Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLADIÐ UMRÆÐAN Erfðabreytt matvæli - upplýst val neytenda Umhverfisráðuneyt- ið stóð fyrir ráðstefnu í fyrri viku um erfða- breytt matvæli. Til- gangur hennar var að efla umræðu um erfða- breytt matvæli og draga fram í dagsljósið helstu staðreyndir um þetta mál, sem hefur verið tilefni harðvít- ugra deilna víða er- lendis. Erfðatæknin opnar okkur margar dyr í læknisfræði og lífvís- indum, en einstaka stendur stuggur af henni og óttast að við séum að breyta gangverki náttúr- unnar með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Sumir hafa gengið svo langt að kalla erfðabreytt matvæli „Frankenstein-fæðu“ og fullyrða að umhverfinu og heilsu manna stafi hætta af þeim. Sjálfsagt er að fara með gát þegar ný tækni er tekin í notkun, en ég tel rangt að dæma nýj- ungar á borð við erfðabreytt matvæli úr leik án þess að skoða málið gaum- gæfilega með því að menn kynni sér helstu staðreyndir og rök. Hvað eru erfðabreytt matvæli ? í stuttu máli má segja að lífverur séu erfðabreyttar ef átt er við erfða- mengi þeirra á beinan hátt, t.d. með því að flytja inn í það erfðaefni úr annarri lííverutegund, en ekki á óbeinan hátt eins og gert er t.d. með kynbótum. Með erfðabreytingum hafa t.d. fengist fram afbrigði maíss sem geta betur varist skordýrum og tómatar sem geymast lengur en venjulegir tómatar. Erfðatæknin er ekki bundin við plöntur og þannig er verið að „búa til“ laxaafbrigði, sem vex margfalt hraðar en aðrir lax- fiskar. Mörgum óar við slíku beinu inn- gripi í erfðaþætti lífvera, jafnvel þótt færa megi rök fyrir því að hefð- bundnar kynbætur breyti líka erfða- efninu með því að velja úr einstak- linga með ákveðna eiginleika til æxlunar. En eru erfðabreytt mat- væli hættulegri en önnur matvæli? Sumar áhyggjur virðast giipnar úr lausu lofti, eins og t.d. þær að neysla erfðabreyttra matvæla geti breytt genamengi fólks. Það er þó vissulega ýmislegt að varast, t.d. geta baunir með erfðaefni úr hnetum valdið óþoli hjá fólki með hnetuofnæmi. Einnig álíta sumir að erfðabreyttar lífverur geti valdið skaða á umhverfinu, t.d. ef þær berast út frá ræktunar- eða eldisstöðvum. Eftir 50 ár þarf helmingi meiri mat Hungur og vannæring er eitt helsta böl mannkyns, en nú er talið að um 800 milljónir manna fái ekki fylli sína af mat á degi hverjum. Þrátt fyrir þessa ógnvænlegu tölu hefur verulega þokast í rétta átt í baráttunni gegn hungri á síðastliðn- um áratugum. Framleiðsla korns hefur nær þrefaldast frá 1950 og fæðuframleiðsla á mann hefur aukist verulega, sérstaklega í þróunarríkj- ERúmfatnadur • káta krakka j Siv Friðleifsdóttir unum, þrátt fyrir að fjöldi munna sem þarf að metta hafi aukist um 3,5 milljarða síðastliðna hálfa öld. Ein helsta ástæða þessa er hin svokallaða „græna bylting", þar sem aukinni fæðufram- leiðslu var náð með öfl- ugum kynbótum á nokkrum mikilvægum nytjaplöntum, s.s. hrís- grjónum, hveiti og ma- ís. Margir óttast hins vegar að hefðbundnar plöntukynbætur nægi ekki til þess að metta vaxandi fjölda jarðar- búa á nýrri öld. Búist er við að mann- kyni fjölgi um helming, þ.e. úr 6 milljörðum í 10-12 milljarða um miðja 21. öldina og þennan fjölda þarf að fæða, helst án þess að brjóta regnskóga og önnur verðmæt vist- kerfi undir ræktarland. Aukið næringargildi og uppskera Margt bendir til þess að erfða- tæknin geti að einhverju leyti tekið við af aðferðum „grænu byltingar- innar“ í þeirri viðleitni að auka upp- skeru og næringargildi helstu nytja- plantna mannkyns. Hér er því um geysilega mikilvægt hagsmunamál að ræða og nauðsynlegt að meta ör- yggi og hollustu matvæla sem unnin eru úr erfðabreyttum plöntum út frá vísindalegum athugunum, en ekki sleggjudómum. Það er engin tilviljun að gífurlegu fé hefur verið varið til að rannsaka áhrif erfðabreyttra mat- væla, svo þau eru líklega betur rann- sökuð en flest önnur matvæli sem komið hafa á markað. Niðurstöður þeirra rannsókna hingað til benda ekki til að hætta sé á ferðum. Ekki á þó að slaka á klónni við rannsóknir á nýjum gerðum erfðabreyttra mat- væla, sem kunna að verða sett á markað. Niðurstöður segja okkur að við eigum að skoða hugsanlega kosti Erfðatækni Kostirnir lúta ekki ein- ungis að aukningu á uppskeru, segir Siv Friðleifsdóttir, heldur geta sumar erfðabreytt- ar nytjaplöntur haft já- kvæð áhrif á umhverfið. slíkra matvæla fordómalaust. Kost- irnir lúta ekki einungis að aukningu á uppskeru, heldur geta sumar erfðabreyttar nytjaplöntur haft já- kvæð áhrif á umhverfið, t.d. með efldu þoli gegn skordýrum og sjúk- dómum, sem kallar á minni notkun lyfja og eiturefna í landbúnaði. Nýjar reglur um merkingar matvæla Ábyrgð stjórnvalda er sú að tryggja að neytendur geti sjálfir val- ið um hvort þeir kjósi að neyta erfða- breyttra matvæla eða ekki. Reglur um þetta hefur skort hér á landi, en úr því verður nú bætt. Settar verða reglur um merkingu matvæla, þann- ig að íslenskir neytendur eiga að geta séð þegar í lok þessa árs hvort matvara sem þeir neyta inniheldur erfðabreyttar afurðir. Menn geta síðan sjálfir valið hvort þeir forðist slíka fæðu, eða jafnvel kjósi hana fremur en aðra, sýnist þeim svo. Slíkt val kemur þó ekki að fullum notum ef ekki er til staðar upplýst umræða um erfðabreytt matvæli. Ég mun beita mér áfram fyrir því sem umhverfisráðherra að efla upplýsta umræðu um þessi mál þannig að ís- lenskir neytendur geti valið á milli erfðabreyttra matvæla og annarra á upplýstum grundvelli fremur en sleggjudómum. Höfundur er umhverfísráðherra. * O, kynstofn minn kær! ÝMSIR mætir menn hafa nýlega vakið máls á þeirri hættu sem þjóðerni voru, menn- ingararfleifð og kyn- göfgi er búin af sívax- andi flaumi fólks úr framandi heimshom- um hingað til lands. Grein þessi er rituð til að þakka þessum þjóðvinum innilega fyrir djörfung sína og hreinskilni, og taka hjartanlega undir tím- anleg varnaðarorð þeirra til vemdar menningunni og litar- aftinu. Reyndar verður að viðurkennast að ýmislegt bendir til að menningu þjóðarinnar stafi meiri hætta af áhugaleysi innfæddra en innrás að- fluttra. Þær kynslóðir kynhreinna Islendinga sem nú em að togna úr bamsbrókinni geta þulið upp úr sér löngum nafnaromsum erlendra poppdindla án þess að depla auga og bunað út úr sér ítarlegum ævisögum ammrískra kvikmyndastirna án þess að anda, þótt ungmennin viti kannski ekki svo gerla hvað langafi hét eða á hvaða býli hann hokraði hér í fyrnd- inni. Ýmsum gætu þótt hérlendir nýbúar upp til hópa sýna arfteknum hefðum sínum ólíkt meiri hollustu og ræktarsemi en hinir eðlibornu þjóð- menningarslúbbertar sem að framan er lýst. En ættgöfgin er þó allrar guðsblessunar okkar megin. Um það verður ekki deilt. Eða hvað? Það er óneitanlega du- lítið bagalegt með téða ættgöfgi að skýra viðmiðunarstaðla skortir enn sem komið er. Það er t.d. ekki fylli- lega ljóst (afsakið brandarann) ná- kvæmlega hversu rjómahvítan hör- undslit menn þurfa að hafa til að tilheyra hinum fríða flokki útvalinna landsins sona. Ef til vill mætti ráða nokkra bót á mælingarvandanum með nákvæmum litgreiningartækj- um nútímans, svipuðum þeim sem eldhúsinnréttingarmeistarar brúka, Kári Auðar Svansson en eftir stendur samt að hugmyndin um hina óflekkuðu hörunds- hvítu Frónverjans er neyðarlega reikul og vandhöndlanleg. Og herma sögumar ekki að þjóðhetjan Egill Skallagrímsson og frændastóð hans mest- allt hafi verið koldökkir andskotar? En örvænt- ið eigi, þjóðvinir - enda þótt að hvað húðlit varðar séu allir litir meira eða minna í einu sulli, þá er annað svæði eftir þar sem aðeins einn litur ríkir í tærum skarpleika. Frumburðarrétturinn er þó altént ævinlega á okkar bandi sem eigum innlent langfeðgatal að rekja aftur í aldir. Eða er það ekki annars? Jafnvel þarna gæti ýmsum þótt málum blandið. Þjóðrækni landans er því miður ekki enn komin á það stig að skólabækur greini svo frá að fyrstu íslendingarnir hafi gosið upp með hrauninu sem myndaði landið, held- ur er æskunni enn kennd sagan af norsku búandkörlunum sem tóku sig upp úr afdölum heimalandsins fyrir rúmum ellefuhundruð árum og flæktust til norðurhafseyjunnar með þræla sína og kvikfénað. Með öðrum orðum: allir íslendingar eru af inn- flytjendaættum ef nógu langt er leit- að aftur í timann. Og þá vaknar aftur hin pínlega spurning um nákvæm mörk og viðmiðanir. Hversu mölétið þarf elsta ættargóss persónu að vera til að hún megi njóta þeirrar náðar að teljast „sifji árfoss og hvers,“ svo vitnað sé í Klettafjallaskáldið (sem er e.t.v. goðgá í augum þjóðvina, enda ól maðurinn mestan sinn aldur í órafjarlægð frá þessum sömu árfoss- um og hverum)? Og til að bæta gráu ofan á svart bjóðast fólki ekki einu sinni nein áreiðanleg mælitæki til að skera úr um hvort mægðir ættarinn- ar við fósturjörðina hafi varað í til- skilinn lágmarkstíma. Getur t.a.m. Textílkjallarinn Sullur í íslensku tannholdi? NÚ liggur frammi fyrir Alþingi frumvarp um starfsréttindi tannsmiða. Umræður hafa farið fram á Al- þingi, þar sem misfróðir þingmenn hafa tjáð sig um málið. Það sem skrýtnast er, er að ákveðnir þingmenn virðast hafa breyst í sérfræðinga varðandi smíði gervitanna í tann- lausum einstaklingum. Þar verður mikils mis- skilnings vart sem mér finnst eðlilegt að leið- rétta. Ef tennur tapast Þegar einstaklingur missir allar sínar tennur, er oft eina lausnin að smíða svokallaðar gervitennur. Það eru plast- eða postulínstennur sem steyptar eru í gómaefni sem er bleikt að lit. Tennumar sjálfai- eru verk- smiðjuframleiddar í nokkrum litum og formum, en gómaefnið sjálft, sem liggur næst slímhúð einstaklingsins, er sérhannað fyrir hvem og einn. Mikilvægt er að tennumar passi ein- staklingnum hvað varðar andlitsfall, aldur, kyn og fleira, en mikilvægast er þó að tennumar sitji fastar á sín- um stað í munninum. Þar kemur gómaefnið til sögunnar. Gómurinn fæst ekki keyptur úr verksmiðju því gómur einstaklinga mun ekki vera til í stöðluðum stærðum. Því þarf að taka mát svo hægt sé að smíða tennur sem passa. Samkvæmt skýringum með frumvarpi iðnaðarráðherra er Kristín Heimisdóttir froðu komið fyrir í skeið og mát tekið á einfaldan hátt. Það er rétt, svo langt sem það nær, því þannig er fyrsta mátið tekið fyrir gervitönnunum. Eftir því máti er búin til skeið fyrir máttöku númer tvö, sem er mun nákvæmari og ofan- greind lýsing dugar skammt til að lýsa henni. Ætla ég ekki að þreyta lesendur með slíkum lýsingum. Máttakan mikil- væga Ljóst er að í tannsmíðanámi við Tannsmíðaskólann er slík máttaka ekki kennd, hvort sem tannsmiðir þaðan öðlast meistararéttindi síðar eður ei. Kennslan við Tannsmíðaskól- ann lýtur einungis að þeim þætti sem að gervitönnunum sjálfum snýr. Þar kemur að mikilvægi góðrar samvinnu tannlækna og tannsmiða. Um allt land starfa tannlæknar og tannsmiðir í mesta bróðemi saman að smíði gervitanna. Tannlæknirinn sér um máttökur, bittökur og fleiri atriði sem snúa að sjúklingnum sjálfum en tannsmiðurinn sér um smíðina sjálfa. Tannlæknirinn skoðar sjúklinginn í upphafi. Hann m.a. athugar hvort slímhúð sé heilbrigð, skoðar kjálkalið og kjálkabein, tekur röntgenmyndir og fræðir sjúkling m.a. um nýjungar í tannlækningum eins og tannplanta. Tannplantar eru titaníumskrúfur sem settar eru í tennta og tannlausa Starfsréttindi Það er von mín að þing- menn sem og lands- menn aðrir opni augun örlítið, segir Kristín Heimisdóttir, og reyni að skilja að íslenskir tannlæknar eru ekki iðnaðarmenn sem sulla í tannholdi. einstaklinga þegar tennur vantar. Al- gengt er orðið að setja tannplanta í tannlausa einstaklinga til að fá festu fyrir gervitennumar. Þegar búið er að ganga úr skugga um heilbrigði sjúklings, hefjast máttökur og bittök- ur. Þá kemur tannsmiðurinn til sög- unnar og sér um smíðina sjálfa á af- steypum sem gerðar em eftir munni sjúklings. Mikilvægast er að máttak- an sé vel og ítarlega gerð; annars era tennurnar ekki nothæfar. Það er ástæðan fyrir þvi að tannlæknanem- ar eyða um einu og hálfu ári á að- gerðastofu Tannlæknadeildar HI við að læra að taka slík mát. Tannsmíða- nemar taka aldrei mát fyrir gervi- tönnum í sínu námi. Móðgun við Idíniska tannsmiði Annað sem athygli vekur er að í Danmörku er til starfsheitið klínisk- ur tannsmiður. Þar velja tannsmíða- nemar eftir tveggja ára hefðbundið tannsmíðanám klíniska tannsmíði eða hefðbundna tannsmíði. Þeir sem velja klíniska tannsmíði læra önnur tvö ár og era svo eitt ár á starfssamn- ing. Þeir læra ekki hefðbundna tannsmíði eins og þekkist hérlendis og hafa ekki réttindi til að starfa sem slíkir tannsmiðir. Veit ég að a.m.k. einn Islendingur hefur lært klíniska tannsmíði við danskan tannsmíða- skóla. Fyndist mér það mjög eðlilegt að sá einstaklingur og aðrir þeir sem lokið hafa sambærilegu námi og hann, fengju starfsréttindi hér á landi sem heilbrigðisstétt. Þetta framvarp er móðgun við hans mennt- un, þar sem þriggja ára nám hans er lagt að jöfnu við mánaðarlangt sum- arnámskeið. Nútímatannlækningar Það er algengur misskilningur að tannlækningar séu eingöngu holufyll- ingar í tönnum. Tannlækningar era stórt fag sem rúmar nú níu sérgrein- ar. Tannlækningar þarf að stunda jafnt í tenntum sem og tannlausum einstaklingum. Eðli þjónustunnar er, eins og gefur að skilja, ólíkt, en undir tannlækningar flokkast hún. Það er von mín að þingmenn sem og lands- menn aðrir opni augun örlítið við lest- ur þessarar greinar og reyni að skilja að íslenskir tannlæknai’ era ekki iðn- aðarmenn sem sulla í tannholdi, held- ur vel menntaðir læknar sem hafa kunnáttu og þekkingu til að stunda tannlækningai’ á heimsmælikvarða. Höfundur er tannlæknir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.