Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 57

Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN PIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 57 Svínabónd- anum á Vallá svarað í Morgunblaðinu 1. apríl sl. birtist grein eftir Geir Gunnar Geirsson, svínabónda á Vallá. í greininni gerir hann að umræðuefni umfjöllun fjölmiðla um meint brot svínabúsins á ákvæðum starfsleyfis þess um meðferð svína- mykju og dýrahræja. Þar sem í greininni er gefið sterklega í skyn að samskipti Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur vegna málsins við fjöl- miðla hafi verið með óeðlilegum hætti sér Heilbrigðiseftirlitið sig knúið til að gera grein fyrir þeim þætti málsins opinberlega. Losun svínamykju A fundi umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur hinn 23. mars sl. voru lögð fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlitsins til tveggja svínabúa þar sem þeim var veitt ám- inning skv. 26. gr.laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir vegna meðferðar á svínamykju sem braut í bága við ákvæði starfsleyfa þein-a. Annað þessara svínabúa var svínabúið á Vallá. Áminningarbréf Heilbrigðiseftirlitsins hafði verið póstlagt 22. mars en vegna villu í ut- anáskrift var það endursent daginn eftir. Síðar þennan dag hafði blaða- maður DV samband við Heilbrigðis- eftirlitið og spurðist fyrir um áminn- ingu annars búsins. Var honum gerð grein fyrir málinu og jafnframt því að tvær áminningar sama eðlis hefðu verið lagðar fyrir fundinn en fundar- gögn eru opinber gögn samkvæmt upplýsingalögum og því öllum að- gengileg. Fékk hann því samskonar upplýsingar um mál svínabúsins að Vallá, eins og um mál hins búsins. Fréttin birtist svo í DV laugardaginn 29. mars sl. Þá voru því 2 dagar frá því seinna bréfið var póstlagt. Það var vissulega óheppilegt að fréttir af áminningunni skulu fyrst hafa borist Geir Gunnari með frétt DV og eftirá að hyggja hefði verið rétt að faxa bréfið til hans um leið og það var póstlagt. Það breytir þó ekki eðli málsins sem hér er til umræðu eða þeirri upplýsingaskyldu sem hvílir á Heilbrigðiseftirlitinu í slíkum mál- um. Urðun dýrahræja Að morgni mánudagsins 27. mars barst Heilbrigðiseftirlitinu tilkynn- ing um að börn hefðu fundið svína- og grísahræ neðst í Bergvíkurlækn- um en hann rennur rétt norðan við Klébergsskóla í Grundahverfi á Kjalarnesi. Athugun Heilbrigðiseft- irlitsins sama dag leiddi í ljós að hræin voru úr urðunarstað svínabús- ins á Vallá en í vatnavöxtum um nótt- ina hafði lækurinn flætt yfir bakka sína og rofið malarlagið sem huldi svínin með framangreindum afleið- ingum. Dýrahræ voru í læknum og í jarðvegsstálinu en höfðu einnig bor- ist til sjávar og síðan rekið á land. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hreinsuðu hræin úr neðst úr læknum en starfsmenn svínabúsins önnur hræ. Alls var um að ræða um 4 tonn af hræjum sem ekið var með til Sorpu. Daginn eftir höfðu fjölmiðlar kom- ist á snoðir um atburðinn og höfðu fréttamenn nokkurra fjölmiðla sam- band við Heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. Var þeim skýrt frá þætti Heilbrigðiseftirlitsins í málinu og hvað komið hefði í ljós. Þá var þegar búið að fjarlægja hræin. Reglur um birtingu upplýsinga um mál sem til meðferðar eru hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Umhverfis- og heil- brigðisnefnd Reykja- víkur samþykkti 23. september 1999 reglur um birtingu upplýsinga um mál sem til með- ferðar eru hjá Heil- brigðiseftirliti Reykja- víkur. I þeim kemur m.a. fram að svara skuli öllum almennum beiðnum til eftirlitsins um birtingu upplýsinga vegna einstakra mála og gefa upplýsingar í samræmi við upplýs- ingalög nr. 50/1996. Upplýsingar skulu byggjast á staðreynd- um máls og framsetning vera hlut- laus og án öfga eða stóryrða. Skv. reglunum hefur Heilbrigðiseftirlitið Svínahræ Ljóst er, segir Tryggvi Þórðarson, að Heil- brigðiseftirlit Reykja- víkur hefur í engu brotið þær reglur sem settar hafa verið um upp- lýsingagjöf þess til al- mennings og fjölmiðla. ekki frumkvæði að birtingu upplýs- inga, nema 1) almannaheill krefjist þess, 2) um sé að ræða kynningu á rannsóknar- og átaksverkefnum, 3) þess sé óskað af umhverfis- og heil- brigðisnefnd eða 4) til að leiðrétta rangan fréttaflutning. í reglunum segir ennfremur að allar upplýsingar sem lagðar hafa verið fram í um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykja- víkur verði opinberar um leið og fundi lýkur. Samskipti Heilbrigðis- eftiriitsins við fjölmiðla í ljósi þess sem rakið hefur verið er ljóst að Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur hefur í engu brotið þær reglur sem settar hafa verið um upplýs- ingagjöf þess til almennings og fjöl- miðla. Heilbrigðiseftirlitið hafði ekki frumkvæði að fréttaflutningnum. Ekki var um að ræða framleiðslu- eða viðskiptaleynd eða annað það sem mælti gegn því að upplýsingarn- ar yrðu gefnar skv. upplýsingalögum eða lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þegar Heilbrigðis- eftirlitið gaf umbeðnar upplýsingar um fyrrnefnd mál var þess gætt að haga orðavali svo að fyrirtækin sem í hlut áttu biðu ekki álitshnekki að óþörfu. Staðreyndir málsins urðu þó ekki umflúnar. Umfjöllum um at- burði af þessu tagi getur vissulega skaðað orðstír fyrirtækja en þar er við forráðamenn fyrirtækjanna sjálfra að sakast en ekki Heilbrigðis- eftirlitið. Höfundur er sviðsstjóri umhverfissviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjuvíkur. gsm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Tryggvi Þórðarson Ný sjávarútvegs- stefna - kvótinn aftur til þjóðarinnar EITT stærsta rétt- lætismál landsmanna er eignarhaldið á auð- lind sjávar. Þingflokkur Sam- fylkingarinnar hefur sett fram nýjar tillögur í þessu mikilvæga máli og lagt fram frumvarp um breytingar á lögun- um um stjórn fiskveiða þar sem tekið er á öll- um helstu þáttum málsins. Tillögur Sam- fylkingarinnar tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir hinni sameiginlegu auðlind á ný. Með til- komu kvótakerfisins opnuðust tækifæri fyrir þá sem fengu úthlutað ókeypis veiðiheimild- um að selja þær eða leigja frá sér og með tímanum hafa veiðiheimildir færst á fáar hendur með ófyrirséð- um afleiðingum. Ekkert einstakt mál hefur í jafn ríkum mæli ögrað réttlætiskennd al- mennings. Fjármunir streyma út úr grein- inni og margir velja að hætta að gera út, leigja eða selja þess í stað frá sér kvótann. Heilu byggðarlögunum er við það að blæða út. Stöðugleiki greinarinnar tryggður Samfylkingin leggur til að allar veiðiheimildir verði kallaðar inn á 10 árum og lagt er til að veiðiheimildir verði boðnar til leigu til fimm ára í senn. Til að koma í veg fyrir spákaup- mennsku og brask er lagt til að afla- hlutdeildir sem útgerðir leigja til sín verði ekki framseljanlegar en þeir sem leigja veiðiheimildir geti leigt frá sér 50% aflamarks innan ársins. Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur aðaláherslu á að tryggja stöð- ugleika í greininni og að fulls jafn- ræðis verði gætt hvað varðar aðgang að veiðum og þannig er opnað á nauðsynlega nýliðun. Að reglur verði einfaldar og skýrar og hægt að bjóða í veiðiheimildir hvar sem er á land- inu. Fiskveiðiflotanum verði skipt í þrjá út- gerðarflokka, m.a. til að tryggja hagsmuni landvinnslunnar og smábátum verði heim- ilað að leigja til sín afla- kvóta frá öðrum út- gerðarflokkum. Sérstakt tillit til byggðarsj ónarmiða Gjald fyrir veiði- heimildirnar er greitt með jöfnum greiðslum á árinu sem heimildim- ar eru notaðar. I frum- varpinu er lagt til að þeir fjármunir sem falla til vegna leigu veiðiheimilda renni í ríkissjóð og verði m.a. nýttir til hafrannsókna. Sérstakt tUlit er tekið til byggðasjónarmiða og hags; muna sveitarfélaga í frumvarpinu. f þeim sjávarbyggðum þar sem um mikla atvinnuerfiðleika er að ræða vegna skorts á afla til vinnslu er heimilað sérstakt útboð á aflahlut- deildum til útgerða sem skuldbinda sig til að landa fiski til vinnslu á við- komandi stað. Með þessum hætti vill Samfylkingin hamla gegn því byggðahruni sem núverandi kerfi hefur óhjákvæmOega leitt af sér með því að aflaheimildir heilu byggðar- laganna eru seldar á brott. Hæstiréttur hefur fengið það vandasama hlutverk að úrskurða um það hvort lög um stjórn fiskveiða Fiskveiðistjórnun Það er sannfæring þing- manna Samfylkingar- innar, segír Rannveig - Guðmundsdóttir, að eignarhaldið á sameig- inlegum auðlindum þjóðarinnar skuli hvíla hjá þjóðinni. standist stjórnarskrá okkar. Vatn- eyrardómurinn markaði þáttaskil í allri umræðu um eignarhald á auð- lindinni og er hann mjög í takt við réttlætiskennd almennings sem seg- ir að gjafakvótakerfið sé siðlaust og standist ekki lög. Það er sannfæring - þingmanna Samfylkingarinnar að eignarhaldið á sameiginlegum auð- lindum þjóðarinnar skuli hvíla hjá þjóðinni. Óháð því hvemig dómur Hæsta- réttar í Vatneyrarmálinu fellur er það bjargfost trú okkar að það sé bæði siðlegt og rétt að þjóðin sjálf fari með eignarhald auðlindarinnar og njóti sanngjarns arðs af nýtingu hennar. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinrmr. t - 5umarBúcíimar.* Símar 551 9160 og 551 9170 Bæklingur hefur veriö sendur inn á hvert heimili landsins Rannveig Guðmundsdóttir Flokkur Tímabil Aldur Datjar Verð Skráning í sumarbúðirnar Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni hefst mánudaginn 10. apríl kl. 8. Skráð er í sumarbúðirnar í Vatnaskógi á sama stað. l.fl. 5. mal-7. maí Mæðgnaflokliur 2 dagar 3.500 2. fl. 31. maí-7. jún* 9-lfára {'89 * '91) 7 dagar 16.900 3.fl. 7. júní * 15. júní 10 -12 iro ('88 -'90) 8 dagar 18.900 4-fl- 15. júní * 22. júní 9-tfára ('89--91) 7 dagar 16.900 fi.fl. 22. júní - 30. júní 10 - Í2 ára ('88 -'901 8dagar 18.900 fi.fl. 4. júlí-ll.júlí 9-11 érafBS-UI) 7 dagar 16900 m ii. júi* - ia jou 10-12áraC88-'90) 7 dagar 16.900 fi.fi. 20. júlí - 27. júlí 9-11éraf89-'91l 7 dagar 16900 3.fi* 27. júli * 3. ógúst 11 -13 éra C87 -'89) 7 dagar 16900 10.fl. 9. ágúst -16. ógúst 9-11 éra C83 -'91) 7 dagar 16.900 n.fl* 16. ágúst - 23. ágúst 10 -12 ára ('88 -'90) 7 dagar 16900 I2.fi. 23. ágúst - 30. ágúst 11-14 éra ('86 '89) 7 dagar 16.900 13.fi.* l.sept.-3. sept 17 ðra og eldri 2 dagar 5.500 14.fl. 6. okt - 8. okt Hjönaflokkur 2 dagar 5.500 * Skýringan Mæðgnaflokkurinn er fyrir 6 óra og eldri. 9. flokkur er ævintýra- flokkur, 11. flokkur er íþróttaflokkur, 13. flokkur er kvennaflokkur. KFUM ummmmmmmM WkwWwk Frísk félög fyrir hressa krakka! www.kfum.is. Sumarbúðir KFUK Skráning í Vindáshlíð hefst á morgun, föstudaginn 7. apríl kl. 8.00. Skráning í húsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar. Opið kl. 8-16, sími 588 8899.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.