Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 64

Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fækkun umferðarslysa MARGIR munu sjálfsagt velta fyrir sér eftir hin alvarlegu um- ferðarslys og mikla fjölda umferðaróhappa sem orðið hafa hér á landi undanfamar vik- ur, hvað sé að og hvað þurfi að gera til úrbóta. Eitt af því fyrsta sem kemur í hugann er öku- hraðinn. Þó að við höf- um ágæta vegi og mikið af bundnum slitlögum á ■>f)eim eru þeir yfirleitt svo mjóir að ekki er hægt að mætast á þeim þar sem ökutæki er kyrrstætt á vegkantin- um. Á langflestum vegum er ak- brautin á bilinu 5-7 metrar á breidd og litlar eða engar axlir á þeim og sjá Karl Gústaf Ásgrímsson því allir að ekki er mik- ið pláss afgangs þegar stórir bflar, 2,50-2,60 m. á breidd, eru á ferð og þurfa að mæta öðr- um. í umferðarlögum er ákveðinn hámarks- hraði en sagt er að rík- islögreglustjóri hafi ákveðið að lögreglu- menn hafi ekki afskipti af ökutækum nema þau séu á meiri hraða en 14 km yfir löglegum hámarkshraða. Er þetta rétt? Af hverju er ekki farið að lögum? Ég tel fulla ástæðu til að’ framfylgja lögum, en vitað er að því alvarlegri verða slysin við árekstur eftir því sem hraðinn er meiri. Full ástæða er til að lækka hámarkshraða hér á landi því við Islendingar virðumst ekki ráða við þennan mikla hraða á svo mjóum vegum. Það virðist sem við getum ekki haft hugann við akstur- inn og sjáum ekki aðra í umferðinni þótt gott skyggni sé. I umferðarlög- um og reglugerðum eru ákvæði um það hvernig skuli aka og ef allir fara eftir þeim verða ekki slys eða óhöpp. 136.gr. umferðarlaga eru ákvæði um að akstur skuli miða við aðstæður, færð, veður, umferð, ástand vegar og fleira. Einnig að enginn megi aka hraðar en svo að hann hafi fullt vald á bifreiðinni og geti stöðvað á þeim hluta vegar sem hann sér yfir hindr- unarlausan. I 37 gr. er getið um há- markshraða og er hann miðaður við bestu aðstæður og ber ökumönnum að draga úr hraða ef aðstæður versna, t.d. færð, veður, ástand veg- r Tanaka UMGERÐISKLIPPUR THT 1800 fyrir garð- og sumarbústaðaeigandann Garðyrkjumenn landsins nota Tanaka klippur eht THT 262 fyrir otvinnumanninn VETRARSOL Hamraborg 1-3, norðanmegin S. 564 1864 HÖNNUN / SMÍÐI / V 1 Ð G E. R Ð 1 R / ÞJÓNUSTA Sérhæfð Katlaþjónusta Eftirlit, viðhald og ráðgjöf • Héðinn býður viðskiptavinum sínum sérhæfða katlaþjónustu. • Sérfræðingur með fullkomnustu mælitæki til ketilstillinga er til þjónustu reiðubúinn. • Bjóðum reglubundið eftirlit, viðhald og ráðgjöf. Reglubundið viðnald eykur hagkvæmni Með reglubundinni stillingu og fyrirbyggjandi viðhaldi á kötlum næst hámarks rekstraröryggi. Fjárfestingar í búnaði minnka og rekstrarkostnaður lækkar. Bætt nýting um 5% sýnist ekki mikil. Hún verður það hins vegar ef hún er sett í samhengi við þær 600 milljónir króna sem fiskimjölsiðnaðurinn á íslandi brennir olíu fyrir á ári. Leitum bestu lausna Þegar kemur að endumýjun og uppbyggingu katla tryggjum við hagkvæmustu lausnir hverju sinni. Þærfelast í sérþekkingu og öflugri tæknideild ásamt samvinnu við norska fyrirtækið Peder Halvorsen A/S kjelefabrikk og þá sem nota katla við rekstur. Héðinn hf. Stórás 6 • 210 Garöabæ Slmi 569 2100 Fax:569 2101 www.hedinn.is Tölvupóstur: hedinn@hedinn.is Slys Full ástæða er til að lækka hámarkshraða hér á landi, segír Karl Gústaf Ásgrímsson, því við Islendingar virð- umst ekki ráða við þennan mikla hraða á svo mjóum vegum. ar, umferð og fleira. Þetta virðast ökumenn almennt ekki gera. Oft heyrist það þegar slys hefur orðið að bílar hafi rekist saman þeg- ar annar fór yfir á rangan vegarhluta eða ökumaður hafi ætlað að aka fram fyrir annan. Þama eru töluverðar vísbendingar um orsakir slysa á veg- um í dreifbýli; þær era ekki vegurinn heldur ökumenn. Það era ökumenn sem fara ekki að lögum eða aka ekki eftir aðstæðum. Kyrrstæður hlutur veldur ekki árekstri heldur sá hlutur sem er á hreyfingu og því er ekki hægt að kenna vegi eða vegakerfi um árekstra eða slys. Ekki er það vegurinn sem fer undan bflnum þeg- ar ekið er útaf, ekki er það kyrrstæð- ur hlutur á vegi sem hleypur í veg fyrir bflinn þegar ekið er á hann og svona mætti lengi telja. Má því full- yrða að það er oftast ökumaður, einn eða fleiri, sem gerir eitthvað rangt eða ræður ekki við hraðann ef slys, árekstur eða annað umferðaróhapp verður, en slys á vegum vegna nátt- úrahamfara svo sem flóða og hvass- viðris ræður enginn við. Bflar geta staðið ólöglega en kyrrstæðir aka þeir ekki á þó að þeim sé oft kennt um þegar óhapp verður í nágrenni þeirra. Ég hef mestan hluta starfsævi minnar verið í eða við umferð og er sannfærður um það að flest óhöpp eða slys sem verða í umferðinni megi rekja til of mikils hraða, miðað við aðstæður. Nú liggur fyrir Alþingi eða verður lagt fram framvarp um að allir bflar megi aka á sama hraða á vegum í dreifbýli. Ætlast er til að stærstu bílarnir megi þá aka á 90 km hraða, því ekki er lagt til að minnka hraða. Hafa menn gert sér ljóst hvað gerðist ef stór vagnlest sem vegur milli 40 og 49 tonn, eins og stærstu ökutækin era núna, lendii- í árekstri? Gera menn sér ljóst hvað höggið verður mikið við árekstur ef bæði ökutæki era á 90 km hraða eða meiri og hvað höggið yrði miklu minna ef hraðinn væri milli 70 og 80 km? Ef einhver vilji er til að fækka al- varlegum umferðarslysum þarf að lækka hámarkshraða og beita viður- lögum og fjársektum við brotum á umferðarlögum. Lækkun hraða þýð- ir að verið er aðeins lengur á milli staða en er það ekki tilvinnandi ef hægt er fækka dauðaslysum og ör- kumlafólki eftir umferðaslys. Er ekki betra að vera aðeins lengur á milli staða og sleppa með minnihátt- ar áverka ef lent er í óhappi í stað þess bíða bana eða örkumlast eins og líkur eru á þegar ekið er á yfir hundrað km. hraða? Við eigum ekki að bera saman ökuhraða á hrað- brautum erlendis þar sem ekið er á aðskildum brautum og á okkar mjóu vegum þar sem umferð er alls staðar á móti og margar einbreiðar brýr. Eitt má nefna til viðbótar sem mælir með lækkun hraða, það er að vegir endast skemur ef hraði er mikill og þá sérstaklega á stóram ökutækjum; eða af hverju er Vegagerðin að tak- marka hraða á þungaflutningum og er þá oft miðað við 30 km og jafnvel allt niður í 5 km hraða. Margir hafa talað um að bæta öku- kennslu, sem ráð til fækkunar slys- um, en nær það tilgangi eins og nú er háttað. Ökunemi lærir að aka ná- kvæmlega eftir umferðarreglum og er prófaður samkvæmt því, en svo þegar hann kemur einn út í umferð- ina ræður hann ekki við bflinn því hraðinn er miklu meiri en hann er vanur. Það getur ekki verið gott fyr- ir nýliða að þurfa að byrja ökuferil sinn með því að reyna að aka á mun rneiri hraða en honum var kennt til þess fylgja umferðinni. Þetta virðingarleysi fyrir reglum um ökuhraða skapar virðingarleysi fyrir öðram greinum umferðarlaga eins ogvíða másjá. Höfundur er eftirlaunaþegi, fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður. INNLENT Fræðsla um heilsu og hamingju á efri árum FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stóð í fyrra fyrir fyrir- lestraröð með fræðslu um ýmislegt sem gæti skapað fólki betri heilsu á efri áram. Fræðsluerindi voru flutt af ýmsum sérfræðingum heilbrigðis- mála og vora fundimir vel sóttir og oft fullt hús í hinu nýja húsnæði fé- lagsins í Ásgarði í Glæsibæ. Nú er ætlunin að efna til fram- halds á þessari starfsemi og hafa verið fengnir ýmsir fyrirlesarar. Næstu fyrirlestrar verða sem hér segir: Laugardaginn 8. aprfl kl. 13-15: Algengustu krabbamein. 1. Krabba- mein í blöðruhálskirtli, Eiríkur Jónsson, yfirlæknir, 2. Krabbamein í brjóstum, Helgi Sigurðsson, yfir- læknir og 3. Almennt um krabba- mein hjá eldra fólki. Laugardaginn 15. apríl kl. 13-15: 1. Sykursýki, Ástráður Hreiðarsson, yfirlæknir, 2. Sjónskerðing aldraðra, Guðmundur Viggósson, yfirlæknir og 3. Hjálpartæki fyrir sjónskerta. Það era allir velkomnir að hlusta á þessa fyrirlestra og leggja spurning- ar fyrir fyrirlesara. Þeir verða haldnir í Ásgarði. Námskeið í tai chi-leikfími TAI chi-kennarinn Khinthitsa heldur námskeið fyrir byrjend- ur og lengra komna dagana 7.- 10. apríl nk. í húsnæði Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, Háa- leitisbraut 11-13. Námskeiðið hefst föstudaginn 7. apríl kl. 18. Khinthitsa hefur kennt tai chi-leikfimi i 22 ár í London og víðar í Evrópu. Hann kom fyrst til Islands fyrir 14 árum á vegum Kramhússins og hefur nú síðustu þrjú ár ver- ið með 2-3 námskeið á ári. Frekari upplýsingar gefur Guðný í Kramhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.