Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjar áætlanir um álver og breytta virkianaröð hlífa Eyjabökkum Það á ekki af Framsókn að ganga, rétt einu sinni komnir með allt á hælana. Sá brosir best CMYMPUS myndavélar og sjónaukar eru þekktar vörur um allan heim. Fyrirtækið hefur alltaf lagt mikið upp úr tækniþekkingu og nákvæmni í framleiðslu á linsum og hátæknibúnaði sem skilar sér í frábærum vörum sem eru handhægar og auðveldar í notkun fyrir hvern sem er. Sá brosir best sem fær Olympus í fermingargjöf - og líka allir hinir í veislunni. OLYMPUS • Alsjálfvirk • 34 mm linsa • Myndaalbúm fylgir • Alsjálfvirk • 35 mm linsa, • All Weather • Sérstök landslagsstilling • 5 flassstillingar • Hægt að nota fjarstýringu • Taska og myndaalbúm fylgir • Alsjálfvirk APS vél • 28-60 mm linsa, • All Weather • Sérstök landslagsstilling • 5 flassstillingar • 3 myndastillingar • Taska og myndaalbúm fylgir Berðu saman verð og gæði. Munurinn er sjáanlegur Málþing um skólabyggingar Nýjar leiðir í mótun NÝJAR leiðar í mót- un námsumhverf- is er umfjöllunar- efni á málþingi sem Fræðslumiðstöð Reykja- víkur stendur fyrir ásamt Byggingardeild Borgar- verkfræðings, Arkitekta- félagi íslands og Verk- fræðingafélagi íslands. Málþingið er haldið á Hót- el Loftleiðum og stendur frá kl. 13 á morgun til klukkan 17.30. Anna Kristín Sigurðardóttir hef- ur ásamt samstarfshópi stýrt undirbúningi þessa málþings - en hvert skyldi vera tilefni þessa? „Það sem rekur okkur til að halda þetta málþing er mikil uppbygging í skóla- byggingum í Reykjavík. Það er verið að byggja við vegna einsetningar gnmnskólanna, auk þess sem borgin er að stækka mjög ört og verið er að byggja marga nýja skóla. Það var áhugi fyrir því að fara nýjar leiðir til þess að undirbúa þessar bygging- Anna Kristín Sigurðardóttir ► Anna Kristin Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1977, kennaraprófi frá Kennara- háskóla íslands 1981, BA-prófi í sérkennslu lauk hún frá sama ar. - Hvemig ersú leið? „Hún gengur út að það að arki- tektar, skólafólk og foreldrar vinna saman á fyrsta stigi hönnun- arinnar við að móta eða skilgreina skólastarfið og þarfir samfélags- ins. Spurt er; hvers konar skóla viljum við hafa? Síðan er skóla- byggingin sjálf hönnuð út frá þessum hugmyndum eða skil- greiningum.“ - Um hvað verður fjallað á mál- þinginu? „Þar verður kynnt leið sem far- in hefur verið í Minneapolis og reyndar víðar sem er í samræmi við það sem ég var að lýsa hér áð- ur - að innra starf sé skilgreint áð- ur en byggingin er hönnuð. Arki- tektinn Bruce Jilk sem hefur tekið þátt í þróunarstarfi um þessa leið í Minneapolis og skólastjórinn Dan Bodette sem er skólastjóri í fyrsta skólanum sem er hannaður efth- þessu ferli halda saman fyrirlest- ur á málþinginu í máli og mynd- um.“ - Er þessi aðferð mjög ólík því sem gerist hér? „Hún er að því leytinu ólík að skólafólk kemur fyrr inn í verk- efnið en verið hefin-. Samstarf við skólafólk hér hefur að mestu farið fram eftir að teikning skólahús- næðis liggur fyrir. Þá snýst sam- starfið fyrst og fremst um þessa teikningu - hvernig best er að koma hlutum fyrir innan þessarar teikningar. Þessi leið hins vegar gerir ráð fyrir að allir setjist við sama borð og ákveði hvemig skóla þeir vilji hafa og arkitektinn teikn- ar skólann samkvæmt þeim hug- myndum. Þetta verður ferli; fólk fjallar um hvernig skóla það vilji hafa, arkitektinn útfærir þær hug- myndir hópsins, síðan velta menn vöngum yfir þessum hugmyndum og reyna að skilgreina hvernig húsnæði viðkomandi skóli þarf fyrir sína starfsemi." - Og hvað græðist á þessu nýja fyrirkomu- lagi? „Það sem gerist er að húsnæðið mótast af skólastarfinu en ekki öfugt. Fólk verður að setjast niður og ræða markvisst saman um innra starf skólans og ég hef trú á því að með svona þverfaglegu samstarfi kvikni ný hugsun um skipulag skólastarfs. Við fáum vonandi betri skóla, við fáum í það minnsta ólíkari skóla. Skóla sem hafa mót- að sína sérstöðu og skóla sem eru hannaðir í samræmi við vilja skóla 1993 og mastersprófi 1996. Hún var kennari og sérkennari á Selfossi frá 1981 ogtil ársins 1990 er hún varð kennslu- ráðgjafí á Fræðsluskrifstofu Suðurlands. Árið 1996 varð hún deildarstjóri kennsludeildar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Anna Kristín á þrjú böm. skólafólks, foreldra og nemenda. Vissulega hefur verið mikið sam- starf milli allra þessara aðila hing- að til, þótt foreldrar hafi að vísu ekki komið mikið inn í þetta starf, en við viljum gjarnan að þetta samstarf hefjist fyrr og snúist meira um innra starfið heldur en bygginguna sjálfa, þannig að byggingin sé afleiðing af hug- myndum um faglegar áherslur. Þegar hafa verið myndaðir hópar um þrjár skólabyggingar í borg- inni sem eru svona samansettir og eru þeir nú að störfum. Auk þess er ákveðið að vinna í þessa veru að undirbúningi svona skólastarfs í nýju hverfi í Grafarholti þar sem verða tveir grunnskólar." - Er byggingarefni eitthvað ólíkt því sem gerst hefur? „Nei, það verður áfram með öllu mögulegu móti eins og verið hefur en við erum að leggja áherslu á meiri sveigjanleika og fjölbreytni og við horfum frekar til framtíðar við hönnun skólabygginga. Það eru breytt viðhorf og breyttar kröfur til menntunar sem hljóta óhjákvæmilega að hafa áhrif á námsumhverfið sjálft. Við sjáum t.d. fyrir okkur að upplýsinga- tækni mun leiða til þess að nám verður frekar einstaklingsbundið sem aftur getur leitt til þess að hefðbundnar bekkjareiningar verði stokkaðar upp. Þá hentar ekki lengur skólahúsnæði sem bútað er niður í margar jafnstórar kennslustofur og langa ganga. Skólasafnið mun gegna lykilhlut- verki í skólum framtíð- arinnar, það þarf því að vera miðsvæðis í skól- anum. Það má gera ráð fyrir að lögð verði meiri áhersla á sjálf- stæði og frumkvæði og aukna samstarfshæfni, atvinnulífið kall- ar eftir svoleiðis fólki og þá þarf skólastarfið að taka mið af því. Ef við gerum okkur grein fyrir fram- tíðarsýn um skólastarf áður en við byrjum að byggja skólann eru meiri líkur á að við fáum byggingu sem hentar skóla framtíðarinnar. Skólasafnið mun gegna lykilhlutverki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.