Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yoshira Mori, nýr forsætisráðherra Japans Sagður reynslulaus í utanríkismálum Tókýtí. AP. AFP, Reuters. Reuters Yoshiro Mori hneigir sig í þingsal neðri deildar japanska þingsins í gær eftir að þingmenn höfðu samþykkt hann sem nýjan forsætisráðherra. við Vladimir Pútín, nýkjörinn for- YOSHIRO Mori var í gær kjörinn nýr formaður Frjálslyndra demó- krata í Japan og í kjölfarið sam- þykktu báðar deildir japanska þingsins skipun hans í embætti nýs forsætisráðherra landsins. Skipun Moris bar brátt að og var ástæðan skyndileg veikindi Keizo Obuchi sem enn liggur milli heims og helju á sjúkrahúsi eftir heilablóðfall á sunnudag. Síðar í gær sóru Mori og ríkis- stjóm hans embættiseið að viðstödd- um Akihito Japanskeisara. Engar breytingar hafa verið gerðar á ríkis- stjórninni aðrar en að nýr forsætis- ráðherra hefur tekið við. Mori er 62 ára að aldri og hefur þrívegis gegnt ráðherrastöðu í ríkis- stjóm Japans. Hann er sagður til- heyra íhaldsamari armi Frjálslyndra demókrata. Fjölmiðlar og almenn- ingur í Japan virðist hafa nokkuð blendna afstöðu til Moris. Hann þyk- ir vera óheflaður og hefur hingað til ekki verið talinn til þungavigtar- manna í japönskum stjómmálum. Hann hefur á sér orð fyrir að kunna ekki að gæta tungu sinnar og hafa yfírlýsingar hans sumar hverjar ver- ið umdeildar. Á níunda áratugnum var hann orðaður við hneykslismál sem þá komu upp í japönskum stjómmálum. Japanska dagblaðið Mainichini Shimbun birti í gær nokkur ummæli sem Mori hefur látið falla á ferli sín- um. Fyrr á þessu ári ollu ummæli hans um sjúkdóminn eyðni reiði FAÐIR kúbverska flóttadrengsins Elians, sem dvelst hjá ættingjum sín- um á Flórída, hefur hafnað boði bandarískra stjómvalda um að fá að koma til Bandaríkjanna við fimmta mann. Bandarísk stjómvöld hafa þegar gefið út vegabréfsáritun fyrir föður Elians, Juan Miguel, konu hans, ungan son þeirra, frænku Eli- ans, lækni sem hefur stundað Elian og bamfóstra. Sjónvarpsstöð á Kúbu birti seint á þriðjudagskvöld tilkynningu frá fóð- ur Elians þar sem hann segist annað hvort munu koma einn síns liðs eða í fylgd 22 samferðamanna. Ekki kom fram hvers vegna Juan Miguel hefði meðal margra Japana. Mori rifjaði upp þegar hann var fyrst í framboði til þings með þessum orðum: „Ég ferðaðist um og kynnti framboð mitt og þegar ég heilsaði bændum úr bíl mínum, hlupu þeir heim á bæi. Mér leið eins og eyðnisjúklingi." Ummæli Moris í tengslum við hinn svokallaða 2000-vanda þóttu einnig óheppileg. Hann sagði að þegar ótti við bilanir í tölvukerfum heimsins hefði komið upp fyrir síðustu áramót hefðu Jap- anar birgt sig upp af matvælum og öðram vistum. „Bandaríkjamenn sett fram þessi nýju skilyrði en ýmsir telja að yfirlýsingin sé liður í pólitísku sjónarspili sem stjómvöld á Kúbu standi á bak við. „Við leggjum allt kapp á að finna lausn á málinu svo að Juan Miguel geti komið hingað til Bandaríkjanna og sótt drenginn sinn svo fijótt sem auðið er,“ sagði fulltrúi kúbverskra stjómvalda 1 Washington í gær. Reynt að fínna lausn Ættingjar Elians á Miami í Flórída vilja leyfa drengnum að dvelja áfram hjá sér en bandarísk yfirvöld hafa gefið út skipun um að hann skuli sendur aftur til Kúbu. Hefur spunnist keyptu byssur og skotvopn. Ef alls- heijarbilun verður þar fara glæpa- menn og morðingjar á kreik. Banda- ríkin eru þess konar samfélag," er haft eftir Mori. Reynsluleysi í utanríkismálum Fjölmiðlar hafa látið í Ijósi áhyggjur af reynsluleysi Moris á sviði utanríkismála, sem munu taka mikið rúm í störfum hans sem for- sætisráðherra fyrstu dagana. Meðal annars þarf hann að fara til fundar hápólitísk deila vegna málsins en ætt- ingjamir neita að afhenda banda- ríska innflytjendaeftirlitinu drenginn og mjög skiptar skoðanir era meðal bandarískra ráðamanna um hvort vísa eigi honum úr landi. Fulltrúar innflytjendaeftirlitsins hafa undan- fama daga átt í samningaviðræðum við ættingja Elians um lausn deilunn- ar og hefur næsti fundur verið boðað- seta Rússlands, síðar í þessum mán- uði. Samskipti Rússa og Japana era að mörgu leyti erfið vegna deilna um Kúril-eyjar, sem liggja í hafinu skammt norður af Japanseyjum. Rússar hafa haft yfirráð yfir eyjun- um frá lokum seinni heimsstyrjaldar en Japanar gera tilkall til þeirra. Vegna deilnanna um Kúrileyjar hafa ríkin enn ekki gert með sér formlegt friðarsamkomulag. Mori þarf einnig að stýra fundi G8-ríkjanna sem haldinn verður í Japan í júlí og þar að auki bíða mörg aðkallandi verkefni úrlausnar innan- lands. Talið er að Mori muni halda áfram þeim umbótum sem fyrir- rennari hans beitti sér fyrir í efna- hagsmálum og á stjórnsýslu lands- ins. Mori sagði sjálfur í gær að stærsta verkefnið sem við honum blasti væri að rétta efnahag landsins af eftir erfiðleika undanfarinna ára. Talið er líklegt að þingkosningum í Japan verði flýtt og þær haldnar jafnvel strax nú í vor í stað þess að fara fram næsta haust. Stjórnarand- stöðuflokkar era taldir vilja láta reyna á stuðning Moris meðal þjóð- arinnar fljótlega en einnig er hald manna að Frjálslyndir demókratar kunni að vilja nýta sér samúð al- mennings í Japan vegna veikinda Obuchis. Hefur m.a. verið minnt á að flokkurinn vann stjórsigur í kosning- um árið 1980 sem haldnar vora að- eins 10 dögum eftir andlát forsætis- ráðherra landsins, Masayoshi Ohira. ur á fimmtudag. Landflótta Kúbverj- ar sem búsettir era í Flórída hafa hótað að neita allra ráða til að hindra að starfsmenn innflytjendaeftirlitsins geti numið drenginn á brott með sér. Elian komst lífs af þegar bátur með hópi flóttamanna frá Kúbu, þeirra á meðal móður hans, fórst í hafinu út af Flórídaskaga í nóvember síðastliðnum. Bresk kjarnorku- mál á glámbekk HÁLEYNILEG skjöl um áætlanir bresku stjórnarinnar í kjarnorkuvopnamálum fund- ust nýlega á götu í Berkshire, skammt frá London, eða úti fyrir Aldermaston-kjarnorku- vopnasmiðjunni. Er þetta þriðja öryggismálahneykslið á skömmum tíma en í síðasta mánuði töpuðu leyniþjónust- urnar tvær í landinu hvor sinni fartölvunni. Voru í annarri upplýsingar um Norður-írl- and, að vísu dulkóðaðar, og í hinni ýmislegt um þjálfun leyniþjónustumanna. Hefur breska varnarmálaráðuneytið hafið rannsókn á skjalafundin- um í Berkshire en vill ekki gera mikið úr upplýsingunum í þeim, segir, að flest í þeim hafi áður komið fram. Dýrkeypt hótun ROY Santamaria, rúmlega þrítugur Ástrali, var dæmdur í gær í þriggja ára fangelsi fyrir að ógna öryggi flugfarþega og áhafnar. Hafði hann hótað að opna dyr á flugvél, sem var í áætlunarflugi á milli Melbour- ne og Perth í nóvember sl. Hafði hann gerst sekur um sams konar afbrot 1998 en þá fengið skilorðsbundinn dóm. Vonast er til, að dómurinn verði öðrum víti til varnaðar. „Blaðamað- ur aldarinn- ar“ DEEDES lávarður eða W F Deedes eins og lesendur The Daily Telegraph þekkja betur hefur verið kjörinn „blaða- maður aldarinnar" í Bretlandi af OJdie-tímaritinu. Deedes hóf blaðamennskuferil sinn 17 ára gamall er hann skrifaði um kaðalgaldurinn hjá indversk- um fakírum og enn er hann með sinn dálk og sínar erlendu fréttir tæplega 87 ára að aldri. Á sínum tíma skrifaði hann mikið um Abysseníumálin, um afsögn Játvarðs konungs og Chamberlain og nú að undan- förnu um Kosovo. Segja má, að hann hafi verið í sviðsljósinu eða á vettvangi helstu stórat- burða í meira en hálfa öld. Saka Banda- ríkjamann um njósnir RÚSSAR tilkynntu í gær, að þeir hefðu handtekið banda- rískan borgara og samstarfs- mann hans og væru þeir báðir grunaðir um njósnir. Var Bandaríkjamaðurinn ekki nefndur á nafn en sagt, að hann væri yfirmaður einkafyr- irtækis, sem hefði áður starfað fyrir bandarísku leyniþjónust- una, CIA. Rússinn var sagður hertæknisérfræðingur. Hefði Bandaríkjamaðurinn komið sér í kynni við rússneska vís- indamenn í því skyni að fá hjá þeim upplýsingar um ríkis- leyndarmál. Bandaríska send- iráðið í Moskvu kvaðst engar upplýsingar hafa um þetta mál í gær. Mjög efldar árásir á rússneska herinn f Suður-Tsjetsjnfu Skæruliðar tóku 9 fanga af lífi Moskvu. Reuters. SKÆRULIÐAR í Tsjetsjniu sögðu í gær að þeir hefðu tekið af lifi níu rússneska hermenn. Höfðu þeir áður boðist til að skipta á þeim og rússnesk- um foringja sem sakaður er um að hafa nauðgað og myrt tsjetsjneska stúlku. Kom þetta fram á vefsíðu skæraliða en áður hafði verið haft eftir rússneskum embættismanni, að aldrei hefði komið til greina að fallast á skiptin. Vora hermennirnir í hópi rússneskrar sérsveitar, sem skæraliðar sátu fyrir við Zhani Vedeno í síð- ustu viku. Féllu þá 43 hermenn.Tsjetsjenamir sögðu að fangamir hefðu verið teknir af lifi í birt- ingu í gærmorgun og buðust þeir til að skipta á lík- unum og særðum, tsjetsjneskum föngum. Sögðu þeir einnig að Rússar bæra alla ábyrgð á aftökun- um þar sem þeir hefðu neitað að afhenda Tsjetsj- enum „hundinn“ Júrí Búdanov, það er að segja fyrrnefndan, rússneskan foringja. Rússar segjast raunar efast um að hermennirn- ir níu hafi verið á lífi í fyrradag. Segjast þeir hafa hlerað fjarskipti á milli tsjetsjnesks skæruliðafor- ingja og arabísks málaliða og af þeim hafi mátt ráða að mennimir hafi verið líflátnir um síðustu helgi. Skæraliðar hafa verið að auka árásir sínar á rússneska hermenn í fjöllunum í Suður-Tsjetsjníu og hafa Rússar gripið til j.sérstakra aðgerða" þar eins og þeir kalla það. Á þessum slóðum getur hvarvetna að líta sundursprengda skriðdreka og önnur hertól síðan í Tsjetsjníustríðinu 1994-’96. Deilan um kúbverska flóttadrenginn Faðir Elians setur fram nýjar kröfur Miami. AFP. Reuters „Biðjið fyrir EIian,“ stendur áþessum spjöldum sem kúbverskir innflytj- endur í Bandaríkjunum hafa stillt upp við heimili ættingja drengsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.