás skæruliða í byrjun
mars. Sagði ígor Sergejev varnar-
málaráðherra að skæruliðar hefðu
nýtt sér þekkingu á landslaginu,
laumast að herflokknum og aðeins
sex af 90 manns hefðu komist undan.
„Glæpamennirnir voru á ferli á nótt-
inni og skriðu niður í hella á daginn.
Flugmenn okkar komu ekki auga á
þá,“ sagði ráðherrann.
Skæruliðarnir hefðu verið um
1.700 og rússnesku hermennirnir
ákveðið að deyja fremur en hörfa til
að stofna ekki í hættu lífi þeirra sem
voru á leið til að veita þeim hjálp.
Stjórnvöld í Moskvu sæmdu í gær
21 af þeim sem féllu orðunni „Hetja
Rússlands". Opinberlega hefur verið
sagt að 1.556 rússneskir hermenn
hafi fallið í átökunum sem hófust sl.
haust en margir telja að þeir séu
mun fleiri.
Yfírlýsing Clintons og Blairs
Erfðaupplýsmgar
verði öllum frjálsar
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, hafa gefið út sam-
eiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt
er til, að aðgangur að öllum grund-
vallarupplýsingum um arfbera
manna verði „frjáls ... vísinda-
mönnum um allan heim“.
Leiðtogarnir tveir segja sam-
kvæmt frétt í BBC, breska ríkis-
útvarpinu, að þessar upplýsingar
geti leitt til þess, að lækning finn-
ist við mörgum sjúkdómum og þar
með „bætt líf allra manna“.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar
heitra deilna milli vísindamanna
hjá opinberum stofnunum og
einkafyrirtækjum en hvorirtveggju
keppa að því að kortleggja allt
erfðamengi mannsins.
Talið er, að yfirlýsing leiðtog-
anna verði til að þrýsta á einka-
fyrirtækin um að veita aðgang að
upplýsingunum en Blair og Clinton
leggja áherslu á, að einkafyrirtæk-
in geti fengið einkaleyfi á upp-
götvunum, sem leiddar eru af
frumupplýsingunum.
Verð á hlutabréfum líftæknifyr-
irtækja féll nokkuð á Nasdaq-
markaðnum við tíðindin í gær, að
sögn AP-fréttastofunnar.
Barak rýfur nýgert samkomulag um yfírráð í Jerúsalemborg
Úthverfí ekki undir
yfírstjórn Arafats
Jenísalcm. AP, AFP, Reuters.
EHUD Barak, forsætisráðherra
Israels, ákvað í gær að ekki yrði
staðið við fyrirheit sem Palestínu-
mönnum var gefið fyrir réttri viku
um að þeim yrðu afhent yfirráð í
einu af úthverfum Jerúsalem, An-
ata. Stjórnarandstöðuflokkur
hægrimanna, Likud, hafði harðlega
gagnrýnt áformin og sagt þau merki
um að Barak hefði slakað allt of mik-
ið til í viðræðum sínum við Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna.
„Þetta er eins og við gæfum úlfi í
veiðihug hvert lambið á fætur öðru í
þeirri trú að hann breyttist í græn-
metisætu,“ sagði Likud-maðurinn
Uzi Landau. Sumir af stuðnings-
mönnum samsteypustjórnar Bar-
aks, sem er úr Verkamannaflokkn-
um, voru einnig mjög á móti því að
stjórn Arafats fengi úthverfið.
Anata er byggt Palestínumönn-
um, alls um 8.500 manns. Stefnt hef-
ur verið að því að gerðir verði friðar-
samningar milli ísraela og
Palestínumanna í september en
ákvörðun Baraks í gær er sögð geta
hleypt illu blóði í hina síðarnefndu.
Barak hefur nú tvisvar á árinu hætt
við að standa við loforð um að
stækka yfirráðasvæði Palestínu-
manna á Vesturbakkanum og segja
stjórnmálaskýrendur að trúin á að
hann sé fær um að taka erfiðar
ákvarðanir fari minnkandi. Arafat
hafði áður krafist þess að Palestínu-
menn fengju Abu Dis, annað hverfi
á Vesturbakkanum, í tengslum við
brottför ísraela frá um 6% af Vest-
urbakkanum og gáfu ráðgjafar Bar-
aks í fyrstu í skyn að það kæmi til
greina en hætt var við þá hugmynd
vegna mótmæla harðlínumanna úr
röðum ísraela.
Arafat hafnaði síðan nokkrum
óbyggilegum svæðum sem Barak
bauð honum í staðinn en vegna
þrýstings frá Bandaríkjamönnum
sagðist ísraelski forsætisráðherr-
ann í liðinni viku ætla að láta Anata
af hendi. Hverfið er að því leyti ólíkt
Abu Dis að það er fjarri hinum heil-
ögu hverfum gyðinga í Jerúsalem
sem valda því að yfirráð borgarinn-
ar eru svo viðkvæmt mál í samskipt-
um þjóðanna. ísraelskir harðlínu-
menn sögðu að fengi Arafat Anata
myndi hann geta notað hverfið sem
stökkpall í viðleitni sinni til að gera
Jerúsalem að höfuðborg sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna.
Jerúsalem er heilög borg í augum
gyðinga, múslima og kristinna
manna en eining ríkir meðal Israela
um að hún skuli vera óskipt eign
þeirra. Vesturhluti borgarinnai’ féll
þeim í skaut í sex daga stríðinu við
Egypta, Jórdaníumenn og fleiri
arabaþjóðir árið 1967.
Nokkir þingmenn heimsóttu An-
ata í gær til að leggja áherslu á and-
stöðu sína við tilslakanir og voru
sumir af ráðherrum Baraks með í
för. Flokkur forsætisráðherrans
hefur aðeins 26 af alls 68 þingsætum
ríkisstj ór narinnar. Stj órnarflokk-
arnir eru sex og hafa þrír þeirra oft
notað sér aðstöðu sína til að knýja
Ehud Barak, forsætisráðherra
Israels, á fundi í þinginu í gær.
Barak til undanhalds í stefnumálum
Verkamannaflokksins.
„Þetta er slæmt merki um að
stjórn Baraks sói tímanum með því
að skipta um skoðun og að hún geti
ekki gert upp hug sinn,“ sagði einn
af ráðherrum Arafats, Ziad Abu
Zayyad, í gær.
MORGUNBLAÐIÐ 15. MARS 2000