Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGBFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRÁMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JÖFN OG BÆTT STAÐA FORELDRA VAXANDI umræða hefur verið um fjölskyldu- og jafn- réttismál hér á landi undanfarin ár. Sú umræða hefur smám saman skilað sér í breyttum áherslum þó að sumum hafi þótt seint ganga. Það er til dæmis nokkuð síðan að kjarabarátta á Norðurlöndum tók að beinast meira að fjöl- skyldutengdum málum, en hér hafa þau lengst af mætt af- gangi. í frumvarpi til laga um foreldra- og fæðingarorlof sem kynnt var á þriðjudag er hins vegar stigið stórt skref í þessum efnum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að eitt kerfi foreldra- og fæðingarorlofs verði framvegis fyrir starfsmenn á almenn- um vinnumarkaði og hinum opinbera, en svo hefur ekki verið hingað til. Fæðingarorlof verður níu mánuðir og á hvort for- eldri sjálfstæðan rétt til allt að þriggja mánaða orlofs og þrjá mánuði til viðbótar sameiginlega. Er þetta einkum mik- il bót fyrir karla sem nú eiga einungis rétt á tveggja vikna feðraorlofi, en konur hafa um nokkurt skeið átt rétt á sex mánaða fæðingarorlofi. Orlofið er launatengt og skal mánað- arleg greiðsla nema 80% af meðaltali heildarlauna eða reikn- aðs endurgjalds. Einnig eru réttindi heimavinnandi karla og námsmanna til greiðslu feðrastyrks tryggð á sama hátt og kvenna en þess hafa þeir ekki notið til þessa. Þá er í frum- varpinu lagt til að foreldrar á vinnumarkaði skuli hvort um sig eiga rétt á þrettán vikna foreldraorlofi til að annast barn sitt. Er þetta sjálfstæður réttur foreldris og ekki framselj- anlegur. Skal slíkt orlof tekið áður en barnið nær átta ára aldri. Allt eru þetta gríðarlega mikilvægir hlutir sem myndu tryggja jafna og bætta stöðu foreldra hvað varðar orlof vegna fæðingar barns. Eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á er jafnari þátttaka kynjanna í umönnun ungra barna ein meginforsendan fyrir jafnrétti á fleiri sviðum. Ekki þarf að hafa mörg orð um að það er og tvímælalaust hagur barna að foreldrar fái aukinn tíma með þeim á fyrstu mánuðunum og árunum. Raunar er ástæða til að ætla að það geti haft allt að því úrslitaáhrif á mótun þeirra á æsku- og uppvaxtarár- um. Með þessum breytingum á réttarstöðu foreldra yrði staða fjölskyldunnar sem grunneiningar styrkt verulega. Á þeim mætti byggja skynsama og árangursríka fjölskyldustefnu en í mótun hennar þarf atvinnulífið að taka virkan þátt. ÁFENGISNEYZLA UNGLINGA UM þessar mundir er að hefjast sérstakt átak gegn áfengis- neyzlu unglinga á vegum Samfés - samtaka félagsmið- stöðva á íslandi og áætlunarinnar ísland án eiturlyfja. Markmið þessa átaks er að draga úr áfengisneyzlu unglinga og hafa áhrif á að þeir seinki því að hefja neyzlu áfengis. Jafnframt kemur að þessu átaki stór hópur unglinga úr félagsmiðstöðvum víðs vegar að á landinu. Hugsunin með því er sú að unglingar taki meira mark á jafnöldrum sínum en umvöndunum foreldra sinna. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á þessu átaki og fagna því. Ofneyzla áfengis er böl sem stundum fylgir fjölskyld- um kynslóð eftir kynslóð. Margt bendir til þess að áfengissýki geti verið arfgeng, alla vega er ekki einleikið hvað hún leggst oft í sömu fjölskyldur. Enginn þeirra sem hefja neyzlu áfengis veit með vissu að honum sé ekki hætta búin. Þvert á móti eru sorg- legdæmi um það til hvers áfengisneyzla ungs fólks getur leitt. Á síðustu árum hafa drykkjuvenjur Islendinga verið að breytast. Það er ekki ástæða til að amast við því þótt reynt sé að innleiða hér á Islandi ákveðna vínmenningu en hitt er staðreynd að sporin hræða. Ofneyzla áfengis er of mikil hér og of almenn og hefur haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir líf og farsæld ein- staklinga og fjölskyldna, að það er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd. Það er ömurlegt að sjá ungt fólk hefja áfengisneyzlu, þegar það er rétt komið á unglingsaldur og það er enn ömurlegra að sjá afleiðingamar nokkrum árum síðar í lífí alltof margra ung- menna. Þess vegna á áð gera allt sem hægt er, til þess að ýta undir viðleitni þeirra aðila sem berjast gegn áfengisneyzlu unglinga, og starf jafnaldra þeirra sem reyna að hafa jákvæð áhrif á fé- laga sína að þessu leyti. Það getur ekki verið eftirsóknarvert íyrir nokkra manneskju að eyðileggja líf sitt og sinna nánustu með áfengisdrykkju en dæmin þar um tala sínu máli. Þeir sem standa að átakinu gegn áfengisneyzlu unglinga eiga þakkir skildar fyrir þetta íramtak og kröfu á stuðningi allra þeirra sem lagt geta hönd á plóginn. Atvinimlífið þarf a< að umhverfismálii ISLENDINGAR eru afar heppn- ir, að mati dr. Donalds Huisingh. Þeir búa í fámennu en tiltölulega stóru landi, langt frá öðrum. Jafnvel þótt ekkert yrði aðhafst hér í umhverfismálum, yrði vandinn aldrei eins mikill og í mörgum stórborgum svo sem Mexíkóborg sem sekkur smám saman því hún stendur á skrælnandi jarðvegi. Dr.Huisingh telur hins vegar ólíklegt að við kæmumst upp með að haga okkur eins og við gerum í um- hverfismálum, ef Reykjavík væri stað- sett t.d. í Þýskalandi. Margt mætti hér betur fara, að hans mati þótt ýmislegt sé vel gert. Sem vísbendingu um stöðuna nefnir hann að aðeins tvö fyrirtæki hafa vottuð umhverfis- stjómunarkerfi, ÍSAL og Borgarplast. Tvö fyr- irtæki, Hjá Guðjóni Ó og Frigg hafa hlotið Hvíta svaninn, norræna um- hverfismerkið, fyrir til- tekna vöru eða þjónustu. Hvaða viðfangsefni telja menn brýnust í um- hverfísmálum atvinnulífsins og hvert er æski- legt hlutverk ólíkra hagsmunaaðila? Hrönn Marinósdóttir ræddi við dr. Donald Huisingh, prófessor við Alþjóðlegu umhverfísstofnunina í Lundi, sem af mörgum er talinn vera faðir hugmyndafræði hreinnar framleiðslutækni. Ótull við að kynna hreinni framleiðslutækni Dr. Huisingh er Bandaríkjamaður en hefur verið búsettur í Evrópu frá árinu 1987. Til íslands er hann kom- inn í fjórða sinn, nú á vegum íslenskrar Stað- ardagskrár-verkefnis- ins, Iðntæknistofnunar, Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, VSÓ- ráðgjafar, Línuhönnun- ar og UMÍS ehf., til þess að fjalla um umhverfis- mál atvinnulífsins, sér í lagi hugmyndafræði sem hann hefur verið ötull við að kynna og kallast hreinni framleiðslu- tækni (Cleaner Production). Á þriðjudag talaði hann á ráðstefnu fyrir stjómendur og starfsmenn sveit- arfélaga en á mánudag átti hann fund með fulltrúum atvinnulífsins og fjallaði m.a. um umhverfisstarf fyrirtækja í nágrannalöndunum, þörfina fyrir um- hverfisstarf innan fyrirtækja og ávinn- ing af samstarfi ólíkra hagsmunaaðila. Fáir hafa meiri reynslu af því að starfa með fyrirtækjum á sviði úrbóta í umhverfismálum en dr. Donald Huis- ingh. Á 35 ára ferli sem ráðgjafi hefur hann aðstoðað yfir 500 fyrirtæki í 26 löndum. Af mörgum er dr. Huisingh tal- inn með helstu sérfræðingum í um- hverfismálum á heimsvísu. Hann er höf- undur hátt á annað hundrað greina, myndbanda, hermileikja og forrita, auk þess að vera ritstjóri tímaritsins Joumal of Cleaner Production. Einnig hefur hann unn- ið með ýmsum alþjóð- legum stofnunum, með- al annars Sameinuðu Dr. Donald Huisingh er af mörgum talinn vera með helstu sérfræðingum í umhverfismáluir Háværar vekjara- klukkur eru nauðsynlegar þjóðunum, Þróunarbanka Evrópu og Alþjóðabank- anum. Dr. Huisingh er formaður og einn af stofnendum Evrópuhringborðs- ins um hreinni framleiðslutækni (ERCP). íslendingar hafa ekki tekið þátt í starfsemi Evrópuhringborðsins hingað til en dr. Huisingh hvetur ís- lendinga til þess að taka þátt í 7. fundi Evrópuhringborðsins sem haldinn verður í Lundi í byrjun maí árið 2001. un,“ segir dr. Huisingh. „Sem ráðgjafi hef ég unnið að verkefnum sem miða að því að þróa og taka í notkun tækni við fyrirbyggjandi umhverfsstarf, yfirleitt í samvinnu við þverfaglega vinnuhópa með fulltrúum háskóla, ríkisstjórna, sveitarfélaga og smárra sem stórra fyr- irtækja." Hreinni framleiðslutækni segir hann vera hugmyndafræði sem snúist um að fyrirbyggja vandann í stað þess að bregðast við einkennum. „Fyrsta al- þjóðlega umhverfisráðstefnan var hald- in í Stokkhólmi árið 1972. Þar var hafist handa við að þróa reglur og aðferðir til þess að takmarka úrgang og mengun frá fyrirtækjum. Þær fólust í áður- nefndum rörendalausnum; dregið var úr áhrifum mengunar meðal annars með því að beina henni burt frá íbúða- byggð með háum reyk- háfum og löngum frá- rennslisrörum. Arangur náðist upp að einhverju marki en aðgerðir sem þessar eru orkufrekar og kostnaðarsamar, auk þess sem þær lágmarka uppsprettur úrgangs og mengunar strax í byrjun. Ef ekki er mögulegt að komast fyrir myndun úr- gangsins eru skoðaðir möguleikar á endurvinnslu og endumotkun. Hrein framleiðslutækni er fyrirtækj- um nauðsynleg, að mati dr. Huisingh, ef ætlunin er að koma á sjálfbæra samfé- lagi, eins og verkefnið Staðardagskrá 21 stefnir að. Fyrirbyggj andi aðgerðir og sjálfbær þróun Frá árinu 1997 hefur dr. Huisingh verið prófessor í umhverfisvísindum við Alþjóðastofnunina um umhverfishag- fræði iðnaðarins í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Rannsóknir mínar undanfarin ár hafa aðallega beinst að þróun stjórn- tækja, hugtaka og tækni sem stjómvöld og atvinnulífið geta notað í viðleitni sinni til að hverfa frá svonefndum rör- endalausnum (End of pipe pollution control (PC)) í átt að samhæfðum lausn- um þar sem áhersla er lögð á fyrir- byggjandi aðgerðir og sjálfbæra þró- uppræta ekki vandann." Oft þarf meiri háttar umhverfisslys til þess að koma skriði á umhverfisum- ræðuna, að mati dr. Huisingh. Háværar vekjaraklukkur eins og slysið í efna- verksmiðjunni í Bhopal á Indlandi 1984 og Tsjernobyl-kjamorkuslysið áriðl986 virðist þurfa til þess að vekja fólk til vit- undar um stöðu mála. Dr. Huisingh seg- ir þó flesta vera sammála um að huga verði að umhverfismálum atvinnulífs- ins. Ekki er lengur unnt að loka augun- um fyrir vandamálunum. Einnig er vax- andi skilningur á því að umhverfisvæn framleiðslukerfi og efnahagsleg frammistaða fari saman. „Allt snýst þetta um hugmyndina um sjálfbæra þróun; að afkomendur okkar geti notað auðlindina eins og við höfum getað gert.“ Á níunda áratugnum rann upp tími endurvinnslu og endumotkunar en nú eru fyrirtæki, að sögn dr. Huisingh, hér á landi sem og annars staðar, í auknum mæli farin að leita í aðferðafræði hreinnar framleiðslutækni. Með henni er lögð áhersla á að koma í veg fyrir eða Afkastameiri og arðvænlegri aðferð Hreinni framleiðslutækni er mun arðvænlegri og afkastameiri en aðrar aðferðir sem hafa verið notaðar í um- hverfismálum fyrirtækja, að sögn dr. Huisingh. I mörgum tilfellum er unnt að ná fram umhverfisvænum úrbótum með litlum tilkostnaði en fyrirtækin beri samt af því fjárhagsleg- an ávinning. Samkvæmt rannsóknum hefur stofnkostnaður fyrir- tækja verið enginn í um 36% tilfella þegar komið var “ á aðgerðum í anda hreinnar Islc O fyri fram- leiðslutækni og í 32% tilvika var endur- greiðslutíminn styttri en eitt ár. Naflaskoðun nauðsynleg „Til þess að tileinka sér hreinni fram- leiðslutækni er nauðsynlegt að fyrir- tækin fari í naflaskoðun. Stundum er það aðeins spurning um betra heimilis- hald, til dæmis að skoða rafmagnsreikn- inginn vandlega, en stöðugt ber að skoða leiðir til að spara hráefni, vatn og orku. í öðram tilfellum þurfa fyrirtæki að nýta sér betri tækni eða áhöld. Einn- ig þarf að skoða hvort breyta þurfi framleiðsluvöranni sjálfri á einhvem máta eða hvort framleiðsluaðferðirnar séu óhagkvæmar með tilliti til úrgangs eða mengunar. “ Allir hagnast ef hugsað er um umhverfið Ætlunin er að fulltrúar atvinnulífsins sem hittust á fundi með dr. Huisingh sl. mánudag, myndi eins konar netverk og haldi áfram að vinna saman að umhverf- ismálum atvinnulífsins og koma skila- f'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.