Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Símalausir og borða hrein- dýrapizzur Viðræður Samtaka atvinnulifsins og VMSÍ hjá sáttasemjara Byijað á að ræða allt annað en launaliðinn Miklar skemmdir af völdum elds EFRI hæð húss við Suðurlandsveg í Hveragerði skemradist mikið í bruna í fyrrinðtt og er að öllum lík- indum ónýt. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning um eldsvoðann á fjórða timanum í fyrrinótt er vegfarandi gerði viðvart. Húsið var mannlaust. I húsinu var áður veitingastaður- inn Húsið á sléttunni og stóðu yfir endurbætur á byggingunni. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn á tildrögum brunans, en ekki er talið ólíklegt að kveikt hafi verið í húsinu. --------------- Sex sakborn- ingar áfram í gæslu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði sex sakborninga í Stóra fíkniefnamálinu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. apríl í gær að kröfu ríkissaksóknara. Þrír sak- borninganna kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls sitja níu manns í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar málsins og verða þeir þrír sem eftir eru færð- ir fyrir dómara í dag, miðvikudag, og þess krafist að gæsluvarðhald þeirra verði markað jafnlöngum tíma og hjá hinum sex. SAMNINGANEFNDIR Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og Verkamannasambandsins (VMSI) og Landssambands iðnverkafólks hins vegar hittust á fundi hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Annar fundur hefur verið boðaður kl. 10 í dag. Þetta var fyrsti fundur aðilanna eftir að deilu þeirra var formlega skotið til sáttasemjara 21. febrúar sl. Atkvæðagreiðsla um verkfalls- boðun er hafin meðal aðildarfélaga VMSÍ og verður talið 21. mars nk. Verði boðunin samþykkt er ljóst að verkfall skellur á um næstu mán- aðamót. Fundur deiluaðila hófst kl. 13 í gær og stóð í fjórar klukkustundir. Var að mestu farið yfir þau efnisat- riði sem til umræðu verða næstu dága óg form viðræðnanna, að sögn fulltrúá deiluaðila. „Ásáttir um ákveðin vinnubrögð“ Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði við Morgunblaðið að Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir fundurinn hefði verið ágætur, menn hefðu orðið ásáttir um ákveðin vinnubrögð. „Öllum er ljóst að mjög mikið ber á milli í launaliðnum og því er í raun ekki nokkur leið að meta horfurnar. Við höldum okkar striki í atkvæðagreiðslum félaganna og það segir sína sögu,“ sagði Björn Grétar. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði að niðurstaða fundarins hefði orðið að hefja vinnu um alla liði hugsanlegs samnings, aðra en launaliðinn. „Kröfur VMSÍ í launa- liðnum em langt utan við það sem að okkar mati kemur til greina að semja um. Því töldum við rétt að verja næstu dögum í að ræða öll önnur efnisatriði og reyna að ná ein- hverri lendingu í þeim efnum,“ sagði Ari. Aðspurður hvort atkvæðagreiðsla um verkfall setti ekki sinn svip á viðræðurnar, sagði Ari: „Ég tel ekki eðlilegt að félögin setji málið í þenn- an farveg á þessu stigi. Að mínu viti væri nær að menn kæmu af alefli að STÓR hluti íslendinga hefur ekki aðgang að síma en pizzur með hreindýrakjöti eru í sérstöku uppáhaldi meðal þjóðarinnar. Þetta er staðhæft í bandarískri fræðibók um stjórnun sem notuð er við kennslu í námskeiðinu Stjórnun II við viðskiptadeild Há- skóla Islands. I bókinni, sem ber heitið Man- agement, eftir Robert Kreitner, (gefin út í Boston árið 1998), er tekið dæmi af vandamálum sem fyrirtækið Domino’s pizza stend- ur frammi fyrir í hinum ýmsu löndum við að ná til viðskiptavina og hefur dæmi sem tekið er af pizzusölu á Islandi vakið undrun því að leysa málin við samninga- borðið í stað þess að setja átök af stað.“ Fleiri aðilar ræða málin í húsakynnum sáttasemjara komu fleiri aðilar til viðræðna í gær. Fulltrúar Alþýðusambands Austur- lands ræddu sérkjarasamning í loðnuverksmiðjum á Austurlandi við fulltrúa SA og hið sama gerðu full- trúar Vöku á Siglufirði og fleiri fé- laga á Norður- og Austurlandi vegna SR-mjöls. Arangur af þeim fundum mun ekki hafa orðið teljandi og hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilu flugvirkja hjá Flugleiðum og SA hefur verið skotið formlega til sáttasemjara og hittust deiluaðilar á fundi í gær án þess að lausn fengist. Annar fundur hefur ekki heldur ver- ið boðaður í þeirri deilu. Samninganefnd Rafiðnaðarsam- bandsins hitti samninganefnd SA aftur að máli í gær, en nokkur skrið- ur virðist kominn á þær viðræður, ef meðal viðskiptafræðinema, en þar segir: „Á íslandi, þar sem stór hluti þjóðarinnar nýtur ekki símaþjónustu, hefur Domino’s tekið upp samstarf við bflabíó í Reykjavík til að nálgast við- skiptavini. Bíógestir sem fá löng- un til að panta sér pizzu með hreindýrapylsu (sem er vinsæl bragðtegund þar) blikka stefnu- ljósi og starfsmaður bíósins kem- ur og færir þeim þráðlausan síma svo þeir geti pantað sér pizzu, sem þeir fá svo afhenta í bflinn,“ segir þar. Tekið er fram í lok kaflans að heimildin sé sótt í dagblaðið Wall Street Journal. marka má orð Guðmundar Gunnars- sonar, formanns RSÍ, í Morgunblað- inu í gær um að líkur á samkomulagi væru sjötíu á móti þrjátíu. Þeim við- ræðum hefur ekki verið formlega skotið til sáttasemjara, en sú verður líklega raunin náist ekki einhver niðurstaða fyrir eða um næstu helgi, eftir því sem samningamenn hermdu Morgunblaðinu í gær. Níu mál á borði sáttasemjara Alls hefur nú verið skotið til form- legrar meðferðar sáttasemjara níu vinnudeilum. Auk þeirra sem áður er getið, er deila Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis og atvinnurekenda, og tvær deilur flugvirkja til; annars vegar gegn Flugfélagi íslands og hins vegar gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna Landhelgis- gæslunnar. Deilu mjólkurfræðinga og SA hefur einnig verið skotið til embættis ríkissáttasemjara og sama gildir um kaupskipadeilu Sjó- mannafélags Reykjavíkur vegna farmanna. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda um fjölgun sauðfjár frá 1995 Eina leiðin til að auka tekjur er að fjölga fénu AÐALSTEINN Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að eini möguleiki sauðfjár- bænda til að auka tekjur af búskap sínum sé að fjölga sauðfénu. Þenn- an kost hafi margir bændur valið á allra síðustu árum, en kindum hef- ur fjölgað hér á landinu um 40.000 fjár síðan 1995. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist gera sér vonir um að sú fækkun sauð- fjár sem að er stefnt í sauðfjár- samningnum nái fram að ganga þar sem atvinnuástand í landinu sé mun betra nú en 1995. „Það er enginn framleiðsluhemill í sauðfjárræktinni í dag. Menn eru frjálsir að því að búa með þá bú- stærð sem hverjum og einum hent- ar. Eini möguleiki bænda til að auka tekjumar af búskapnum er að fjölga fénu,“ sagði Aðalsteinn. Sauðfjárbændur ábyrgjast sjálf- ir sölu á kindakjöti sem ekki selst á innanlandsmarkaði. Vegna sam- dráttar í neyslu kindakjöts og auk- innar framleiðslu hefur reynst nauðsynlegt að auka útflutnings- skylduna. Hún var 15% árið 1998, en var hækkuð upp í 25% í fyrra. Bændur bera sameiginlega ábyrgð á útflutningnum. Þó að aðeins 30% sauðfjárbænda fjölgi fénu verða hin 70% að taka á sig kostnað við útflutning til jafns við þá sjálfa. Verð fyrir útflutt kjöt hefur hækkað Aðalsteinn sagðist líta svo á að ef sauðfjárbúskapur ætti að geta þrifist hér á landi til framtíðar yrði að byggja á sölu á erlendum mörk- uðum. Ef það ætti að vera hægt yrði að vera til staðar ákveðið magn til útflutnings, t.d. 15% af innanlandsmarkaði. Hann sagði að nú fengjust 150-180 kr. fyrir kg af lambakjöti á erlendum mörkuðum. Þetta verð hefði verið 60-90 kr. fyrir fimm árum. Verðið þyrfti hins vegar að fara upp í 200-220 kr. til að vera viðunandi. Verið væri að skoða hve margir bændur uppfylltu skilyrði um lífræna fram- leiðslu, en talið væri að hægt væri að fá allt að 30% hærra verð fyrir hana. Samkvæmt nýja búvörusamn- ingnum er áformað að ríkið kaupi upp greiðslumark þannig að sauðfé fækki um 45.000. Betra atvinnu- ástand nú en 1995 Aðalsteinn sagði að markmið með þessu væri að færa stuðning ríkisins við sauðfjárbændur á færri bú þannig að hægt væri að bæta stöðu þeirra sem starfa áfram í greininni. Á því væri full þörf þar sem meðaltekjur í atvinnugreininni væru mjög lágar. „Menn verða að hafa í huga að atvinnuástandið í landinu er mun betra núna en það var árið 1995. Menn eiga því allt aðra möguleika nú en fyrir fimm árum. Nú er næg atvinna og eftirspurn eftir fólki. Við gerum einnig miklu hærra tilboð í uppkaup á greiðslu- marki en var í gamla samningnum. Ég á því von að einhver hópur bænda vilji snúa sér að öðru,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra þegar hann var spurð- ur að því hvort líklegt væri að nýi búvörusamningurinn leiddi til raunverulegrar fækkunar sauðfjár. Telur að margir taki tilboði ríkisins Guðni sagðist gera ráð fyrir að nægilega margir bændur myndu taka tilboði ríkisins um sölu á greiðslumarki þannig að markmið- ið um 45.000 fækkun sauðfjár næð- ist. Hann sagðist ekki útiloka að það næðist strax í haust en þá væri verðið á greiðslumarki hæst. „Með þessum búvörusamningi erum við að reyna að skapa sveigj- anleika og frelsi til þess að at- vinnugreinin þróist. Það snýr að því að menn eiga að gera ennþá betur og geta þá stækkað bú sín ef þeir vilja það,“ sagði Guðni. Samiðn lýsir eftir samn- inganefnd ríkisins SAMIÐN mun hitta Samtök at- vinnulífsins að máli í húsakynnum sáttasemjara í dag. Samninganefnd- ir málsaðila hittust einu sinni í síð- ustu viku og segir á heimasíðu Sam- iðnar á Netinu að fulltrúar félagsins hafi þær ítrekað óskir sínar um raunverulegar viðræður í stað enda- lausra eldhúsdaga, eins og það er orðað. Samiðn hefur einnig fundað með launanefnd Reykjavíkurborgar um forsendur skammtímasamnings og verður þeirri vinnu fram haldið í dag. Minna hefur hins vegar farið fyrir viðræðum ríkisins og Samiðnar um nýjan Igarasamning. Á heimasíðu Samiðnar er gengið svo langt að auglýsa eftir samninganefnd ríkisins sem ekkert hafi spurst til. Þar er sagt að væntanlega verði það næsta stórverkefni björgunarsveitanna að leita nefndina uppi. „Nema hún sé að sækjast eftir útnefningu til að hreppa silfurlampann fyrir góðan feluleik,“ segir ennfremur á síðunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.