Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 39 --------------------------c. um var svo laginn. Ýmsum fannst „Þorpið" ekki skírskota nóg til bar- áttuanda flokkapólitíkur. En gagn- vart slíku hefði Jón vel getað tekið undir þau orð sem höfð voru eftir Picasso: að kyrralífsmynd af epli gæti verið fullteins gott innlegg í baráttu fyrir Mði einsog mynd af hemaðar- brölti. Jóni úr Vör tókst að feta það vand- rataða einstigi óhefðbundinnai- ljóða- gerðar þar sem engin ljóðlína yrkir sig sjálf með tilhjálp stuðla eða ríms, heldur krefst þess að skáldið leggi allt að veði. Ekki verða manninum Jóni úr Vör gerð sæmandi skil, nema getið sé þess, hversu hollur hann var og hjálp- samur við unga skáldbræður sína, sem einmitt voru að stofna óformleg samtök í byrjun stríðsins. Hann var okkar elztur og þekktastur, og af- staða hans til okkar var nánast föður- leg, enda veitti vai-la af. Sjálfur var hann til miMllar fyrirmyndar hvað snerti reglusemi, dugnað og aðra hag- kvæma hluti hins daglega lífs. Þetta gat stundum gengið svo langt, að jaðraði við það skoplega: Hann ráð- lagði t.d. ungum skáldum að birta ekki of mikið og asa því ekki að senda út ljóðabækur, en ef menn þættust endilega þurfa að koma frá sér bók, þá fyrir alla muni að troða ekkd í hana öllum þeim ljóðum sem þeir ættu - því það gæti verið skynsamlegt að eiga fymingar... Jón talaði ekki mikið um eigin ljóðagerð, en ég þykist vita, að hann hafi ort margt sem honum fannst ruslakarfan ein eiga að geyma; þó mun ýmislegt vera til eftir hann óbirt. Veit ég t.d. að hann hélt dagbækur um langt árabil, þar sem hann eyddi örugglega ekki tíma og pappír í það að tíunda veðrið, heldur trúði papp- ímum fyrir skoðunum sínum á hinum fjölbreytilegustu hliðum mannfélags- ins. Og það er hreint ekki svo lítið sem eftir hann liggur í sendibréfum, margt af því með áhugaverðum hug- leiðingum um samtímabókmenntim- ar og það sem var að gerast í listum hérlendis og ytra. Frá engum á ég eins þykkan bréfabunka og einmitt frá honum, aðallega frá þeim tíma er „Þorpið" var í smíðum, en þá var ég farinn utan, og fyrir kom að hann sendi mér ný Ijóð úr þeim bálki á hverjum degi; ótrúlegt en satt. Eg man að ég sýndi Magnúsi Asgeirssyni flest þessi ljóð, og honum þótti mikið til koma. Jón var mikill gæfumaður í einka- lífi sínu, eignaðist ástríka og góða konu og mannvænlega aíkomendm-. Það eina sem skyggði á gleði hans var heilsuleysi það sem hrjáði hann frá miðjum aldri, en hann var ofnæmis- sjúklingur (psoriasis) um áratuga skeið, og má furðulegt heita hverju hann kom í verk og hvílíka þolraun hann sýndi í þeirri hremmingu allri. Áratugum saman tók Jón úr Vör mjög virkan þáttí félagssamtökum rithöfunda, sat einatt í stjóm, og frá 1986 var hann heiðursfélagi Rithöf- undasambands íslands. Ljóð hans hlutu og góðar viðtökur erlendis, einkum í Noregi og Svíþjóð. Þeim fækkar nú óðum sem í upp- hafi stríðs söfnuðust í skáldahópinn okkar; ætli við séum nema fjögur eftir af um tuttugu manna liði. Þetta er gangur lífsins; við breytumst, og að lokum virðumst við hverfa með öllu. Ég kveð Jón úr Vör með miklu þakklæti. Bryndísi og bömunum þeirra sendi ég innilega samúðar kveðju. Elías Mar. Ég hef víst sagt frá því áður er ég hitti Jón úr Vör fyrst í bókabúðinni við Traðarkot, þar sem nú er bfla- geymsla. Hann seldi þar og keypti gamlar bækur og þangað kom ég að forvitnast. Skyndilega er við vomm einir í búðinni kaupmaðurinn og ég þá vindur hann sér að mér með nokMum þjósti og segir: Þú yrkir rímað! Full- yrðingin kom nokkuð óvænt og einnig þjósturinn, því ég var öðm vanari. A þessum tíma gátu menn búist við barsmíðum ef þeir voguðu sér að birta órímuð ljóð og án stuðla. Þetta var kallað formbylting og ég hafði lesið þessi ljóð eftir Jón úr Vör, Stein Steinar og fleiri norður á Laugum í Þingeyjarsýslu. Ég hafði og stansað um stund á Patreksfirði og hitt þar Jón Indriðason skósmið föður Jóns úr Vör og hann sýndi mér staðinn þar sem stóð sjóbúðin er sonurinn kallaði Vör. í bókabúðinni hitti ég Þórð Guðbjartsson fóstra Jóns, en honum var Þorpið tileinkað. Allar götur síðan hefur Jón úr Vör verið mér nálægur sem maður og skáld, þótt fundir okkar væm stund- um stopulir einkum hin síðari ár. Hann hafði verið í Svíþjóð og benti mér á sænskan skáldskap sem hann mat miMls og sænsk þjóðmál, ekM síst velferðarkerfið sem gerði Svía að stórveldi. LíMega hefui- enginn vandalaus maðm' haft meiri áhrif á lif mitt og afstöðu en Jón úr Vör. Ég hef víst aldrei þakkað honum sem vert væri, hvað þá launað. Umræða um bókmenntir hefur ekM verið sérlega vakandi eða áhuga- verð nú um langt skeið og stendur þar ekM síst uppá háskólana. Þegar sleppir „greiningafræði" er fátt að sjá annað en gamlar tuggm- sem hver ét- ur upp eftir öðmm. Eitt af því er þjóð- sagan um formbyltinguna. LíMega er það rétt hjá Jóhanni Hjálmarssyni að helsta nýjungin í ljóðagerð okkar á 20. öld ogþað sem mestum deilum olli em áhrif surrealismans. Þau áhrif birtust með ýmsum hætti og allteins hefðbundnum að formi sbr. t.d. ljóð HalMórs Laxness, Steins Steinars og Hannesar Sigfússonar. Ef litið er yfir ljóðagerð okkar aldar og jafnvel allt aftur til Jónasar Hallgrímssonar, helsta upphafsmanns módemismans hér á landi, sést nokkuð samfelldur straumur, eða kannsM frekar fjöl- breyttur skógur þarsem trén em með ýmsu móti og mishá. En vitaskuld finna greiningafræðingar ýmis kafla- sMl í þróuninni. í þessum skógi ber hátt Þorpið, meginverk Jóns úr Vör. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Þorpið í sinni endanlegu gerð sé einn af hátindum íslenskrar ljóðagerðar á 20. öld og að enn vanti miMð á að gildi þess hafi verið að fullu metið. Þorpið er ekM byltingarverk eða sósíalrealismi og enn síður rómantík fátæktarinnar, einsog einhver orðaði það. Það er sterkt persónulegt verk sem lýtur eigin lögmálum og stfl. Það ijallar um lífið í Þorpinu að sínu leyti einsog Sjálfstætt fólk eftir Laxness fjallar á sinn hátt um sveitalífið fyrir tíma tækninnar. Jón úr Vör barst lítið á, lifði hógvæm íjölskyldulífi. Þurfti alla tíð að vinna fyrir sér sjálfur og hafði aldrei tryggan útgefanda. Einar Bragi segir svo m.a. í formála fyrir ljóðaúrvali Jóns, Hundrað kvæði, útg. 1967: „Hann minnir á staðfastan bónda sem vinnur jörð sinni ár og eindaga, á sér gleðistundir í smiðju við afl sinn og steðja, haggast ekM við uppgripafregnir úr nálægri veiðistöð, en hugsar með ró.“ Þökk fyrir holla samfylgd og sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hinn einfaldi góði hversdagsmaður er far- inn en skáMið lifir. Jón frá Pálmholti. Jón úr Vör er látinn. Fyrst kynntist ég honum í sam- starfi á Bókasafni Kópavogs fyrir 35 ámm. Það var einkenni Jóns að hann átti auðvelt með að tjá sig, orðin vom á valdi hans. Ég man þegar við af- hjúpuðum styttuna af hinum lesandi dreng. Ég var formaður stjómarinn- ar og varð mér fátt að orði. Það var auðvitað Jón sem sté inn og fyllti í myndina. Þannig var það einnig um fleii-i atriði. Bókasafnið var undir hans framkvæmdastjóm og hann sá um rekstur og öflun bóka. Engan annan bæjarrekstur þekM ég sem frá yfirstjóminni lá undir ámæli fyrir að eyða ef til vill ekM öllu því fjármagni sem til þess var veitt á fjárhagsáætl- un. Bókakosturinn óx - bæði að nýj- um bókum og heUum bókasöfnum. Þegar upp var staðið má vera að tek- ist hafi að fara einhverja ögn fram úr áætlun. Eins og allir vita er þeirri stofnun sem ekM tekst að fara fram úr veittum fjái-framlögum nefmlega refsað með lækkun fjárframlags næsta árs. Atvikin höguðu því svo að þótt sam- starf okkar í stjórn bókasafnsins stæði í fá ár urðu samsMpti okkar meiri og fjölskyldur okkar tengdust. Við hittumst alltaf nokkrum sinnum á ári og tókum þá sífellt upp þráðinn eins og hist hefðum í gær. Við hjónin nutum velvildar Jóns og hann gaf okkur af Ijóðabókum sínum. Á jólum 1973 sendi hann okkur ljóðabókina „Þorpið“ með áritaðri þessári vísu: Þaðsemáðurþóttibull og þeytt var beint í sorpið, tíminnnýitelurgull -tötriðgamlaÞorpið. Það hefur verið eitt af verðmætum lífsins að kynnast Jóni úr Vör og fjöl- skyldu hans. í huganum er þakMæti fyrir samfylgdina hvern þann spöl sem leiðir okkar hafa legið saman. Við Ragna Freyja og fjölskyldur okkar sendum kveðjur og innilega samúð Bryndísi og sonum þeirra Jóns, þeim Karli, Indriða og Þórólfi og þeirra fjölskyldum. Gísli Ólafur Pétursson. Það er bjart yfir minningu Jóns úr Vör í mínum huga. Skáldið aldna vék sér að mér á tröppum Norræna húss- ins sumarið 1986. Og þú býrð í Sví- þjóð og þekkir Jón Oskar, sagði Jón glettnislega, þú ættir að líta til mín í Kópavoginn! Sjálfsagt hafa þeir nabbnar verið búnir að spjalla um mig í síma. Skagamaðuiúnn Jón Óskar og Sví- þjóð þekktar stærðir og kærar skáM- inu frá Patreksfirði. Jón í frakkanum gula sem entist honum svo vel. Fór Jón reglulega í Norræna húsið og leit í Dagens Nyheter, sænsk tímarit og bækur á meðan heilsa hélst sem var furðu lengi miðað við þrálát veikindi. Jón ekM síðri Guðmundi heitnum Frí- mann í að útmála óheilsu sína í síma. Skóf ekM af því þannig að manni fannst ólíklegt að hann gæti teMð á móti gesti. En alltaf botnaði hann þó þær, í sjálfu sér frábæru, lýsingar á orðunum: Ætlarðu ekM að Hta inn? Hvenær má ég eiga von á þér? Vertu velkominn! Man ég ágæta heimsókn til Bryndísar og Jóns eina sólskinsdag sumarsins níutíuogþrjú á suðvestur- landi. Kerstin með magann út í Mftið, langt gengin með Jónatan Mána, en Ólína Jóna blístrandi meðal hárra stráa í fögrum Fossvogsdal. Og reyndar of heitt í glerskála Jóns á svölum þeirra hjóna svo við héldum okkur í skuggsælli stofunni innan um bækur skáldsins og myndir og sprok- uðum lágt um lýð og lönd og Ijóð. Jón stórfróður og sagðist skemmtilega fi-á þegar hann var í stuði. Tam kvenna- farssögur af Steini Steinarr af stakri hátt- og kankvísi. Kunni Jón býsn af snjöllum vísum og orti ófáar sjálfur. Fæ ég ekM setið á strák mínum að vitna í vísumar tvær sem mér áskotnuðust í minnis- kompuna á Par avion-túmum níu- tíuogsjö og vona enginn firrtist við því um hreina skemmtan er að ræða og vísumar til marks um Mmnigáfu Jóns og tvíræðna hnyttni. Enda Jón á góðri stundu það sem svíinn kallai’ „spjuver" og gat verið mjög „spont- an“. Það var á velmektarárum Rithöf- undasambandsins, en þeir sátu þá saman í stjóm þess Jón úr Vör og Indriði G. Þorsteinsson, að Jón mælti með því að Alexander Solzjenitsyn yrði boðið tíl íslands til upplyftingar eftir ánauðina í Sovjet. Hnussaði Indriði: Þegi þú Jón og haltu áfram með útmánaðartrosið. Hraut þá Jóni af munni vísan þessi: Kjötiðhrossamunamá mikill, framagosi". Sávarekkialinná „útmánaðartrosi". Á skeiði Jóns sem fombókasala bar tvo hestamenn að garði. Ræddu þeir áhugamál sitt og spurðu Jón hvurt hann hefði nokkurn tíma bmgðið sér á bak. Orti Jón þá að augabragði þessa vísu: Aldrei hef ég eignast fák, enginn vildi jjá mér hest. Mátti sitja á mínum strák meðan ég gat riðið best Einhvui’ju sinni þegar ég heimsótti Jón, eftir að hafa villst um steypu- drakMnn miðbæ Kópavogs rétt eina ferðina, sat Jón að léttum snæðingi og margir pillustaukar á borði skáldsins. Heldurðu það sé heilsa þetta helvíti, sagði Jón, að þurfa að mjatla þessu í sig með súrmjólk og sveskjugi’aut! Og svo taldi hann upp töflurnar og belg- ina og greindi í sundur að lit og stærð og lögun og áhrifamætti og var ekM eins og kraumaði í honum hláturinn og Mmnin? Amk var strákslegur glampinn og miMð spil í augum, upp- litið líkast gáska íslensks fjárhunds af hreinræktuðu kyni, augnhvítur eilítið gular undir loðnum brúnum. Sátum við lengi dags og borðuðum sveslqu- graut með rjómablandi, vöfflur, Mein- ur og kex. Álltaf hlýlegt að heimsækj a þau hjón í Kópavoginn. Þegar sú víðförla verðlaunabók Tehús ágústmánans leit loks dagsins Ijós eftir árslangar fæðingarhríðir hjá þrotabúi Almenna bókafélagsins (og má eiginlega segja að um keisara- skurð hafi verið að ræða, mátti tam ekM hafa hátt um verMð í fjölmiðlum vegna fjölmai’gi'a kröfuhafa í þetta virM vestrænnar menningar að mati útgáfunnar) þótti mér ekM síst vænt um að fá „dóm“ Jóns gegnum nabbna hans Óskar í síma. Jón úr Vör er ánægður með bóMna þína, sagði Jón, en illa við enska titla á íslenskum ljóð- um, ftnnst of miMð um þá. Á ég nokM’ar myndir af Jóni og er ein þein-a í uppáhaldi öðrum fremur. Hún er tekin í „ruslaherberginu", eins og Jón kallaði kammesið eitt sinn, rökkvað inni, það birtustig sem svíar kalla „halvmörker", og stendur skáldið roskna innan um pappíra af ýmsu tagi upp allar hillur, í pokum og kössum á gólfinu, en í herbergi þessu geymdi hann bókalager sinn, því Jón gaf lengstum út verk sín sjálfur, bréf, blöð, tímarit og úrklippur. Ægir öllu saman en samt fann Jón þær línur mínar sem hann leitaði að. Þóttist þó ekM vita neitt hvar neitt væri að finna og nokkuð til í því. Æðraleysið skín úr prófíl hins aldna skálds í skammdegi skriftamála. Og ekM gleymi ég þegar Jón tók fram Þorpið í sænsku þýðingunni og sýndi mér. Væntumþykjan og stoltið leyndi sér ekM þegar hann strauk gulnaðar síðumar og eins og mældi þær milli þumals og vísifingurs. Heiti Þorpsins á sænsku ákaflega fallegt: Islandsk kust. Svíar kunnu að meta Jón að verðleikum og auðvitað var- annar frami en í dag að fá útgefna heila Ijóðabók í Svíþjóð fyrir hálfri öld. Ljóðin reyndar ort í Stokkhólmi misserin eftir stríð á Reimersholme á Söder sænsku höfuðborgarinnar. Verður mér hugsað til þess ef ég á leið um þann fagra hólma. Hafði Svíþjóð- ardvölin afgerandi áhrif á lífssýn og skáldskap Jóns. Harry Martinson honum ætíð kær og áhrifavaldur í ljóði sem lausu máli. I september 1990 hitti ég Olof Lagercrantz yfir grænmetisdisknum á Metró á Brommaplani og tókum við tal saman enda haustsólin skær og frábær veð- urhæðin. Slaufan á sínum stað undir nettri höku listaskrifarans frá Drottningai-hólma. Spurði Olof um heilsu Halldórs Laxness og miMð út í Jón úr Vör og bað fyrir hlýja kveðju. Bréf Jóns (sem ég varðveiti vel) og dagbókarbrot þau sem ég hefi undir höndum era frábær dæmi um hnit- miðaðan texta þar sem hvurM er of né van. Væri ungu fólki með sannan áhuga á íslensku máli og skýrri fram- setningu bitastæður lærdómur að lesa úrval þessa prósa skáldsins. Ég læt mér nægja að vitna í síðasta jóla- kort Jóns: „Des ’99. EkM er ástandið hjá okkur neitt verra en það var í fyrra um þetta leyti og óskir ykkur til handa era enn í sama gildi og fyrr. Bara gaman og gott að lifa. Svo skal það líka vera hjá þér og þínum. Bryn- dís og Jón úr Vör.“ Öðra sinni fór Jón afbrigðilegheit jólabókaflóðsins þeim orðum á korti að ekM þurfti frekar um sárt að binda. Með barómetið á hreinu, menn og málefni. Hefði allt eins getað sagt um fjármálaspekúl- anta og framagosa bókamarkaðarins og haft er eftir dægurlagakónginum um kollegann: Nýr jakM, sama rödd- in! Vissi að þegar öOu er á botnhuy hvolft leitar endirinn upphafs síns eins og sá sem líkti fúnksjón talsím- ans við hund sem geltir í Glasgow sé Mipið í skottið á honum í New York! Margur óþverrinn og skáldskapurinn oft í beinan karllegg við spírítúal hefð- bundnustu auðkýfinga SvíaríMs, Wallenbergarana, en skáld þeirra ættar orti: Tánk vilket hárligt mönster: Trehororiettfónster! Uppskera opinberrar efnahags- stefnu og skarður hlutur litla manns- ins yfirleitt í stíl við hagfræði hin^ fjárvana bóhema í Haga í drakknu morgunsári sumarsins sjötíuogátta í Gautaborg: En femma hit oeh en femma diVÁndá blev det bara nio av det! En Jón var stakur reglumaður og fór vel með, trúr yfir litlu, vinnusamur og farnaðist vel. Sárgrætilega naum- ur var þó löngum tíminn til að yrlqa. Aðrir verða til að skrifa ítarlega um skáldskap Jóns og þeir skáldbræður hans Einar Bragi og Jóhann Hjálm- arsson hafa gert það ágætlega. í grein sem ég skrifaði í íslands- póst/Islándskt Foram (jólaheftið 1996), og ber heitið Hef ég þá enn átt dag. Snemmbúin afmæliskveðja til Jóns úr Vör, kemst ég ma svo að orði: „Hvurskonar Ijóð er þessi Sumamótt sem ég varð svo bergnuminn af vorið 1968? Til að skynja það til einhvurrar hlítar er kannsM ekM úr vegi að hafa verið fimmtán ára. Og auðvitað töfr- aði Jón skáldefnið unga upp úr skón- um strax í fyrstu línu: Meðan þögnin leikur á hörpu kvöldroðans og Qöllin speglast í bládýpi rökkurs, sem aldrei verður að nótt, siglir ástin yfir bárulausan sjó, bíður ung kona við þaragróna vík og hlustar eftir blaki af árum. Og síðar í ljóðinu er línan ógleyret-. anlega: Arablöðin kyssa lygnan ijörð eins og hvítir vængn-. Var að furða þó Ijóðelskum ungl- ingi frá Akureyri, dáleiddum af draumfógram Vopnafirði sveitar- sumra, féllust hendur við námsbóka- staglið? Jón úr Vör er þekktastur fyr- ir Þorpið sem bar fyrir augu lesenda 1946. Ætti sú bók ein að nægja til þess að halda nafni hans hátt á lofti um ókomna tíð. Svo einstætt verk sem Þorpið er í íslenskum bókmenntum. Fer þó fjairi að Jón úr Vör sé einnar bókar maður. SMptir ekM höfuðmáli hvar í bókum hans ljóðin er að finnajpt Vissulega um þróun að ræða, en hægfara, hvorM hlaup eða stökk, frekar í ætt við grasið sem grær yfir spor okkar. Uppruni skáldsins því ei- lífur brannm’ þó tónninn breytist og verði æ heimspeMlegri með áranum. Sú viska þó alltaf bijóstviti blönduð og sammannlegri reynslu skálds sem lifað hefur erfiða tíma, strit og basl, á sjálfu sér. Burtséð frá lýðháskólanámi Jóns

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.