Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 35 Klónun fóstur- vísa leyfð á næstunni? London, Parfs. AP, AFP, Daily Telegrapli. BÚAST má við að ríkisstjórn Bretlands samþykki á næstunni klónun fósturvísa manna að því er dagblaðið Daily Telegraph hafði eftir ónafngreindum heim- ildarmanni fyrr í vikunni. Að sögn blaðsins munu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar mæla með að klónun fósturvísa í vísindalegum tilgangi verði leyfð þar sem lækn- isfræðilegur hagnaður sé um- talsverður. Nefnd sérfræðinga undir for- ystu læknaprófessorsins Liam Donaldson kynnir ríkisstjórninni niðurstöður skýrslu sinnar síðar í þessum mánuði. Heimildamaður Daily Telegraph segist búast við að ríkisstjórnin samþykki tillögur nefndarinnar. Lögum um klónun verði því breytt í kjölfarið og klónun í rannsóknarskyni heimil- uð svo að endurskapa megi vefi líkamans. Breska heilbrigðisráðuneytið hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fregnir að sögn AP-frétta- stofunnar, en talsmaður ráðu- neytisins sagði ekki hafa verið gengið frá skýrslu nefndarinnar sem verði kynnt ríkisstjórninni að nokkrum vikum liðnum. „Allar frásagnir af því hvað ríkisstjórnin ætlar sér að gera eða hvað muni gerast eru ótímabærar og byggja á getgátum," sagði talsmaðurinn. Klónun manna er bönnuð í Bretlandi, en að sögn Daily Tele- graph snúa hugmyndir nefndar- innar að þvf að leyfa vissar und- anþágur á banninu. Klóna megi þannig fósturvísa manna og láta þá þroskast í hálfan mánuð svo visindamenn geti náð prufu af stofnfrumum fósturvísisins. En stofnfrumur eru þær frumur sem bein, lungu og aðrir vefír líkam- ans þróast út frá og er það trú vfsindamanna að rækta megi stofnfrumur og láta þær þróast yfír í ákveðna vefi, frumur eða jafnvel líffæri. Fræðilega hefði slík ræktun í fór með sér að klóna mætti fóst- urvísi einstaklings, rækta stofn- frumur byggðar á hans gena- mynstri og sigrast á þeim vanda sem verður er ónæmiskerfi líkam- ans hafnar vefjum við líffæra- ígræðslu. Siðferðileg vandamál Þótt vísindamenn séu duglegir við að benda á kosti klónunar eru siðferðilegu vandamálin ekki síð- ur þekkt, en andstæðingar klón- unar benda m.a. á að klónun mannsvefja sé aðeins eitt skref í átt að klónun manna. Daily Tele- graph kveður hins vegar ráð- herra bresku stjórnarinnar hafa hug á að auka umræður um klón- un til að vekja athygli á þeim mun sem sé á klónun fósturvísa og klónun mannveru. „Möguleikarnir eru fjölmargir. Þetta kann að gera okkur fært að græða hjartavöðva eða beinmerg og mannkyninu stafar ekki ógn af þessu. Það er of snemmt að segja til um hvort þetta reynist mögu- legt, en verði rannsóknirnar bannaðar þá vitum við það aldrei," sagði heimildamaður Daily Telegraph. Nokkrar þjóðir velta því þegar fyrir sér hvort leyfa beri klónun fósturvísa og hefur AFP-frétta- stofan eftir Jacques Montagut, hjá siðfræðistofnun Frakklands, að veiti Bretar leyfí til klónunar þá muni það hvetja aðrar þjóðir til að fylgja í kjölfarið. Fujimori spáð sigri STUÐNINGSMENN Albertos Fujimoris, forseta Perú, efndu til kosningafundar á þriðjudag í borginni Chiclayo sem er 660 kílómetrum norð-vestur af höfuð- borginni Lima. Skoðanakannanir benda til sigurs Fujimoris í for- setakosningum sem fram fara í landinu á sunnudaginn kemur. Hinna látnu minnst á Netinu Peking. The Daily Telegraph, AFP. HUNDRUÐ þúsunda Kínverja hafa heimsótt nýtt vefsetur sem gefur þeim kost á að reisa svokallaða „minningarsali" á Netinu til að minnast látinna skyldmenna. Margir velmenntaðir Kín- verjar búa fjarri átthögum sín- um og geta því ekki farið að gröfum forfeðra sinna og skyld- menna í tilefni af Qing Ming- deginum sem er í dag. Kínverj- ar fara þá að gröfunum til að hreinsa þær og minnast hinna látnu. Nýja vefsetrið leysir þetta vandamál því íbúar borganna geta nú reist eigin „sali“ á Net- inu, sett þar upp myndir, Ijóð, minningarorð og stutt tónlist- arbrot. Gestir geta einnig kveikt á kertum og lagt blóm í salina. Rúmlega 1.000 salir hafa þegar verið reistir og vefsetrið fékk 300.000 heimsóknir fyrstu dagana. Yfirvöld í Shanghai tilkynntu í gær að þau hygðust koma upp samskonar vefsetri í júní til að leysa annað vandamál - skort á landi fyrir grafreiti borgar- búanna. 100.000 Shanghai-búar eru bornir til grafar á ári hverju og ef svo fer fram sem horfir verður ekkert rými fyrir fleiri grafir eftir sex ár. Markmiðið með vefsetrinu er að hvetja borgarbúana til að brenna líkin og láta nægja að minnast hinna látnu á Netinu. Sveiflurnar á Nasdaq-markaðnum Gætu gert fjárfesta kröfuharðari Reuters Þýskur verðbréfamiðlari fylgist með verð- falli hlutabréfa í KauphöIIinni í Frankfurt í gær. DAX-hlutabréfavfsitalan féll um 4%. San Francisco. AFP. MIKLAR sveiflur undan- farna daga á Nasdaq- hlutabréfamarkaðnum bandaríska eru sagðar geta verið viðvörun til há- tæknifyrirtækja um að þau verði að sýna að þau eigi skilið miklar hækkan- ir síðustu mánaða ef þau hyggist laða áfram að sér fjárfesta. Vísitala Nasdaq er miðuð við þúsundir há- tæknifyrrtækja en hin vísitalan, Dow Jones, mið- ast við verð á 30 stórfyrir- tækjum, meðal annars fjármálastofnunum og verslanakeðjum. „Fjárfestar eru loksins að átta sig á því að ekki er víst að allt sem er með dot.com á eftir heitinu sé endilega líklegt til að sýna hagnað,“ sagði Gregory Slayton, forstjóri mark- aðsfyrirtækisins Click- Action í Kísildalnum svo- nefnda í Kaliforníu. Hann sagðist telja að nú myndu menn almennt leita á vit raunveru- leikans. Ymsir hafa að undanförnu fullyrt að væntingar um hagnað tæknifyrirtækja á sviði netsam- skipta og í líftækni geti vart staðist. Sérfræðingar segja að mörg netfyr- irtæki í Kísildal muni framvegis verða að berjast hart um peninga fjárfesta á markaðnum. Að sögn Slaytons geta fyrirtæki sem bíða of lengi með að fara á markað til að útvega aukið fjármagn lent í ógöngum. Ef fyrirtæki verði fjárvana sé það ef til vill merki um að stjórnendur þess hafi ekki gætt sín og hafist handa nógu skjótt, einnig geti verið að samkeppnin sé of hörð. Sum fyrirtæki noti sér þá þrautalendingu að taka rekstrarlán á afar slæmum kjörum sem geti orð- ið vítahringur og endað með skelf- ingu. Sum netfyrirtæki, sem enn eiga eftir að sýna hagnað, nota þá aðferð að sögn sérfræðinga að hasla sér völl á nýju sviði eða kaupa sig inn á ný svið. Þannig fái fjárfestar og verðbréfaráðgjafar á tilfinning- una að fyrirtækið sé enn sem fyrr þróttmikið og framsækið þótt arð- semin láti á sér standa. Amazon.com hafi til dæmis keypt Toolcrib.com og sé nú farið að selja tæki auk bókana. John Roberts hjá fjárfestingar- fyrirtækinu A.G. Edwards Sons í San Jose segir að stundum dæli at- vinnufjárfestar auknu fé í hátækni- fyrirtæki sem ekki hafi sýnt arð og sé þá vonast til að með því að halda því áfram á floti sé hægt að tryggja verðgildi bréfanna. SKÓSPRENGJA ÁRMÚLA 23 Ótrúlegt verð • frá 995 Skór frá Skæði og Skóverslun Kópavogs Opið frá kl. 12 -18 mánud. - föstud. og 10 -16 lauard.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.