Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 78

Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 78
78 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand HAVE VOU EVEK TH0USHT THAT MAVBE VOU'RE A "RUBV-CR0WNEI? KIN6LET"? & í v w & Jg / /teXWAWXwW.V.Ívl Hefur þér nokkum tíma dottíð í hug ad þú sért „rauðkollhöfði“. IT 5AV5 IN MV BlRP BOOK THAT KIN6LET5 "NERV0U5LV TUJlTCH THEIR WIN65.. ANP ( ALUIAV5 5EEMT0 BEIN M0TI0N' í fuglabókinni minni stendur að kollhöfðar séu á sífelldu iði. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ráðherrar skjóta á vest- fírskt verkafólk Frá Guðvarði Jónssyni: ALLTAF fara landstjórnin og at- vinnurekendur í andlegan baklás þegar kjarasamningar standa yfir og í áratugi hafa þessir aðilar spil- að sömu plötuna, að þjóðfélaginu verði sökkt í botnlausa verðbólgu ef verkafólk sé ekki auðsveipt og hlýðið. Aftur á móti minnist ég þess ekki að verkafólki hafi verið sýnd jafn mikil fyrirlitning úr ráðherra- stóli og gert var af ráðherrum fyrir stuttu, þegar þeir ásökuðu vest- firskt verkafólk um að hafi rústað atvinnulífi á Vestfjörðum með kröfu sinni um bætt kjör, á hóg- værum grundvelli, miðað við kröf- ur annarra hópa og miðað við gild- ismat sumra forstjóra á eigin verðleikum. Hafa þarf í huga, að í verkfalli deila tveir og deiluna verða tveir að leysa. Þess vegna er ekki við einn að sakast ef deilan dregst á langinn og þáttur atvinnurekenda og ráðherra í töfum á slíkri deilu er ekkert minni en launþega. Þess vegna hefði ásökun ráðherranna verið betur orðuð þannig. Við og vestfirskt verkafólk ollum Vestfirð- ingum ómældum skaða með því að láta verkfallið dragast á langinn. Ráðherrarnir virðast aftur á móti hafa gleymt því að það var ekki vestfirskt verkafólk, sem seldi frá sér atvinnutækifærin, er hafði af Vestfirðingum milljarða í at- vinnutekjum. Það gerðu ráðherr- arnir með sínu fiskveiðistjórnunar- kerfi og kenna svo verkafólki um skaðann. Ráðherrarnir virðast líka hafa gleymt því, að þeir eru sérstakir hagsmunagæslumenn allra þegna þjóðfélagsins og þurfa því að gæta þess að ráðast ekki á einstaka stéttarfélagshópa, með slagorða yf- irlýsingum, í staðinn fyrir málefna- lega umræðu á rökfræðilegum grunni. Menn hafa lagalegan rétt til þess að krefjast mannsæmandi launa fyrir framlagða vinnu. Ráð- herrarnir virðast líka hafa gleymt því að verkafólk hefur í all langan tíma tekið sérstakt tillit til afkomu þjóðfélagsins í sinni kröfugerð um bætt laun, nokkuð sem margir bet- ur launaðir hópar hafa ekki gert í sínum samningum, við ráðherra. Það er von mín að landsbyggðar verkafólki takist að semja um kjör sem haldi í við verðhækkanir, en semji ekki um ekki neitt eins og Flóabandalagið gerði. Svo er rétt að minna verkalýðs- félögin á, að ellilífeyrisþegar eiga stóran þátt í uppbyggingu verka- lýðshreyfingar í landinu, því tel ég það ekki óeðlilegt að verkalýðs- hreyfingin styðji við bakið á þeim í þessum kjaraviðræðum. Mér virð- ist verkalýðsfélög muna helst eftir ellilífeyrisþegum, þegar þeir telja sig geta selt þeim einhverja þjón- ustu. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Þakkað fyrir tón- leika í Langholtskirkju Frá Birnu Kr. Svavarsdóttur: VIÐ sem lögðum leið okkar í Lang- holtskirkju á sunnudagskvöld urð- um síður en svo fyrir vonbrigðum. Aldamótakórinn ásamt einsöngv- urum, Þórunni Guðmundsdóttur sópran og Sig- urði Skagfjörð Steingrímssyni baritón og Kammersveit Hafnarfjarðar fluttu þá Heilaga messu eftir Gunnar Þórðarson við texta Sig- urðar Helga Guðmundssonar. Þetta var ljúf stund, tónlistin heill- andi og flutningurinn grípandi. Ýmsir hafa spreytt sig á því gegnum tíðina að semja tónlist við hefðbundna messutexta, jafnframt hérlendis sem erlendis og á sama hátt hafa skáld og hagyrðingar sett fram texta í ætt við upprunalega messuliði. Lúther sjálfur lagði á það ríka áherslu að messan væri flutt á móðurmálinu og hin þýska hefð hefur gjarnan haldið því merki á lofti. Nægir þar að benda á messu Schuberts, en liðir hennar eins og Introitus og Gloria hafa ratað inn í íslenskan sálmasöng, öllum til gleði og ánægju. Það hlýt- ur hins vegar að þurfa nokkra dirfsku til af lútherskum presti að setja inn liði sem gjarnan heyrast ekki nema í rómverskum messum, svo sem Sequentiu og Ave María eru dæmi um. Og það eins þótt messan sé alkirkjuleg og gangi þvert á allar kirkjudeildir. Ekki verður þó annað séð með leik- mannsaugum en hér hafi vel til tekist og enginn þurfi að hneyksl- ast á tiltækinu. Heilög messa hefur nú komið út á geisladiski og hafði ég hlustað á hana áður en til tónleikanna kom, mér til óblandinnar ánægju, og naut því tónleikanna áreiðanlega mun betur en ella. Það er ánægju- legt að hafa á afmælisári kristni- töku fengið svo indæla tónlist sem innlegg í íslenskan messusöng. BIRNA KR. SVAVARSDÓTTIR, Logafold 54, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.