Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 11
FRÉTTIR
Ingjaldshóls-
prestakall
Sóknar-
prestur
valinn
UMSÓKNARFRESTUR um
embætti sóknarprests í Ingj-
aldshólsprestakalli í Snæ-
fellsness- og Dalaprófastsdæmi
rann út 20. mars sl. Umsækj-
endur um embættið voru fimm
og eru þessir: Arna Yrr Sigurð-
ardóttir, cand. theol., Leifur
Ragnar Jónsson, cand. theol.,
sr. Lilja Kristín Þorsteinsdótt-
ir, Magnús Magnússon, cand.
theol. og Ólafur Þórisson, cand.
theol. Valnefnd Ingjaldshóls-
prestakalls hefur valið úr hópi
umsækjenda sr. Lilju Kristínu
Þorsteinsdóttur, sóknarprest í
Raufarhafnarprestakalli, til að
vera sóknarprestur í Ingj-
aldshólsprestakalli, Snæfells-
ness- og Dalaprófastsdæmi.
Embættið veitist frá 1. maí nk.
Sr. Ólafur Jens Sigurðsson
gegndi áður embættinu.
Tvær konur
kosnar í
stjórn SAF
TVEIR nýir stjórnarmenn
voru kosnir í stjórn Samtaka
ferðaþjónustunnar, SAF, á að-
alfundi samtakanna sem lauk í
gær.
Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar, og Ómar Óskars-
son, framkvæmdastjóri Aust-
urleiðar-SBS, gáfu ekki kost á
sér til endurkjörs á fundinum. í
stað þeirra voru kosnar Hrönn
Greipsdóttir, hótelstjóri Radis-
son SAS Hótel Sögu, og Signý
Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu
Guðmundar Jónassonai-.
Aðrir í stjórn eru Steinn
Logi Bjömsson frá Flugleiðum
en hann er formaður SAF, Ein-
ar Bollason frá íshestum, vara-
formaður, Áslaug Alfreðsdóttir
frá Hótel ísafirði, Garðar Vil-
hjálmsson frá Bflaleigunni
Geysi og Stefán Sigurðsson frá
Perlunni.
Bflvelta á
Skeiðum
ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar
slasaðist minniháttar er hann
missti stjórn á bifreið sinni í
hálku á Skeiða- og Hruna-
mannavegi í gærmorgun með
þeim afleiðingum að bifreiðin
fór út af veginum og valt.
Bílstjórinn var fluttur á
heilsugæsluna á Selfossi til
aðhlynningar. Bifreiðin er tal-
in ónýt eftir veltuna, sem átti
sér stað rétt fyrir klukkan 7 í
gærmorgun við Reykjarétt á
Skeiðum. Önnur bifreið stað-
næmdist við slysstað rétt eftir
óhappið og skipti engum tog-
um er þriðja bifreiðin kom að-
vífandi, að bflstjóri hennar
gat ekki stöðvað í tæka tíð og
ók aftan á þá kyrrstæðu. Báð-
ar bifreiðir skemmdust nokk-
uð en enginn meiddist.
Aðsendar greinar á Netinu
vg>mbl.is
^\LLTAf= GtTTHWkEÞ tS/ÝTT
Menntamálaráðherra tekur á móti íslensku útgáfunni af Windows 98
Fyrsta sending
seldist upp
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Jens Moberg, framkvæmda-
stjóri Microsoft í Danmörku, með eintak af íslenskri þýðingu á Windows
98 stýrikerfinu.
SNEPLAR, dúsur, eftirlæti og teikn
eru meðal þeirra orða sem íslenskir
tölvunotendm- eiga væntanlega eftir
að tileinka sér í framtíðinni en þau má
m.a. finna í íslensku útgáfunni af
stýrikerfi Microsoft fyrirtækisins,
Windows 98, sem nú er komin á
markað.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
heiTa tók formlega við einni af fyrstu
íslensku útgáfunni af Windows 98
hugbúnaðinum úr hendi Jens
Moberg, framkvæmdastjóra Micro-
soft í Danmörku, í húsnæði Lista-
safns íslands í gær en þá tók for-
svarsmaður Tölvumiðstöðvar fatl-
aðra, Sigrún Jóhannsdóttir, einnig
formlega á móti 100 eintökum af
Windows 98-kerfinu á íslensku, veg-
legri gjöf Microsoft til miðstöðvarinn-
ar. Smásala íslensku útgáfunnar af
stýrikerfinu hófst hinn 22. mars sl. og
að sögn Jens Moberg hafa nær allar
birgðir selst upp á þeim tíma en von
er á meiri birgðum á allra næstu dög-
um.
Eins og kunnugt er gerði Micro-
soft-fyrirtækið samkomulag við ís-
lenska ríkið um að framleiða íslenska
útgáfu af Windows 98-stýrikerfinu í
lok janúar á síðasta ári og hefur verk-
ið því tekið um það bil eitt ár.
Björn Bjamason sagði við Morgun-
blaðið eftir afhendinguna að íslenska
þýðingin á stýrikerfinu væri bylting-
arkennd breyting fyrir notendur í ís-
lenskum tölvuheimi. „Ég vona að
þetta sé fyrsta skrefið í frekara sam-
starfi okkar við Microsoft og þeir hafi
áhuga á því að fara út í þýðingar á
fleiri forritum.“ Ráðherra sagði enn-
fremur að reynslan hefði þegar sýnt
að mikil eftirspurn væri eftir stýri-
kerfinu á íslensku og minnti á mikil-
vægi þess fyrir íslenska tungu að slíkt
kerfi væri í boði í grunn- og fram-
haldsskólum landsins enda hefðu þeir
gert mjög hagstæða samninga um
kaup á forritum frá Microsoft.
Sraekklegt og greinilegt
Starfsfólk á vegum Navision
Software ísland, sem nú kallast Sprok,
kom að þýðingu forritsins en að sögn
Ara Páls Kristinssonar hjá íslenskri
málstöð, sem hafði eftiriit með þýðing-
unni, hafði verið unnið að því árum
saman áður en að þessari þýðingu kom
að þýða orð sem tengjast tölvuhug-
búnaði. Hann leggur því áherslu á að
íslendingar hafi þegar átt ítarlegt
tækniorðasafn áður en farið var út í
þýðingu Windows 98 og því hafi þýð-
ingin þar að einhverju leyti snúist um
að ákveða hvaða orð ættu við og hver
ekki. Hann kveðst hins vegar í samtali
við Morgunblaðið ánægður með þýð-
ingu Windows 98 og segir hana afar
smekklega og greinilega.
Jens Moberg segir í samtali við
Morgunblaðið að stýrikerfið Wind-
ows 98 hafi þegar verið þýtt á um
fjórða tug tungumála en að íslenska
tungan sé frá minnsta málsvæðinu í
þeim hópi. Hann tekur fram að
Microsoft sjái sér ekki hag í því efna-
hagslega að þýða Windows 98-kerfið
yfir á íslensku en vegna þess að fyrir-
tækið sé leiðandi á sínu sviði telji það
sig bera ábyrgð á því að vörur sínar
fáist einnig á tungumálum frá litlum
málsvæðum. Aðspurður kveður hann
þýðinguna hafa kostað Microsoft ein-
hverjar tugi milljóna króna.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 2617. Isafjörður: Bflagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.