Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 66
66 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4
Kynning a Nupo Súpum næstu daga
fim. 6. apríl Apótekið Smiðjuvegi og Spönginni frá kl. 14-18.
fös. 7. aprfl Apótekið Suðurströnd og Iðufelli frá kl. 14-18.
lau. 8. apríi Apótekið Smáratorgi frá kl. 13-17.
20%
0/ kynningarafsláttur
/0 ástaðnum!
Apwtekið
T ' *
VI
Nupo Supur
fullkomin nœring
T- T
$ ' v : ■ .. ,l
sniðnar að þínum þörfum.
Cott verö á gœöavörum
STIHL:
www.mbl.is
UMRÆÐAN
Öruggar bifreiðir
HVERT stefnum við
í umferðarmálum?
Fyrir nokkrum áratug-
um voru íslendingar
með hæstu dánartíðni í
umferðarslysum á
Norðurlöndum en við
tókum okkur verulega
á. Undanfarin ár hefur
sigið á ógæfuhliðina og
stefnir í óefni. Eitt af
því sem hægt er að
gera til að fækka
dauðsföllum og minnka
líkamstjón í umferðar-
slysum er að aka ör-
uggari bifreiðum.
Árekstraprófanir
Virtar stofnanir í Bandaríkjunum,
Ástralíu og Evrópu hafa öryggis-
prófað bifreiðir um árabil og gert
strangari kröfur en reglugerðir hafa
kveðið á um. Bandaríkjamenn voru
leiðandi en nú virðist Evrópa vera
komin í forystu í þessum efnum. Hjá
Evrópsku prófunarstöðinni (Europ-
ean New Car Assessment Program-
me - EuroNCAP) er prófunarbifreið
ekið á 64 km hraða á fyrirstöðu.
Einnig er prófaður hliðarárekstur á
50 km hraða þar sem höggið kemur á
hurð ökumanns. í bifreiðinni eru
brúður og bifreiðinni er síðan gefin
einkunn allt eftir því hversu lítið eða
mikið hún skemmist og hvemig
brúðunum farnast. í Evrópu er
stjöraugjöf þar sem fjórar stjörnur
tákna örugga bifreið, þrjár stjömur
meðalútkomu, tvær sæmilega eða á
mörkunum og ein stjarna táknar lé-
lega útkomu eða nánast falleinkunn.
Bandaríkin og Ástralía öryggis-
prófa á svipaðan hátt en gefa bók-
stafi í stað stjama, sjá töflu í. Ekki
era gerðar neinar veltuprófanir. Á
netinu veita þessar stofnanir um-
fangsmikla umferðar- og öryggis-
ráðgjöf, sjá töflu 2.
Oruggar bifreiðir
Fullkomið öryggi er ekki til. Stór-
ar bifreiðir era að öllu
jöfnu mun öraggari en
litlar. Líkurnar á að
láta lífið í umferðar-
slysi eru meira en tvö-
falt hærri í smæstu bif-
reiðunum en þeim
stærstu. í dag era
framleiddar og fluttar
inn margar fólks-
bifreiðir sem komast í
fjögurra stjömu eða G
flokkinn. Rannsóknir
hafa sýnt að í fjögurra
stjömu bifreið era
meira en 40% minni lík-
ur á að láta lífið eða
slasast alvarlega ef um-
ferðarslys á sér stað en
í bifreið sem fær lélega einkunn í
árekstrarprófunum.
Margir hafa trú á öryggi jeppa og
pallbíla. Þar gætir misskilnings.
Stærstu jepparnir koma almennt vel
út miðað við fjölda látinna í umferð-
arslysum samkvæmt rannsóknum
en litlir jeppar, jepplingar og pallbíl-
ar koma illa út þar sem mikið er um
einbílaslys og veltur. Hugsanlega er
það vegna þess að ökumaðurinn hef-
ur ofurtrú á farartækinu og veit ekki
að bifreiðin er valtari þar sem
þyngdarpunkturinn er mun hærri en
í fólksbílum. Einnig hefur öryggis-
búnaði verið áfátt miðað við margar
tegundir fólksbíla. Af innfluttum
jeppum fá í dag aðeins tvær tegundir
hæstu einkunn í öryggi, tveir jeppl-
ingar en enginn pallbíll.
Nýleg dæmi sanna að hópferða-
bifreiðir eru ekki öragg tæki ef þær
velta og era ekki útbúnar öryggis-
beltum. Ein af forsendunum fyrir
auknu öryggi í hópferðabifreiðum er
að farþeginn haldist í sæti sínu
spenntur í öryggisbelti og að yfir-
byggingin leggist ekki saman ef svo
illa vill til að bifreiðin veltur.
Öryggisbelti og loftpúðar
Öryggisbeltin era mikilvægasta
vömin ef bifreið lendir í umferðar-
Öryggi
Ut frá öryggíssjónar-
miði er rangt að hafa
lægsta vörugjaldið á
minnstu bifreiðirnar
að mati Brynjólfs
Mogensens, sem segir
þær hafa langhæstu
slysatíðnina ef illa fer.
óhappi. Þau hafa bjargað mörgum
mannslífum og minnka mikið líkurn-
ar á alvarlegum slysum. Það er þvi
mikilvægt að allir spenni beltin. Það
á að vera skylda hvers einasta öku-
manns að leggja ekki af stað fyrr en
allir í bifreiðinni hafa spennt beltin.
Loftpúðamir era mjög góð viðbót
við öryggisbeltin en koma ekki í
staðinn fyrir þau. Á síðustu áram er
farið að setja hliðarloftpúða í bifreið-
ir og veitir ekki af þar sem allt að
helmingur dauðsfalla og alvarlegra
slysa er vegna hliðaráreksturs eða
einbílaslysa. Hliðarpúðarnir verja
aðallega brjóst- og kviðarhol. í
nokkram tegundum bifreiða eru
komnir loftpúðar sem vemda höfuð-
ið sérstaklega. I mörgum tegundum
bifreiða er ekki hægt að fá hliðar-
púða sem aukabúnað sem ætti í raun
að vera staðalbúnaður. Þar sem ein-
bílaslys og veltur era algengari í
jeppa-, jepplinga- og pallbílaflokkn-
um skýtur skökku við að þeir eru yf-
irleitt ekki útbúnir með fjóram
loftpúðum en hliðarpúðarnir vernda
líka í einbílaslysum og veltum. Enn
sem komið er era fjórir loftpúðar að-
eins staðalbúnaður í fáum jeppum en
engum jepplingi eða pallbíl. Sumar
nýjar bifreiðir era aðeins með
loftpúða fyrir ökumann.
Verður þess vonandi sem
skemmst að bíða að það komi líka
hliðarloftpúðar fyrir aftursætisfar-
þega í allar bifreiðir. Ef loftpúði er
fyrir farþega í framsæti verða börn-
in án undantekningar að sitja í aft-
ursæti.
ABS-bremsur
Margir hafa trú á ABS-bremsum
og halda að þær bjargi öllu þegar í
óefni er komið.
ABS-bremsur hafa ekki staðið
undir væntingum í Bandaríkjunum.
Á það líka við um norðursvæðin þar
sem menn búa við rigningu, snjó og
hálku hluta úr ári. Líklegasta skýr-
ingin er sú að fólk þurfi tíma til þess
að læra á AB-bremsurnar. Þær era
til bótá ef þæreru rétt notaðar.
flBwilfiiii■N>,
Árekstrarprófanir
Evrópa www.fia.com Bandaríkin www.highwaysafety.org Einkunn
* * * * G Bestir
* * * A í meðallagi
* * M Sæmilegir
* P Lélegir
Brynjólfur
Mogensen
Kynningarafsláttur!
5 bragðtegundir
Citrin hefur áhrif á
matarlyst - dregur úr
löngun í sætindi.
Inniheldur m.a.
carcina cambogia
og chromium
picolinate.
,íA" 1 f í Upplýsinga-
' * -'iWt - ■ bæklingur
á íslensku!
Bráðhollur trefjadrykkur. Fullur af vítamínum og steinefnum.
Minna en 200 hitaeiningar í einni máltíð. Fyrir þá sem vilja
heilbrigða þyngdarstjórnun. Fyrir þá sem vilja bragðgóða og
holla máltíð. Góður heima, í vinnunni, í ferðalagið eða hvar
og hvenær sem er.
.CITRIN
'OWfíi
KYNNINGAR: Fimmtudag og föstudag: Hagkaup Skeifunni kl. 14-18
Laugardag: Lyfja Lágmúla kl. 13-17. Mánudag: Lyfja Hamraborg kl. 14-18.
Þriójudag: Lyfja Setbergi kl. 14-18.