Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Reiðhöll Árna Þorgilssonar vígð á Blönduósi Oddur frá Blönduósi hápunktur vígsluhátíðar Morgunblaðið/Jón Sig Björn Magnússon, formaður samtaka hrossabænda í A-Hún, afhendir hér ásamt Hrafnhildi, dúttur Árna reiðhallarkúngs, langtaðkomnum knöpum viðurkenningar- og þakklætisvott fyrir komuna í Húnaþing. Blönduúsi - Reiðhöll Áma Þorgils- sonar á Blönduósi var vígð á laugar- daginn að viðstöddu fjölmenni. Séra Sveinbjörn R. Einarsson blessaði mannvirkið, flutt voru ávörp og karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps söng nokkur lög. Margur gæðingurinn og lands- kunnir knapar heiðruðu hátíðina með nærveru sinni. Það var mál manna að vel hefði til tekist og líkast því að veröldin viki örlítið úr vegi, svo markvisst var riðið. I huga margra var hápunktur hátíðarinnar þegar hinn 15 vetra margverðlaun- aði töltari Oddur frá Blönduósi kom í heimsókn ásamt eiganda sínum, Sig- urbirni Bárðarsyni. I þakklætisskyni fyrir að bera hróður Blönduóss svo vítt sem raun ber vitni heiðraði bæj- arstjóm Blönduóss þá félaga Sigur- björn Bárðarson og Odd. Steinnesbændur valdir ræktunarmenn ársins Abúendur á bænum Steinnesi vom útnefndir hrossaræktunar- menn ársins í A-Húnavatnssýslu af samtökum hrossabænda i sýslunni og veitti Magnús Jósefsson bóndi viðurkenningunni móttöku á vígslu- hátiðinni. Heimamenn vom með fjöl- breytta dagskrá á vígsluhátíðinni og landsþekkt kynbótahross vom sýnd. Á vígsluhátíðinni var ein keppnis- grein þar sem keppt var í tölti, en þar sigraði Sigurbjöm Bárðarson á Húna frá Torfunesi. Það var til þess tekið hve hátíðin gekk vel fyrir sig. Sýningamar mnnu í gegn á góðum hraða og aldrei varð lát á og stemmningin var sérdeilis góð. Veðr- ið lék við hátíðargesti og undirstrik- aði vel heppnaðan vígsludag, dag sem að mati margra markar stór spor i sögu hrossaræktar í A-Húna- vatnssýslu. Félagar í hesteigendafélagi Blönduúss riðu á vaðið á reiðhallarvígsl- unni, vopnaðir íslenska fánanum, og fúru geyst yfír. Hinn margverðlaunaði pddur frá Blönduúsi ásamt eiganda sínum Sig- urbimi Bárðarsyni og Árna Þorgilssyni eiganda hinnar nýju reiðhallar. Efling Snorrastofu í Reykholti Formleg afhend- ing bókasafns Kristinn Júnasson, bæjarstjúri Snæfellsbæjar, tekur á múti niðurstöðum verkefnisins frá Ólínu Kristinsdútt- ur. Með þeim á myndinni eru: Guðrún G. Bergmann og Skúli Alexandersson, sem bæði eru í stýrihúpnum. Morgunblaðið/Asdís Guðlaugur Bergmann, verkefnisstjúri Staðardag- skrár 21 í Snæfellsbæ afhendir Stefáni Gíslasyni umhverfisstjúrnunarfræðingi niðurstöður Snæfells- bæjar en hann er verkefnisstjúri á landsvísu. 31 sveitarfélag í tilraunaverkefni um Staðardagskrá 21 Snæfellsbær fyrstur til að ljúka verkefninu SNÆFELLSBÆR er eitt af þrjátíu og einu bæjarfélagi sem tekur þátt í tilraunaverkefni um Staðardagskrá 21 á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneyt- isins. Stefán Gíslason umhverfis- stjórnunarfræðingur stjórnar þessu verkefni á landsvísu og afhenti full- trúi Snæfellsbæjar honum niður- stöðu verkefnisins sl. mánudag, fyrst sveitarfélaga. Verkefnið hófst formlega í Snæ- fellsbæ í byrjun október 1998 og var reiknað með að það tæki 18 mánuði og því lyki 31. mars nk. Snæfellsbær réð Guðlaug Berg- mann sem verkefnisstjóra og skipaði jafnframt fulltrúaráð og stýrihóp Staðardagskrár 21 honum til aðstoð- ar við úrvinnsluna. Þessir aðilar hafa nú lokið við úrvinnslu tilraunaverk- efnisins og afhenti Ólína Kristins- dóttir bæjarfulltrúi sl. laugardag Kristni Jónassyni, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, niðurstöðurnar. Verkefnisstjóri Snæfellsbæjar af- henti síðan Stefáni Gíslasyni niður- stöðurnar sl. mánudag. I skýrslu hópsins er að finna: 1. Mat á núverandi stöðu í bæjar- félaginu. 2. Framtíðarsamfélag Snæfellsbæjar inn í 21. öldina (markmið). 3. Framkvæmdaáætlun vegna markmiða Snæfellsbæjar. 4. Verkefnalista vegna framkvæmda- áætlunar. 5. Fundargerðir fimm funda vegna framkvæmdaráætlun- ar. Nú tekur við sú mikla vinna sem fylgir því að vinna úr framkvæmda- ráætlun verkefnisins, að sögn Guð- laugs Bergmann. „Segja má að slíkri vinnu verði aldrei lokið því markmið- in koma til að breytast og þróast með mannlífinu. Fulltrúaráð og stýrihóp- ur munu starfa að verkefninu um óá- kveðinn tíma en Staðardagskrá 21 gefur komandi kynslóðum heimsins mesta von um bjarta framtíð í sátt við umhverfi sitt,“ segir Guðlaugur. Heildaráætlun um þróun samfélaga inn í 21. öldina Staðardagskrá 21 er 28. kaflinn í Dagskrá 21, þeim sáttmála sem ís- land ásamt 178 öðrum þjóðum skrif- aði undir í Ríó í Brasilíu 1992. Sátt- málinn byggist á hugtakinu um sjálfbæra þróun sem kennt er við Gro-Harlem Brundtland, fv. forsæt- isráðherra Noregs, sem var í for- svari nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem skilaði áliti um sjálf- bæra þróun árið 1986 og skilgreindi hugtakið. Dagskráin 21 snýr að lönd- um heims en Staðardagskrá 21 að sveitarfélögum og/eða svæðum inn- an landa. Þetta samkomulag mark- aði tímamót í alþjóðlegu samstarfi að umhverfismálum og aldrei fyrr höfðu svo margir forystumenn ríkis- stjóma komið saman til fundar. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun samfélaga inn í 21. öldina. Áætlunin er nokkurs konar for- skrift að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. skilgreining á því hvernig samfélagið getur tryggt komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði á jörðinni. Laxamýri-Framkvæmdir standa yf- ir í fjúsum víða í Suður-Þingeyjar- sýslu um þessar mundir og fleiri bændur hyggjast laga aðstöðu sína í mjúlkurframleiðslunni á næst- unni. Um er að ræða bæði básafjús og Iausagöngufjús, einnig fjölgar mjaltabásum í héraðinu. Reykholt - Um helgina fór fram með viðhöfn formleg afhending á bóka- safni dr. Jakobs Bendiktssonar til Snorrastofu. Bergur Þorgeirsson, forstöðu- maður Snorrastofu, segir í samtali við blaðið að gott bókasafn sé for- senda fræðavinnu í Reykholti og því styrki þessi höfðinglega gjöf stofn- unina verulega. Með þeim bókum, sem safninu hafi borist, telur hann að kominn sé vísir að þeirri aðstöðu sem menn eiga að venjast á rann- sóknarbókasöfnun, þar sem fræði- menn hafi við störf sín flest það sem mestu varði í seilingarfjarlægð. Jakob Benediktsson var mikill bókaunnandi og safnari og þykir safn hans einkar stórt og heildstætt sem fræðimannssafn. Áður en hann andaðist á sl. ári hafði hann falið bók- menntafélaginu Máli og menningu að velja safninu stað. Það var Þröst- ur Ólafsson stjórnarformaður Máls og menningar sem afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra gjafabréfið og hann afhenti það síðan Bjama Guðmundssyni, formanni stjórnar Snorrastofu. Snorrastofa á nú bókasafn að stofni til úr sex söfnum: Tryggva Þórhallssonar, Guðmundar G. Haga- Nýtt fjós á Kálfborgará Nýlega fluttu ábúendur á Kálf- borgará í Bárðardal í nýtt fjús með aðstöðu fyrir mjúlkurkýr og geld- Morgunblaðið/Sigríður Kristínsdóttir Björn Bjamason, menntamála- ráðherra, afhendir Bjama Guð- mundssyni, formanni stjúrnar Snorrastofu, gjafabréfið. líns, Jakobs Benediktssonar og gamla Héraðsskólans í Reykholti. Að auki hafa Snorrastofu áskotnast hlutar af söfnum Þórarins Sveins- sonar læknis og Guðjóns Ásgríms- sonar. Til viðbótar þessum stóru gjöfum hefur Snorrastofu verið færður fjöldi bóka og á nú rúmlega 17.000 eintök. Sérstakir bókaskápar hafa verið keyptir undir safnið, en ílokkun, skráning og viðgerðir munu hefjast á þessu ári. neyti sem er bylting frá gömlu jötubásafjúsi sem skepnurnar voru áður í. Ilelgi Hallsson búndi segist vera mjög ánægður með bygginguna og hyggst íjölga kúm sinum á næst- unni þegar framkvæmdinni vcrður lokið. I hinu nýja fjúsi Helga Hallssonar búnda á Kálfborg- ará í Bárðardal. Breytingin er mikil frá því gamla. Helgi Hallson búndi á Kálfborgará í nýja fjúsinu ásamt Júnasi Sigurðarsyni sem smlðaði innréttingarnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.