Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
“9-------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðbjörg Arn-
órsdóttir fæddist
á ísafirði 6. desem-
ber 1937. Hún lést á
heimili sínu í Skóla-
gerði 64, Kópavogi
7. mars siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristjana
Gísladóttir, f. 4.7.
»1900, d. 13.10. 1970,
og Arnór Magnús-
son, f. 17.10. 1897, d.
12.2. 1986, skipstjóri
á fsafirði. Systkini
Stellu eru: Þorlákur,
f. 1923; Jóhanna, f.
1925; Bjarni, f. 1926, d. 1927;
Hilmar, f. 1928; Magnús, f. 1929;
Jónatan, f. 1934; Július, f. 1936.
Stella giftist árið 1969 Þórarni
G. Jakobssyni, f. 10.8. 1938, frá
Siglufirði. Foreldrar hans eru
Þóra Amaha Guðmundsdóttir, f.
22.9. 1907, og Benedikt Jakob
Jóhannesson, f. 17.10. 1902, d.
5.9. 1982. Börn Stellu og Þórar-
ins eru: 1) Hilmar Ægir, f. 1958,
- Ikvæntur Elínu Birnu Guðmun-
dsdóttur, f. 1952. Börn þeirra
Mig langar að minnast elskulegrar
tengdamóður minnar í nokkrum orð-
um. Það eru liðin tuttugu ár frá því
að ég kynntist þér fyrst, þá sem
„Stellu á Stelluróló“. Þú og hinar
rólókonurnar tókuð okkur vel þegar
við komum að „aðstoða" við að passa
krakkana á róló. Síðan var það fyrir
rúmum tólf árum að við Már, yngsti
sonur þinn, fórum að vera saman og
Sfeér var strax vel tekið af allri fjöl-
skyldunni. Heima í Skólagerðinu var
oft fjölmennt og þú á þönum við að
láta öllum líða vel og til dæmis eldað-
ir þú stundum þrjá mismunandi rétti
í kvöldmatinn til að gera öllum til
hæfis. Fljótlega fékk ég síðan að fá
að fljóta með í „sveitina“ en það var
sumarbústaðurinn sem var annað
heimili ykkar Þórarins. Þar höfðuð
þið búið ykkur einstaklega fallegt
heimili og skjól sem þið fóruð til
næstum hverja einustu helgi. Alla
páska höfum við öll fjölskyldan síðan
hist uppi í bústað og átt góðar stund-
ir saman. Þannig leið þér best, um-
vafin fjölskyldunni. Þegar Rakel
dóttir okkar fæddist reyndist þú
kkur ótrúlega vel. Ég var í námi og
ú varst alltaf boðin og búin til að að-
stoða. Oftsinnis minnist ég þess að
þú hafir tekið þér frí úr vinnu til að
passa fyrir okkur. Einnig fór Rakel
oft með ykkur Þórarni upp í sumar-
bústað, þar undi hún sér vel og vafði
ykkur um fingur sér. Snemma fór
Rakel að vera á róló hjá þér rétt eins
og hin bamabömin. Hlýju þína og
þolinmæði sá maður vel þegar maður
kom upp á róló og þar vora öll börnin
kvödd daglega með kossi.
Létt fas og hár og hvellur hlátur
koma einnig í hugann þegar ég
minnist þín. Fíflagangurinn og
stríðnin í sonum þínum vakti alltaf
mikla kátínu hjá þér og þú varst svo
.^pndanlega stolt af þeim öllum.
Tvisvar fómm við fjölskyldan saman
til Kanaríeyja og áttum þar ógleym-
anlegar stundir saman. Það er lýs-
andi fyrir ykkur Þórarin að hver ein-
asti dagur hófst á morgunverði hjá
ykkur.
Dýrmæt er minningin um það
þegar þú hélst Amóri Má, syni okk-
ar, undir skím núna íyrir þremur
mánuðum. Þú varst ánægð með
nafnið sem við völdum honum og ég
veit að það var þér mikilvægt að þú
passaðir hann nokkram sinnum. Þið
Þórarinn vorað samheldin og sam-
f^ka og hann reyndist þér í veikind-
unum sem alger stoð og stytta.
Elsku Stella mín, þetta er bara brot
af þeim góðu minningum sem ég á
um þig. Hvíl í friði og takk fyrir allt.
Ester Gunnsteinsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín og
Sftella amma er látin. Okkur langar
Halla Rósenkranz,
f. 1974, dóttir
Birnu, faðir hennar
Guðmundur Hall-
dórsson, f. 1951,
Hilmar Þórarinn f.
1976, móðir hans er
Ásdís Gissurardótt-
ir, f. 1958, Stella
Rósenkranz, f. 1983,
og Arnar, f. 1987. 2)
Jakob, f. 1961,
kvæntur Svandísi
fvarsdóttur, f. 1966.
Barn þeirra Guðrún
Agata, f. 1996. 3)
Þórarinn, f. 1967,
sambýliskona hans er Helen
Viggósdóttir, f. 1963. Börn
þeirra Kristjana Björg, f. 1990,
og Hjálmar, f. 1991. 4) Már, f.
1971, sambýliskona hans er Est-
er Gunnsteinsdóttir, f. 1971.
Börn þeirra eru Rakel, f. 1994,
og Arnór Már, f. 1999.
Stella starfaði við gæsluvelli
Kópavogs um margra ára skeið.
Utför Stellu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
að kveðja hana með nokkram orðum.
Andlát hennar kom ekki á óvart en
erfitt er að kveðja.
Síðustu mánuði hafði hún barist
hetjulega við illvígan sjúkdóm, en
hún var búin þeim einstöku eigin-
leikum sem duga best þegar mest á
reynir, bjartsýni, léttri lund,
og styrk til að takast á við erfiðar
aðstæður með bros á vör.
Fjölskyldan var Stellu allt og urð-
um við þess ríkulega aðnjótandi.
Bamabömin vora hennar líf og yndi
og tók hún virkan þátt í gleði þeirra
ogsorg.
Okkur var alltaf tekið opnum örm-
um hjá Stellu ömmu og ætíð var hún
boðin og búin að gæta mín, Agötu.
Þú kenndir mér fyrsta lagið mitt og
óteljandi lög eftir það, ég lærði hjá
þér að söngurinn er gleði. Það var
svo gott að gista uppi í sumarbústað
hjá ykkur afa, heimsóknimar í
Skólagerði vora ánægjustundir og
að fá þig í heimsókn var eitt af því
skemmtilegasta sem ég vissi.
Þetta vora allt góðar gleðistundir
fyrir okkur og minningin um þig á
alltaf eftir að lifa í hjarta okkar.
Guð geymi þig.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson,)
Elsku Þórarinn, megi Guð styrkja
þigogvarðveita.
Ástarþakkir fyrir allt sem þú
varst okkur elsku Stella.
Þínar
Svandís og Agata.
Elsku amma mín.
Minningabrotin era svo mörg og
hver minning er dýrmæt perla.
Ég kynntist þér þegar ég var fjög-
urra ára. Þá byrjuðu mamma mín og
elsti sonur þinn, Hilmar, að vera
saman. Þú og afi tókuð mér strax
sem einni af fjölskyldunni og hafið
alltaf tíð verið mér svo góð.
Þegar ég var sex ára hóf ég skóla-
göngu í Kársnesskóla. Mamma og
pabbi unnu lengi þannig að eftir
hvern skóladag gekk ég til þín á
Stelluróló þar sem ég „hjálpaði" þér
að passa börnin þangað til róló var
lokað. Eftir róló gengum við svo út í
kjörbúð þar sem við keyptum okkur
eitthvað gott í svanginn og svo geng-
um við heim í Skólagerðið og þar
dvaldi ég þangað til mamma var búin
að vinna. Þú varst svo barngóð að ég
hef ekki vitað annað eins. Öll börn
löðuðust að þér. Þú varst svo söng-
elsk og kunnir öll barnalögin.
Ég á svo margar góðar minningar
um þig úr sumarbústaðnum. Stund-
um fór ég með mömmu og pabba í
heimsókn til ykkar þangað og stund-
um fór ég með ykkur afa. Það var
alltaf svo notalegt í sumarbústaðn-
um. Spilað, farið í göngutúra, á vél-
sleða, í sund, horft á sjónvarpið og
svo auðvitað fíflast og mikið hlegið.
Ég gleymi aldrei hlátrinum þínum,
þú skelltir svo hátt og skemmtilega
upp úr.
I bæði skiptin sem stórfjölskyldan
hefur farið saman til Kanarí höfum
við öll skemmt okkur svo vel og þar
áttum við saman yndislegar stundir
sem ég mun aldrei gleyma. í bæði
skiptin naut ég þess að fá að vera í
íbúð hjá ykkur afa. Oft á kvöldin þeg-
ar afi var farinn að sofa sátum við
tvær í stofunni og spjölluðum saman
um heima og geima. Þessar stundir
geymi ég í hjarta mínu. Elsku amma
mín. Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Megi algóður Guð
varðveita þig.
Far þúífriði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku afi. Guð blessi þig og styrki
á þessum erfiðu tímum.
Haila Rósenkranz.
Amma Stella er farin. Ósann-
gjamt. Ég eignaðist auka ömmu
þegar ég var lítill og hún er mér mik-
ils virði í lífinu.
I minningunni era hamingjudagar
á róló þar sem amma Stella var dýrk-
uð og dáð og gleðistundir í Skóla-
gerðinu þegar ég fékk að fara heim
með henni í hádeginu.
Góð kona sem ég mun aldrei
gleyma er horfin. Ég kveð hana með
djúpri virðingu og þökk fyrir allt og
allt. Guð styrki afa Þórarin og alla
fjölskylduna.
Orri.
Elsku amma. Við söknum þín mik-
ið. Þú varst alltaf svo góð við okkur
og vildir alltaf leika við okkur. Alltaf
þegar þú passaðir okkur þá last þú
fyrir okkur skemmtilegar bækur og
söngst mikið. Þú kenndir okkur
mörg lög og bænir. Það var alltaf
gaman í sumarbústaðnum með ykk-
ur afa og líka á „Stelluróló" hjá þér.
Við vitum að núna ert þú hjá guði
og líður vel.
Leiddumínalitluhendi
ljúfi Jesúþérégsendi
bæn frá mínu bijósti sjáðu
bh'ði Jesú að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt’ mér fast í spori þínu.
Að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesú vertu hjá mér.
Þín
Kristjana Björg,
IQálmar og Rakel.
í dag er til moldar borin elskuleg
systir mín, Guðbjörg eða Stella eins
og hún var alltaf kölluð. Hún and-
aðist í faðmi elskulegs eiginmanns 7.
mars sl. Stella var hrókur alls fagn-
aðar í vinahópi og söngelsk mjög.
Hún unni mjög fjölskyldu sinni,
tengdadætram og bamabörnum og
sóttu þau mikið til hennar og Þórar-
ins bæði heim og eins í sumarbústað
þeirra, sem Þórarinn reisti í landi
Úthlíðar í Biskupstungum. Þangað
var farið um hveija helgi og dvalist í
sumarleyfum, meðan heilsa og kraft-
ar entust.
Það var mikið áfall þegar Stella
greindist með þann sjúkdóm sem
dró hana til dauða. Hún vann ásamt
heimilisstörfum hjá Kópavogsbæ á
leikvelli (Holtsvelli) í rúm þrjátíu ár
og voru öll böra hænd að henni því
hún var barngóð með afbrigðum og
börnin kölluðu leikvöllinn Stelluróló
og gekk hann alltaf undir því nafni.
Ég var á þrettánda ári þegar
Stella fæddist og ég man alltaf hvað
ég var ánægð þegar ljósa sagði okk-
ur að nú væri loksins komin stelpa.
Elsku Stella mín. Við Kristinn
kveðjum þig með söknuði og þökkum
Guði að þú þurftir ekki að líða meira.
Elsku Þórarinn. Við biðjum Guð að
styrkja þig og fjölskyldu þína í ykkar
miklu sorg.
Laus við krankleik og kvöl,
en svo köld og svo fól,
þú sefur nú róleg í rúminu hvíta.
Enginæðarslögtíð,
engin andvarpan stríð
þig ónaða lengur né svefninum slíta.
(Hannes Hafstein.)
Þín systir
Jóhanna.
Mig langar með nokkram fátæk-
legum orðum að minnast frænku
minnar, hennar Stellu. Stella var
bamgóð, glaðleg og hláturmild kona
sem gott og gaman var að tala við.
Strax frá því ég var lítil var ég
mikið á „Stellu-róló“ og kom þangað
nær daglega í þau ár sem mamma
vann þar með Stellu. Á fyrstu áram
mínum í Kársnesskóla lék ég mér oft
með Þórami og Má, og var þá tíður
gestur í Skólagerðinu. Þangað var
gott að koma. Það var reyndar alltaf
gott að koma þar sem Stella var því
hún var svo glaðlynd. Þegar ég
hugsa til hennar núna sé ég hana fyr-
ir mér sitja inni í eldhúsi hjá ömmu
og afa á Suðurbrautinni, skellihlæj-
andi þannig að ekki sá í brúnu fal-
legu augun hennar.
Þegar ég bjó hjá ömmu og afa á
Suðurbrautinni, árin ’88-’90, var það
ósjaldan að Stella kom og við þrjár
skelltum okkur saman í heita pott-
inn. Þessar minningar era mér dýr-
mætar og mun ég varðveita þær í
hjarta mínu ásamt öðram minning-
um mínum af Stellu.
Elsku Þórarinn og fjölskylda,
megi guð gefa ykkur styrk í sorg
ykkar.
Jóhanna Kristín.
Stella var alltaf svo falleg og ein-
staklega góð. Nú hefur hún yfirgefið
okkur og er komin til himna, í faðm
foreldra sinna. Guð blessi hana og
megi allir englar vaka yfir henni.
Minningarnar um yndislega konu
munu lifa og búa í brjósti okkar um
alla tíð.
Hún kom oft í heimsókn til okkar
þegar við bjuggum á ísafirði og for-
eldrar hennar vora á lífi. Við áttum
skemmtilega tíma saman og það er
margs að minnast. Hún var mikil
bamagæla alla tíð og öll börn löðuð-
ust að henni. Hún gaf sér líka alltaf
góðan tíma til tala við þau, enda hafði
hún alveg sérstakt lag á því. Stella
var alltaf svo létt og kát.
Það var gaman að koma í fallega
sumarbústaðinn hennar og Þórarins
í Skyggnisskógi. Þar var alltaf tekið
vel á móti okkur og ekkert til sparað
í mat og drykk. Stella var húsmóðir-
in og ber húsið þess merki hve
smekkleg hún var. Þegar við heim-
sóttum þau í bústaðinn sl. haust var
húrf orðin veik, en hún lét það ekki
slá sig út af laginu, hélt reisn sinni
allt til enda.
Kæri Þórarinn, synir og aðrir
aðstandendur, megi guð gefa ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Þóra og Jónatan.
Elsku Stella frænka. Það er sárt
að kveðja þig svona fljótt - yngsta
systir hans pabba kveður fyrst. Ég
veit að þín er sárt saknað af mörg-
um, sérstaklega barnabörnunum
þínum, sem ég veit að þú hefðir viljað
fá að njóta lengur. Þú hafðir yndi af
bömum, enda mörg börn búin að
vera hjá Stellu á róló.
Þegar ég var barn og unglingur
leit á þig sem stóra systur mína enda
varst þú í foreldrahúsum á ísafirði
þegar ég steig mín fyrstu spor. Það
var alltaf gott að koma í heimsókn til
þín og Þórarins í Kópavoginn. Það
vora forréttindi að eiga þig sem
trúnaðarvin þegar ég fluttist til
Reykjavíkur. Þú gafst þér alltaf tíma
til að hlusta á vangaveltur unglings-
áranna. Þegar ég átti mitt fyrsta
bam varstu mín stoð og stytta og
eins og mamma mín hér fyrir sunn-
an.
Ég held að þú hafir verið lík
mömmu þinni, Kristjönu, sem var
frábær amma. Ég veit að hún og afi
taka vel á móti þér Stella mín.
Elsku Þórarinn, Hilmar, Jakob,
GUÐBJORG
(STELLA)
ARNÓRSDÓTTIR
Þórarinn, Már, tengdadætur og
bai'naböm, guð gefi ykkur styrk til
að takast á við sorgina.
Kristjana (Kiddý).
Kallið er koraið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Helen Viggósdóttir.
I dag kveðjum við elskulega
frænku og móðursystur, Stellu. Við
kynntumst henni fyrir alvöru þegar
við fluttum í Kópavog. Þegar við fór-
um að vinna í Kársneskjöri var heim-
ili þeirra Þórarins okkur opið á
hvaða tíma sem var og fundum við,
að við voram alltaf velkomnar, þann-
ig að okkur fannst þetta annað heim-
ili okkar.
Það var mikið hlegið og gert að
gamni sínu í eldhúskróknum í Skóla-
gerði, pijónað og saumað frameftir
öllu kvöldi. Það vora ánægjulegar
stundir. Okkur setti hljóðar þegar
við fréttum um veikindi þín, og von-
uðum að vel hefði tekist, en svo var
ekki. Við kveðjum þig með söknuði
og biðjum algóðan Guð að styrkja
Þórarin, syni og tengdadætur og
fjölskyldur þeirra.
Hver minning dýrmæt perla
aðliðnumlífsinsdegi.
Hinjjúfuoggóðukynni
afalhugþakkahér.
Þinnkærleikuríverki
var gjöf, sem gleymist eigi.
Oggæfavarþaðöllum,
sem fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Amdís Kristjana og María.
Úti á Kársnesi í Kópavogi er
gæsluvöllur.
Eitthvað heitir nú þessi völlur í
opinberum plöggum og símaskrá, en
í almennu tali þeirra sem njóta, er
þetta einfaldlega Stellu-róló.
Þar hafa margir vesturbæingar
úr Kópavogi átt sín fyrstu spor út í
lífið og það hafa verið góð spor.
Það er mikið um að vera á róló.
Lítil stelpa dettur og hljóðar mik-
inn, hvort sem nú er af skelfmgu við
fallið eða af sársauka. „Æ, æ, æ,
hver var að meiða sig?“ hver kann-
ast ekki við hlýjuna hennar Stellu.
Tveir litlir strákar takast á um
gröfuna í sandkassanum, annar fær
sand í augun í átökunum og sátta-
semjarinn Stella stillir til friðar,
þvær og þurrkar og snýtir, um leið
og hún veitir fyrstu kennslu í sið-
fræði sandkassans. Og fyrr en varir
skiptast menn á gröfu og vörabíl og
allt fellur í ljúfa löð. Já, sumir eru
uppalendur af guðs náð.
Lítill snáði grætur við hliðið, hann
getur ekki með nokkra móti skilist
við hana ömmu sína. En faðmurinn
hennar Stellu veitir skjól og öryggi
og smám saman sefast hinn sárasti
grátur. Já Stella huggar, fagnar,
brosir og hlustar á ótal ævintýri.
Svona er lífið á róló. í sólskini og
sunnanvindi að sumri. Regni og
stormi að hausti. Frosti og snjó vetr-
arins, að ógleymdum yndislegum
vordögum í Kópavogi. Og þarna stóð
hún Stella vaktina allan ái'sins hring
og gætti krakkanna okkar. Auðvitað
var hún ekki ein á „rólónum", en
lengst af stýrði hún og mótaði allt
það starf, sem þar var unnið. Pers-
ónulega þakka ég henni fyrir alla
syni mína og sonarson, og þau börn
sem hafa verið hér til heimilis um
lengri eða skemmri tíma.