Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ fslandsbanki eykur umsvifín á Kirkjusandi Um 3.300 fm viðbygg- ing í notkun eftir ár , Tölvumynd/íslandsbanki Miðvinnsla Islandsbanka verður m.a. til húsa í nýrri við- byggingu bankans við Kirkjusand. Laugarnes FRAMKVÆMDIR vegna staskkunar á húsi íslands- banka við Kirkjusand eru fyr- irhugaðar á þessu ári, en áætlað er að þeim ljúki vorið 2001. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Sig- urveigu Jónsdóttur, upplýs- ingafulltrúa íslandsbanka, og sagði hún að sameining ís- landsbanka og FBA kæmi þessum byggingaráformum ekki beint við enda hefði verið tekin ákvörðun um þau fyrir nokkrum mánuðum. Breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmdanna var samþykkt af borgaryfirvöld- um í janúar og sagði Sigur- veig að fyrirhugað væri að reisa 3.300 fermetra viðbygg- ingu við norðurgafl núverandi húsnæðis Islandsbanka, sem væri um 7.000 fermetrar. Nýja húsið myndi samanstanda af kjall- ara og 5 hæðum og eftir fram- kvæmdirnar myndi íslands- banki hafa yfir að ráða rúmlega 10.000 fermetra hús- næði á Kirkjusandi og bygg- ingarrétti fyrir 7.000 fer- metra til viðbótar. Miðvinnslan í nýbyggingnnni Að sögn Sigurveigar er gert ráð _ fyrir því að mið- vinnsla íslandsbanka, sem verið hefur í húsnæði hans í Bankastræti muni m.a. flytja í nýja húsnæðið, en að í ljósi samruna Islandsbanka og FBA verði öll húsnæðismál tekin til skoðunar. Sigurveig sagðist ekki geta gefið upp hver áætlaður kostnaður vegna fram- kvæmdanna væri, þar sem fram færi lokað útboð. Hún sagði að 5 verktakafyrirtæki hefðu fengið útboðsgögn send á föstudaginn og að tilboðin yrðu opnuð 27. apríl. Garðyrkjustj órar gefa út leiðbeiningar um trjáumhirðu Misjafnt hvort reglur gilda um trjávernd Höfudborgarsvædið MISJAFNT er hvort sveit- arfélög hafa í gildi reglur um trjávernd eftir að ný byggingarreglugerð túk gildi 1998 en þá féll niður ákvæði hennar um trjá- vernd. Garðyrkjustjórar hafa gefið út bækling til að veita fræðslu og upp- lýsingar um ýmislegt sem lýtur að gróðursetningu, umönnun og verndun trjáa. Björn Hilmarsson, garð- yrkjustjóri í Hafnarfirði og formaður samtaka garð- yrkjustjóra og umhverfis- stjóra sveitarfélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið að fram til 1998 hefðu tré eldri en 40 ára eða hærri en 4 metrar verið vernduð með byggingarreglugerð og samþykki sveitarstjórna áskilið fyrir því að þau fengjust felld. Eftir breyt- ingu á byggingar- reglugerðinni árið 1998 hefði sú staða komið upp að fólk hefði getað fellt tré að vild. Björn sagði að nokkur sveitarfélög hefðu gert bæjarsamþykktir til að taka á þessum málum „en okkur fannst rétt að gefa út bækling til leið- beiningar og ráðgjafar fyr- ir almenna borgara," sagði Björn. Hann sagði leiðbeining- arnar tækju m.a. á því hvar rétt væri að staðsetja tré á lóð, m.a með tilliti til reglna um að gróður við lóðarmörk megi ekki vera hærri en 1,50 metrar án samþykkis nágranna og að tré, sem verða hærri en sex metrar, eigi að gróðursetja í a.m.k. 3 metra fjarlægð frá mörkum samliggjandi lóða. Björn sagði að varðandi umhirðu gróðurs væri lögð áhersla á að bæjarfélagi væri heimilt að fjarlægja þann hluta trjáa sem vex út fyrir lóðamörk á kostnað lóðarhafa byrgi tré þá út- sýn eða valdi hættu fyrir umferð. Morgunblaðið/RAX Félagar í samtökum garðyrlgu- og umhverfissljóra nutu góða veðursins í Hellisgerði í Hafnarfirði. Varðandi trjávernd sagði hann m.a. gefnar upplýsingar um að hverju þurfi að huga áður en ákveðið er hvaða tré á að fella eða grisja, hvaða tré væru talin verðmætust og svo framvegis. En á hverju flaska hús- eigendur helst varðandi trjágróður? „Það er um- hirðan,“ segir Björn. „Það er í lagi að vera með há- vaxnar aspir og sitkagreni en það kallar á umhirðu. Það er ekkert að því að taka ofan af öspunum og mjókka grenitré upp og klippa ofan af þeim. Okkur finnst að fólk eigi að fá fagmenn til að yfirfara garðinn og klippa trén á 2-4 ára fresti og halda sjálft í horfinu þess á milli.“ Björn sagði að í sumum smærri sveitarfélögum yrði bæklingurinn borinn út í öll hús en í öðrum yrði hann látinn liggja frammi þar sem húseigendur gætu nálgast hann. Morgunblaðið/RAX Fiskbúð Norðurbæjar í Hafnarfirði hefur verið rekin við Miðvang áratugum saman. Ibúar vilja fiskinn burt Hafnarfjördur ST JÓRN húsfélagsins íbúðar- eigenda í Miðvangi 41 í Hafn- arfirði hefur farið þess á leit við bæjairáð að það stöðvi hið fyrsta fiskvinnslu á 1. hæð fasteignarinnar. Fiskbúð hef- ur verið á götuhæð hússins um áratugaskeið en henni var lokað í fyrra. Ibúi í húsinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Morgunblaðið að í stað fiskbúðarinnar væri rek- ið í húsnæðinu fyrirtæki sem vinnur fisk og selur í aðrar búðir. „Það hefur verið ólykt og óþrifnaður af þessu og við hefðum helst viljað koma þessu út úr húsinu með góðu,“ sagði íbúinn. Fiskbúð í aldarfjórðung Hann sagði að sér væri sagt að fiskbúð hefði verið rekin í húsinu frá því það var byggt fyrir um það bil aldarfjórð- ungi. „En maður er ekki sátt- ur við ólyktina og óþrifnaðinn af því að manni finnst þetta ekki eiga heima í íbúðarhús- næði í dag.“ íbúinn sagðist hins vegar telja víst að rekstraraðilinn hefði öll til- skilin leyfi í lagi. Hann sagðist aðspurður ekki vilja segja að þrifnaði hefði hrakað eða ólykt aukist undanfarið. I samtalinu kom fram að tvö húsfélög eru í húsinu, fé- lag íbúðareigenda og sameig- inlegt húsfélag eigenda íbúð- ar- og atvinnuhúsnæðis. Það er aðeins félag íbúanna, sem sent hefur bæjarráði erindið. „Um húsið berst ólykt, ang- andi fisklykt leikur um vit fólks sem fram hjá gengur og óþrifnaður er í kringum þenn- an rekstur, hurð og gluggar útslett, merkingar utan á staðnum sólalegar og lausfest- ar. Angrar þetta okkur eig- endur hússins mjög. Þar fyrir utan gæti þetta rýrt verðgildi eignarinnar og dregið úr möguleikum okkar á sölu. Þess er óskað að bæjarráðið bregðist skjótt við og beiti sér fyrir stöðvun fiskvinnslunnar og viðeigandi úrbótum okkur til handa,“ segir í bréfinu. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi í síðustu viku og vísaði þvi til heilbrigðisnefndar. Heilbrigðisnefnd hafði ekki borist erindið í gær, að sögn Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra en hann hafði frétt að erindið væri á leiðinni. „Þarna hefur verið fiskbúð í áraraðir en við vitum ekki undan hverju fólkið er að kvarta," sagði Guðmundur. Hann sagði að málið yrði skoðað um leið og erindið bærist. Leyfi fengist ekki í dag Guðmundur var spurður hvort það tilheyrði ekki liðn- um tíma að velja fiskbúðum stað í íbúðarhúsnæði og hann sagði að í dag fengist ekki leyfi fyrir slíkan rekstur í nýju húsnæði. „En það er ekki sjálfgefið að fiskbúð geti ekki verið áfram í húsnæði þar sem hún er búin að vera áratugum saman þótt það berist kvart- anir,“ sagði Guðmundur. Speimustöðvarhúsið við Austurbæjarskóla er notað sem geymsla Óhætt að byggja ofan á húsið Austurbær SPENNISTÖÐIN sunnan við Austurbæjarskóla, þar sem fyrirhugað er að reisa um 400 fermetra skólahúsnæði, er ekki í notkun, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur, heldur er spennustöðvarhúsið notað sem geymsla fyrir Orkuveit- una. Fram hafa komið rann- sóknir sem sýnt hafa fram á að nálægð við spennustöðvar geti aukið hættu á ýmsum sjúkdómum. Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir sagði að ekkert hefði verið sannað í þeim efnum og að þar sem spennustöðin við Austur- bæjarskóla væri ekki í notkun stafaði engin hætta af því að byggja ofan á hana, engin heilsufarsleg vandamál myndu skapast við slíkt. Þess má geta að Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur fer yfir allar teikningar sem lagðar eru til samþykktar hjá bygg- ingarfulltrúa og er þar m.a. farið yfir þætti sem taldir eru geta verið heilsuspillandi. Ef byggingin verður sam- þykkt af borgaryfirvöldum er ráðgert að taka hana í notkun um næstu áramót, en mjög þröngt er orðið um nemendur í Austurbæjarskóla þar sem þeim hefur fjölgað um 20% á síðustu 4 árum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirhugaö er að reisa 400 fermetra skólahúsnæði ofan á spennustöðvarhúsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.