Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 24
24 MIÐVTKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Titringur á hlutabréfamarkaðnum á Taívan fyrir forsetakosningar í landinu Stjórnin sökuð um að valda verðhruni til að „hræða kjósendur“ Taipei. AFP, AP. HLUTABREFAMARKAÐURINN á Taívan rétti úr kútnum í gær eftir að stjórnin dældi í hann tíu milljörð- um taívanskra dala, andvirði 24 milljarða króna, til að hækka gengi hlutabréfa eftir mikið verðhrun sem rakið var til forsetakosninganna sem verða n.k. laugardag. Ef marka má skoðanakannanir er mjög h'till munur á fylgi þriggja for- setaefna en stuðningsmenn Chens Shui-bians, frambjóðanda Lýðræðis- lega framfaraflokksins (DPP), sem er í stjórnarandstöðu, spáðu því að hann yrði kjörinn næsti forseti landsins. Gengi taívanskra hlutabréfa lækk- aði um 6,6% á mánudag og er það mesta verðhrun sem orðið hefur á markaðnum á einum degi í áratug. Gengi hlutabréfanna lækkaði um 2,4% til viðbótar í gærmorgun þar til fjórir opinberir sjóðir keyptu hluta- bréf fyrir andvirði 24 milljarða króna. Eftir þessa íhlutun var hluta- bréfavísitalan um 0,3% hærri en á mánudag og hlutabréf í eigu fyrir- tækja, sem hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðanda stjómarflokksins, Kuomintang, hækkuðu mest í verði. Chen Shui-bian sakaði stjómina um að hafa valdið verðhmninu á mánudag í því skyni að „hræða kjós- endur“ fyrir forsetakosningamar á laugardag. Forystumenn Kuomin- tang hafa varað við verðhmni á hlutabréfamarkaðnum og stríði við Kína verði Chen kjörinn næsti for- seti eyjunnar. Flokkur Chens spáir honum sigri Chen, sem er fyrrverandi borgar- stjóri Taipei, beitti sér áður fyrir sjálfstæði Taívans og þjóðaratkvæði um framtíð eyjunnar en hefur mild- að afstöðu sína í kosningabaráttunni. Hann kveðst nú hvorki ætla að lýsa yfir sjálfstæði Taívans né efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið nái hann kjöri. Kínverjar hafa hótað Taí- vönum innrás neiti þeir að hefja samningaviðræður um sameiningu Kína og Taívans. Skoðanakannanir benda til þess að mjög lítill munur sé á fylgi Chens og tveggja helstu keppinauta hans, Liens Chans, forsetaefnis Kuomin- tang, og James Soongs, sem er óháð- ur. Forystumenn Lýðræðislega framfaraflokksins sögðust þó telja að Chen væri að ná forystu og spáðu honum sigri í kosningunum. Kuomintang hefur verið við völd á Taívan í rúm 50 ár, eða síðan þjóð- ernissinnar flúðu til eyjunnar eftir valdatöku kommúnista í Kína árið 1949. Styðja sigurvegarann Taívanska vamarmálaráðuneytið lofaði í gær að styðja sigurvegara kosninganna, hver sem hann yrði, jafnvel þótt Kuomintang missti völd- in. Þetta er í annað sinn sem efnt er til lýðræðislegra forsetakosninga á Taívan. Lee Teng-hui vann stórsigur Chen Shui-bian, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar á Taívan, á kosningafundi í Kaohsiung. í fyrstu almennu kosningunum til forsetaembættisins fyrir fjórum ár- um en hann er ekki í framboði nú. Nokkrir af ráðgjöfum Lees for- seta og frammámenn í viðskiptalíf- inu hafa lýst yfir stuðningi við Chen og klofningur innan Kuomintang gæti orðið til þess að forsetaefni flokksins biði ósigur. Nokkrir at- kvæðamiklir félagar í Kuomintang hafa gengið úr flokknum til að styðja framboð James Soong, sem var rek- inn úr flokknum eftir að hafa boðið sig fram gegn forsetaefni hans, Lien Chan. Ekkja Chiang Kai-sheks hers- höfðingja blandaði sér í kosninga- baráttuna í gær og lýsti yfir stuðn- ingi við Lien Chan. Hún skoraði á Kuomintang að ná sáttum við klofn- ingshópana og varaði við því að klofningurinn gæti leitt „hörmung- ar“ yfir Taívan. Ekkjan er 102 ára gömul og hefur lengst af búið í New York frá því eig- inmaður hennar lést árið 1975. Talið er að ákall hennar geti haft áhrif á marga stuðningsmenn James Soongs, er nýtur mikils stuðnings meðal aldraðra kjósenda sem flúðu frá kínverska meginlandinu eftir valdatöku kommúnista. AP Atvinnulausir blökkumenn í Zimbabwe skýra bóndanum Andreo Malus frá því að þeir hafi Iagt bújörð hans undir sig. Landtökumennirnir í Zimbabwe Hvítir bændur leita til dómstóls Harare. AFP. Innbrotið í öryggishólf Rowlands í Harrods London. Morgnnblaðið. HVÍTIR bændur í Zimbabwe hafa leitað til dómstóls og óskað eftir því að hann bindi enda á árásir þúsunda blökkumanna sem hafa lagt rúmlega 400 bújarðir þeirra undir sig á síð- ustu vikum. Samtök bændanna lögðu fram beiðni um að dómstóllinn úr- skurðaði að aðgerðir landtökumann- anna væru ólöglegar. Robert Mugabe, forseti landsins, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki stöðva aðgerðir blökkumann- anna, sem eru undir forystu íyrrver- andi skæruliða sem börðust gegn stjóm hvíta minnihlutans í bresku nýlendunni fyrrverandi fyrir rúmum 20 árum. Þeir segjast aðeins hafa endurheimt land sem hvítu nýlendu- herrarnir hafi stolið. Evrópusambandið lét í ljósi áhyggjur af aðgerðum landtöku- mannanna í gær og skoraði á stjóm Zimbabwe að koma á lögum og reglu. Sambandið sagði að landtökumenn- imir hefðu valdið spjöllum á bújörð- unum og beitt „ógnunum og ofbeldi sem er óviðunandi í lýðræðisríki“. Evrópusambandið kvaðst styðja þá stefnu stjómarinnar í Zimbabwe að útMuta landlausum blökkumönn- um bújörðum en sagði að ólöglegar aðgerðir landtökumannanna stofn- uðu eignarréttinum og mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar í hættu. Mugabe vill að landtöku- mennirnir haldi jörðunum Mugabe sagði á föstudag að blökkumennimir gætu haldið bú- jörðunum þótt ráðherrar stjórnar- innar og lögregluyfirvöld hefðu lofað bændunum að jarðimar yrðu teknar af landtökumönnunum. „Við viljum að hvítu mennimir skilji að landið til- heyrir Zimbabwebúum,“ sagði for- setinn. Andstæðingar Mugabes segja að stjóm hans hafi skipulagt árásimar á bújarðimar tíl að „refsa“ hvíta minnihlutanum, sem hún hefur kennt um að drögum að nýrri stjóm- arskrá var hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fór í síðasta mán- uði. Stjórnarskrárdrögin kváðu m.a. á um að stjóminni yrði heimilt að taka jarðir hvítra bænda eignarnámi án þess að greiða þeim bætur. Mug- abe hefur tilkynnt að hann hyggist bæta þessu ákvæði við gömlu stjóm- arskrána þrátt fyrir niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. MOHAMED A1 Fayed sá þann kost vænstan í vikunni að fallast á að greiða ekkju Tiny Rowlands 1,4 millj- ónir punda, um 160 milljónir króna, í skaðabætur fyrir skartgripi, sem var stolið úr geymsluhólfi Rowlands í Hamods. Fyrir tveimur árum viðurkenndu A1 Fayed og þrír starfsmenn hans ábyrgð á því að brotizt var inn í ör- yggishólf Rowlands og greiddi A1 Fayed ekkju hans þá 250.000 pund í skaðabætur. En hún hélt áfram máli á hendur honum út af skartgripum, sem hurfu úr öryggishólfinu, og sér nú fyrir endann á þeim málaferlum. A1 Fayed verður svo að bera allan málskostnað, sem talinn er nema röskum tveimur milljónum punda. Tiny Rowland og Mohamed A1 Fayed elduðu grátt silfur í viðskipta- heiminum, m.a. tókust þeir harkalega á um yfirráðin í Harrods. 1997 kom fyrrverandi starfsmaður A1 Fayed, Robert Luftus, að máli við Rowland og sagði honum að í desember 1995 hefði hann sýnt A1 Fayed mynd úr ör- yggiskerfi Harrods, þar sem Row- land sást koma í öryggisgeymslu Harrods. Luftus sagði, að A1 Fayed hefði skipað sér að láta bijótast inn í öryggishólf Rowlands og síðan hefði verið farið með innihaldið upp í skrif- stofu A1 Fayed, þar sem það var skoð- að, hlustað á upptökur og skjöl Ijósrit- uð. Rowland, sem var farið að gruna að A1 Fayed hefði aðgang að skjölum úr öryggishólfinu, fór í lögreglufylgd í öryggisgeymslu Harrods í júní 1997. Kom þá í ljós, að farið hafði verið í hólfið. Ákæruvaldið féll frá því að höfða sakamál á hendur A1 Fayed og höfðaði Tiny Rowland þá einkamál á hendur honum og starfsmönnum hans. Hann féll svo frá, en tók áður loforð af konu sinni um að hún myndi halda málrekstrinum til streitu. A1 Fayed viðurkenndi að öryggis- hólf Rowlands hefði verið brotið upp, en neitaði að hafa átt nokkum þátt þar í sjálfur, heldur aðeins starfs- menn hans, en eftir tveggja vikna málarekstur sagðist hann sem eig- andi Harrods vera ábyrgðarmaður samningsins um öryggishólfið og vildi því semja um skaðabætur. Var þá gengið frá samkomulagi um annað en skartgripina, sem A1 Fayed bar fyrst A1 Fayed fellst á að greiða 1,4 milljónir punda brigður á að hefðu verið í hólfinu, en hefur nú fallizt á að bæta. Þetta er ekki eini kostnaður hans af þessu máli. Hann hefur og greitt Bob Loftus bætur, sem lýst er sem hárri fjárhæð, fyrir ásakanir í hans garð um að hann hafi verið á mála hjá Rowland og hvatt til þess að brotizt væri inn í öryggshólf hans til þess að koma höggi á A1 Fayed. En samkomulagið við Josephine Rowland voru ekki einu samskipti Mohamed A1 Fayeds við brezka rétt- arkerfið þessavikuna. Lögreglan hefur hafið rannsókn á kæru þess efnis, að A1 Fayed hefði greitt 10 þúsund pund fyrir að sjá skjöl sem stolið var úr ruslatunnu lög- fræðings Neil Hamiltons, fyrrum ráð- herra, sem tapaði meiðyrðamáli, sem hann fór í við A1 Fayed. Fayed harð- neitar þessum ásökunum. Þá reyndi A1 Faeyd árangurslaust að fá sett lög- bann á frásögn Trevor Rees-Jones, fyrrum lífvarðar Dodi sonar hans og Díönu piinsessu, sem segir frásögn A1 Fayeds af trúlofun sonar hans og prinsessunnar og kaup þeirra á trú- lofunarhring ranga, eins og fleira, sem A1 Fayed hefur haldið fram. Fyrsti lögreglustj órinn sem dæmdur er í Suðaustur-Asiu-ríki Játaði á sig misþyrmingar Kuala Lumpur. AP. FYRRVERANDI yfirmaður lög- reglunnar í Malasíu var dæmdur í gær fyrir að misþyrma Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðar- forsætisráðherra, er hann var handtekinn 1998. Abdul Rahim Noor, sem sagði af sér sem lögreglustjóri á síðasta ári, játaði sekt sína eftir að ákær- an hafði verið milduð og hann sakaður um að hafa „meitt“ Anwar en ekki valdið honum „al- varlegum meiðslum“. Hann á því yfir höfði sér ársfangelsi en ekki sjö ára. Dómurinn yfir Abdul Rahim er merkilegur fyrir það, að þetta er í fyrsta sinn sem lögreglustjóri í Suðaustur-Asíuríki er dæmdur fyrir glæp. Anwar var handtekinn 20. sept- ember 1998 er lögreglumenn ruddust inn á heimili hans eftir að hafa brotið upp útidyrnar. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann ávarpað stóran fund stjórnarandstæðinga en Mahat- hir Mohamad, forsætisráðherra Malasiu, hafði vikið honum úr embætti 18 dögum fyrr. Var farið með hann í aðalstöðvar lög- reglunnar þar sem Abdul Rahim réðst á hann. Abdul Rahim segir, að Anwar hafi ögrað sér og hafi hann þá misst stjóm á skapi sínu en Anwar telur, að Mahathir hafi skipað fyrir um barsmíðarnar. Anwar er nú að afplána sex ára fangelsi fyrir að misnota völdin og réttarhöld standa yfir vegna ásakana um, að hann sé kyn- hverfur. Segist hann saklaus af öllum ákærum, sem séu runnar undan rifjum Mahathirs. Hafi hann viljað koma í veg fyrir, að hann gæti ógnað sér og völdun- um, sem hann hefur haft í 18 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.