Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 32

Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MILLJARÐAR ÍSÚGINN MEÐ búvörusamningnum, sem gerður var árið 1995, var framleiðslustýring afnumin en verðlag á lambakjöti jafn- framt gefið frjálst. Engar hömlur voru settar á framleiðslu bænda en þeir jafnframt gerðir ábyrgir fyrir því að selja kjötið úr landi ef framleitt yrði umfram eftirspurn á innanlandsmark- aði. Þessi búvörusamningur til fimm ára gerði ráð fyrir ellefu milljarða króna framlagi skattgreiðenda til bænda en árin fimm á undan höfðu ríkisstyrkir numið 17,6 milljörðum króna. Mark- miðið var að fækka sauðfé um 30 þúsund á samningstímanum og jafnframt átti árlegur stuðningur við sauðfjárrækt að lækka um 2 milljarða króna. Þessi samningur var á sínum tíma mjög umdeildur enda lá fyr- ir að ódýrara hefði verið að láta fyrri búvörusamning frá árinu 1991 gilda áfram. Þrátt fyrir að markaðslausnum væri beitt í ein- hverjum mæli var ljóst að með samningnum frá árinu 1995 var fyrst og fremst verið að slá vandanum á frest. Margir óttuðust að með þeim ellefu milljörðum, sem verja átti í styrki til sauðfjár- ræktarinnar, væri ekki verið að taka á og leysa helstu vandamál landbúnaðarins. Þannig var t.d. spurt í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins hinn 15. október 1995: „Á undanförnum árum hefur offramleiðsla á lambakjöti verið einn helsti vandi atvinnugrein- arinnar. Eru íslenskir skattgreiðendur að greiða ellefu milljarða fram til aldamóta til að leysa þennan vanda í eitt skipti fyrir öll? Tryggir búvörusamningurinn nýi, að um aldamót verði ekki fyrir hendi meiri framleiðsla á dilkakjöti en innanlandsmarkaður tek- ur við? Er hægt að ganga út frá því sem vísu, að fulltrúar bænda komi ekki síðustu misserin fyrir aldamót til stjórnvalda og segi: búvörusamningurinn hefur því miður haft svo alvarlegar afleið- ingar fyrir bændur, að það er óhjákvæmilegt að ríkisvaldið hlaupi undir bagga með þeim? Fá skattgreiðendur fyrir 11 millj- arða króna tryggingu fyrir því, að þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og að einhverju leyti Alþýðubandalags taki ekki höndum saman á nýjan leik um aldamót til þess að tryggja bændum áframhaldandi stórfé úr ríkissjóði?“ Nú liggja svörin við þessum spurningum fyrir. Ellefu milljarð- arnir hafa ekki leyst vanda þessarar atvinnugreinar í eitt skipti fyrir öll. Fjöldi sauðfjár í landinu er svipaður og hann var þegar síðasti búvörusamningur var gerður en á sama tíma hefur neysla á lambakjöti dregist verulega saman. Og vissulega komu bændur og báðu um áframhaldandi stuðning með þeim árangri að gerður hefur verið við þá nýr samningur, fram til ársins 2007. Árlegur kostnaður skattgreiðenda af þessum samningi nemur um 2,2 milljörðum króna. Eflaust væri ástæða til að spyrja sömu spurninga nú og gert var árið 1995. Líklega er það hins vegar óþarft, þar sem litlar lík- ur eru á að með þeim milljörðum, sem varið verður til sauðfjár- ræktar á næstu árum, verði vandi atvinnugreinarinnar leystur í eitt skipti fyrir öll. Þetta kerfi er engum til góðs og allra sízt sauðfjárbændum. í umræðum um búvörusamninginn árið 1995 kom fram að sam- kvæmt honum yrði hinn mánaðarlegi stuðningur við meðalbú um 100 þúsund krónur. Árið 1998 voru hins vegar mánaðarlaun sauðfjárbónda að meðaltali tæpar 69 þúsund krónur. Og fara lækkandi. Kerfið hefur leitt til þess að of stór hópur sauðfjár- bænda er nú við fátæktarmörk. Ekki vegna þess að framleiðslu- vara þeirra sé svo léleg. Þvert á móti. Þar er um gæðavöru að ræða. Það er milliliðakerfið í landbúnaðinum sem er búið að merg- sjúga bændur og nú sérstaklega sauðfjárbændur með þessum af- leiðingum. Bændur þurfa á að halda forystumönnum sem þora að efna til róttækra breytinga á þessu misheppnaða kerfi. Milljarð- arnir, sem milliliðakerfið í landbúnaði kostar skattgreiðendur, lenda ekki í vasa bænda heldur einhverra annarra. Það er tíma- bært að hér verði breyting á og hörmulegt að tækifærið skyldi ekki vera notað nú. ÞANÞOLTUNGUNNAR FRAMTÍÐ íslenskrar tungu veltur ekki síst á því hvernig tekst að laga hana að tækniþróuninni. í því sambandi er sjónum nú mjög beint að svokallaðri tungutækni en hún fæst við hvers konar meðferð tungumálsins í tölvum og hugbúnaði, að meðtöldu mæltu máli sem talið er munu verða aðalsamskiptamátinn milli manns og tölvu áður en langt um líður. Staða íslendinga er fremur slæm á þessu sviði og, eins og Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssíma Islands, benti á á Nýsköpunarþingi Rannsóknarráðs og Utflutnings- ráðs í síðustu viku, þarf að gera verulegt átak á þvi til þess að ís- lenska verði gjaldgeng í upplýsinga- og samskiptasamfélaginu. Þar ríður ekki síst á því að tölvutaka íslenskt talmál og koma því inn í al- þjóðlega staðla um tungutækni. Þetta er tvímælalaust eitt af forgangsverkefnum í verndun ís- lenskrar tungu nú um stundir en eins og oftast áður á hún þó mest undir daglegri umgengni okkar við hana. Vafalaust þekkja margir það sem vinna við tölvur á hverjum degi að það þarf ekki meira en eitt nýtt forrit til þess að bjaga málfar okkar. Hinn gríðarlegi hraði tækniþróunarinnar reynir þannig mjög á árvekni okkar í þessum efnum. Eins og við vitum er þanþol tungunnar hins vegar gríðarlegt og möguleikar hennar til nýsköpunar nánast óendanlegir. Þá eigin- leika hennar þarf að nýta. Róttækar breytingar fyrirhugaðar á skipulagi raforkumála hér á landi Sérstakt fyrir- tæki stofnað um raforkuflutning Nýtt skipulag í raforkudreifingu og -sölu Söluaðili 1 Notandi Orkuver Dreifi' kerfi Orkuver Orkuver Söluaðili 2 SAMKEPPNI SAMKEPPNI Raforku- framleiðsla SAMKEPPNI SERLEYFI Islands- net Notandi Raforku- notkun Grundvallarbreytingar eru fyrirhugaðar á skipulagi raforkumála hér á landi sem fela það í sér að skilið er á milli framleiðslu og sölu á raforku annars vegar og flutnings og dreifing- s ar hins vegar. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að það þýðir meðal annars að kostnaður við flutning og dreifingu orkunnar verður mismunandi í samræmi við tilkostnað. Morgunblaðið/Asdís Frá blaðamannafundinum í gær, þar sem skýrsla nefndarinnar var kynnt. Talin frá vinstri Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður nefndarinnar, Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðarráðherra, og Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur og starfsmaður nefndarinnar. SJÁLFSTÆTT fyrirtæki verð- ur stofnað um flutningskerfi raforku hér á landi á næsta ári og tekur það til starfa í árs- byrjun árið 2002, ef tillögur nefndar iðnaðarráðheiTa ná fram að ganga, en nefndin hefur fjallað um framtíðar- skipulag raforkuflutnings á íslandi. Samkvæmt tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að flutningsfyrirtækið verði í eigu orkuveitnanna sem leggi eignir til þess en það verði stjómunar- lega aðskilið frá eigendum sínum. Það taki í upphafi að minnsta kosti til flutn- ingskerfís Landsvirkjunar og flutn- ingslína sem tengja Nesjavallavirkjun og Svartsengi við það kerfi. Þannig yrðu allar helstu virkjanir landsins tengdar netinu, sem tryggi jafnræðj vinnsluaðila á samkeppnismarkaði. í framhaldi af þessu þurfí síðan skoða fyrirkomulag aðveitukerfisins sem geti leitt til stærra flutningsnets síðar meir. Skipulagi Landsvirkjunar breytt I tillögum nefndarinnar er einnig gert ráð fyrir því að skipulag Lands- virkjunar verði lagað að breyttu fyrir- komulagi raforkuflutnings, til dæmis með stofnun eignarhaldsfélags, sem færi með stefnumótun og yfirstjórn, og dótturfélaga um einstök svið, eins og flutningskerfisins, sem gengur undir vinnuheitinu íslandsnet eða Landsnet í skýrslunni. í byrjun yrði það að stórum hluta í eigu eignarhaldsfyrirtækis Landsvirkjunar, en tengslin yrðu ein- ungis fjárhagsleg og stjórn íslandsnets og framkvæmdastjóri yrðu óháð eign- arhaldsfélaginu. Þá gerir nefndin ráð fyri því að gjöld fyrir flutning raforku um raforkunetið verði ákveðin sérstaklega fyrir hvern mötunar- og úttektarstað í flutnings- kerfinu og _að gjöld verði breytileg eftir árstíma. ,Á þann hátt er m.a. hægt að gefa kaupendum og seljendum raforku merki um að tap í flutningskerfinu er mismunandi eftir því hvar og hvenær vinnsla eða notkun á sér stað. Ef talið er nauðsynlegt sökum byggðaþróunar að jafna kostnað við flutning og dreif- ingu raforku eða að ráðast í fram- kvæmdir í flutningskerfinu sem flutn- ingsgjöld geta ekki staðið undir (félagslegar fram- kvæmdir) er mikilvægt að það sé gert með skatt- tekjum svo að það hindri ekki samkeppni eða dragi úr hagkvæmni kerfisins. Hafa verður í huga að slíkt mun væntanlega flokkast sem ríkis- styrkir samkvæmt EES-samningn- um,“ segir í skýrslunni. Loks leggur nefndin til að öll fyrir- tæki í raforkugreininni verði hlutafélög til þess að tryggja að þau búi við sömu starfsskilyrði óháð eignarhaldi. Opin- berir aðilar hafi eftirlit með sérleyfis- þáttunum, en mikilvægt sé að sníða eft- irlitinu hóflegan stakk og byggja fremur á öflugu innra eftirliti fyrfr- tækjanna. Eftirlitið verði tvískipt og lúti bæði að samkeppnis- og tæknilegri hlið starfseminnar. Bendh’ nefndin á að flutningskerfi raforku hafi verið byggt upp til að trygg)a öruggan flutning raforku til allra landsmanna og anna orkuþörf stóriðjuíyi'irtækja. Af þeim sökum hafi verið hægt að ráðast í stórar virkjanir fjarri þeim svæðum þar sem notkunin sé mest en það hafi síðan skilað sér í hagkvæmu heildarkerfi. ,Á þeim tímamótum sem eru fram- undan í raforkumálum landsmanna er núverandi raforkukerfi sá grunnur sem byggja verður framtíðarkerfið á. Kerf- ið hefur verið byggt fyrir alla lands- menn og þeir þurfa allir að standa und- ir föstum kostnaði við núverandi kerfi. Aftur á móti er mikilvægt að notendur fái merki um breytilegan rekstrar- kostnað kerfisins og kostnað við fram- tíðaruppbyggingu þess til að tryggja góðan rekstur og hagkvæma uppbygg- ingu kerfisins. Nýjar virkjanir nálægt markaði eiga að njóta góðs staðarvals og það sama á við um nýja notkun á svæðum þar sem vinnsla er mun rneiri en notkun," segir í skýrslunni. Jafnframt er bent á að markaðsum- hverfi skili mestum árangri á þessu sviði, eins og flestum örðum sviðum efnahagslífsins. „Megintilgangur breytinganna er að stuðla að þjóðhags- lega hagkvæmri nýtingu orkulindanna. í því felst að hagkvæmnisjónarmið ráði fjárfestingu og notendur fái jafnan rétt skilaboð í gegnum veitukerfið. Þannig verður nýting framleiðsluþáttanna best.“ Frumvarp lagt fram í vor Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra sagði á blaðamannafundi í gær þar sem niðurstöður skýrslunnar voru kynntar að tilgangurinn með fyrirhug- uðum breytingum á skipulagi raforku- mála, sem að mörgu leyti hefði reynst vel, væri að auka skilvirkni, lækka orkuverð og koma á markaðsbúskap á þessu sviði. Gert væri ráð fyrir í fram- haldinu að leggja fram frumvarp um nýskipan raforkumála til kynningai’ nú í vor. Það yrði síðan end- urskoðað á grundvelli at- hugasemda sem bærust og lagt fram á þingi í haust, en stefnt væri að því að nýtt fyrirkomulag tæki gildi í ársbyrjun 2002. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, var formaður nefndar- innar, en auk hans sátu í henni Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðn- aðarráðuneyti, Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, og Kristján Jónsson, forstjóri Rafmagns- veitna ríkisins, en Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur hjá verkfræð- istofunni AFLi, var starfsmaður nefnd- arinnar. Þórður sagði að grunnþáttur þeirra hugmynda sem kynntar væru í skýrsl- unni væri að innleiða markaðsbúskap á sviði raforkumála til samræmis við þá þróun sem átt hefði sér stað í þeim efn- um í nágrannalöndunum. Þannig yrði hægt að ná fram aukinni hagkvæmni á þessu sviði sem skilaði sér í betri líf- skjörum. Skiptar skoðanir um stærð og uppbyggingu gjaldskrár í bréfi nefndarinnar til iðnaðrráð- herra, sem fylgir skýrslunni segh' að skiptar skoðanir hafi verið í nefndinni bæði um stærð íslandsnets og upp- byggingu gjaldskrái' og því séu tillögur nefndarinnar málamiðlun sem allir nefndarmenn séu sammála um að leggja fram varðandi stofnun fyiirtæk- is um flutning raforku. Nefndin skoðaði tvær leiðir, annars vegar flutningskerfi Landsvirkjunar og hins vegar flutning raforku niður í 30 kw, en farin var sú málamiðlun að tengja Svartsengi og Nesjavelli flutn- ingskerfi Landsvirkjunar, eins og fyrr sagði. Fram kemur í skýrslunni að mikil- vægt sé að allar helstu virkjanir lands- ins tengist íslandsneti og að ný orku- ver sem byggð verði tengist flutningskerfinu fremur en aðveitu- kerfi einstakra dreifiveitna. Það ætti að tryggja jafna stöðu allra vinnsluaðila. Því sé lagt til að íslandsnet nái í upp- hafi til flutningakerfis Landsvirkjunar og flutningslínu frá Nesjavöllum til Korpu og línu frá Svartsengi til Fitja og þaðan í Hamranes. Kerfið geti síðan stækkað þegar fram líði stundir ef það þyki hagkvæmt. „Mikilvægt er að á næstunni verði unnið að framtíðarskipulagi aðveitu- og dreifikerfisins en niðurstaða þeirrar vinnu gæti stækkað flutningskerfið og ætti íslandsnet að vera vel fært um að taka að sér hluta af aðveitukerfi lands- + ins ef slíkt kæmi upp. Rafmagnsveitur ríkisins hafa með höndum flutning á rafórku til nokkurra rafveitna sveitar- félaga og til að fullnægja tilskipun Evrópusambandsins þarf fyrirtækið að greina aðveitukerfi sitt frá annarri starfsemi og mynda þannig svæðanet. Líklega væri hagkvæmast að íslands- neti annaðist flutninga um svæðanetin þar sem Rafmagnsveitur ríkisins þyrftu þá ekki að greina stjórnunar- lega þennan þátt frá annarri starfsemi fyrii'tækisins. í tilskipun Evrópusam- bandsins er ákvæði um hugsanlegar undanþágur fyrir' lítil og einangruð kerfi þar sem möguleiki er á að sækja um undanþágur en þá þurfa að vera umtalsverð vandkvæði á að uppfylla einhverjar greinar tilskipunarinnar. Þetta ákvæði hennar nær ekki til raf- orkuvinnslu en hugsanlega mætti reyna að sækja um slíka undanþágu varðandi svæðanetin. Fljótt á litið virð- ist þó ekki líklegt að slíkt yrði flokkað sem umtalsverð vandkvæði. Setja þarf reglugerð um starfsemi íslandsnets sem einnig gildh’ um starfsemi svæða- neta og jafnframt gæti sama reglugerð átt við um dreifiveiturnar," segir í skýrslunni Svæðagjaldskrá Varðandi gjaldskrá fyrir raforku- flutninginn segir að með gjaldskránni þurfi að tryggja að flutningskerfið hafi tekjur til að standa undir kostnaði við rekstur og upp- byggingu. Hið sama gildi um dreifingu raforku og bendir nefndin á að eðlilegt sé að gerðar séu sömu kröfur um gjaldskrár þar. „Við gerð gjaldskrár þarf að hafa að leiðarljósi að hún sé ein- föld, skilvirk, gegnsæ og takmarki verðsveiflur. Auk þess er mikilvægt að notendur flutningskerfisins fái merki um kostnað kerfisins við þjónustuna sem á að skila sér í góðum rekstri og hagkvæmri uppbyggingu kerfisins," segir ennfremur. I því sambandi skoðaði nefndin ólíka möguleika á gjaldtöku, en telur að sam- staða geti náðst um að nota svæða- gjaldskrá fyrir íslenska flutnings- og dreifikerfið, en þá sé jafnframt nauð- synlegt að setja skýrar reglur um hvernig hið opinbera eigi að standa undir hinum svokallaða félagslega þætti. Gjaldskráin geti verið með svip- uðu sniði og í Noregi og Svíþjóð þar sem reiknað sé gjald fyrir úttekt og mötun rafmagns á hverjum stað fyrir sig. Jafnframt er bent á að skipta þurfi tekjum vegna orkusölu til stóriðju milli framleiðslu og flutnings og að orku- flutningsfyi’irtækið fái til sín flutnings- hluta teknanna á því kostnaðarverði sem gengið hafi verið út frá við samn- ingsgerð. Sé eðlilegra að orkuvinnslan taki á sig áhættuna af álverðsbreyting- um. „Þegar fyrirhugaðar kerfisbreyting- ar eru athugaðar í ljósi þess sem átt hefur sér stað í mörgum löndum Evrópu við breytingar sem þessar þarf að hafa í huga að aðstæður hér á landi eru nokkuð aðrar. Hér byggist raf- orkuvinnslan á vatnsorku og jarð- varma þannig að breytilegur rekstrar- kostnaður virkjana er mjög lítill og breytingar á eldsneytisverði hafa því lítil áhrif hér. Raforkukerfið hér á landi er ekki tengt kerfum annarra landa og ekki eru því möguleikar á að auka hag- kvæmni þess með inn- og útflutningi raforku. Þar að auki er raforkukerfið nú nán- ast fullnýtt og því er ekki um að ræða neina aukagetu í kerfinu eins og víða erlendis. Yfir 90% af raforkuvinnslunni er nú á sömu hendi hér á landi og verður því sam- keppni takmörkuð í raforkuvinnslu í byrjun. Af þessum sökum er ekki við því að búast að skipulagsbreytingar lækki raforkuverð um tugi prósenta en til lengri tíma litið munu þær skila sér í aukinni hagkvæmni í þessari starf- semi,“ segir einnig í skýrslu nefndar- innar. Skiptar skoðanir á stærð og gjaldskrá Öll raforku- fyrirtæki verði hlutafélög Hækkun skatt- leysismarka kost- ar 1.200 milljónir Breytingar á tekjuskattshlutfalli, útsvari og persónuafslætti árin 1988-1999 Ár Tekjuskatts- hlutfall Staðgr.- Útsvar hlutfall Hátekju- skattur Persónu- afsláttur 1988 28,50 í 6.70 35,20 15.552 1989 30,80 ] 6.94 ! 37.74 18.631 1990 32,80 l 6,99 ] 39,79 21.482 1991 32,80 j 6,99 ] 39,79 23.377 1992 32,80 J 7,05 : 39,85 23.968 1993 34,30 7,04 ! 41,34 5% 23.761 1994 33,15 : 8,69 S 41,84 5% 23.930 1995 33,15 8,78 J 41,93 5% 24.495 1996 33,15 j 8,79 141,94 5% 24.544 1997 30,41 [ 11,57 141,98 5% 24.544 1997 29,31 11,57 40,88 7% 23.901 1998 27,41 [ 11,61 39,02 7% 23.360 1999 26,41 f 11,93 38,34 7% 23.329 2000 - jan. 26,41 |; 11,96 ! 38,37 7% 23.912 2000 -apr- 26.41 J 11,96 38,37 7% 24.510 2001 26,41 [ 11,96* ] 38.37 7% 25.245 2002 26,41 .2 11,96 * ] 38,37 7% 26.003 2003 26.41 1 11,96 * J 38,37 7% 26.588 * Háð ákvörðun sveitarfélaaa Einstaklingur með 70.000 kr. á mánuði í laun Allar tölur I krónum Tekjuskattur Ráðstotunartekjur Dæmi 1 Persónu- aflsáttur Tekjur ekki hækkun meö hækkun ekki hækkun með hækkun Mism- unur Hækkun % 1.jan.2000 23.912 70.000 1.872 1.872 68.128 68.128 - 0,0% 1 .apr.2000 24.510 76.230 4.167 3.569 72.063 72.661 598 0,8% 2001 25.245 81.185 5.992 4.659 75.193 76.526 1.333 1,8% 2002 26.003 86.462 7.936 5.846 78.526 80.616 2.090 2,7% * 2003 26.588 91.001 9.608- 6.933 81.393 84.068 2.676 3,3% Meðallaun verkakvenna 3. ársfj. 1999 voru 92.300 kr. á mán. Allartölur í krónum Tekjuskattur Ráðstiifunartekjur Dæmi 2 Persónu- aflsáttur Tekjur ekki hækkun með hækkun ekki hækkun með hækkun Mism- unur Hækkun % 1.jan.2000 23.912 92.300 10.087 10.087 82.213 82.213 - 0,0% 1 .apr.2000 24.510 95.900 11.413 10.815 84.487 85.085 598 0,7% 2001 25.245 98.777 12.472 11.139 86.304 87.637 1.333 1,5% 2002 26.003 101.740 13.564 11.473 88.176 90.267 2.090 2,4% 2003 26.588 104.029 14.407 11.732 89.622 92.298 2.676 3,0% Meðallaun verkakarla 3. ársfj. 1999 voru 106.000 kr. á mán. Allar tölur I krónum Tekjuskattur Ráöstötunartekjur Dæmi 3 Persónu- aflsáttur Tekjur ekki hækkun með hækkun ekki hækkun með hækkun Mism- unur Hækkun % 1.jan.2000 23.912 106.000 15.133 15.133 90.867 90.867 - 0,0% 1 .apr.2000 24.510 110.134 16.656 16.058 93.478 94.076 598 0,6% 2001 25.245 113.438 17.873 16.540 95.565 96.898 1.333 1,4% 2002 26.003 116.841 19.126 17.036 97.715 99.805 2.090 2,1% 2003 26.588 119.470 20.095 17.419 99.375 102.051 2.676 2,7% Einstaklingur með 350.000 kr. í laun og greiðir hátekjuskatt Allar tölur í krónum Tekjuskattur Ráðstöfunartekjur Dæmi 4 Persónu- aflsáttur Tekjur ekki hækkun með hækkun ekki hækkun með hækkun Mism- unur Hækkun % l.jan.2000 23.912 350.000 109.410 109.410 240.590 240.590 - 0,0% 1 .apr.2000 24.510 363.650 134.476 133.878 229.174 229.772 598 0,3% 2001 25.245 374:560 130.219 128.886 244.341 245.674 1.333 0,5% 2002 26.003 385.796 144.122 142.032 241.674 243.765 2.090 2 676 0,9% 2003 26.588 394.477 147.903 145.227 246.574 249.249 1,1% Markmiðið að draga úr tekju- tenging-u og hækka tekju- skerðingarmörk barnabóta FIRLÝSING ríkisstjórn- arinnar um hækkun skattleysismarka þýðir að persónuafsláttur hækkar úr 23.912 krónum í 26.588 krónur í fjórum áföngum. Þetta þýðir að ráðstöfunartekjur hækka vegna skattabreytinga um 2.676 krónur á mánuði í lok samnings- tímans. Þegar kjarasamningar voru gerðir í upphafi árs 1997 gaf ríkis- stjórnin út yfirlýsingu um lækkun skattprósentu í áföngum um fjög- ur prósentustig. Skattleysismörk fylgdu hins vegar ekki almennri launaþróun sem olli því að ríkis- sjóður fékk inn viðbótartekjur sem hann hefði annars ekki fengið ef skattleysismörk hefðu hækkað í samræmi við almennar launa- breytingar. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, sem gerð var í tengslum við undir- ritun kjarasamnings Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins, er í fímm liðum. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að skattleysismörk hækki í takt við hækkun launa. Skattleysismörk hækkuðu um síð- ustu áramót um 2,5%, en gert er ráð fyrir að þau hækki aftur 1. apríl nk. og þá um 2,5%. Gert er ráð fyrir að skattleysismörk hækki um 3% 1. janúar 2001, um 3% 1. janúar 2002 og um 2,25% 1. janúar 2003. Þessi hækkun skattleysismarka 1. apríl þýðir 900 milljón króna út- gjöld á þessu ári og 1.200 milljónir miðað við heilt ár. Hækka á barnabætur um 500 milljónir á ári í öðru lagi er gert ráð fyrir að tilhögun barnabóta verði endur- skoðuð með það að markmiði að draga úr tekjutengingu og hækka tekjuskerðingarmörk barnabóta. Miðað er við að þessar breytingar komi til framkvæmda í þremur áföngum á árunum 2001, 2002 og 2003 og feli í sér alls um þriðjungs hækkun á heildarfjárhæð barna- bóta frá því sem nú er. Árið 1997 voru barnabætur tekjutengdar að fullu, en áður höfðu þær verið tekjutengdar að hluta. Þar sem tekjur fólks í land- inu hafa hækkað á síðustu árum hafa skerðingarmörk barnabóta leitt til þess að heildarfjárhæð barnabóta hefur lækkað ár frá ári. Kostnaður ríkissjóðs við barna- bætur árið 1997 nam um 4,6 millj- örðum, en samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu er áætlað að þessi kostnaður verði 3,6 milljarðar í ár. Frá 1997 hef- ur ríkissjóður sparað 2,2 millj- arða í barnabæt- ur vegna hækkunar á tekjum launafólks. Innan við 50% barna- fólks á nú rétt á barnabótum. Ekki liggur fyrir hvernig breyt- ingin á barnabótum verður útfærð, en unnið er að tillögum þessa dag- ana á vettvangi ríkisstjórnarflokk- anna. Miðað er við að barnabætur hækki um 500 milljónir árlega 2001-2003.Þriðja atriðið sem nefnt er í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að greiðslur almannatrygginga hækka í takt við laun. Hækkun á þessu ári verður þó aðeins umfram þetta. Þessar greiðslur hækkuðu um 3,6% um síðustu áramót og hækka þær aftur 1. apríl nk. um 0,9%. Hækkunin á þessu ári er því 4,5%. Þessi 0,9% hækkun þýðir 130 milljóna króna kostnað miðað við heilt ár. Bætur almannatrygginga munu síðan hækka í takt við laun sem þýðir 3% hækkun 1. janúar 2001, um 3% 1. janúar 2002 og um 2,25% árið 2003. Kjarasamningarnir gera ráð fyr- ir að lægstu laun hækki um 30% á samningstímanum á meðan al- menn laun hækka um 12,71% á samningstímanum. Hækkun al- mannatrygginga miðast við þessa almennu launahækkun en ekki hækkun lægstu launa. Þess vegna eykst sá munur sem verið hefur á tryggingabótum og lágmarkslaun- um. Fjórða atriðið í yfirlýsingunni er um lengingu fæð- ingarorlofs, en það sama gildir um það eins og um barnabæturnan að útfærslan liggur ekki fyrir. Markmiðið er hins vegar að lengja fæðingarorlof, jafna rétt foreldra og samræma réttindin. Fimmta atriðið er um könnun á kostum þess og göllum að taka upp annað skattþrep. Ekkert ligg- ur fyrir um hvort þessi athugun leiðir til breytinga á skattalögum.j Vilja lengja fæð- ingarorlof og jafna rétt foreldra Tæp 50% barna- fólks eiga rétt á barnabótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.