Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 39

Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 39 LISTIR Dulúð og munúð í norðri og suðri TOJVLIST Salurinn í Kópavogi SÖNGTÓNLEIKAR Ásgerður Júníusdóttir og Jónas Ingimundarson. Norræn sönglög eftir Merikanto, Kilpinen, Rang- ström, Nielsen og von Koch. Spænskir söngvar eftir Enrique Granados og Femando Obradors. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. ÞAÐ var mikil stemmning í Salnum í Kópavogi fyrir tónleika Ásgerðar Júníusdóttur og Jónas- ar Ingimundarsonar á þriðjudags- kvöldið, og greinilegur spenning- ur meðal tónleikagesta að heyra í söngkonunni. Ekki man ég eftir að hafa heyrt í Ásgerði lengi og eflaust má líta á þessa tónleika sem debút eftir langt nám. Efnis- val tónleikanna var sérstaklega áhugavert; annars vegar norræn sönglög og hins vegar spænsk, flest ef ekki öll samin á fyrri hluta aldarinnar. Nánast ekkert af þessum lögum tilheyra því sem kalla mætti standarda meðal norrænna eða spænskra sönglaga; allt forvitnileg tónlist og fersk vegna þess hve sjaldheyrð hún er. Það var mikil ánægja að heyra í Ásgerði Júníusdóttur. Rödd henn- ar er mjög sérstök og falleg; mezzósópranrödd með óvenju dökkan lit. Röddin er líka mjög hljómmikil og raddsviðið stórt. Sjaldan heyrir maður jafn glæsi- lega rödd á neðsta raddsviði og Ásgerður hefur; miðsviðið er bjartara en þó þétt með góðum stuðningi. Efsta raddsviðið er hljómmikið en einnig viðkvæmast. Herslumun vantar á að þessi raddsvið renni saman í eina heild; eina heilsteypta rödd; - þau eru enn of ólík og vinna eftir við að slípa samskeytin. Þetta er vinna sem allir söngvarar glíma við og hefur svosem ekkert með tónlist að gera, heldur tækni við radd- beitingu. Það sem Ásgerður Jún- íusdóttir á hins vegar í pússi sínu eru túlkunarhæfileikar og mikil músikgáfa. Hvert einasta lag á tónleikunum bar þessu vitni. Lög- in voru öll vel og vandlega unnin, hvert atriði í túlkun úthugsað þannig að heildarsvipurinn var í senn fagmannlegur en jafnframt með sterkt músíkalskt svipmót. Þessi hæfíleiki er ekki gefinn öll- um sem vildu hafa, og því fengur að því að hafa heimt slíka ágætis- söngkonu úr löngu tónlistarnámi. Og ekki er það verra þegar söngvari sýnir slíka dirfsku og smekkvísi í efnisvali. Norrænu lögin á efnisskránni voru eftir alla helstu snillinga á því sviði frá fyrri hluta aldarinnar, Finnana Oskar Merikanto og Yrjö Kilpinen, Svíana Ture Rangström og Sigurd von Koch og Danann Carl Nielsen. Sameiginlegt ein- kenni norrænu laganna var hæg- ferðug framvinda - dulúð og nátt- úrumystík. Þema í lagavalinu var nóttin í öllum sínum myndum; stjörnubjört nótt, ástarnótt, vor- nótt og óminnisnótt; - þetta var fallegur þráður undirstrikaður með mynd af óravíddum dimm- blárrar og stjörnubjartrar nætur í bakgrunni sviðsins. Norrænu lög- in voru hvert öðru betur sungið, en mest var spunnið í lög Ture Rangströms og Sigurds von Kochs. Jónas Ingimundarson var í glimrandi stuði og lék mjög vel. Hans stóru augnablik voru í sindrandi og seigfljótandi undir- spili lags Merikantos, Minningar; í dramatískum píanóleik í lagi Kilpinens um stjörnunóttina og í fiðrildisfimum leik í lagi Rang- ströms, Melodi. Lag Nielsens, Sænk kun dit Hoved, du Blomst, er algjör perla og flutningur Ás- gerðar og Jónasar var yndislegur. Mest þótti gagnrýnanda koma til þriggja laga Sigurðar von Koch, þar sem saman fóru fínar tónsmíðar og mjög falleg túlkun flytjenda. Neðsta raddsvið Ás- gerðar naut sín vel í fyrri lögun- um tveimur, en í þriðja laginu, um Villtu svanina, brast á með ólg- andi drama og tilfinningum, og Ásgerður og Jónas túlkuðu vel þessa örvæntingarþrungnu nótt í lífi ljóðmælandans. Eftir hlé var komið að Spán- verjunum, Enrique Granados og Fernando Obradors. í lögum þess fyrrnefnda úr Tonadillas fór Ás- gerður á kostum. Þessi tónlist er henni auðheyrilega kær og árang- urinn var skínandi performans, þar sem suðræn munúð og gleði voru í aðalhlutverkum. Lagið E1 tra la la y el punteado var frábær- lega flutt. I lögunum La maja dol- orosa sýnir Granados á sér allt aðra og dýpri hlið. Þar er við- kvæðið depurð í skugga ástar- sorgar. Síðustu lögin á efnisskránni voru sjö lög Obradors, byggð á spænskum alþýðulögum. Obra- dors er lítt þekkt tónskáld; hann fæddist í Barcelona rétt fyrir aldamót og var nánast sjálfmenn- taður í tónsmíðum. Þótt hann hafi samið talsvert af hljóðfæramúsík eru sönglög hans það sem best hefur lifað af verkum hans. Al- þýðulögin sjö eru líka heillandi og þrungin spænskri stemmningu. Ásgerður og Jónas fóru virkilega fallega með þessi snotru lög; hamslausar ástríðurnar í laginu A1 Amor jafnt sem blíðlegar eró- tískar snertingar 1 Dos cantares populares. Ánægjulegum tónleik- um lauk með þremur íslenskum aukalögum; Vísum Vatnsenda- Rósu, Lindinni og Ég lít í anda liðna tíð, sem öll voru mjög fall- ega flutt. Bergþóra Jónsdóttir Hillurfyrirskrifstofuna, heimiliö eða unglingaherbergiö. Framúrstefnuleg hönnun Einfalt í uppsetningu. Hillur í fermingargjöf? Trygg gæði - Gott verð! ísoldehf w Umboðs- og heildverslun Nethyl3-3a - 7 IOReylfj$/ik Simi 53 53 600 - Fax 567 3609 mbl.is Síðustu dagar Verslunin lokar á laugardag vegna breytinga Enn meiri verðlækkun Enn meira úrval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.