Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 37 g UMRÆÐAN Gula pressan Chevrolet árgerð 1947 einn þeirra bíla sem Hinrik Volvo árgerð 1937 úr eigu Mjólkursamsölunnar og í Thorarensen hefur gert upp. vörslu Þjóðminjasafnsins. Hinrik ók þessum bíl í hringferðinni 1987. í SVÍÞJÓÐ kynntist ég þeim virð- ingarverðu vinnubrögðum „gulu pressunnar" svonefndu, að hverju sinni sem slegið var upp harðri gagnrýni eða írásögn, var hverjum þeim er fyrir varð gefinn kostur á að svara á sömu síðu eða opnu í sama tölu- blaði. Þessi vinnubrögð byggðust á þeirri aug- ljósu staðreynd að alls ekki er víst að lesandi gagnrýninnar læsi rétt- mæt svör ef þau birtust ekki í sama blaði á sama tíma. Ekki þarf að útskýra það fyrir drengskaparmönnum að slíkt má kalla vönd- uð vinnubrögð. Dagblaðið-Vísir í DV birtist undir merkinu „EIR“ hinn 24. febrúar sl. eindæma lág- kúruleg klausa, sem árás má kalla á tvo menn, Þór Magnússon þjóð- minjavörð og Hinrik Thorarensen fornbílamann. Gagnrýnin á Þór er sú að hann hafi látið frá safninu tvo fornbíla til einstaklinga, annan til Brynjólfs Þórs Brynjólfssonar bank- astjóra á ísafirði, með samningi sem fór fyrir þjóðminjaráð. Hinn bíllinn fór til Hinriks Thorarensen sem bauðst til þess að hressa upp á útlit bílsins en það mun kosta Hinrik um eða yfir eitt hundrað þúsund krónur. Hælbítarnir Til þess að gera þennan verknað Þórs Magnússonar tortryggilegan voru fengnir tveir menn, Pétur Jónsson minjavörður og Örn Sig- urðsson formaður Fornbílaklúbbs- ins. Fyrst um Pétur þann hæfa við- gerðamann. Pétur segist í DV vera eins og spurningarmerki og gefur í skyn að safnið muni tæpast sjá bfl- inn aftur úr höndum Hinriks. Rétt er að menn viti þátt Hinriks í sögu rútubflsins sem Pétur styður sig við í mynd DV með óhróðrinum. Sá rútubíll hefur lengi verið í viðgerð hjá Þjóðminjasafninu. Sú viðgerð stöðvaðist vegna fjárskorts. Hin- rik gekkst fyrir því meðal vina og kunn- ingja að þeir skrifuðu sig fyrir nokkurri fjár- hæð í mánuði hverjum og mynduðu þannig nokkum sjóð sem nota skyldi til að koma áfram viðgerð rútunn- ar. Þessar aðgerðir Hinriks urðu til þess að koma vinnunni við rútuna aftur á skrið. Bfllinn sem Hinrik hefur nú til aðhlynningar fyrir Þjóðminjasafnið, því að kostnaðar- lausu var í umsjón Péturs yfir 15 ár án þess að vera gangsettur. Hinrik varð til þess að bfllinn var gangsett- ur og sýndur á mikilli sýningu Forn: bflaklúbbsins í Laugardalshöll. í fyrstu hringferð Fornbflaklúbbsins um landið árið 1987 ók Hinrik bíl úr vörslu Þjóðminjasafnsins. Öll sam- skipti stjórnar klúbbsins við Þjóðm- injasafnið voru falin Hinrik enda var samvinna hans og Þórs til mikils vegsauka bæði klúbbnum og safn- inu. Þáttur formannsins Öm Sigurðsson, formaður Forn- bflaklúbbsins, sagði í DV: „lán þjóðminjavarðar á umræddum forn- bflum séu klúbbfélögum undrunar- efni.“ og enn segir hann: „Ég fæ ekki betur séð en Hinrik sé þarna að sölsa undir sig fombfl" og „Við í Fornbflaklúbbnum skiljum þetta ekki.“ Fornbílar Óhróðurinn um Pór Magnússon og Hinrik Thorarensen tók þó meira pláss, segir Kristinn Snæland, en upprunaleg leiðrétt- ing mín í DV sem skorin var svo niður að lítið varð úr. Önnur umsögn Arnar var sú að Hinrik væri ekki þekktur fyrir að koma hlutum í verk. Þau ummæli hefur hann þó dregið til baka að hluta í DV 6. mars sl. með eftirfar- andi: „Hið rétta er að Hinrik hefur gert upp nokkra fornbíla og gert það vel.“ Svo lítill er Örn að draga aðeins hluta ummæla sinna til baka og gleyma þar með að geta þess hvem hlut Hinrik og vinaflokkur hans átti við byggingu hinna þriggja glæsi- legu bifreiðageymslna sem klúbbur- inn á fyrir löngu skuldlausar. Á eng- an er hallað þó sagt sé að þar eigi Hinrik einna stærstan þátt. Öm gleymir því líka að við allar sýningar klúbbsins í Laugardalshöllinni hefur Hinrik verið í fararbroddi. Enn má nefna að Hinrik hefur verið í stjórn klúbbsins í tvo áratugi, lengst af sem gjaldkeri og skilað því verki með miklum ágætum, svo vel að leitun mun að áhugafélagi sem á jafn digra sjóði sem Fornbflaklúbburinn. Loks má geta þess að auk þess sem hér er þegar nefnt, hefur Hinrik reist sér og með félögum sínum geysistóra skemmu fyrir fornbfla þar sem hver þeirra á pláss fyrir fjölda bíla. Ekki má gleyma að Hinrik er einn þeirra áhugamanna sem einna mest og best hefur beitt sér fyrir Því að „forseta Pachardin" sé gerður upp. Norska leiðin Lengi hefur verið rætt um svok- allaða norsku leiðina varðandi upp- gerð bfla í eigu Þjóðminjasafnsins. Ahugamönnum um fombfla hefur lengi þótt miður hversu lítið fé hefur fengist til safnsins til að gera upp bfla í eigu þess. Innan Fombfla- klúbbsins var norska leiðin því rædd og þótti mörgum sem reyna mætti þá leið enda væri nær víst að ára- tugir liðu án þess að bflar safnsins kæmust í sýningarhæft stand. I norsku leiðinni felst að viðkomandi safn semur við hæfan og áhugasam- an einstakling um að gera upp tiltek- inn bfl. I samninginn er sett hvernig skuli deila kostnaði vegna efnis og varahlutakaupa en vinnan er sjál%> boðaliðastarf. í staðinn hefur síðan viðgerðarmaðurinn bflinn til einka- nota og ánægju svo lengi sem heilsa leyfir. Þann tíma sem bfllinn er í sýningarhæfu standi getur eiga- ndinn, safnið, fengið hann til sýninga eða annarra nota í þágu sína. Til að hraða uppgerð þeirra mörgu bíla sem Þjóðminjasafnið okkar á vom og em afar margir fombflamenn mjög ánægðir með að Þór Magnús- son þjóðminjavörður skuli þegar hafa hreyft málum fombfla safnsins í þessa átt í samvinnu við svo vand- aða ágætismenn sem Hinrik Thorar- ensen og Brynjólf Þór Brynjólfsson. Athugasemd höfundar Greinarhöfundur biður Morgun- blaðið fyrir birtingu þessarar greina vegna þess að ekki er sagt nægilegt pláss fyrir svona langa grein á síðum DV. Óhróðurinn um Þór Magnússon og Hinrik Thorarensen tók þó meira pláss en upprunaleg leiðrétting mín í DV sem skorin var svo niður að lítið varð úr. Ég verð því að líta svo á að níð og óhróður hafi nægt pláss á síð- um DV en það sem sannara reynist eigi lítt upp á pallborðið í þessu máli. ■&. Höfundur er fyrrverandi formaður Fombílaklúbbsins. Kristinn Snæland vændi leitað til Stígamóta, samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi. I greininni er að finna fimm skfl- greiningar á vændi sem fullyrt er að stundað sé hér á landi. I fjrsta lagi kemur fram að hér á landi em starf- rækt vændishús „þar sem einn aðili á eða stjómar staríseminni, tekur á móti pöntunum og útvegar viðskipta- vinum hold. Vændið fer ýmist fram innan veggja vændishússins, á hótel- um, vinnustöðum viðskiptavinarins eða heimili hans.“ í öðra lagi kemur fram að eigendur eða rekstraraðilar ákveðinna veitingahúsa hafi tekið að sér að vera milliliðir viðskiptavinarins og þess sem „seldi sig“. I þriðja lagi er nefnd svonefnd fylgiþjónusta. í fjórða lagi er taláð um vændi þar sem karlmenn „gera skipulega út á kon- ur“. í fimmta lagi kemur fram í áður- nefndri grein Áshildar Bragadóttur að hér á landi þrífist það sem hún nefnir „tilviljanakennt götuvændi“. Islensk stjómvöld hafa undirritað mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og þar með undir- gengist m.a. að banna að hneppa menn í þrældóm eða nauðungarvinnu og banna þrælahald og þrælaverslun, hverju nafni sem hún nefnist. Þá era í samningi Sameinuðu þjóðanna um af- nám allrar mismununar gagnvart konum ákvæði þess efnis að aðildar- ríkin skuli gera allar viðeigandi ráð- stafanir, þar á meðal staðfesta laga- setningu til þess að hamla gegn hvers konar verslun með konur og gróða- starfsemi sem tengist vændi kvenna. Að lokum í umræðum um þessi mál á Alþingi nú á haustþingi var samdóma álit þingmanna sem tóku til máls að stemma þyrfti stigu við ldám- og vændisiðnaði sem virðist hafa haslað sér völl á Islandi. Klámiðnaður, sala kynlífsþjónustu og vændi á ekki undir neinum kringumstæðum að leyfast á Islandi. Með þeim breytingum sem Vinstrihreyfingin - gi-ænt framboð leggur til að gerðar verði á almennum hegningarlögum verður sú afstaða fullkomlega ljós í íslenskum lögum. Höfundur er alþingismaður. LAUGARDAGINN 4. mars sl. birtist grein í Morgunblaðinu skrif- uð af formanni Tann- læknafélags íslands undir nafninu: Innleið- ing „Búlgaríutanna" á Islandi. Bara fyrir- sögnin lýsir þeim hroka og stórmennsku sem mér finnst ein- kenna grein þessa en hún er skrifuð til að mótmæla tillögu eða frumvarpi um að tannsmiðir með til- hlýðilega menntun fái að smíða tennur í fólk án milligöngu tann- lækna, en nokkrir tannsmiðir höfðu fyrir nokkram áram smíðað mikið ódýi'ari tennur án afskipta tann- lækna, en með dómi fengu tann- læknar þessu breytt þannig að tannsmiðfr mega ekki vinna í munn- holi fólks. Greinarhöfundur segir að læknisfræðilega menntun þurfi til að vinna í munnholi sjúklings, en er sá maður sjúklingur sem vill endurnýja gervitennur sínar? Ég tel mig ekki hafa verið sjúkling þó svo ég hafi fengið nýjar gervitennur. Þá segir greinarhöfundur að gervitennur séu yfirleitt hlutskipti aldraðra með margslungin heilsufarsleg vandamál og þurfi tannlækni til að vinna í munnholi þessara sjúklinga og er það auðvitað rétt ef sjúkdómur er í munnholi. Þá segir greinarhöfundur: „I könnun sem gerð var á öldranar- stofnun í Reykjavík kom í ljós að 42% vistmanna höfðu slímhúðar- bólgur undir gervitönnum, oftast vegna sveppasýkingar. Hönnun og ábyrgð hvílir á herðum tannlæknis en ekki tannsmiðsins sem annast tæknilega grunnvinnu við smíðina. Ljóst er að ef minna menntuðum einstaklingum verður falin ábyrgðin mun það bitna á gæðunum." Sér er nú hver ábyrgðin og gæðin, 42% með sýk- ingar undir gervitönn- um, getur það orðið öllu verra? Ég efast um það. Þessar sýkingar iúndust við könnun á stofnun en ekki hjá tannlæknum. Þá segir í greininni að um 5 til 10 krabbameinstilfelli í munnholi greinist ár- lega hér á landi, en ekki er getið hver greinir eða hvar þessi tilfelli greinast. Er það á tannlæknastofum? Greinarhöfundur telur upp nokkur atriði þar sem tannsmiði skorti menntun og meðal annars skort þá þekkingu hvernig á að dauðhreinsa útbúnað og tæki sem notuð eru í munnholi. Eg gat nú ekki séð að tæki eða tól væra dauðhreinsuð hjá tannlæknin- um þegar ég fékk nýjar gervitennur núna nýlega þegar hann notaði ekki einu sinni hanska þegar hann var að máta tennumar. Aftarlega í greininni segir grein- arhöfundar að ætlun stjórnvalda með samkeppni tannlækna og tannsmiða sé að spara útgjöld til heibrigðismála og að heildarútgjöld TR, þ.e. Tryggingastofnunar sé um 50 milljónir króna á ári vegna tann- smíða og spara eigi 10-16% eða um 5-8 milljónir. Þetta er vonandi rétt og ef tannsmiðum tekst að lækka tannverð það mikið að Ti-ygginga- stofnun geti sparað 5-8 milljónir á ári vil ég benda á að sparnaður tannkaupenda verður margfalt meiri því það er ekki nema hluti tannkaupenda sem fá endurgreiðsl- ur frá Tryggingastofnun. í lok greinarinnar talar höfundur um að heilbrigðisyfirvöld hafi skorið niður fé til forvarna og ætla að inn- leiða lélegar „Búlgaríutennur" að nýliðnu ári aldraðra, og segir síðan, „það er glæsilegt eða hitt þó held- ur“. Hvað á hann við með lélegar Búlgaríutennur? Hvaða fordómar era þetta gagnvart tannsmiðum og tannlæknum í Búlgaríu? Er hann að halda fram að íslenskir tannsmiðir fari að smíða lélegri tennur eða eitt- hvert rasl þótt þeir losni undan ok- urveldi tannlækna? Er ekki svarið einfaldlega að tannlæknar sjá fram á minni gróða ef tannsmiðir fá að vinna sitt starf í friði. Ég er einn úr hópi eldri borgara Gervitennur Það vírðist því augljóst, segir Karl Gústaf Asgrímsson, að verð á gervitönnum mun lækka mikið ef tann- smiðir fá að smíða án afskipta tannlækna. og ég er viss um það ef þessi breyt- ing næst fram verður það til hags- bóta fyrir marga eldri borgara og því til sönnunar skal ég segja frá við- skiptum mínum við tannlækni nú fyrir nokkra. Eftir áramótin ákvað ég að fá mér nýjar gervitennur því þær gömlu vora orðnar yfir 20 ára gamlar og margviðgerðar bæði af mér, tannlæknum og tannsmiðum, en það var mun ódýrara að fá við- gerð hjá tannsmið. Ég hringdi í nokkrar tannsmiðastofur og spurði um verð og afgreiðslutíma, allar gáfu þær upp svipað verð um það bil 90 þúsund krónur og afgreiðslufr- estur 2-3 vikur og var gjald til tann- læknis innifalið. Síðan hringdi ég í tannlækni, sem konan mín hafði skipt við, og spurði eins og hjá tannsmiðum um verð og afgreiðslutíma. Svarið þar var að verðið væri um það bil 90 þúsund krónur og innifalið gjald til tannsm- iðs og afgreiðslutími 3-4 vikur. Ég pantaði tennurnar hjá tannlæknin- um, þar sem hann bauð svipað og tannsmiðir og fór til hans fimm sinn- um þar til ég fékk tennumar, fimm vikum eftir að ég pantaði þær. En þegar ég fékk tennurnar vora þær töluvert dýrari en mér hafði verið sagt eða ekki um það bil 90 þúsund krónur heldur 102.645,00 kr. eitt hundrað og tvö þúsund sex hundru%f fjöratíu og fimm krónur. Þegar ég kvartaði yfir þessu fékk ég svarið: „Ég hlýt að hafa reiknað vitlaust þegar ég gaf upp verðið." Þannig var ábyrgðin og heiðarleikinn á þeim bæ, maður var plataður til að hafa viðskipti á alröngum forsendum. Það skal tekið fram að ekki tókst að fá leiðréttingu þótt ég færi fram á að staðið væri við gefið loforð, en var þá sagt að tannsmiðir hefðu hækkað taxta sinn. Þegar ég skoðaði reikninginn bet- ur sá ég að tannsmiðurinn hafði tek- ið 46.490,00 kr. fyrir vinnu og efni en tannlæknirinn 56.190,00 kr. og hafði ég þá verið hjá tannlækninum í rétt ráma tvo tíma í allt og þurfti ég þw að borga rúmlega 25.000,00 kr fyrir klukkutímann. Það virðist því aug- ljóst að verð á gervitönnum mun lækka mikið ef tannsmiðir fá að smíða án afskipta tannlækna því ég er viss um að tannsmiðir munu ekki taka 25.000,00 kr. á tímann fyrir að taka mót og máta. Ég fékk hluta af verði tannanna endurgreiddan hjá Tryggingastofnun, en þeir greiða miðað við sína gjaldskrá, sem er eitt- hvað innan við 90 þúsund kr. og fékk ég því ekkert endurgreitt af 12 þús- und króna hækkuninni sem ég þurfti að sæta við afhendingu tannanna. Cí Það er von að tannlæknar vilji halda tannsmiðum áfram undir ok- urvaldi sínu. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni okkar eldri borgara sem þurfum helst á gervitönnum að halda. Höfundurer ellilífeyrisþegi. ' Búlgaríutennur Karl Gústaf Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.