Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Námskynning 2000 A sunnudaginn gefst þeim nemendum sem hyggja á háskólanám næsta vetur gott tækifæri til að kynna sér námsframboð hérlendra háskóla á komandi skólaári Að velja sér framtíðarbraut II • Fjarnám orðið raunhæfur kostur í háskólanámi • Nám á háskólastigi verður sífellt fjölbreyttara Sunnudaginn 9. apríl nk. munu níu skólar á háskóla- stigi hérlendis standa fyrir kynningu á starfi skólanna og því námi sem þar er boðið upp á. Kynningin fer fram í aðalbyggingu Háskóla íslands og í Odda við Suður- götu. Einnig verður kynning á starf- semi Tónlistarskólans í Reykjavík í húsnæði skólans, Skipholti 33. Námskynning 2000 hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Auk fræðslu um skólana verða bæði veit- ingar og skemmtiatriði í boði fyrir áhugasama og verðandi háskóla- nema, en allir eru velkomnir. Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi mun taka þátt í námskynningunni og standa fyrir umræðufundi kl. 14 í stoíú 101 í Odda og velta upp spurn- ingunni: Er vit í verk- og taekni- menntun? I gær var fjallað um Kennarahá- skóla Islands og Háskóla íslands, en nú verður fjallað um Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri, Listaháskól- ann, Samvinnuháskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, Tónlistarskólann í Reykjavík og Tækniskóla íslands. Kynning á námi Syddansk háskólans í Oðinsvéum Á NÁMSKYNNINGU skóla á háskólastigi sem haldin verð- ur þann 9. apríl n.k. kl. 13.00- 17.00 í Háskóla Islands mun Syddansk Universitet í Óðins- véum í Danmörku kynna nám skólans og aðstæður fyrir há- skólastúdenta í Danmörku. Þar verða staddir þeir Lars Jörgensen lektor í viðskipta- fræðum við skólann og verk- fræðineminn Páll Daníel Sig- urðsson. Kynningin verður í aðalbyggingu Háskólans. Lars Jörgensen mun sitja fyrir svörum varðandi nám í skól- anum, kennsluna sjálfa og að- stæður nemenda til náms. Páll Daníel sem stundar nám við skólann mun kynna allar að- stæður fyrir nemendur í skól- anum s.s. stúdentagarða og aðra þjónustu við nemendur. Hann mun einnig segja frá fjölbreyttu félagslífi við skól- ann, sameiginlegum kaffistof- um, veitingastöðum og sam- tökum stúdenta. Þeir Lars Jörgensen og Páll Daníel Sigurðsson eru einnig hingað komnir til að heim- sa:kja verktakafyrirtækið Eykt h.f., en Páll er um þessar mundir að vinna lokaverkefni sitt er fjallar um framtíðar- stefnumótun og gæðahandbók fyrirtækisins. Frekari uplýsingar um skól- ann má finna á vefslóðinni www.sdu.dk Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson k<\l \ '' í r - Æj&k WSíMwiWá p-;. t&M (j -..'f L»_ • •' ■< v,- \ i' Ji’ - ■*}•' 'í ‘[ ^Ajíw-vfv' e *. ?.v ’ , ^ Háskólinn á Akureyri Kennt víða um land með fj ar fundabúnaði HÁSKÓLINN á Akureyri var stofn- aður 5. september 1987 og er vís- inda- og fræðslustofnun með öfluga tengingu við atvinnulífið. I háskólanum er heilbrigðisdeild með hjúkrunar- og iðjuþjálfabraut auk meistaranáms í hjúkrunarfræð- um í samvinnu við Háskólann í Man- chester á Englandi. Þá er kennara- deild með grunnskóla- og leik- skólabrautir, nám til kennslu- réttinda og sérskipulagt nám til B.Ed.-gráðu íyrir leikskólakennara, auk 30 eininga náms í almennum hugvísindum (nútímafræðum) og meistaranám. I rekstrardeild er rekstrarfræðibraut, sem m.a. leggur áherslu á ferðaþjónustu, markaðs- fræði og stjórnun og tölvu- og upp- lýsingatækni. Einnig er sjávarútvegsdeild með sjávarútvegsbraut og matvælafram- leiðslubraut. I öllum deildum Há- skólans á Akureyri er að fínna náms- braut eða brautir sem eru sérstakar fyrir þær sakir að þær eru ekki í boði í öðrum íslenskum háskólum. Háskólinn á Akureyri hefur að sögn Sólveigar Hrafnsdóttur, deild- arstjóra námsráðgjafar- og kynning- arsviðs skólans, staðið í fararbroddi íslenskra háskóla hvað varðar fjar- kennslu og notkun nýrrar tækni í því sambandi. Mest af þeirri kennslu fer fram með gagnvirkum fjarfundabún- aðj, þannig að kennt er samtímis t.d. á ísafírði, Egilsstöðum og Akureyri. Nemendur í fjarnámi hafa því sömu möguleika og heimanemar til að hafa samband við kennarann. Með þess- ari tækni er einnig hægt að fá kennslu til háskólans bæði frá inn- lendum og erlendum háskólum. Fjarkennsla í hjúkrunarfræði hófst á ísafirði haustið 1998 og sömuleiðis kennsla í rekstrarfræðum á Austurlandi. Haustið 1999 bættist við kennsla í hjúkrunarfræði á Egils- stöðum og sama haust hófst kennsla í ferðamálafræðum í samvinnu við Háskóla Islands. Þá mun verða fjarkennd hjúkrun- arfræði í Reykjanesbæ á hausti kom- andi og leikskólakennaranám verður fjarkennt á nokkrum stöðum á land- inu samkvæmt samningi við viðkom- andi sveitarfélög og fræðslumið- stöðvar. Nýjungar haustið 2000 Nýjungar í námsframboði háskól- ans haustið 2000 eru einkum í kenn- aradeild. Boðið verður upp á 30 ein- inga nám í almennum hugvísindum (nútímafræðum) sem er inngangur að námi í hugvísindum á háskóla- stigi. Námsbrautin er þróunarverk- efni í fjarkennslu sem unnið er í sam- vinnu við Háskóla íslands. Námið verður aðgengilegt öllum lands- mönnum sem aðgang hafa að fjar- fundabúnaði og þaðan sem mynda má minnst fimm nemenda hóp. Þema námsbrautarinnar eru til- drög og eðli nútímans. Reynt verður að þjálfa þann hæfileika hjá nemend- um að finna samhengi í hlutum og hugtökum og skyggnst verður vítt um gáttir í mannlegum fræðum. Á námsbrautinni er ennfremur ætlun- in að kenna aðferðafræðilegan bakgrunn til frekara háskólanáms. Stefnt er að því að námið verði fyrir- fram metið sem 30 eininga auka- grein eða kjörsvið í öðrum háskólum í landinu sem fást við kennslu hug- vísinda. Listaháskóli íslands Æðri menntun á sviði listgreina HLUTVERK Listaháskólans er að sinna æðri menntun á sviði list- greina, vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um listir og menningu til almennings. Frá og með haustinu 2000 mun skól- inn starfa í tveimur deildum; mynd- listardeild og leiklistardeild, og stofnun tónlistardeildar er í undir- búningi. Að kennslu við skólann koma bæði innlendir og erlendir listamenn, hönnuðir og listfræðingar auk fag- fólks með tækni- og verkþekkingu á ýmsum sviðum, að sögn Helgu Pál- ínu Brynjólfsdóttur hjá Listaháskól- anum. Nám í myndlistardeild til BA- gráðu er 90 einingar og greinist í myndlistarsvið og hönnunarsvið. Námið tekur 3 ár og því lýkur með lokaverkefni (sýningu) og BA-rit- gerð. Á myndlistarsviði er gefinn kostur á almennu myndlistamámi, en nemendur geta valið sérhæfingu á öðru og þriðja námsári með áherslu á tvívíða myndlist, þrívíða myndlist og/eða nýja listmiðla, tíma- tengda list. Á hönnunarsviði gefst kostur á námi í grafískri hönnun annars vegar og form- og vöruhönn- un hins vegar. Áhersla er lögð á að kenna hönnun sem sérstaka aðferð til að svara þörfum og stuðla að ný- sköpun. Rétt til að sækja um nám í mynd- listardeild hafa þeir sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu námi með a.m.k. 35 framhaldsskólaeining- um í myndlist og/eða hönnun. Þeir sem ekki uppfylla þessar kröfur koma því aðeins til greina að þeir geti sýnt fram á einstaka og óvenju- lega hæfileika á því sviði sem þeir sækja um og meta má til jafns við það nám sem á vantar. Umsóknar- frestur fyrir næsta skólaár rennur út 5. maí. í leiklistardeild er kennt 120 ein- inga nám til fyrstu háskólagráðu og er námstíminn 4 ár. Rétt til að sækja um nám í leiklistardeild hafa þeir sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Sérstök inntöku- nefnd velur nemendur eftir framrni- stöðu á inntökuprófum. Næstu inn- tökupróf verða vorið 2001 fyrir þá nemendur sem hefja nám þá um haustið. Endurmenntun fyrir starfandi listamenn og almenning Við skólann er sérfræðibókasafn sem tengist þeim fræðum sem stunduð eru innan skólans. Enn- fremur starfar við skólann sérstök fræðsludeild, Opni listaháskólinn, sem er sérstök stofnun innan Lista- háskólans. Þar fer fram sí- og endur- menntun fyrir starfandi listamenn og almenning á sviði lista og hönnun- ar. Skipulögð eru námskeið og há- degisfyrirlestrar tvisvar í viku og eru þeir öllum opnir. Opni listahá- skólinn mun í framtíðinni leggja sér- staka áherslu á námskeiðahald í tölvu-og upplýsingatækni fyrir lista- menn, hönnuði og almenning. Við gerð áætlana um uppbyggingu Listaháskólans er lagt til grundvall- ar að starfsemi hans flytjist á einn stað og búnaður verði í samræmi við umfang skólastarfsins. Skólanum er ætlað að vera vettvangur listum- ræðu og rannsókna í lifandi tengsl- um við almennt menningarlíf í land- inu. Markmið kennslunnar eru að skerpa sköpunargáfu nemandans, efla víðsýni hans og þekkingu, þjálfa listtækni og leikni og byggja upp starfskunnáttu. Listaháskólinn er aðili að nem- endaskiptaáætlunum Nordplus og Erasmus/Socrates og samstarfs- samningi innan Cumulus, sem er net hönnunarskóla í Evrópu. Þá á skól- inn í samstarfi við á sjöunda tug er- lendra listaháskóla og eru þar á með- al margir fremstu skólar á sviðum lista í Evrópu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.