Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 53 NJÓLA DAGSDÓTTIR GUÐRÚN VALFRÍÐ- UR ODDSDÓTTIR + Njóla Dagsdóttir fæddist á Ósi í Strandasýslu 11. des- ember 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. mars og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 31. mars. Guðrún Valfríður Oddsdóttir fæddist á Efri-Brunná í Saur- bæ í Dalasýslu 31. desember 1916. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvammskirkju í Dölum 1. apríl. Elsku tengdamamma mín, nú ert þú farin frá okkur. Það var alltaf gott að koma til þín á Suðurgötuna og ekki skorti þar veitingarnar og fór enginn þaðan svangur. Mikið þótti þér gaman að spila og voru þeir fáir sem fengu að fara heim án þess að taka í spil áður. Þú hélst mikið og gott heimili og skorti þar ekkert, hvort sem það var blómaræktin sem þú iðkaðir af miklum krafti bæði innan húss og utan eða rjómakökurnar þínar sem aldrei vantaði á sunnudögum og ófáir voru þeir ullarsokkarnir sem þú prjónaðir og vermdu fætur barna þinna og barnabarna á köld- um vetrum. Þakka þér góðar stundir. Meg- irðu ganga sátt um drottins dyr. Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, það verður skrítið að koma í sveitina þegar þú ert farin. Maður fékk alltaf kaffi og nóg af kökum með því þegar maður kom til þín og skipti þá engu hvort það var á heimili þitt í sveitinni eða þitt annað heimili í Garðinum. Þegar borið var molakaffi á borð þótti þér það heldur rýrt og varst þúalltaf mætt með kökur og annað góðgæti sem þú ýmist sóttir í búð- ina eða bakaðir sjálf. Ég veit þú varst oft þreytt í sveitinni því það var oft mikið að gera að elda ofan í allan barna- fjöldann ásamt því að hugsa um búskapinn og halda fallegt heimili en aldrei hvarflaði að þér að gefast upp og hélst þú ótrauð áfram hvort sem verkefnin voru stór eða smá. Þú varst alltaf mjög sjálfstæð kona og var þitt helsta kappsmál að vera sjálfbjarga í einu og öllu og láta aðra sem minnst hafa fyrir þér og í því stóðstu þig svo sannarlega vel og í þau skipti sem þú þurftir að leita eftir aðstoð, hvort sem það var að fá far í sveitina þína eða eitthvað annað, launaðirðu það margfalt til baka. Þegar þú varðst síðan fyrir barð- inu á þeim illvíga sjúkdómi sem þú að lokum laust í lægra haldi fyrir var það þitt helsta kappsmál að vera búin að ganga frá öllu sjálf áður en kallið mikla kæmi og það gerðirðu svo sannarlega. Um leið og ég kveð þig með miklum söknuði vil ég þakka drottni fyrir þann tíma sem hann gaf okkur með þér. Þín dóttir Fanney Elísdóttir. Ég kveð hér báðar ömmur mín- ar. Loksins hafið þið fengið hvíld- BJÖRGVIN LÚTHERSSON + Björgvin ■ Lúth- ersson, fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og sínia í Keflavík, fæddist í Reykjavík 9. maí 1926. Hann lést á heimili sínu 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. mars. Ég vil með nokkr- um orðum minnast afa míns, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. mars eftir erfið veikindi. Eg minn- ist sérstaklega þeirra tíma þegar afi var stöðvarstjóri hjá Pósti og síma á Egilsstöðum, það var alltaf svo gott að koma til afa og Boggu á símstöðina, hitta alla og fá að vera þáttakandi í því sem var að gerast í hvert skipti. Eins þegar ég bjó hjá afa og Boggu um skeið á uppvaxtarárum mínum, ef ég var ekki á hælunum á afa með mínar spurningar, sem yfirleitt kröfðust svara strax og án umhugsunar, þá var ég farinn að elta Boggu eða Sólrúnu með það sama, já eða alla frændur mína sem á þessum árum þóttu margir, aldrei fann ég fyrir því að mér væri ýtt til hliðar og að ég væri ekki sáttur við þau svör sem ég fékk. Ég minnist þessa tíma í dag með hlýj- um huga og söknuði, samband mitt við afa og þessa stóru fjöl- skyldu varð aldrei eins eftir að við flutt- um suður, ég fór mína eigin leið sem oft var grýtt og gerðist grýtt- ari með árunum, en ég gat alltaf talað við afa og hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, þannig var afi, alltaf til stað- ar ef leitað var til hans. Rétt áður en afi veiktist hringdi ég í hann og bað hann um aðstoð vegna máls sem ég vissi ekki hvernig ég gæti leyst, en afi ætlaði að gera það sem hann gæti, ekki datt mér í hug þá að innan árs ætti ég eftir að sitja við rúmstokkinn hans og að vera kom- inn þangað til þess eins að kveðja hann. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín, og það var svo margt sem ég þurfti að segja, en ég veit að við eigum eftir að hittast á ný, á þeim stað sem þú dvelur nú, þang- að til mun ég minnast þín eins og þú varst, besti afi í heimi, blessuð sé minning þín. Elsku Bogga mín, og fjölskylda guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. ina sem þið báðar hafið þráð. Njóla amma, þú barðist hetju- lega við sjúkdóm þinn, liðagigtina, sem olli því að þú varst rúm- liggjandi sl. fjögur ár. En þó að heilsan hafi brugðist þá vissir þú alltaf hvað tímanum leið. Þú hafðir alltaf mjög gaman af því að spila og tók maður í nokkur spil með þér þegar maður leit inn til þín á Suðurgötunna. Gunna amma, þú barðist einnig hetjulega við þinn ólæknandi sjúk- dóm sem bar brátt að og var þér erfiðastur síðasta mánuðinn. Þú varst alltaf svo hraust og man ég þegar ég kom upp í sveit og sá þig þá svo óft lengst upp í fjalli tínandi ber. Þú varst mikil útivistarkona og leið þér best í sveitinni hjá hest- inum þínum. Þið voruð báðar mjög góðhjart- aðar og vilduð allt fyiár mann gera, man ég þegar ég kom í heimsókn til ykkar og fékk ekki að fara fyrr en ég var búin að drekka og borða góðgæti með. Þið vilduð báðar borga fyrir ykkur. Ef maður skrapp út í búð eða gerði ykkur annan greiða þá launuðuð þið manni ríkulega. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að eiga ykkur fyrir ömmur, og allt það sem þið hafið gert fyrir mig. Ég veit að ykkur líður vel núna, guð geymi ykkur og blessi minn- ingu ykkar. Þið voruð báðar mjög guðrækn- ar konur og leið vart sá dagur að ekki hélduð þið á biblíunni eða sálmabók og langar mig að minn- ast ykkar með sálmi 437: Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ó. Andrésd.) Ykkar ömmubarn. Bryndís B. Jónasdóttir. RAGNHILDUR EIÐSDÓTTIR + Ragnhildur Eiðs- dóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðs- firði 15. mars 1930. Hún lést á lfknar- deild Landspítalans laugardaginn 1. ap- ríl siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 5. apríl. Elsku kerlingin mín. Ég ætlaði að skrifa þetta bréf fyrir löngu en kom því aldrei í verk. Eins og þú veist er ég yfirleitt mjög þögul og því er ég hrædd um að ég hafi aldrei getað tjáð þér hversu mikið ég elska þig. Fer oft hjá mér þeg- ar opinbera á tilfinningar mínar þótt svo að ég sé næm á tilfinning- ar annarra. En ég elskaði þig útaf lífinu. Við skemmtum okkur kon- unglega saman, sérstaklega þegar ég var lítil. Manstu eftir ævintýr- um okkar á trabantinum? Þú varst náttúrulega stórhættuleg í um- ferðinni en einhvern veginn tókst okkur að komast í nánast öll hest- húsahverfin í nágrenni Reykjavík- ur til þess að sníkja reiðtúra hjá hestakörlunum. Ætli þú hafir ekki verið á fimmtugsaldri og náttúru- lega mjög lagleg kona svo þetta gekk oftast hjá okkur. Mig minnir meira að segja að einn þeirra hafi orðið ástfanginn af þér og beðið um hönd þína. Myndarlegur var hann þar að auki. Að sjálfsögðu varstu alltof stolt. Þú varst alltaf þannig og alltaf jafn þrá en það eru einmitt þeir eiginleikar sem gerðu þig svo sérstaka. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir því hversu vel þér tókst að varðveita stolt þitt þrátt fyrir alla þá erf- iðleika sem þú hefur gengið í gegnum. Ég man eftir því að þú hélst því fram að ver- ið væri að refsa þér í þessu lífi fyrir eitt- hvað sem þú gerðir í fyrra lífi. Ef svo er þá áttu svo sannarlega skilið að lifa góðu lífi á næsta viðkomustað. Mikil ósköp hvað þtí gekkst ávallt greitt. Ég, mamma og Krist- mann munum öll eftir því að hafa verið dregin lafmóð á eftir þér um allan bæ. Alltaf var jafn mikill kraftur í þér. En einn góðan veð- urdag var ég komin langt á undan þér niður Laugaveginn. í hvert skipti sem ég hef farið frá íslandi undanfarin ár hefur óttinn nagað mig við þá tilhugsun að hver heim- sókn gæti orðið sú síðasta. Núna er sú stund því miður runnin upp. Það verður tómlegt að koma hing- að núna þegar þú ert farin. Mér hefur alltaf liðið eins og heima hjá mér þegar ég kom heim til ykkar Alberts. Ég svaf oft uppí hjá þéi- þegar ég var lítil. Ég man sérstak- lega eftir einu kvöldi í Breiðholt- inu. Ég vissi að þú værir döpur en að sjálfsögðu vildir þú ekki viður- kenna það. Þú þóttist sofna en ég sá tárin sem runnu niður vanga þína. Ég þráði svo að geta huggað þig. Ég vona að þér líði vel núna, elsku amma mín. Ég mun sakna þín óskaplega mikið. Við sjáumst hinum megin. Magdalena Bergmann Gunnarsdóttir. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Erfisdrykkjur E R L A N Sími 562 0200 Gróðrarstöðin • mmút) ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalvcg 32 Kópavogi sfmi: 564 2480 + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs sonar okkar, föður, bróður, mágs og föður- bróður, HRAFNS DAVfÐSSONAR, Kleppsvegi 52. Hrafnhildur Jónsdóttir, Davíð Haraldsson, Jóel Kristinn Hrafnsson, Haraldur Davíðsson, Tinna Guðmundsdóttir, Veronika Rut Haraldsdóttir, Þórkatla Haraldsdóttir. + Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, ÁSBJARGAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Reykjavíkurvegi 38, Hafnarfirði. Maria Paulsen, Jón Kr. Jóhannesson, Kristín Þorvarðardóttir, Lilja Jónsdóttir, Sigursveinn H. Jóhannesson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Björgvin Þór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.