Morgunblaðið - 15.03.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 21
Stjórn Skeljungs hf. boðar stefnubreytingu á aðalfundi félagsins
„Akveðið olíufélag
hefur árum saman
spilað á kerfið“
BENEDIKT Jóhannesson, stjórnar-
formaður Skeljungs hf., sagði í ræðu
sinni á aðalfundi félagsins í gær að fé-
lagið ætti í stríði við hið opinbera,
sem með óeðlilegum hætti hefði af-
skipti af flutningi olíu um landið. Af-
leiðingin væri sú að ákveðið olíufélag
hefði árum saman getað spilað á
kerfið sér til hagsbóta.
„Þessi mismunun þrífst í skjóli
stjómmálamanna og er því auðvitað
pólitísk,“ sagði Benedikt og bætti því
við að málið væri arfur þess tíma
þegar stjórnmálamenn vildu um alla
hluti sýsla, sínum gæðingum til hags-
bóta.
,Á undanförnum árum hafa stjórn-
endur Skeljungs beitt sér fyrir því að
fá flutningsjöfnun á olíuvörum fellda
niður enda felur hún í raun í sér nið-
urgreiðslu Skeljungs hf. á flutnings-
kostnaði samkeppnisaðila um tugi
milljóna króna á ári hverju. Eftir að
hafa beðið árangurslaust eftir við-
brögðum stjórnvalda við kvörtunum
félagsins varð það niðurstaða stjóm-
enda Skeljungs að skjóta málinu til
Eftirhtsstofnunar EFTA. Þótt nið-
urstaða Eftirlitsstofnunar liggi enn
ekki fyi-ir hefur málskotið þó þegar
skilað þeim árangri að stjóm Flutn-
ingsjöfnunarsjóðs oh'uvara hefur
skyndilega séð sér fært að lækka
taxta sjóðsins um tugi prósenta,"
sagði Benedikt.
Meirihluti stjómar þverskallast
við að fara eftir dómi
í máli hans kom fram að það hefði
vakið furðu Skeljungsmanna hversu
barátta fyrir leiðréttingu á sam-
keppnisstöðu félagsins hefði mætt
litlum skilningi hjá forstjóra Sam-
keppnisstofnunar, sem gegnir stöðu
stjómarformanns Flutningsjöfnun-
arsjóðs. „Skeljungi tókst að fá stjórn
sjóðsins til þess síðastliðið vor að
samþykkja Akureyri sem innflutn-
ingshöfn. Meirihluti stjómarinnar
afturkallaði þá ákvörðun þegar hann
gerði sér grein fyrir þeim áhrifum
sem breytingin hafði á taxta sjóðs-
ins.“
Sagði Benedikt að þrátt fyrir að
Héraðsdómur Reykjavíkur hefði
dæmt afturköllun sjóðsins ólögmæta,
í máli Skeljungs gegn forstjóra Sam-
keppnisstofnunar fyrir hönd Flutn-
ingsjöfnunarsjóðs, þá þverskallaðist
meirihluti stjórnarinnar, undir for-
ystu forstjóra Samkeppnisstofnunar,
við að færa taxta sjóðsins til sam-
ræmis við dóminn.
Félagid greidir ekki fé
til stjórnmálaflokka
Benedikt kynnti á aðalfundinum
nýjar viðskiptareglur Skeljungs, sem
samþykktar hafa verið af stjórn fé-
lagsins. Reglumar fela meðal annars
í sér lýsingu á markmiðum félagsins,
settar em starfs- og siðareglur og
kveðið er á um samfélagslegar skuld-
bindingar félagsins. Fyrirmyndin að
viðskiptareglum Skeljungs hf. er sótt
til Shell-samsteypunnar sem er í
senn samstarfsaðili og hluthafi í
Skeljungi hf. Shell-samsteypan vinn-
ur eftir ámóta reglum um allan heim,
að sögn Benedikts.
„Reglumar endurspegla það
grundvallarviðhorf að starfsemi fé-
lagsins og samskiptin við viðskipta-
vini eiga að grundvallast á heiðar-
leika, ráðvendni og virðingu fyrir
umhverfinu," sagði Benedikt.
Að hans mati er um stefnubreyt-
ingu að ræða í ákvæðum reglnanna
um stjómmálastarfsemi, en þar kem-
ur fram að Skeljungur hf. vinni að
viðskiptamarkmiðum sínum eftir
ábyrgum og lögmætum leiðum. Fé-
lagið greiði ekki fé til stjórnmála-
flokka, stjórnmálasamtaka eða full-
trúa þeirra og hafi ekki afskipti af
flokkspólitísku starfi. Skeljungur
áskilji sér hins vegar rétt til að láta í
ljósi afstöðu sína til málefna sem hafa
bein áhrif á félagið, starfsmenn þess,
viðskiptavini eða hluthafa. Félagið
leggist ekki gegn því að einstaka
starfsmenn taki þátt í samfélagsleg-
um verkefnum, t.d. með því að bjóða
sig fram til opinberra embætta, svo
lengi sem slíkt teljist viðeigandi í ljósi
ríkjandi aðstæðna á hverjum tíma.
„Þama er um stefnubreytingu að
ræða því að Skeljungur hefur hingað
til stutt stjórnmálaflokka hér á landi
með fjárframlögum líkt og flest önn-
ur stórfyrirtæki. Sá stuðningur hefur
ekki verið takmarkaður við ákveðinn
flokk eða flokka heldur hefur félagið
með þessu viljað styðja við stjórn-
málalíf í landinu. Stuðningurinn hef-
ur aldrei verið háðm- neinum skilyrð-
um af hálfu félagsins," sagði
Benedikt.
Hann sagði ennfremur að rétt væri
að staldra við og íhuga með hvaða
hætti ætti að fjármagna stjórnmála-
starfsemi hér á landi. Vitað væri að
framlög einstaklinga hrykkju
skammt og það væri ekki geðfelld
hugsun að starfsemin væri öll greidd
af ríkinu, enda auðvelt að sjá að slíkt
gæti boðið hættu heim. Ekki kæmi
hins vegar á óvart þó fleiri fyrirtæki
fylgdu á eftir Skeljungi og settu
reglur sem þessar.
Miklar vonir bundnar
við tilraunir með vetni
Fram kom í máli Benedikts að von-
ir hefðu staðið til þess í upphafi árs-
ins 1999 að mikið eldsneyti yrði selt
til útgerðarinnar. Þær vonir hafi hins
vegar brugðist vegna slakrar loðnu-
göngu. Hins vegar hefði mikil sókn í
nóta- og flotrollsveiðum skilað mun
meiri sölu í skipagasolíu en árið á
undan.
Einnig kom fram í ræðu Benedikts
að sala eldsneytis til verktaka og
flutningaaðila hefði gengið vel og
samningar félagsins við Flugleiðir hf.
hefðu aukið sölu á eldsneyti á innan-
landsmarkaði svo um munar.
„Þá tók Skeljungur virkan þátt í
undirbúningi sem leiddi til stofnunar
Islenskrar nýorku ehf., sem nú und-
irbýr tilraunir með vetni sem fram-
tíðarorkugjafa á íslandi," sagði
Samruni Volvo og Scania og
Alcan og Pechiney stöðvaður
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
MARIO Monti, sem fer með sam-
keppnismál í framkvæmdastjóm
Evrópusambandsins, ESB, til-
kynnti í gær að stjórnin legðist
gegn kaupum Volvo á Scania og
eins að þar sem stjórnin hefði lagst
gegn samruna álfyrirtækjanna
kanadíska Alcan og franska
Pechiney hefðu þau fyrirtæki hætt
við samruna. Hins vegar lagði
framkvæmdastjórnin blessun sína
yfir sammna Alcan og svissneska
Alusuisse sem rekur álverið í
Straumsvík. Ákvörðun sína byggir
framkvæmdastjórnin á aðstæðum á
öllu Evrópska efnahagssvæðinu,
ekki aðeins í ESB-löndunum.
Það þótti nokkurn veginn ljóst
fyrirfram að kaup Volvo á Scania
fengjust ekki samþykkt. Málið hef-
ur verið fréttaefni í Svíþjóð undan-
famai' vikur og vitað er að Göran
Persson forsætisráðherra hefur
beitt sér í málinu. Verkalýðsfélögin,
sem málið varðar taka ákvörðunina
óstinnt upp þar sem því er kviðið
að verksmiðjum verði lokað ef
sammninn fáist ekki samþykktur.
í niðurstöðu Montis segir að
Volvo hafi skilað tillögum til úrbóta
21. febrúar, sem var lokafrestur til
athugasemda, en þær tillögur dugi
ekki til. Volvo hafi komið með nýjar
tillögur 7. mars en bæði hafi frest-
urinn þá verið liðinn og fram-
kvæmdastjórnin því ekki getað tek-
ið þær til greina en þær virðist
heldur ekki breyta grundvallarfor-
sendunum sem framkvæmdastjórn-
in fetti fingur út í. Frestur fram-
kvæmdastjórnarinnar til að fjalla
um málið rann út í gær, honum er
ekki hægt að breyta, segir í frétta-
tilkynningu Montis og því ekki
hægt að kanna málið frekar.
Forsendur framkvæmdastjórnar-
innar fyrir neituninni eru að sam-
mni fyrirtækjanna dragi úr sam-
keppni á einstökum sviðum í
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi,
Noregi og á írlandi, þar sem mark-
aðshlutdeild fyrirtækjanna tveggja
sé á bilinu 50-90 prósent. Þarna
hafi fyrirtækin verið stærstu fram-
leiðendur og keppinautar á sviði
véla-, vömbíla- og langferðabíla-
framleiðslu.
Viðbrögðin í Svíþjóð í gær vom
mjög hörð. Ymsir talsmenn aðila
vinnumarkaðarins bentu á að það
væri alvarlegt vandamál fyrir Svía
að framkvæmdastjórnin einblíndi á
markaði einstakra landa en ekki á
Evrópu í heild. Þetta gæti þýtt við-
varandi erfiðleika fyrir sænsk fyr-
irtæki, sem væm stór á heima-
markaði, þótt þau væra lítil á
evrópska markaðnum í heild.
Alcan hættir við
samruna við Pechiney
Síðastliðið sumar lýsti Alcan því
yfir að það hygðist stofna til þríein-
ingar við Pechiney og Alusuisse en
þó þannig að þótt niðurstaðan ætti
að verða sammni fyrirtækjanna
þriggja í APA sem ætti að verða
annað stærsta álfyrirtæki í heimi,
þá yrði hin tæknilega framkvæmd
þannig að Alcan rynni saman við
hvort fyrirtæki um sig. APA átti að
verða næststærsta álfyrirtæki í
heimi, næst á eftir Aluminium
Company of America, Alcoa og
verða alvarlegur keppinautur þess.
Alcoa framleiðir 3,8 milljónir tonna
af áli á ári, en framleiðsla APA átti
að verða rúmar 2,5 milljónir tonna.
Það varð fljótlega ljóst að í sam-
keppnislegu tilliti mætti ganga út
frá því sem vísu að framkvæmda-
stjórn ESB myndi ekki samþykkja
samruna Alcan og Pechiney þar
sem sá sammni drægi alvarlega úr
samkeppni í framleiðslu áldósa.
Þegar það lá Ijóst fyrir að svo yrði
ákvað Alcan í gær að hætta við
samrunann við Pechiney.
Morgunblaðiö/Ámi Sæberg
Við upphaf aðalfundar Skeljungs hf., sem haldinn var á Grand hótel í gær.
F.v. Kristinn Björnsson forstjóri, Benedikt Jóhannesson sljórnarformaður
og Einar Sveinsson, sem var fundarstjóri á aðalfundinum.
Benedikt. Hann sagði miklar vænt-
ingar vera bundnar við það þróunar-
verkefni og að grannt yrði fylgst með
framvindu þess bæði hérlendis og er-
lendis.
Skeljungur seldi alls 914 milljónir
lítra af fljótandi eldsneyti á íslenska
olíumarkaðnum í fyrra. „Þetta er
3,4% aukning á heildarsölu frá árinu
1998 þegar heildarsalan var 884
milljónir lítra,“ sagði Benedikt. Sala
á öðmm vöram en fljótandi eldsneyti
nam alls 2.100 milljónum króna á síð-
asta ári, sem er um 18% aukning í
krónum talið frá árinu áður.
Skeljungur og Orkuveita
Reykjavíkur gætu runnið saman
„Áætlanir félagsins um hagnað af
reglulegri starfsemi á yfirstandandi
ári gera ráð fyrir að hann geti orðið
svipaðui' og á árinu 1999, sem var af-
bragðs gott ár,“ sagði Benedikt.
Hann sagði að meðal þess sem sjálf-
sagt væri að kanna væri hvort hægt
sé að reka Select-verslanir án tengsla
við bensínstöðvar. Einnig hefði félag-
ið reynslu af innflutningi á margs
konar vöram, til dæmis til iðnaðar.
„Þar era eflaust fleiri tækifæri. Ætti
félagið að líta á möguleika sem kunna
að skapast þegar einkavæðing á inn-
lendum orkufyrirtækjum hefst? Það
kann að virðast fjarstæðukennt við
fyrstu sýn, en gætu Skeljungur og
Orkuveita Reykjavíkur rannið sam-
an í framtíðinni, svo dæmi sé nefnt?“
Vonir bundnar við verðlækkanir
á bensíni á næstunni
Kristinn Bjömsson, forstjóri
Skeljungs, kynnti í ræðu sinni tölur
um hækkanir á bensínverði frá jan-
úar 1999 til mars 2000. Þær sýna að
bensínverð á íslandi hefur hækkað á
tímabilinu um 28%, en heimsmark-
aðsverð um 173%. „Vonir eru þó
bundnar við að hámarkmu sé náð og
verð fari lækkandi á næstu mánuðum
og misseram," sagði Kristinn.
Samþykkt var einróma á aðalfund-
inum að greiddur yrði 15% arður af
hlutafé til hluthafa, sem nemur sam-
tals um 112 milljónum króna. Engar
breytingar urðu á skipan stjórnar fé-
lagsins.
Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn
miðvikudaginn 22. mars 2000 á Hótel Loftleiðum,
þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
skv. 12. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18,
4. hæð, frá og með 20. mars, fram að
hádegifundardags.
Stjórn Olíufélagsins hf.
Olíuféiagið hf