Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR15. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hágæðahótel
rís á miðjum
Rangárvöllum
Hellu. Morgunblaðið.
VERIÐ er að leggja síðustu hönd á
innréttingar nýs hótels í landi
Hjarðarbrekku á Rangárvöllum en
aðeins er um tæpt ár síðan smíði
þess hófst. Pað eru athafnamenn-
irnir Sigurbjöm Bárðarson og Axel
Ómarsson sem saman ætla að reka
þarna 21 herbergis hótel í hæsta
gæðaflokki.
Hótelið, sem er um 1000 fermetr-
ar, er allt hið glæsilegasta á að líta,
byggt í grófum bjálkahúsastíl. Að
sögn þeirra félaga sáu þeir þessa
húsagerð mjög víða í Kanada og
Bandaríkjunum á ferðum sínum
fyrir nokkrum árum við markaðs-
setningu íslenska hestsins. „Við
kolféllum fyrir þessum sveitaset-
ursstíl sem varð okkur síðan inn-
blástur til þessa ævintýris sem hér
er að hefjast. Við byrjuðum á að
reisa sjö herbergja álmu ásamt
tveggja hæða þjónusturými, en
ákváðum síðan í haust að fara strax
út í aðra fjórtán herbergja álniu í
beinu framhaldi, þannig að salir og
gestamóttaka eru í miðjunni. Húsið
er smíðað sem venjulegt grindar-
hús, en ytra byrði siðan klætt með
sérinnfluttum sédrusviði sem gefur
þettá fallega bjálkaútlit," útskýra
þeir félagar.
Það er sérstaklega vandað til
allra innréttinga á Hótel Rangá, all-
ir bolir í stoðum og svalir eru úr
gegnheilum viði, gólfin eru lögð
gegnheilum harðviði eða leirflísum
og húsgögn eru sérhönnuð og
-smíðuð fyrir staðinn. Pá er stiginn
á milli hæða úr sérstaklega völdum
trjábolum úr gegnheilum sedrusviði
og furu, þar sem drumbamir fá að
njóta sín í sínu náttúrulega formi.
Herbergi í lúxusflokki
Herbergin era mjög rúmgóð, fal-
lega innréttuð með sérhönnuðum
húsgögnum, sjónvarpi, hljómflutn-
ingstækjum og baðherbergi með
stórj-i setlaug. Auk þess er hægt að
ganga út í garðinn úr flestum her-
bergjanna og njóta útsýnisins, ann-
að hvort úr heitu pottunum, sem
þar era staðsettir eða af stéttinni
þar sem fyrirhugað er að bera fram
veitingar þegar vel viðrar. „Það era
fjögur herbergi sem kalla má „svít-
ur“, sem verða enn betur búin og
era mun stærri en hin,“ segir Axel,
en hann gegnir stöðu framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins.
Aðspurðir segjast þeir félagar
vera áð byggja upp og markaðs-
setja þessa þjónustu í kringum
kröfuþarða ferðamenn, sérstaklega
úr hóþi erlendra hesta- og veiði-
manna. ,A-uk þess munum við
leggja áherslu á að geta tekið að
okkur alls konar fundi og ráðstefn-
ur, én aðstöðu til þess teljúm við
mjög góða hér. Það er 50-60 manna
salur á neðri hæð, sem ætlaður er
til morgun- og hádegisverðar og á
efri hæð er annar álíka stór salur í
baðstofustíl, þar sem við komum til
með að framreiða kvöldverð. Þar er
einnig bjálkabar og rúmgóð kon-
íaksstofa með tvennar svalir, þaðan
sem útsýnið er frábært annars veg-
ar til austurs með Eystri-Rangá í
Morgunblaðið/Aðalheiður
Sigurbjöm Bárðarson og Axel
Ómarsson fyrir utan hið nýja
„Hótel Rangá“, en þeir félagar
hafa grætt upp svartan sandinn
sem var allsráðandi í umhverf-
inu, þannig að nú blasa við gest-
um grænar grundir allt í kring.
forgranni og hins vegar til norðurs
þar sem sjálf Hekla gnæfir yfir.“
15-20 störf skapast
Margir iðnaðarmenn hafa unnið
hörðum höndum að byggingu og
innréttingu hússins, sem stefnt er
að því að opna í næsta mánuði. Að
sögn þeirra félaga koma til með að
skapast uml5-20 störf á hótelinu,
sem svo sannarlega er þörf fyrir
þegar samdráttur er fyrirséður í
öðrum greinum á svæðinu.
Metdag-
ur hjá
pólför-
unum
N ORÐURPÓLSF ARARNIR komust
6,1 km á mánudag, sem er lengsta
dagleið þeirra frá upphafi leið-
angursins, sem
hófst 10. mars.
Frostið var mikið
sem fyrr eða 40
stig. Alls hafa
þeir því gengið
18,8 km á fjórum
dögum, eða tæpa
5 km á dag að
meðaltali.
Áður en þeir iögðu af stað frá ís-
landi sagði Ingþór Bjarnason í sam-
tali við Morgunblaðið, að miðað við
þær erflðu aðstæður sem pólfarar
þyrftu jafnan að glima við fyrstu 10
til 14 dagana mætti una vel við að
komast 5 til 7 km á dag. í ljósi þess
má glöggt sjá hversu vel pólförun-
um miðar á ferð sinni.
í samtali við bakvarðasveit sína í
gær sagði Haraldur Örn Ólafsson
að gott veður hefði verið á mánu-
dag og færið ágætt á köflum.
„Gærdagurinn [mánudagur]
byrjaði mjög vel og í fyrsta skipti í
ferðinni skein sólin allan daginn,
þótt hún væri mjög lágt á lofti,"
sagði Haraldur þegar hann hringdi
úr Iridium-gervihnattasímanum.
„Sólin rétt gægðist, yfir fjöllin en er
mjög lengi að færast eftir sjóndeild-
arhringnum. Við vorum á nýfrosnu
svæði fyrripart dagsins, nánast eins
og á skautasvelli, þakið þunnu snjó-
lagi sem gerði það að verkum að
sleðamir runnu nyög vel. Alltaf er
þó mikið um fshrauka og -hröngl í
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Pólförunum sækist ferðin vel og þeir eru að nálgast 20 km markið, sem
telst góður árangur. Myndin var tekin í æfingaferð á Langjökli.
kringum þessi svæði, en þessi ný-
frosnu svæði eru mjög góð. Eftir
um tveggja kiukkustunda gang
komum við að eldri ís, sem er mjög
þykkur og hefur veðrast og gúlpast
með tímanum. Þar fór að ganga
hægar, en við gálum þó dregið hvor
sinn sleðann þangað til í lokin þeg-
ar við þurftum að hjálpast að við
sleðadráttinn."
Samkvæmt upplýsingum pólfar-
anna hafa þeir aðlagast aðstæðum
ágætlega og eru farnir að sofa vel
um nætur. Hvítabirni hafa þeir enn
ekki hitt og verða líkurnar á því æ
minni eftir því sem norðar dregur.
Snjómokstur og hálkueyðing
Kostnaður allt að
98 milljónir
BÓKFÆRÐUR kostnaður vegna
snjómoksturs og hálkueyðingar í
höfuðborginni frá áramótum til 13.
mars, er um 93 milljónir króna, sam-
kvæmt yfirliti frá gatnamálastjóra,
sem lagt var fram í borgarráði.
Bent er á að launakostnaður sé
ekki innifalinn í upphæðinni, reikn-
ingar vegna saltkaupa og reikningar
vegna kaupa á heitu vatni hafi ekki
borist þannig að raunkostnaður sé
sennilega um 96 til 98 milljónir.
Uppfyllti ekki gæðastaðal
V egagerðarinnar
Fram kemur að Vegagerðin
greiddi á síðasta ári tæpar 32 millj-
ónir vegna snjómoksturs á þjóðveg-
um innan borgarmarkanna og að
Vegagerðin hafi gert athugasemdir
við framkvæmd snjómoksturs og
hálkueyðingar hjá borginni og bent á
að hún uppfyllti ekki þann gæðastað-
al sem Vegagerðin setti sér á fjöl-
fömustu þjóðvegum í nágrenni borg-
arinnar. Þá segir, „Þetta er vissulega
rétt en í samningi við Vegagerðina er
gert ráð fyrir að ástandi þjóðvega
innan borgarmarka sé haldið í svip-
uðu horfi og öðrum hlutum aðalga-
tnakerfisins, sem staðið hefur verið
við, og er kostnaðarhlutdeild Vega-
gerðaiinnar við það miðuð. Búast má
við mjög hertum kröfum Vegagerð-
arinnar hvað varðar gæði snjó-
moksturs og er unnið að endurskoð-
un samnings við þá þar að lútandi."
Fram kemur að miklar skemmdir
hafi orðið á grasi og gróðri næst göt-
um, kantsteinar hafi brotnað, um-
ferðarskilti, pollar og grindverk
skemmst.
Knattspyrnufélagið Fram
leitar til borgarráðs
Félagið skuldar um
110 milljónir
AÐALSTJÓRN Knattspyrnufélags-
isns Fram hefur leitað til borgarráðs
um heimild til að selja fasteignir fé-
lagsins við Safamýri 28. Fram kem-
ur að tilgangur sölunnar sé að lækka
skuldir félagsins, sem nema um 110
milljónum króna, og lækka rekstrar-
kostnað hjó deildum félagsins.
í erindinu til borgarróðs er bent á
að starfsemi félagsins sé rekin á
tveimur stöðum og að fyrirhugað sé
að flytja alla starfsemina yfir í
íþróttahúsið og lækka sameiginlegan
kostnað. Tekið er fram að hugleið-
ingar um flutning félagsins af svæð-
inu séu ekki tímabærar á þessu stigi
en komi til þess yrði það gert í sam-
ráði við borgarráð. Jafnframt segir
að væntanlegir kaupendur að félags-
heimilinu muni ekki fá nein fyrirheit
af hálfu félagsins um frekari aðstöðu
á íþróttasvæði Fram við Safamýri.
Borgarráð vísaði erindinu til um-
sagnar borgarlögmanns og fram-
kvæmdastjóra íþrótta- og tómstund-
aráðs.