Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 50
 50 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Einhleypir karlmenn í hættu? Gengi hins einhleypa karlmanns hefur hins vegar snarlœkkað á vinnumark- aðnum oghann mun þurfa að hafa sig allan við í næsta atvinnuviðtali ætli hann að skáka óléttu konunni við hlið- ina á honum. NÝJAR reglur um foreldra- og fæð- ingarorlof, sem tryggja eiga jafnan rétt karla og kvenna á næstu tveimur árum eiga eftir að valda miklum usla á vinnumarkaði, sérstaklega hvað varðar ráðningar. Nú er ljóst að kona í bameign er ekki lengur hæpnasti kosturinn þegar ráða á nýjan starfskraft, heldur hinn ein- hleypi karlmaður. Samkvæmt lagafrumvarpi þvi, sem þrír ráðherrar kynntu í fyrra- dag, verður VIÐHORF Eftir Karl Blöndal fæðingarorlof níu mánuðir. Hvort foreldri mun eiga sjálf- stæðan rétt til allt að þriggja mán- aða orlofs og þijá mánuði til við- bótar sameiginlega á 80% kaupi frá og með 1. janúar árið 2003, en lögin koma til framkvæmda um áramótin. Skipta má sameiginlegu mánuðunum að vild milli foreldra, en þriggja mánaða leyfi hvors um sig má ekki framselja. Þessi regla þýðir að annað hvort verður við- komandi foreldri að taka mánuð- ina þijá eða fyrirgera rétti sínum og taka ekkert frí. Vinnuveitendur hafa hingað til margir hverjir verið ákaflega hik- andi þegar ungar konur leita til þeirra um vinnu. Það fyrsta, sem þeir hugsa með sér, er að nú líði ekki á löngu þar tilkonan leggst í bameignir. Hún muni sjást í mesta lagi þijá mánuði á ári í um áratug og á meðan verður vinnuveitandinn að ráða enda- lausa staðgengla, sem jafnvel búa einnig á fæðingardeildinni. Þannig fer tíminn að mestu í að setja hveija konuna á fætur annarri inn í sömu handtökin og fyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots þar sem framleiðnin er í lágmarki. Vinnuveitandinn hefur hingað til getað vegið upp á móti þessu með því að leita uppi einhleypa, hressa og Mska karlmenn, sem þurfa ekki að sólunda tíma sínum í fjöl- skyldulíf. Þessa mynd þarf að end- urskoða. Nú skyndilega blasir það við að hver karlmaður á rétt á minnst þriggja mánaða fríi á bam og í raun era engin takmörk fyrir því hversu mörg böm karlmaður getur eignast. Þau geta verið mörg á ári og komið jafnt og þétt allt þar til viðkomandi starfsmað- ur fer á eftirlaun. Tökum Hlaupmund Kjartans- son, 22 ára gamlan viðskiptafræð- ing, sem dæmi. Hann hefiir í nokkra mánuði unnið hjá hnatt- væddu fyrirtæki, sem rekið er af ungum og efnilegum fram- kvæmdamönnum. „Hvað er títt, Hlaupmundur," segir Stjómmundur Olafsson for- stjóri, sem er 24 ára gamall og hef- ur 46 milljónir króna í kaup á ári. „Ekkert sérstakt," segir Hlaup- mundur og bætir við: „Nema Auð- humla, sem ég hitti á bamum um daginn, er orðin ólétt og á von á sér í nóvember.“ „En þú átt nú þegar von á tveimur bömum með tveimur öðr- um konum,“ segir forstjórinn og er nú farinn að sjá eftir að hafa ekki ráðið jafnöldra Hlaupmun- dar, sem kom í viðtal tii hans er hún var komin þrjá mánuði á leið og hefði án efa verið tilbúinn að ráða sig upp á lægri býti en þær 28 milljónir, sem Hlaupmundur er með í kaup: „Þetta þýðir níu mán- aða óslitið fæðingarorlof." Hlaupmundur þarf ekki að láta staðar numið við svo búið því að hann getur tekið fæðingarorlof sitt á 18 mánaða tímabili frá því að bam fæðist. Þetta auðveldar hon- um mjög dreifingu Msins þannig að enginn erfingjanna verði út- undan komi fæðingarnar of þétt. Vinnuveitandinn þarf hins vegar ekki að óttast að fá leið á félags- skap Hlaupmundar. Framvarpið kallar ekki aðeins á breytingu í atvinnulífinu, heldur má einnig búast við að hugtakið ei- lífðarstúdent fái nýja vídd. Sam- kvæmt hugmyndum ríkisstjórnar- innar er ráð fyrir því gert að há- skólastúdentar fái tæpar 75 þús- und krónur á mánuði. Þetta er vitaskuld sýnu minna en Hlaup- mundur sér fram á, en ágæt hýra fyrir að vera stúdent án náms- framvindu. Ekki kemur fram í framvarpinu hvort feðumir muni hafa viðvera- skyldu gagnvart baminu (reyndar er varla minnst á börn í þeim plöggum, sem til þessa hafa komið fram um málið, enda era þau al- gert aukaatriði í valdabaráttu karla og kvenna). Ekki er heldur minnst á eftirlit með viðvera. Hvort þetta framvarp mun hleypa auknum krafti í barneignir er ekki ljóst þegar þetta er skrif- að, en búast má við að enn munum við fjarlægjast kvartmilljón íbúa og kannski ná að reka af okkur stimpilin að vera ekki fjölmennari en meðalhverfi í evrópskri stór- borg. Það vekur hins vegar sér- staka athygli að framvarpið gerir ráð fyrir að lögin eiga að taka gildi eftir nokkum veginn nákvæmlega níu mánuði frá því þau era kynnt. Það mun vera meðal meðgöngu- timi spendýrs af tegundinni homo sapiens og er nú að sjá hvort þessi lög munu hafa meiri áhrif á atlot og getnaðartíðni, en ártalið 2000. Víst er hins vegar að hin nýju lög verða mikil gullnáma fyrir hina ústjómarsömu, sem ugglaust era þegar sestir niður að skipuleggja reglulegar bameignir, ekki síst í ljósi þess að kveðið er á um að fæðingarorlofið mun reiknast til starfstíma við mat á starfstengd- um réttindum á borð við orlofs- töku, lengingu oriofs (þannig að hægt sé að vera í venjulegu orlofi þegar maður er ekki í fæðingar- orlofi), starfsaldurshækkanir, veikindarétt, uppsagnarfrest og rétt til atvinnuleysisbóta. Gengi hins einhleypa karlmanns hefur hins vegar snarlækkað á vinnu- markaðnum og hann mun þurfa að hafa sig allan við í næsta atvinnu- viðtali ætli hann að skáka óléttu konunni við hliðina á honum. Og finnst kannski sumum kominn tími til. K. HAUKUR PJETURSSON + K. Haukur Pjet- ursson fæddist í Reykjavík 15. marz 1917. Hann lézt á Droplaugarstöðum 26. marz siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Bjartmarsdóttir, kennari, f. 10. októ- ber 1883 í Böðvars- hólum, Þverár- hreppi, Vestur- Húnavatnssýslu, d. 22. maí 1972, og Pjet- ur Leifsson, ljós- myndari, f. 6. apríl 1886 í Stykkishólmi, d. 17. desem- ber 1961. Systkini Hauks eru Ragnheiður, kennari, f. 13. ágúst 1912, d. 28. júlí 1997, og Óm Bjartmarz, prófessor, f. 23. des- ember 1927. Hinn 2. október 1943 kvæntist Haukur eftirlifandi eiginkonu sinni, Jytte Lis 0strup, kennara, f. 14. maí 1917 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Marta Marie 0strup, f. 19. september 1885, d. í júlí 1965, og L. C. 0st- rup, skylmingameistari, f. 6. júní 1882, d. 1. maí 1940. Börn Jytte og Hauks eru 1) Björg, hjúkrunar- fræðingur, f. 2. júní 1949, maki Rúnar Sigfússon, verkfræðingur. Böm þeirra em Einar Þorbjörn, Marta Margrét og Sigrún Birna. 2) Inga Lís, f. 23. september 1952, maki Jón Egill Egilsson, sendi- herra. Böm þeirra em Egill Haukur, Björn Eggert, Ingibjörg Edda og Arnór Konráð. 3) Björn ÓIi, verkfræðingur, f. 11. maí 1961, maki Kristjana Barðadóttir, Heimsstyrjöldin síðari markaði skil í tækniþróun okkar Islendinga. Gróin menningartengsl við megin- land Evrópu rofnuðu um skeið og ný sambönd við meginland Ameríku þurftu tíma til að þróast. Islenskir námsmenn á meginlandi Evrópu komust ekld heim að námi loknu fyrr en óMðnum linnti. Þá var orðinn sár skortur hér á lærðum tæknimönum, en mikil verk- efni framundan. Og tækni hafði fleygt fram á ýmsum sviðum, sem okkur lá á að ná tökum á. Meðal þeirra, sem snera heim að styrjaldarlokum eftir námsdvöl er- lendis, vora tveir menn, Zóphónías Pálsson og Kr. Haukur Pjetursson. Þeir era nefndir hér í sömu andrá, því að þeir áttu svipaðan feril og báð- ir urðu hér brautryðjendur í nýrri tækni á sviði landmælinga. Nú er annar þeirra látinn, Haukur Pjeturs- son, 83 ára gamall. Haukur útskrifaðist stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1936. Það gerðu reyndar fáir þá. Hann sigldi til Dan- merkur og innritaðist í Landbúnað- arháskólann í Kaupmannahöfn til þess að læra landmælingafræði. Þar var kennt með öðram áherslum en í Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn. Nemendum í byggingarverk- fræði var einkum kennd mælinga- fræði, sem tengdist mannvirkjagerð á takmörkuðu svæði. í Landbúnaðar- háskólanum var á hinn bóginn lögð meiri áhersla á mælingar á stærri landsvæðum vegna landnotkunar og landamerkja, sem er mikið mál í þétt- býlum akuryrkjulöndum, svo sem er í Danmörku og var í Egyptalandi hinu foma. Þeir Zóphónías og Hauk- ur vora hinir fyrstu, sem ég veit um, er fluttu sérþekkingu á því sviði hing- að. Við það bættist svo kunnátta í því að gera kort eftir ljósmyndum tekn- um úr lofti, en sú aðferð hafði þróast í Evrópu og Ameríku á styrjaldarár- unum. Eftir að Haukur lauk háskólanámi í Kaupmannahöfn 1941, starfaði hann í tvö ár hjá einu kunnasta mælinga- fyrirtæki í Danmörku, O. Budtz, en síðan í þrjú ár hjá landmælinga- stofnun danska ríkisins, Geodætisk Institut. Þá flutti hann heim til Is- lands ásamt konu sinni Jytte Lis 0strup, íþróttakennara. Árið 1947 réðst Haukur Pjeturs- kennari. Bam þeirra er Gunnhildur Gyða. Fóstursonur Björns Óla og sonur Krist- jönu er Stefán Barði. Haukur lauk stúd- entsprófi frá MR 1936, prófi í land- mælingaverkfræði frá Den kgl. veterin- ær og landbohaj- skole í Kaupmanna- höfn 1941. Haukur starfaði sem verk- fræðingur við mæl- ingastofnun O. Budtz f Kaupmanna- höfn 1941-43; Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn 1943 -46. Hann var deildarverkfræðingur hjá bæjarverkfræðingi í Reykjavík 1947-54 og 1956-61 við mælinga- og kortagerðardeild. Hann var einn af stofnendum TBO árið 1952, rak sjálfstæða verkfræði- stofu í Reykjavík frá 1954, stofn- aði ásamt öðrum verkfræðistof- una Forverk hf. 1956 með sérhæfingu í myndmælingum og kortagerð. Hann stofnaði ásamt öðrum Bikarbox hf. 1960. Haukur var prófdómari við verkfræðideild HÍ 1951-60, í stjórn VFÍ 1960-62 og Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda 1960-70 og 1971-73; heiðursfélagi 1978. Einnig var hann í stjórn Hag- tryggingar um árabil, formaður FRV 1969-71 og var veitt gull- merki VFÍ1985. títför Hauks fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. son sem deildarverkfræðingur til bæjarverkfræðingsins í Reykjavík og varð yfirmaður nýstofnaðrar mæl- ingadeildar. Hann starfaði þar til 1954 og síðan á ný 1956-61. Árið 1956 stofnaði hann með öðram sjálfstæða verkfræðistofu, Forverk hf., sem enn er starfrækt, en nú síðustu árin sem hluti af verkfræðistofunni Línuhönn- unhf. Kynni okkar Hauks Pjeturssonar hófúst árið 1947, þegar hann kom til starfa hjá bæjarverkfræðingnum í Reykjavík. Égvar þá staðgöngumað- ur bæjarverkfræðingsins og sá um framkvæmdir borgarinnar í gatna- og holræsagerð ásamt umferðarmál- um. Þá vora erfiðir tímar í sögu Reykjavíkur. A styrjaldaráranum hafði íbúum fjölgað mikið, en íbúðarhúsnæði ekki aukist að sama skapi. Fjöldi fólks bjó í bröggum. Ástand gatna var bágbor- ið, m.a. vegna hitaveituframkvæmda, sem stöðvast höfðu er styrjöldin hófst. Þegar styrjöldinni lauk, var sem stífla brysti. Nú átti í skyndingu að vinna allt upp, sem frestast hafði, koma upp nýjum bæjarhverfum og skipuleggja önnur. Og áður en varði var umferðin orðin að vandamáli. Þá var engin Miklabraut eða Sæbraut. Og þá vora heldur engar vinnuvélar, nema á Keflavíkurflugvelli. Haukur Pjetursson kom sem kall- aður með þekkingu sína og útsjónar- semi í hóp okkar, verkfræðinga Reykjavíkurborgar. Því að nú reyndi á, að tafir yrðu sem minnstar við und- irbúning framkvæmda, svo sem mæl- inga og skipulagningar. Ég minnist þess, er hann fékk dönsk yfirvöld til þess að lána okkur flugvél með áhöfn. Svo stóð á, að Danir hófu að myndmæla Grænland að styrjöldinni lokinni. Til þess var notaður „Catalina“-flugbátur, sem gat lent á grænlensku fjörðunum. Hann millilenti hér í ferðum sínum milli Danmerkur og Grænlands. Haukur vingaðist við hina dönsku starfsbræður og fékk þá til þess að ljósmynda Reykjavík úr lofti með hinum sérhæfða búnaði í flugvélinni. Ég man enn eftir hinu sérstæða flugi, sem ég tók þátt í, er flogið var mörg- um sinnum yfir borgarlandið, alltaf í sömu átt, og að við þurftum að fara upp að Akranesi i hvert sinn til þess að snúa við og koma til baka í réttri stefnu. Góðar Ijósmyndir af borgar- landinu vora árangur þessa. Þær veittu ágæta yfirsýn og vora lengi síðan til mikillar hagræðingar í stjórnun borgarinnar. En fyrir vinnu að skipulagi duga ekki ljósmyndir af landi einar saman, heldur þarf landakort með nákvæm- um mælikvarða. Um þessar mundir var komin á markað erlendis meiri háttar teiknivél til þess að gera kort eftir loftmyndum, svonefndur „auto- graf‘. Yfirvöld vora treg til að fjár- festa í slíkri vél. Fór svo að „For- verk“, fyrirtækið sem Haukur hafði stofnað, keypti autograf og því tókst að safna að sér nægum verkefnum. Þetta reyndist hið mesta framfara- spor, ekki hvað síst vegna þess, að ljósmyndun kom nú að veralegu leyti í stað mikillar útivinnu við landmæl- ingai', sem er sérlega örðugt starf á Islandi vegna rysjóttar veðráttu. Mátti þá segja, að land okkar væri orðið hátækniland á sviði landmæl- inga. Haukur Pjetursson var áhugamað- ur um umferðarmál og sótti alþjóð- legar ráðstefnur um þau efni, svo og um fræðigrein sína. Hann var langa hríð stjómarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og heiðursfélagi þess. Hann sat í stjóm Verkfræðingafé- lags íslands 1960-62 og var sæmdur gullmerki þess 1985. Hann var og formaður Félags ráðgjafaverkfræð- inga 1969-71. Ég kveð Hauk Pjetursson með virðingu og þökk í huga fyrir sam- starf og vináttu í áratugi. Ég og kona mín vottum fjölskyldu hans einlæga samúð við fráfall hans. Einar B. Pálsson. Ég kynntist vini mínum og starfs- bróður, Hauki Péturssyni, fyrst í Kaupmannahöfn, þar sem við stund- uðum báðir nám við sama skóla. Því námi lauk hann með mestu prýði árið 1941, en þá vora samgöngur tepptar við Island vegna styijaldarinnar. Réð hann sig þá í vinnu hjá hinu virta landmælingafyrirtæki O. Budtz í Kaupmannahöfn, og síðar réðst hann til Geodætisk Institut, sem þá stóð í mjög umfangsmiklum landmæling- um í Danmörku, bæði nýrri þríhym- ingamælingu af öllu landinu og sömu- leiðis af nákvæmnishallamælingum er teygðu sig um allt landið. Þegar stríðinu lauk tók hann síðan þátt í landmælingaleiðangri til Grænlands á vegum Geodætisk Institut. Eftir þessa löngu útivist kom hann heim 1947 og réðst þá sem forstöðumaður fyrir mælinga- og kortagerðardeild Reykjavíkur. Óhætt er að segja að þar biðu hans ærin viðfangsefni. M.a. vegna styrjaldarinnar höfðu mæling- ar og kortagerð orðið nokkuð útund- an hjá Reykjavík á þessum áram. Enda þótt mikið hefði verið byggt var ekkert aðalskipulag enn til af Reykjavík. Skipulag það, sem skipu- lagsnefnd hafði gert á sínum tíma af byggðinni innan Hringbrautar, hafði ekki enn hlotið samþykki bæjar- stjómar. Þau bæjarhverfi sem byggðust utan Hringbrautar, vora byggð samkvæmt mismunandi deili- skipulagstillögum, sem vora sam- þykktar smátt og smátt. Kort þau sem þessar deiliskipulagstillögur og aðrar verkiegar áætlanir, s.s. vegir og skólpveitur byggðust á, vora bæði sundurleit og ósamstæð, en aðalgalli þeirra var að þau vora ekki byggð á fullnægjandi traustum grunni. Auk þess vora mörg kortanna úrelt orðin. Haukur hófst fljótt handa við að færa kortin „á joúr“ og notaði til þess m.a. myndir sem teknar höfðu verið úr lofti. Auk þess lét hann gera heildarmósaikkort af Reykjavík eftir loftmyndum, það fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Var það kort einn eftirtektarverðasti gripurinn á sk. Reykjavíkursýningu. Þá lét hann gera veralegt átak í hallamælingu bæjarlandsins og setja upp þétt net hæðarbolta. Gaf síðan út ritling, til afnota fyrir verkfræðinga, um hæð- armerki í Reykjavík, ásamt korti og punktlýsingu. Hauki varð fljótt ljóst, að til þess að koma kortamálum Reykjavíkur í viðunandi horf, þurfti fyrst og fremst að gera þríhyminga- net af bæjarlandinu. f samráði við undirritaðan, sem þá starfaði við mælingadeild Skipulags ríkisins, var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.