Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Z?------------------------ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Umhverfis- vinir þakka SLAGNUM um Eyjahakka er lokið. Hið eðlilega hefur gerst: Yfirmenn Norsk Hydro hafa séð að sér. Þökk sé þeim, en fyrst og fremst öllum þeim sem höfðu dug og þor til að fylgja sannfær- .jjagu sinni. Þökk sé þeim sem trúa á heiðarlegar lýð- ræðisleikreglur. Þökk sé þeim sem vildu leyfa náttúrunni að njóta vafans, og huga jafn- framt að efnahagslegri skynsemi. Umhverfisvinir koma hvorki sárir né öróttir frá þessum átökum. Þó hafa þung og oft á tíðum ómakleg orð fallið. Sumum okkar hefur verið líkt við landráða- menn, m.a. Gissur jarl hinn hvíta. Slíkt munum við ekki erfa né leitast við að svara með neinum hætti. Við getum ekki annað en unað sátt við _ aiðurstöðuna eins og hún liggur nú fyrir. Við treystum því jafnframt að ríkisstjórnin sjái nú sóma sinn í því að tryggja Austfirðingum verðug og arðbær verkefni á næstu misserum og að menningar- og atvinnulíf byggðarlagsins verði styrkt með myndarlegum hætti. Takmarkið hlýtur að vera að fullmóta sem allra fyrst haldbæra framtíðarstefnu í þeim efnum. Umhverfisvinir vilja þakka þeim fjölmörgu sem lögðu lið baráttunni fyrir lögformlegu umhverfismati. öjálfboðaliðum hvaðanæva af land- inu sem lögðu á sig mikið erfiði við undirskriftasöfnun þökkum við ómetanlegt starf. Þeim sem styrktu okkur fjárhagslega eða með öðrum hætti þökkum við sömuleiðis. Tveimur stúlkum þökkum við sér- staklega: Söngkonunni Björk Guð- mundsdóttur, sem steig fram fyrir skjöldu og hjálpaði okkur að fanga athygli alþjóðlegra fjölmiðla, og fjall- konunni Asdísi Maríu Franklín sem hjálpaði okkur að fanga athygli jfir- manna Norsk Hydro ekki síður en norskra fjölmiðla í mikilvægum loka- hnykk baráttunnar. Þá færum við alúðarþakkir öllum þeim félögum og félagasamtökum .nym veittu okkur fulltingi, m.a. með pví að tengja okkur við alþjóðleg um- hverfissamtök sem sannarlega skiptu sköpum. Hér ber sérstaklega að nefna Náttúruverndarsamtök Is- lands með Arna Finnsson í broddi fylkingar, Landvernd undir stjórn Tryggva Felixsonar og loks Eyja- bakkahópinn góða eða Gjörninga- hópinn eins og hann er stundum nefndur. Þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar reyndust drjúgir liðs- menn, sem og ráðherr- amir fyrrverandi, Steingrímur Hei-mann- sson og Hjörleifur Guttormsson, að ekki sé minnst á fyrrverandi forseta lýðveldisins, Vigdísi Finnbogadótt- ur. Þá skal ekki látið hjá líða að nefna hina kjörnu fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknarflokks sem stóðu fast í fæturna við erfið skilyrði. Allir þeir fagmenn og listamenn sem unnu endurgjaldslaust, komu fram á sam- komum okkar eða létu listaverk af hendi rakna til fjármögnunar fá og Umhverfismat Umhverfisvinir vilja þakka þeim fjölmörgu, segir Jakob Frímann Magnússon, sem lögðu lið baráttunni fyrir lögformlegu umhverfismati. einlægar alúðarþakkir. Áskoranir hinna ýmsu 100 manna-hópa sem sendu Norsk Hydro og norskum stjórnvöldum áskoranir, reyndust vega þungt. Utilokað væri að tilgreina alla þá einstaklinga og hópa sem veittu okk- ur liðsinni. Þeir vita hvað að þeim snýr og meðtaka einlægan þakkar- hug okkar hvar sem þeir eru staddir á landinu eða utan þess. Að endingu viljum við koma á framfæri þökkum til allra þeirra ágætu fjölmiðlamanna sem börðust fyrir málstaðnum, leynt eða Ijóst. I því samhengi mun t.a.m. enginn draga í efa mikilvægi hinna öflugu Reykjavíkurbréfa og leiðara- skrifa ritstjóra Morgunblaðsins. Við hlökkum til að gleðjast með ykkur öllum á sérstakri hátíðarsam- komu á Hótel Borg nk. laugardag- skvöld kl. 21. Þar með setjum við punktinn aftan við þann kapítula í Islandssögunni er helgaðist af bar- áttunni fyrir lögformlegu umhverfis- mati vegna Fljótsdalsvirkjunar. Við megum sátt una við niðurlag þess kapítula. Höfundur er framkvæmdastjóri Umhverfisvina. Jakob Frímann Magnússon IBcsífllcscsúnx leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einanqrun i rúllum. 7 lög en 2 ytri ulúminíum—lög endurgeisla hitonn. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15,38 og 76m. I háoloft, bok við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjoldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri. heftibyssa oa límband einu verkfærin. ÞÞ &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 - frt þú einmana? - Ert þú í uanda? - Uantar þig einhuern til að tala uið? Uinalínan á huerju kuöldi í síma 800 6404 frá kl. 20-23 Uinalína Rauða krossins 100% trúnaður Um tengsl kúamjólkur og sykursýki í börnum RÓTIN að eftirfar- andi er grein starfs- bróður míns, Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknis, sem birtist í Morgunblaðinu laugar- daginn 15. janúar. Undimtuðum fannst ástæða til vissra and- mæla. Kúamjólk og sykursýki Víða um heim hafa farið fram athyglis- verðar rannsóknir til að átta sig á orsökum sykursýki. Sérfræðing- ar virðast sammála um að erfðir skipta miklu máli í þróun sjúkdómsins en ýmislegt í fæðinu einnig. Kúamjólk, soya, hveiti og fleiri fæðuefni eru í sviðsljósinu vegna mögulegrar óhollustu fyrir kornabörn. Komið hefur í ljós að skandinavísk kúamjólk er svolítið frábrugðin íslenskri. Norsk mjólk inniheldur t.d. meira af ákveðnu pró- tíni Beta() kasein A1 en íslensk mjólk. Sigurður vh'ðist sannfærður um að þetta prótín geti í vissum til- fellum valdið insúlínháðri sykursýki í börnum (hér skammstafað IHSB). Lesendum til glöggvunar skal tekið fram að ekki er þörf að gefa öllum sykursjúkum insúlín til að halda sjúkdómnum í skefjum. Kasein þetta mun valda sykursýki í tilraunamús- um (það gera hveitiprótín einnig) og Bob nokkur Elliot mun hafa nefnt þann möguleika í sínum skrifum að nefnt mjólkurprótín kunni að vera skýring hárrar tíðni IHSB í Skand- inavíu. Sigurður er hvetjandi þess að nautgriparæktin, neytendasamtök og opinbeiir aðilar láti málið til sín taka, væntanlega til að hindra inn- flutning á fósturvísum nautgripa frá Noregi. En það mun vera margt i sambandi við nefnda óhollustukenn- ingu sem vefst fyrir séríræðingum á sviði sykursýki barna. Ég hafði sam- band við einn þeirra. Geir Joner er sérfræðingur við Ullevál sykehus og í samtali við hann 27. jan. nefnir hann eftirfarandi tölur yfir nýgengi insúlínháðrar sykursýki undir 14 ára aldri: Finnland um 30 börn af 100.000 börnum á ári, Noregur um 20 börn, Svíþjóð um 25 börn, ísland um 10 börn. Utskýrum þetta nán- ar. Gefum okkur að það séu um 1 milljón barna í Noregi á aldrinum 0- 14 ára. Um það bil 210 þeirra ættu því hafa fengið (í fyi-sta sinn) sjúkdómsgreininguna insúlínháð sykursýki á árinu sem leið. Geir staðfesti síðan það sem ég var búinn að heyra frá öðrum lækni, að ástandið í Noregi í þessum efnum hefði versnað upp úr 1960 og hefur verið lélegt síðan. A áttunda áratugnum urðu norskar konur dug- legri við að gefa börnum brjóst, m.a. vegna áróðurs heilbrigðisyfirvalda og hafa verið það síðan. Þetta, segir Geir Joner, hefur ekki leitt til lækk- unar á tíðni insúlínháðrar sykursýki undh’ 14 ára aldri. Svipaða reynslu hafa Finnar. Ef kasein A1 er veru- legur skaðvaldur hefði tíðnin átt að lækka mælanlega við verulega aukn- ingu á brjóstagjöf. Hafi prótínið skaðleg áhríf á briskirtilinn (sem framleiðir insúlín) er eðlilegt að ál- ykta að mestu skemmdirnar eigi sér stað á fyrstu ævimánuðum barnsins. Þá nefndi Geir einnig að nýgengi IHSB hefði hækkað í syðsta hluta Noregs fyrir nokki’um árum á sama tíma og önnur svæði stóðu í stað en erfitt var að sjá samhengi við kúa- mjólkina. Ég tek það fram að ég er fylgjandi því að fara betur ofan í faraldsfræð- ina til þess að kanna hollustu mjólk- urefna bæði okkar vegna og kom- andi kynslóða. Öll Norðurlönd eiga langt í land með að slá ýmsum svæð- um í Asíu við, þar er nefndur kvilli mjög sjaldgæfur. Þá ætla ég að snúa mér að þeim þætti í áróðri Sigurðar og Stefáns Aðalsteinssonar búfjárræktarmanns sem mér finnst einna skemmtileg- astur. Uppræta á úr íslenskum kúm gen- ið sem stjórnar framleiðslu kasein A1 og hefja útflutning á hollu mjólk- urdufti. Þarna er sem sé bent á at- hyglisverða búbót og enn eina ástæðu til þess að hafna innflutningi Sykursýki Tíðnin hefði átt að lækka mælanlega, segir Sveinn Helgi Guðmundsson, við verulega aukningu á brjóstagjöf. á norskum „gallagripum". Ég sem þetta rita hef mínar efasemdir um að útlendingar standi lengi í því að borga flutning undir íslenskt mjólk- urduft. Myndu þeir ekki hefja sjálfir framleiðslu á slíku mjólkurdufti? Um helmingur norskra kúa er laus við kasein A1 „óhæfuna“. Ef menn ætla sér tekur það ekki langan tíma að koma upp „hreinum“ hjörðum þangað sem mjólkursamlag getur síðan sótt hráefni í sitt hollustuduft. Það þarf ekki að hreinsa allar norsk- ar hjarðir til þess að koma slíku á fót. Þetta er full einfalt triks hjá þeim fé- lögum. I nýlegri yfirlitsgrein sem áður- nefndur Geir Joner og samstarfsaðili hans, Lars Christian Stene, hafa samið kemur fram fjöldi atriða sem læknavísindin eru að athuga til að átta sig á orsökum sykursýki. Nokk- ur af þeim atriðum tengjast kúa- mjólk og gefa þeir félagar í skyn að svo kunni að fara að foreldrum verði ráðlagt að gefa ekki börnum undir 9 mánaða aldri kúamjólk. Það eru nefnilega fleiri efni í kúamjólkinni en kasein sem eru í sviðsljósinu. Þarm- ar kornabarna hleypa ýmsum pró- tínum frá meltingarveginum inn í líkamann gegn um þarmana. Sum prótín eru óhollari en önnur, geta t.d. valdið viðbrögðum í ónæmiskerfinu og skemmdum á brisi eða öðrum líf- færum. Insulínháð sykursýki meðal barna (type I diabetes mellitus) brýst fram sem sjúkdómur þegar að ónæmiskerfið hefur skemmt meiri partinn af insúlínframleiðslu bris- kirtilsins. Höfundur er dýralæknir við rann- sóknastofu og ber ábyrgð á sjúk- dómagreiningum nautgripa. Sveinn Helgi Guðmundsson Ungt fólk í stjórnmálum HINN 18. janúar 1997 var Gróska, sam- tök jafnaðar- og félagS; hyggjufólks, stofnuð. í stofnsamþykkt sam- takanna var kveðið á um að aðild að samtök- unum væri öllum opin sem aðhylltust mark- mið samtakanna, flokksbundnum sem óflokksbundnum. Markmið samtakanna var að upp risi öflug sameinuð hreyfing jafnaðarmanna á Is- landi. Ég hafði ekki áður verið aðili að stjórn- málahreyfingu en aðhylltist mark- mið samtakanna og var óflokksbund- inn svo ég uppfyllti aðildai’kröfur samtakanna og skráði mig sem fé- lagsmaður í Grósku. Samtökin hvöttu til sameiginlegs framboðs A-flokkanna og afhentu fulltrúum ílokkanna m.a. drög að stefnuskrá sem Gróska hafði unnið svo og 100 daga áætlun, kæmust flokkarnir til valda. Öllum má ljóst vera að ætlun Grósku gekk ekki eftir fyrir Alþing- iskosningarnar sem fram fóru á síð- asta ári þar sem Vinstrihreyfíngin - grænt framboð og Samfylkingin buðu fram í stað A-flokkanna. Markmiði samtakanna hefur því ekki verið náð. Nú hefur verið boðað til landsfundar Grósku og leggur stjórn sam- takanna til að sótt verði um aðild að Samfylk- ingunni. Segir í fundar- boði að stjórn Grósku telji slíka umsókn eðli- lega í framhaldi af starfi Grósku og þeim markmiðum sem félag- inu voru sett í upphafi. Það má Ijóst vera af ofanrituðu að ég er al- gerlega ósammála stjórn Grósku um að markmiði samtakanna hafi verið náð og sækja beri um aðild að Samfylkingunni. Þar að auki get ég ekki sætt mig við að stjórn Grósku sæki um aðild að stjómmálaflokki fyrir mig. Ég tel því rétt að segja mig úr Grósku og hef sent stjórninni úrsögn mína. (SUS)2 Samband ungra samfylkingar- manna (SUS') var stofnað fyrr í mánuðinum. Formaður sambandsins var kjörinn Vilhjálmur H. Vilhjálms- son en hann sat í fyrstu stjórn Grósku. Undanfarið hefur Vilhjálm- ur með málflutningi sínum staðið í yfirboðum gagnvart stefnumálum Sambands ungra sjálfstæðismanna Stjórnmálahreyfing * Eg hef verið talsmaður þess, segir Bjarki Már Magnússon, að ungt fólk taki virkan þátt í stjórn- málaumræðunni og eigi sinn talsmann á Alþingi. (SUS2). Slíkur málflutningur er mér engan veginn að skapi. Eg hef verið talsmaður þess að ungt fólk taki virkan þátt í stjórn- málaumræðunni og eigi sinn tals- mann á Alþingi. Hinn 17. mars sl. var birt hér í blaðinu ályktun frá nor- rænum þingmönnum á aldrinum 25- 35 ára. Sú staðreynd að á næsta ári mun enginn þingmaður á íslandi vera á þessu aldursbili ætti að vera Islendingum áhyggjuefni. Ungt fólk á að mínu mati fullt erindi í umræðu flokkanna sem fullgildir aðilar og einungis fjötrar að starf ungs fólks fari fram í sérfélögum. Von mín er að rödd ungs fólks sem vill jöfnuð í þjóðfélaginu fari að heyr- ast í umræðu innan stjórmálaflokk- anna, í fjölmiðlunum og á Alþingi ís- lendinga. Höfundur er nemi. Bjarki Már Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.