Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður Öryrkja-
bandalagsins
G/WUAÍO
*
Ahugamenn um bættar vegasamgöngur við Vopnafjörð
Hreppsnefnd beiti sér
fyrir vegi um Hofsárdal
SEX einstaklingar í Vopnafirði,
áhugamenn um bættar vegasam-
göngur, hafa sent hreppsnefnd
Vopnafjarðarhepps áskorun um að
standa fast við fyrri samþykktir
um uppbyggingu heilsársvegar frá
hringvegi til Vopnafjarðar. Telja
þeir það einu raunhæfu leiðina til
að tengjast bæði öðrum hlutum
Austurlands og Norðurlandi.
I bréfi sexmenninganna er á það
bent að verði lagður vegur inn
Hofsárdal verði hann í mestri hæð
þar sem hann tengist hringvegin-
um. Ennfremur styttist leiðin til
Egilsstaða um 41 kílómetra miðað
við núverandi veg yfír fjallgarða.
Þeir vekja einnig athygli á því að
upplýsingar um kostnað við jarð-
göng undir Hellisheiði hafi skolast
til í umræðunni að undanförnu.
Ljóst sé að verði borað þurfi að
tengja göngin við þjóðvegakerfið
og sé þar um að ræða að minnsta
kosti jafn langa leið að austanverðu
og vegur um Hofsárdal inn á Há-
reksstaðaleið, auk þess sem leggja
þyrfti í einhvern kostnað við veg-
inn Vopnafjarðarmegin við Hellis-
heiði. Telja þeir að heildarkostnað-
ur við jarðgöng og vegtengingar
færi hátt í þrjá milljarða í stað
þeirra tveggja milljarða sem mest
hafi verið í umræðunni.
Sátt við ófærar tengingar við
þjóðvegi í 6-8 vikur á ári?
„Skorum við á hreppsnefnd að
hefja af krafti baráttu fyrir því að
tengingu um Hofsárdal, við hring-
veg, verði flýtt svo Vopnafjörður
komist í nútímavegasamband við
Norður- og Austurland sem allra
fyrst,“ segir í bréfinu. „Teljum við
að vinna við umhverfismat geti haf-
ist þegar á komandi sumri, ef vilji
er til. Miðað við það gæti vegur
með bundnu slitlagi frá Vopnafirði
inn á Háreksstaðaleið verið til-
búinn 2004-2005, í stað 2010 eins
og nú er áætlað. Að iokum spyrjum
við: Er háttvirt hreppsnefnd sátt
við að Vopnfirðingar búi við það
næstu 10 árin að hafa þrjár veg-
tengingar við íslenska þjóðvega-
kerfið sem allar eru ófærar flestum
bílum vegna aurbleytu 6-8 vikur á
ári?“
Undir bréfið rita: Alexander
Árnason, Baldur H. Friðriksson,
Helgi J. Þórðason, Sigþór Þor-
grímsson, Reynir Árnason og Víg-
lundur Pálsson.
N Y LITAPRENTVÉL
HÁGÆÐA FILMUÚTKEYRSLA
HÖNNUN OG UMBROT
FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA
PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA
FILMUGERÐ:
• mjög hraövirk útkeyrsla
• stæröir allt aö 55Q mm x 609 mm
• Rastaþéttni allt aö 200lpi
• upplausn allt aö 3000 dpi
• útskot í A2 stæröum
• útskotnar filmur geta komiö tilbúnar
punchaöar
• styöur PostScript Level 1 og 2.
PostScript 3. PDF 1.2. TIFF 6.0, EPS
og JPEG
• möguleiki á útkeyrslu í slembirasta
OFFSETPRENT ehf.
AUÐBREKKU B • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 564 6020 - 564 6021 • FAX 564 6022
Skólanemar heimsækja Alviðru
Til móts
við vorið
Hjördís B. Ásgeirsdóttir
LANDVERND rek-
ur umhverfis-
fræðslusetrið Al-
viðru við Sogsbrú í
Ölfusi, þar verður frá
deginum í dag tekið á
móti grunnskóla-nemum
til umhverfisfræðslu eins
og tíðkast hefur undan-
gengin ár. Hjördís Ás-
geirsdóttir er umsjónar-
maður Alviðra. Hún var
spurð hvers konar
fræðslu grunnskóla-
nemar fengju í heimsókn
sinni til Alviðru.
„Dagskrána, sem við
bjóðum upp á nú í vor,
köllum við Til móts við
vorið. Hugmyndin með
þessari dagskrá er að
leyfa grunnskólnemum
að upplifa náttúruna og
njóta útiveru - eða eins
og einhver sagði; Við reynum að
ná til barnanna áður en höfuðið
er komið of fjarri jörðinni. Við
skoðum hvernig náttúran vakn-
ar til lífsins á vorin, við skoðum
skóginn og hvaða breytingar
eiga sér stað í honum, við skoð-
um mismuninn á ræktuðum
skógi og upprunalegum skógi og
reynum að gera okkur grein
fyrir hvaða gagn bæðj land og
fólk hefur af skógi. Á þessum
tíma leggjum við megináherslu
á skóginn en við höfum auðvitað
opin augu fyrir öllu sem við sjá-
um, við skoðum fjöllin, árnar,
hraunið, dýralíf; fugla og smá-
dýr.“
-Hvað er Alviðra búin að
starfa lengi?
„Fræðslusetrið var stofnað
upp úr 1980 og síðari ár hefur
fræðsla verið með þessum hætti
m.a. Það er nýjung í því sem við
erum að gera núna, að bjóða
skólum að heimsækja í leiðinni
fjós, fjárhús eða garðyrkjustöð
- eða taka þátt í landgræðslu-
verkefni og planta trjám. Með
okkur í þessum verkefnum er
Ferðamannafjósið á Laugabökk-
um, bændur á Bíldsfelli, Garð-
yrkjuskóli ríkisins og Land-
græðslan.“
-Hvað stendur svona heim-
sókn lengi yfir?
„Þessar heimsóknir geta verið
allt frá dagsheimsókn, sólar-
hringsheimsókn eða jafnvel í
lengri tíma. Lengri tími gefur
auðvitað meira svigrúm og
meira er þá hægt að gera sér til
skemmtunar. Við reynum alltaf
að flétta inn í dagskrána frjáls-
um tímum og gera þá eitthvað
skemmtilegt. Aðsóknin á Al-
viðru hefur farið vaxandi - þeir
sem vilja bóka sig geta gert það
í síma 482-1109 og nú er líka
hægt að bóka sig á Netinu; net-
fang Landverndar er www.land-
vernd.is.“
-Er fræðslusetrið starfandi
allt árið?
„Þessi dagskrá
stendur til loka maí,
síðan tekur við sum-
ardagskrá með stutt-
um námskeiðum þar
sem höfðað er til al-
mennings. í fyrra var m.a. á
sumardagskránni plöntugrein-
ing, fuglaskoðun, jarðfræði,
sorphirða, kransagerð úr nátt-
úralegum efnum, lífrænt líferni,
farið var í jónsmessugöngu og
skógargöngu um verslunar-
mannahelgina og sitthvað fleira
var gert. Þessi dagskrá var alla
laugardaga í fyrra og eitthvað
svipað verður á laugardagsdag-
skránni í sumar. I september og
október tökum við aftur á móti
► Hjördís B. Ásgeirsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 16. janúar 1957.
Hún lauk prófi frá Garðyrkju-
skóla ríkisins árið 1978 og hefur
lengst af stundað garðyrkju. Nú
starfar Hjördís hins vegar sem
umsjónarmaður Alviðru við Sog-
ið í Ölfusi, en Alviðra er um-
hverfisfræðslusetur Landvernd-
ar. Hjördís er gift Pétri
Þorvaldssyni garðyrkjubónda og
eiga þau þrjú böm.
grunnskólanemum og þá hefur
aðaláhersla verið lögð á plöntu-
greiningu auk útivistar og þess
að njóta náttúrannar.“
-Hvað með mat og annað
sem fólk þarfnast?
„Á Alviðra er ágætis eldhús
og þar geta menn fengið að út-
búa sér mat. Allir koma með
mat með sér en þeir sem lengur
dvelja elda gjarnan."
- Hvað er húsnæðið stórt sem
þið hafíð til umráða?
„Þetta er stór sveitabær sem
var búið í fram yfir árið 1970 og
þar er búið að útbúa ágætis
gistirými á efri hæð og niðri
höfum við tvær góðar stofur auk
snyrtiaðstöðu og fleira sem til-
heyrir. Það er Árnessýsla og
Landvernd sem eiga Alviðru og
Öndverðarnes, sem liggur hand-
an við Sogið, allt þetta svæði er
notað til gönguferða og um-
hverfisfræðslu auk þess sem við
heimsækjum oft Þrastaskóg
sem er land Ungmennafélags
íslands. Þess má geta að á Al-
viðra er fjós og hlaða sem til
stendur að nýta meira í fræðslu-
starfinu framvegis. Þar höfum
við m.a. kanínur sem gestir okk-
ar hafa ánægju af að hitta."
- Hver borgar rekstur Al-
viðru?
„Alviðra er rekin fyrir frjáls
framlög aðildarfélaga Land-
verndar, auk þess sem þeir, sem
koma til okkar, greiða 500 krón-
ur hver fyrir dags-
heimsókn og 1000
krónur fyrir sólar-
hringsheimsókn,
gjöldin sem þannig
innheimtast eru um
það bil þriðji hluti
rekstrargjaldanna."
- Hvað heimsóttu ykkur
margir í fyrra?
„Á annað þúsund grunnskóla-
nemar heimsóttu Alviðru í fyrra
auk leikskólanema og þeirra
sem sóttu sumarnámskeið og
bókanir núna gefa okkur tilefni
til að álykta að heimsóknum
fjölgi talsvert á Alviðru í ár,
enda er Alviðra náttúruperla á
góðum stað sem vert er að
heimsækja."
Skoðum
hvernig nátt-
úran vaknar
til lífsins