Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 55
Forvitnilegar bækur
S
Agætis til-
gáta
Juneteenth, skáldsaga eftir Ralph
Waldo Ellison. John F. Callahan bjó
til útgáfu. Random House gefur út.
370 síður innbundin. Kostaði 2.795 í
Máli og menningu.
EINN HELSTI rithöfundur
Bandaríkjanna var Ralph Ellison
sem lést fyrir sex árum. Ellison skrif-
aði þó ekki nema eina skáldsögu, Inv-
isible Man, sem telja má með helstu
bókum aldarinnar, en á síðasta ári
kom út tilraun um skáldsögu, Junet-
eenth, sem unnin var upp úr hálfklár-
uðu handriti sem hann lét eftir sig.
Invisible man er ógleymanleg öll-
um sem lesa hana, stíllinn meistara-
legur og efnistökin framúrskarandi,
en eftir að sú bók kom út skrifaði
Ellison lítið sem ekkert. Hann skrif-
aði reyndar nokkuð af framúrska-
randi smásögum og talsvert af rit-
gerðum, en stóra skáldsagan sem
fylgja átti Invisible Man varð sífellt
meiri og meiri byrði.
Ellison byrjaði að viða að sér hug-
myndum að annarri skáldsögu 1951,
áður en hann lauk við Invisible Man,
sem kom út 1952, og 1954 var hann
byrjaður að skrifa. Verkið sóttist þó
seint og sá ekki fyrir endann á því
fyrr en 1967, en hann var búinn að
semja við útgáfu um að skila fullbúnu
handriti það haust. Eina handritið
sem til var varð aftur á móti eldi að
bráð áður en hann gat skilað því af
sér og Ellison í raun kominn á byrj-
unarreit aftur eftir áratuga streð.
Það tók hann nokkurn tíma að koma
sér af stað aftur og honum auðnaðist
ekki að ljúka við bókina fyrir andlátið
þótt hann væri búinn að setja saman
2.000 síðna handrit.
Bókmenntalegur umsjónarmaður
eftirlátinna verka Ellisons, John
Callahan, tók að sér að fara yfir
minnispunkta hans og handritsdrög-
in miklu og tíndi saman í bókina
Juneteenth sem kom út á síðasta ári
eins og getið er. Síðurnar 2.000 eru
nú 370 og bókin nokkuð heillegt verk
þótt seint verði það talið fullbúin
skáldsaga.
Bókin segir frá þingmanni uppfull-
um af kynþáttafordómum sem er í
raun litur og samskiptum hans við
blakkan prédikara sem ól hann upp
eftir að sá fyrrnefndi verður fyrir
árás byssumanns. Á köflum kemst
Ellison á flug í lýsingunni á sam-
skiptum þeÚTa og rennir sér lipur-
lega fram og aftur í tíma, tínir saman
ólíkar myndir og kiyddar með kjarn-
yrtu málfæri prédikarans. Bókin er
þó ekki nema tilraun um bók ef svo
má segja, því víða eru brestir í henni
sem Callahan hefur ekki tekist að
berja í.
Utgáfa bókarinnar, sem dregur
nafn sitt af frelsunardegi svartra
þræla, vakti talsverðar deilur og
vissulega margt í henni sem orkar
tvímælis. Það breytir því þó ekki að
víða geisla af henni snilldartök Elli-
sons á ensku og innsæi hans í hlut-
skipti litra. Þótt fróðlegt hefði verið
að komast í uppmnalegt handrit er
Juneteeth ágætis tilgáta um það sem
Ellison hefði viljað sagt hafa.
Árni Matthíasson
FÓLK í FRÉTTUM
BANDARÍSKI RITHÖFUNDURINN STEPHEN
KING SAMDI GRÆNU MÍLUNA
Vinátta í
fangelsinu
Stephen King er gríðar-
lega afkastamikill rit-
höfundur. Jóhanna Vig-
dís Guðmundsdóttir
fjallar hér um kvik-
myndir sem gerðar hafa
verið eftir sögum hans,
einkum Grænu míluna
sem frumsýnd var í Há-
skólabíói nýverið.
STEPHEN King er af mörgum tal-
inn einn merkasti rithöfundur
Vesturlanda á síðustu áratugum. í
það minnsta eru afköst hans gríð-
arleg og vinsældirnar í samræmi
við þau. Hann hefur gefið út 28
skáldsögur og einnig 19 bækur
annars efnis, þar á meðal smá-
sagnasöfn og fræðibækur. Hann
hefur að auki skrifað 6 bækur und-
ir höfundarnafninu Richard
Bachman.
Um fimmtíu kvik- og sjónvarps-
myndir hafa verið gerðar eftir
sögum og handritum Stephens
Kings og þessa dagana vinnur
hann að þremur kvikmyndum og
einni sjónvarpsþáttaröð. Ein al-
vinsælasta kvikmyndin sem gerð
hefur verið eftir sögu Kings er
„The Shawshank Redemption",
sem trónir í þriðja sæti á lista yfir
bestu myndir allra tíma á kvik-
myndagagnagrunni imdb.com.
Ekki aðeins höfundur
hryllingssagna
Þó að King sé sennilega þekkt-
astur sem höfundur hryllings-
sagna fer því fjarri að hryllingur-
inn sé hans eina svið. Reyndar eru
flestar þeirra 50 kvikmynda sem
gerðar hafa verið eftir verkum
Kings, og þykja vel heppnaðar,
gerðar eftir annars konar sögum.
Þar má nefna myndir eins og „The
Dead Zone“, „The Running Man“,
„Dolores Claiborne“, „Stand by
Me“, „Apt Pupil“, „Shawshank
Redemption" og síðast en ekki síst
„The Green Mile“, sem allar eru
gerðar eftir dramatískum sögum.
Græna mflan er nýjasta kvik-
myndin sem gerð hefur verið eftir
sögu Kings. „The Shawshank
Redeniption" og Græna mflan eiga
reyndar ansi margl sameiginlegt
og því er forvitnilegt að bera þær
saman.
Líkt og „The Shawshank
Redemption" er Græna mflan í
hópi dramatískra sagna Kings.
Hún er ekki hryllingssaga þótt yf-
irnáttúrulegir atburðir séu þar í
forgrunni. Það má segja að hún sé
fyrst og fremst um vináttu, sögð í
upprifjun fyrrverandi fangavarð-
arins Pauls Edgecombs sem starf-
aði á dauðadeild Cold Mountain-
fangelsisins á tímum kreppunnar í
Bandaríkjunum. Ólíkt öðrum
dauðadeildum var þessi ekki köll-
uð „Síðasta mflan“ heldur Græna
mflan vegna þess að leiðin frá
fangaklefunum að rafmagnsstóln-
um var lögð grænum línóleumgólf-
dúk. Paul Edgecomb gengur
Grænu mfluna með fjölda fanga
gegnum tíðina en fanginn John
Coffey verður honum minnisstæð-
astur. Coffey er risavaxinn svert-
ingi sem hefur verið sakfelldur
fyrir að nauðga og myrða níu ára
tvftmrasystur. Það er hins vegar
eitthvað við framkomu Coffeys
Tom Hanks í hlutverki fangavarðarins Paul Edgecomb í Grænu mflunni
ásamt leikaranum Michael Clarke Duncan sem fer með hlutverk fang-
ans John Coffey. Myndin er tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna.
Bandaríski rithöfundurinn
Stephen King hefur gefið út; 28
skáldsögur og einnig 19 bækur
annars efnis, þar á meðal smá-
sagnasöfn og fræðibækur.
sem er í mótsögn við svakalegt út-
litið og viðbjóðslegan glæpinn sem
hann er sakfelldur fyrir. Coffey er
einlægur, jafnvel barnalegur, hann
er myrkfælinn en virðist að auki
búa yfir yfirnáttúrulegri gáfu.
John Coffey er leikinn af Micha-
el Clarke Duncan og er þetta hans
fyrsta kvikmyndahlutverk.
Duncan hefur hingað til aðallega
fengið hlutverk risavaxinna dyra-
og lífvarða í aukahlutverkum í
sjónvarpsþáttaröðum og muna
kannski einhverjir eftir honum úr
slíkum hlutverkum.
Sögusvið bæði „The Shawshank
Redemption" og Grænu mflunnar
er fangelsi, báðar fjalla þær um
menn sem saklausir hafa verið
dæmdir fyrir morð og vináttu
tveggja karlmanna þar sem annar
er svartur og hinn hvítur. Það
kemur kannski ekki neinum á
óvart að sami maðurinn, Frank
Darabont, leikstýrir báðum mynd-
unum. „The Shawshank Redemp-
tion“ hlaut á sínum tíma sjö til-
nefningar til Óskarsverðlauna og
„The Green Mile“ hefur hlotið
fjórar tilnefningar til Óskar-
sverðlaunanna, sem afhent verða
liinn 26. mars næstkomandi. King,
fangelsi, karlmenn og Darabont
virðast því fara ágætlega saman.
í öðrum hlutverkum í Grænu
influnni eru Tom Hanks, sem leik-
ur sögumanninn og yfirmann
dauðadeildarinnar, Paul Ed-
gecomb; James Cromwell sem
leikur fangelsisstjórann og áhorf-
endur kannast eflaust við úr svip-
uðum hlutverkum á hvíta tjaldinu;
Michael Jeter sem leikur dauða-
dæmda fangann Eduard Dela-
croix; Graham Greene sem leikur
indíánann Arlen Bitterbuck sem
gengur grænu mfluna fyrstur fjór-
menninganna á dauðadeildinni;
Doug Hutchinson sem fer með
hlutverk vonda fangavarðarins
Percys Wetmores en hann hefur
áður leikið vonda karlinn í kvik-
myndinni „A Time to Kill“ og í
sjónvarpsþáttaröðinni „X-files“;
Sam Rockwell sem leikur hinn
vonda karlinn í Grænu mflunni,
Villta-Bill, siðblindan glæpamann
sem bíður aftöku og drepur tím-
ann m.a. með því að pissa og
hrækja á fangaverðina, vera hent í
einangrunarklefann og í stuttu
máli að vera óþolandi. Villti-Bill er
anarkísk blanda af Pétri Pan og
skrattanum, hann vill allf af vera
að leika sér en er jafnframt upp-
fullur af illsku, hann hatar fólk og
sér ekkert að því að drepa það;
leikarinn Jeffrey DeMunn er í
hlutverki fangavarðarins Harrys
Terwilligers en hann lék einnig
undir stjórn Darabonts í „The
Shawshank Redempt.ion". Þegar
tökur hófust á Grænu mflunni var
hann nýkominn úr tökum á stuttri
sjónvarpsmyndaröð sem gerð er
eftir sögu Stephens Kings, „Storm
of the Century".
Bók í sex hlutum
Sem bókmenntaverk er Græna
mflan sérstök að því leyti að hún
var gefin út í sex hlutum sem
komu út með nokkru millibili.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn
sem þessi útgáfuháttur er reynd-
ur. A nítjándu öld var algengt að
bækur væru gefnar út sem eins
konar framhaldssögur, í dagblöð-
um og tímaritum eða sem styttri
sérrit. Til að mynda gaf Charles
Dickens margar af frægustu sög-
um sínum út á þennan hátt. Þegar
fyrsti þáttur Grænu mflunnar kom
út var King hins vegar sannfærður
um að þetta form væri stærstu
mistökin sem hann hefði gert á
höfundarferli sínum. Hann komst
þó fljótt að því að formið hefur til
að bera mjög afgerandi kosti fyrir
höfunda spennusagna; lesendum
er gert algjörlega ókleift að fletta
öftustu siðunum til að sjá hvernig
sagan endar. Það spillti svo auð-
vitað ekki fyrir að allar sex bækur
Kings fóru í efsta sæti metsölulista
í Bandaríkjunum.
Forvitnilegar bækur
Boft rms« tílkfíl K
<•-* C'hns (hö.ma. $um Odrmtui & Matlt Siont
Opin bók
um opinn
hugbúnað
Open Sources, bók um ókeypis hug-
búnað eftir Chris DiBona, Sam
Ockman, Mark Stone, Eric S.
Raymond, Marshall Kirk McKusick,
Scott Bradner, Richard Stallman,
Michael Tiemann, Paul Vixie, Linus
Torvalds, Robert Young, Larry %.
Wall, Brian Behlendorf, Bruce Per-
ens, Tim O’Reilly, Jim Hamerly,
Tom Paquin og Susan Walton. O’R-
eilly gefur út 1999. 274 síður með
viðaukum. Kostaði 2.018 kr. hjá
Bóksölu stúdenta.
EITT AF því merkilegasta sem
gerst hefur á tölvusviðinu undanfarin
ár er open source, það sem kalla má
opinn hugbúnað upp á íslensku. Slík-
ur búnaður er ókeypis, þ.e. hver sem
er má sækja sér hann og hagnýta að
vild, breyta og bæta svo framarlegarv
sem hann gerir allar breytingar að-
gengilegar öllum. Með þessu móti
hefur ýmislegur hugbúnaður orðið tfl,
til að mynda Linux-stýrikerfið sem
sótt hefúr hart að Windows-stýrikerfi
Microsoft á mörgum sviðum, og einn-
ig má nefna allskyns notendabúnað,
teikniforrit, vefþjóna, vafra, mynd-
vinnslubúnað, ritvinnsluforrit, gagna-
grunna og svo má telja.
Opinn hugbúnaður, Open Source, á
sér langa sögu og er hún vel rakin í
bók þeirri sem hér er gerð að um-
talsefni. Hún byggist á greinum fjöl-
margra þeirra sem hönd hafa lagt á
plóginn, ýmist sem forritarar eða
hugmyndasmiðir, og margir eru með
þekktustu tölvumönnum heims, að t
minnsta kosti heims tölvumanna.
Þeim sem penna stýra eru mislagð-
ar hendur sem vonlegt er og allvíða er
textinn þurrlegur, klipptur og skor-
inn. Flestir eru þeir þó innblásnir af
hugsjón sem hrífur lesandann með og
þannig eru til að mynda greinar
Richards Stallmans og Erics S.
Raymonds sérdeilis skemmtilegar af-
lestrar, ekki síst Stallmans, enda má
segja að það sé fyrst og fremst hans
hugsjón um ókeypis hugbúnað sem sé
að rætast með hreyfingunni sem rak-
in er í bókinni. Skemmtilegasti kafl-
inn og um leið sá geggjaðasti er þó
kafli Larrys Walls, höfundar Perl-for-
ritunarmálsins sem kallað hefur verið
límið sem heldur vefnum saman. ,
Kaflinn heitir Iðni, þolinmæði og auð-'
mýkt, gefur innsýn inn í hugmynda-
fræðina á bak við Perl og er um leið
íhugun um merkingafræði og tákn.
Einnig er merkflegur fyni viðauki
bókarinnar sem rekur deilur þeirra
Andrews S. Tannenbaums, höfundar
Minix, og Linus Torvalds, höfundar
Linux, en Torvalds skrifaði Linux
ekki síst vegna óánægju með Minix.
Bréfaskriftir þeirra, sem fjölmargir
aðrir tóku þátt í, segja sögu Linux og
oft heitt í kolunum, enda er stýrikerf-
ið nánast að verða til á þeim tíma sem
deilumar áttu sér stað. 4|
Opinn hugbúnaður er ókeypis og
öllum aðgengilegur á Netinu og eins
og vera ber er bókin það líka. Þeir
sem ekki vilja komast jJir hana á
pappír geta lesið hana á slóðinni
http://www.oreilly.com/catalog/open-
sources/book/toc.html.
Árni Matthíassoi5~