Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 29
LISTIR
Einstakur árangur
LEIKLIST
Leikdcild UMFS
Dagr e n n i ngar.
D r a ii t a r t u n g a í
L ii n d a r r e y kj a d a I
ÍSLANDSKLUKKAN
Eftir Halldór Kiljan Laxness.
Leiksljóri: Halla Margrét
Jóhannesdóttir.
Laugardagur 11. mars
ÞAÐ er ekki í lítið ráðist fyrir lítið
og fámennt leikfélag til sveita að
sviðsetja Islandsklukkuna án þess
að slá af kröfum um fjölda leikenda
eða umbúnað sýningar. Það fylgir
sögunni að undirbúningur sýningar-
innar hafi staðið i nærri heilt ár og
að henni standi réttur helmingur
íbúa Lundarreykjadals eða um 40
manns. A sviðinu standa þegar flest
er 19 leikendur. Allt þetta skyldi
hafa í huga þegar fullyrt skal að
sýningin er af þeim gæðaflokki að
gæti sómt sér í byggðarlagi af hvaða
stærð sem er; frábær frammistaða
leikenda, leikstjóra og allra sem að
sýningunni standa lögðust á eitt við
að gera frumsýninguna í hinu litla
félagsheimili Brautartungu sl. laug-
ardagskvöld að eftirminnilegum
menningarviðburði. Væri hægt að
setja á langar tölur um gildi slíks
menningarstarfs fyrir íbúa til sjávar
og sveita og þá ekki síður hins að
miklum metnaði fylgir oftast nær
góður árangur.
Sú leikgerð Islandsklukkunnar
sem hér er sýnd er hin hefðbundna
Þjóðleikhúsleikgerð sem gengið
hefur í gegnum ýmsar styttingar og
breytingar. Er þar farið fremur
hratt yfir sögu og stærstur hlutinn
tekinn úr fyrstu bókinni, Islands-
klukkunni, en stuttir kaflar teknir
úr Hinu ljósa mani og Eldi í Kaupin-
hafn. Er það að vonum þar sem
reynt er að gera söguþræðinum
sæmileg skil og komast allt til enda
en ýmislegt liggur hjá fyrir bragðið.
Þannig verður seinni hluti sýningar-
innar ekki jafnheillegur og sá fyrri
en það kemur þó ekki verulega að
sök.
Leikstjórinn Halla Margrét hefur
af mikilli hugvitsemi fundið sýning-
unni skemmtilega umgjörð í sal fé-
lagsheimilisins Brautartungu. Er
áhorfendum stillt upp skáhallt um
salinn og hvorutveggja leikið fyrir
enda hans og meðfram langhlið.
Þetta kemur vel út og langhliðin er
nýtt til hins ýtrasta með göngupalli
sem á stundum nýtist sem baðstofa
og á veggnum eru gluggar og bóka-
hilla sem draga má fyrir eftir því
sem þörf krefur. Aldeilis fram-
úrskarandi lausn sem er jafneinföld
og hún er snjöll. Atriðið þar sem Jón
Hreggviðsson og nafni hans Mart-
einsson fara á fyllirí og leggjast á
gluggana í Kaupmannahöfn var t.d.
alveg sérlega skemmtileg hugmynd.
Búningar eru einnig vel unnir og
gervi góð. Einnig verður að hrósa
fyi’ir vandaða og eigulega leikskrá.
Halla Margrét hefur náð einstak-
lega góðum tökum á leikendum og
tekist að samræma leikstíl svo aðdá-
unarvert er. Hófstilltur og tilfinn-
inganæmur leikur Hildar Jósteins-
dóttur í hlutverki Snæfríðar hlýtur
að vekja sérstaka athygli, hún hefur
góðan skilning á hlutverkinu og lék
af óvenjulegri tilfinningu, bak við
lága röddina mátti sífellt skynja
vaxandi hann þessarar ógæfusömu
konu. Sigurður Halldórsson var
sannfærandi Jón Hreggviðsson og
lék á sömu hófstilltu nótunum en
þetta hlutverk býður einmitt upp á
hið gagnstæða og að úr því verði
eins konar Skugga-Sveinn í höndum
viðvaninga. Varð Jón hér að eftir-
minnilegum leiksoppi æðri vald-
hafa, sem guggnar þó aldrei enda
aldrei í vafa um hvar hann hefur
sjálfan sig. Öllu þessu hélt Sigurður
til skila.
Meðal þeirra leikenda sem einnig
eiga hrós skilið fyrir frammistöðu
sína eru Þór Þórsteinsson í hlut-
verki Assessors Arnae, Ólafur Jó-
hannesson í hlutverki séra Sigurðar
dómkirkjuprests og Jón Gíslason
fyrir túlkun sína á á þeim Eydalín
lögmanni og Jóni Grinvicensis. Arni
Ingvarsson var eftirminnilegur Jón
Marteinsson. Það má teljast merki-
legur árangur leikstjórans að takast
að skapa svo skýrar persónur með
leikendum sýningarinnar, ekki síst
þeirra sem hafa fleiri en eitt hlut-
verk með höndum. Má þar nefna
Gísla Einarsson sem var jafngóður
sem Magnús í Bræðratungu og sem
Von Úffelen. Ailir leikendur virtust
hafa mjög skýra mynd af þeirri sýn-
ingu sem þeir höfðu með höndum og
lögðust greinilega á eitt um að koma
henni sem best til skila. Yfir sýning-
unni er sérstakt yfirbragð einlægni
sem gæðir hana mjög sterkum og
sannfærandi krafti og bætir marg-
falt upp eðlilega hnökra sem ávallt
hljóta að finnast í svo mannmargri
áhugamannasýningu.
Hér hefur tekist svo vel til sem
hugsast getur og væri vel að þessi
sýning sæist af sem flestum. Er það
vel ferðarinnar virði að aka í Braut-
artungu til að njóta íslandsklukk-
unnar í flutningi íbúa Lundar-
reykjadals.
Hávar Sigurjónsson
Grand VHara hefur margt fram yfir
aðra jeppa í sínum verðflokki
Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grii
sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve
sætin og hve góðan bakstuðning þau að hækka hann ef |
veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu
bílsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg
að ekta hálendisbíl. svipuðu verðil
Grand Vitara - Þægilegi jeppinn
TEGUND: VERÐ:
GR.VITARA3 dyra 1.789.000 KR.
GR. VITARA 2,0 L 2.199.000 KR.
GR. VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR.
Sjálfskipting 150.000 KR.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 482 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegl 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavfk: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.
567 2277
NÝJA BÍLAHÖLLIN
Funahöfða 1,
www.notadirbilar.is
Opel Astra Club Wagon, árg. 2000, ek. 6 þ.km..
vinr, 5 o. álfelgur. Verð kr. 1.490 þús.
Kýr bíll. Peugeol 20B 1400, ek. 0 km„ græna r-r.
þjófav., sami. Verfl 1.240 þús.
Toyola Corolla STW, árg. 98, ek. oz wm„ 5g„ h,
samL d-blár. Verö 1.090 þús.
ssk, 7-manna. 4-h. Ver01.950 þús.
, ek. 40 þ.km„ 5g..
álíelgur. Verð1.B30 þús, áhv. lán 1.440 þús.
Suzuki Baleoo STW 4x4, árg. 99, ek. n o.km„
silfur. 5 g„ saml, abs. Verð kr. 1.450 þús.
flenault Clio BN 1200, árg. 9?, ek. 23 kkm„ rauður.
5 g., 5 d. Verð 850 bús.
lilbolsbíll vikunnar. Renault Twingo, árg. 95,
ekinn 82 þ.km„ græna 3 d„ 5 g, s+v dekk, skoðaður
Ol.Verð 500 bús., lílboövikunnar 450. bús.
Okkur vanlar vanan sölumann,
25 ára eða eldri, iraustan, snvítileoan ðb
reglusaman. Uppl. á staðnum eftir kl. 17.
Framiarstarf.