Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 23
Annað mengunarslys í Rúmeníu
Mengun berst
í Tisza á ný
gangast undir alþjóðlega umhverf-
isverndarsamninga til að hindra
megi frekari mengunarslys og Gis-
ela Altmann, umhverfisráðherra
Þýskalands, hefur lýst yfir áhyggj-
um af menguninni og bauðst til að
veita Rúmenum fjárhagslega og
tæknilega aðstoð við að bæta um-
hverfisvarnir. Þá skoraði Branis-
lav Blazic, umhverfisráðherra
Serbíu, á þjóðir heims að „refsa“
Rúmenum.
Stjórn Rúmeníu hefur beðið
Evrópusambandið um 3,77 milljón-
ir evra, um 270 milljónir króna, til
að geta fylgst með menguninni í
ánni og Romica Tomescu, um-
hverfisráðherra landsins, hefur
hótað að loka námum sem fylgja
ekki reglum um umhverfisvarnir.
Pólitískar einangrunaraðgerðir ESB gegn Austurríki
Reuters
Stíflan við Novat í Norður-Rúmeníu sem brast eftir miklar rigningar með þeim afleiðingum að aur blandaður
þungmálmum hefur flætt í ána Tisza.
Búkarest, Búdapest. AP, AFP.
FAST er lagt að Rúmenum að
gera ráðstafanir til að koma í veg
fyrir frekari mengunarslys eftir að
mengað vatn barst úr rúmenskri
námu í Tisza, þverá Dónár, í annað
sinn á rúmum mánuði.
Um 20.000 tonn af aur, blönduð-
um þungmálmum, bárust í ána á
föstudag eftir að stífla við rúm-
enska sink- og blýnámu brast
vegna úrhellis. Rúmum mánuði áð-
ur höfðu 100.000 rúmmetrar af
blásýrumenguðu vatni og þung-
málmar borist í ána úr gullnámu.
Ungversk yfirvöld hafa hvatt til
að Rúmenar verði knúnir til að
Lagalegar varnarað-
gerðir ræddar á þingi
Brussei, Vín. Daily Telegraph, AFP.
ÞINGMENN á austurríska þinginu
hófu í gær að ræða lagalegar að-
gerðir sem austurrísk stjórnvöld
gætu gripið til í því skyni að fá því
framgengt að dregið yrði úr hinum
pólitísku refsiaðgerðum sem hin
Evrópusambandsríkin fjórtán beita
Austurríki vegna stjórnarþátttöku
hins umdeilda Frelsisflokks.
En þingmenn stjórnar- og
stjórnarandstöðuflokkanna greindi
á um leiðir að þessu marki. Stjórn-
arflokkarnir tveir stóðu saman að
einni þingsályktunartillögu og
stjórnarandstaðan að annarri, en
báðar ganga út á að gerð verði
könnun á þeim möguleikum sem
austurríska ríkið hefði til að grípa
til lögfræðilegra ráðstafana til að
mæta refsiaðgerðum ESB-ríkjanna.
Samkvæmt tillögu þingmanna
stjórnarflokkanna, hins íhaldssama
Þjóðarflokks og Frelsisflokksins, er
lögmæti ESB-aðgerðanna dregið í
efa og kveðið á um að ríkisstjórninni
skyldi falið að sækja rétt Austurrík-
is að alþjóða- og Evrópulögum.
I tillögu sem þingmenn austur-
ríska Jafnaðarmannaflokksins
lögðu fram er einnig kveðið á um að
ríkisstjórninni skyldi falið að „stíga
öll viðeigandi lagaleg skref á
evrópskum og alþjóðlegum vett-
vangi (...) sé ljóst að réttur hafi ver-
ið brotinn á Austurríki."
Árangurslaus fundur
með Guterres
Wolfgang Schússel, kanzlari og
leiðtogi Þjóðarflokksins, kom á
mánudag aftur heim til Vínar eftir
árangurslausa bónför til Brussel.
„Ekkert hefur breytzt," sagði An-
tonio Guterres, forsætisráðherra
Portúgals sem þetta misserið gegn-
ir formennsku í ráðherraráði ESB,
eftir fund þeirra Schússels. Hann
neitaði meira að segja að ræða við
gestinn frá Vín um hugsanlegar
leiðir út úr ástandinu. Og Louis
Michel, utanríkisráðherra Belgíu,
hvatti til þess í blaðaviðtali að enn
yrði hert á aðgerðunum gegn Aust-
urríki, með það að markmiði að
steypa stjórninni þar. Sagði Michel
stjórnarþátttöku Frelsisflokks
Jörgs Haiders „hættulegt for-
dæmi“.
Schússel, sem hélt til Brussel til
móts við Guterres þar sem sá síðar-
nefndi hafði vísvitandi sleppt Vín úr
heimsóknarúnti sínum til höfuð-
borga aðildarríkjanna í aðdraganda
aukaleiðtogafundar sambandsins
sem haldinn verður í Lissabon síðar
í mánuðinum, lýsti því yfir að hin
pólitíska einangrun sem hin ESB-
ríkin hefðu sett Austurríki í væri
„ýkt, óréttlát og hefði öfug áhrif'.
Sagði hann aðgerðir ESB „fljót-
færnisleg viðbrögð sem brytu í bága
við Amsterdam-sáttmálann". Brotið
væri á réttindum Austurríkis sem
aðildarríkis.
Bera með sér
„hættulegt mein”
„Austurrískir námsmenn eru
núna útilokaðir frá nemendaskipta-
áætlunum. í öðrum tilvikum eru
[austurrískirj listamenn sniðgengn-
ir,“ sagði Schússel. Ofbauð honum
sérstaklega dæmi sem hann heyrði
af leigubílafyrirtæki í Brussel, sem
neitaði að þjónusta nokkurn Aust-
urríkismann vegna þess „hættulega
rneins" sem þeir væru álitnir bera
með sér.
í Daily Telegraph er greint frá
Reuters
Ákvörðun Jeb Bush mótmælt fyrir utan þinghúsið í
Tallahassee í Flórída. Martin Luther King III,
Kendrick Meek og Jesse Jackson eru fyrir miðju.
því, að á mánudag hafi hópur
þekktra austurrískra gyðinga, þar á
meðal „nazistaveiðarinn" Simon
Wiesenthal og útgáfujöfurinn Weid-
enfeld lávarður, skorað á Evrópu-
sambandið að slaka á aðgerðunum
gegn Austurríki. Aðstandendur yf-
irlýsingarinnar segja að Austurríki
verðskuldi ekki að vera úthýst með
þessum hætti úr „evrópsKU þjóða-
fjölskyldunni“.
Rangur
„pöstkassi“
London. Reuters.
ÞEIR sem póstlögðu bréf sín í
lystigarði einum í Yorkshire á
Englandi eiga á hættu að viðtak-
anda berist bréfin aldrei.
Komið hefur í ljós að margir
settu bréf sín í rauðan kassa í
garðinum í þeirri trú að þar væri
um póstkassa að ræða. Raunin
var hins vegar sú að kassinn var
ætlaður fyrir hundaskít, en slík-
ir kassar eru venjulega grænii'.
„Liturinn fær fólk til halda að
hér sé um póstkassa að ræða,“
sagði bæjarstjórnarmaðurinn
Geoff Richardson.
Jeb Bush líkt við
Hussein og Milosevic
Miami. AFP.
JEB Bush, ríkisstjóra Flórída og bróður George Bush,
forsetaframbjóðanda repúblikana, var nýlega líkt við
þá Saddam Hussein Iraksforseta og Slobodan Milosevic,
forseta Júgóslavíu. En sú ákvörðun ríkisstjórans að
minnihlutahópar eigi ekki lengur rétt á ákveðnu prós-
cntuhlutfalli starfa hjá ríkinu eða séu ákveðinn hluti há-
skólanema hefur mætt andstöðu hjá minnihlutahópura.
Daryl Jones, einn öldungadeildarþingmanna Flórída
sem er svartur, líkti Bush við þá Milosevic og Hussein í
byijun vikunnar þegar hann tilkynnti ríkisstjóranum
bréfleiðis að svartir löggjafar myndu ekki mæta til
fundar við Bush til að ræða þá ákvörðun hans að ógilda
lagagreinina. En hún hefur tryggt minnihlutahópum
ákveðið hlutfall ríkisstarfa og aðgang að ríkisháskólum
frájivf á áttunda áratugnum.
Ákvörðun Bush felur í sér að Flórída er fyrst ríkja
Bandaríkjanna til að ógilda lagaákvæðið af fúsum og
fijálsum vilja, en áður hefur þremur öðrum ríkjum ver-
ið fyrirskipað að afnema ákvæðið. Að mati Bush er
lagaákvæðið gamaldags og ekki lengur viðeigandi.
Ríkisháskólum beri þess í stað að tryggja að þeir sem
sýni bestan námsárangur njóti háskólanáms án tillits til
kynþáttar. Andstæðingar ríkisstjórans telja hins vegar
enn fulla þörf á lagaákvæðinu til að tryggja minnihluta-
hópum aukinn aðgang að bandaríska menntakerfinu.
10.000 manns inótmæltu ákvörðun Bush fyrir utan
þinghúsið í Tallahassee í Flórída 7. mars sl. og voru
mannréttindaleiðtogar á borð við Jesse Jackson og
Martin Luther King III í hópi þeirra sem þar mótmæltu
ákvörðun ríkisstjórans.
dlvöru þrívíddarhönnun.
Kennt er á 3D Studio Max sem
er eitt öflugasta
þrívíddarfbrritið á markaðinum
í dag og læra nemendur m.a.
að vinna með líkanagerð,
efnisáferðir, myndsetnirtgu og
hreyfimyndagerð fyrir sjónvarp
og filmur.
Námskeiðið er 120 klst. eða
180 kennslustundir. Kennt er
þriðjudaga og fimmtudaga frá
18 - 22 og á laugardögum frá
13:15 - 17:15. Næsta nám-
skeið byrjar 21. mars og lýkur
3. júní.
StefAii R. Porsson
Ég frétti hjá vini mínum að NTV væri að
kenna á 3D studio MAX. Þar sem ég er
tækniteiknari og notkun þrívíddarforrita fer
vaxandi á teiknistofum, nýtist þetta nám
mjög vel í mínu starfi og frekara námi. Það
er vel staðiðað kennslu og eru námsgögn og
öll aðstaða til fyrirmyrtdar. Ég mæli hiklaust
með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa
áhuga á Þrívíddarvinnu.
Upplýsingdr og ivmritxm í sínuun
544 4500 Og 555 4980
ntv
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfiröi - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981
Hlfðasmári 9 - 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501
Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Haimasiða: www.ntv.is