Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lög um Lands- virkjun samþykkt LANDSVIRKJUN hefur fengið lagaheimild til að eiga hlut í fjarskiptafyrirtækjum eftir að Al- þingi samþykkti lög þar að lútandi í atkvæðagreiðslu við þriðju um- ræðu um málið í gær. Greiddu 30 þingmenn atkvæði með frumvarpi iðnaðarráðherra, einn var á móti en 13 sátu hjá. 19 þingmenn voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt frumvarpið við fyrstu og aðra umræðu um málið í þinginu en það snerist um heimild til handa Landsvirkjun til að eiga aðild að fjarskiptafyrirtækjum. Kemur að gagni fyrir fleiri Er meiningin, samkvæmt laga- textanum, að búa svo um hnútana að ljósleiðari Landsvirkjunar á há- lendinu geti komið að gagni fyrir fleiri aðila, m.a. þá sem starfa að öryggismálum. Alþingi vísaði einnig til þriðju umræðu í gær umdeildu frumvarpi utanríkisráðherra um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi íslands og Bandaríkjanna. Höfðu breytingartillögur stjórnarand- stæðinga við frumvarpið áður ver- ið felldar í atkvæðagreiðslu. I '1 - ,l' jil tSlfl Bfl ALÞINGI Riðið til Al- þingis að gömlum sið STJÓRNARMENN f Félagi tamn- ingamanna fóru í gær ríðandi á Al- þingi, þar sem þeir afhentu Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, boðsbréf til þingmanna á 30 ára afmælissýningu Félags tamningamana. Þar er um að ræða þriggja daga fagsýningu í Reið- höllinni í Víðidal, og hefst sýningin í dag með móttöku boðsgesta kl. 18. A sýningunni verða hefðbundnar reiðsýningar í sal hallarinnar, en einnig verða ýmiskonar vörusýning- ar í anddyrinu. Þá verða haldnir fyrirlestrar um margvísleg efni tengd hestamenn- skunni. Þingsályktunartillaga um notkun íslenskra veðurhugtaka Tvítaka þurfti at- kvæðagreiðslu TVÍTAKA þurfti atkvæðagreiðslu i gær um þingsályktunartillögu Kristjáns Pálssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um notkun ís- lenskra veðurhugtaka hjá Veður- stofu íslands. Tillagan var sam- þykkt með einu atkvæði í fyrra skiptið en felld með sama atkvæðis- mun er atkvæðagreiðslan var endur- tekin. Tillagan hafði verið tekin til seinni umræðu á þriðjudag og hljóp þá Samþykkt í fyrra skipt- ið en felld íþað síðara nokkrum þingmönnum kapp í kinn enda voru skiptar skoðanir um ágæti þingsályktunartillögunnar. Nokkrir þingmenn voru á mæl- endaskrá þegar umræðu um málið var frestað á þriðjudag. Þeirra á meðal var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - Morgunblaðið/Kristinn Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna rædd á Alþingi Heildarendurskoðun á lög- gjöfínni liúki á næsta ári GEIR H. Haarde fjármálaráðherra ítrekaði þann vilja sinn á Alþingi á þriðjudag að farið verði í heildarendurskoðun á lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Kvaðst hann gera sér vonir um að slíkri endurskoðun mætti ljúka á næsta ári en ráðherrann taldi óraun- hæft að reikna með því að þeirri vinnu lyki fyrr, í Ijósi þess að í gangi væru viðræður um réttindamál opinberra starfsmanna, auk þess sem kjarasamningar væru lausir í haust. Vart væri raunhæft að mönnum tækist að afkasta því að klára öll þessi mál á sama tíma. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, hafði mælt fyrir nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en nefndin leggur til að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Gera breytingarnar ráð fyrir að um opinbera starfsmenn gildi sömu reglur og um aðra launþega hvað viðvíkur fjöldaupp- sögnum og broti á friðarskyldu þegar í gildi eru kjarasamningar. Er með frumvarpinu ver- ið að bregðast við dómi Félagsdóms frá því í fyrra þar sem því var hafnáð að ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur varðandi fjöldauppsagnir tækju til opinberra starfs- manna. Verði vísað til ríkisstjórnariniiar í nefndaráliti minnihluta efnahags- og við- skiptanefndar er hins vegar gagnrýnt að ríkis- valdið skuli enn á ný velja að breyta því með lögum sem tapast fyrir dómstólum. Sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylking- ar, sem skrifar undir álit minnihlutans ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstrihreyf- Morgunblaðið/Jim Smart Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylkingar, slær á létta strengi við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formann Framsóknarflokksins, í þinghúsinu í gær. ingarinnar - græns framboðs, að eðlilegra hefði verið að verða við beiðni samtaka opinberra starfsmanna og hefja þegar heildarendurskoð- un á lögum um kjarasamninga þeirra. Leggur minnihlutinn til að málinu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar, og í heildarendurskoðun á lög- gjöfinni. í máli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra kom hins vegar fram sú skoðun hans að þær deilur, sem verið hefðu uppi um þau ákvæði laga sem hér væri lagt til að breyta, yrðu vænt- anlega úreltar ef samkomulag næðist milli hagsmunaaðila um nýja heildarlöggjöf á næsta ári. græns framboðs, sem gerði athuga- semd við það í gær að málinu hefði síðan óvænt verið kippt aftur á dag- skrá í skjóli nætur, aðfaranótt mið- vikudags, þegar flestir þingmenn hefðu verið farnir af fundi. Lýsti Kolbrún síðan þeirri skoðun sinni að það væri forræðishyggja að ætla að segja Veðurstofunni fyrir verkum í þessu máli og að hún væri mótfallinn tillögunni. Tillagan laus við flokks- pólitík eins og veðrið Fleiri þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, sagðist segja nei í trausti þess að Veðurstofan hlýddi á raddir þingmanna og bæri áfram hag íslenskunnar fyrir brjósti. „Þessi þingsályktunartillaga er eins laus við flokkspólitík og veðrið,“ sagði Ögmundur Jónasson, þing- maður VG, „enda fjallar hún um veð- ur og veðurlýsingar.“ Lýsti hann yf- ir stuðningi við tillöguna. Fyi’sti flutningsmaður tillögunnar, Krist- ján Pálsson, lagði jafnframt áherslu á að með henni væri ekki verið að skipa neinum fyrir, aðeins verið að koma með tilmæli um að fjölbreyti- leika tungunnar verði viðhaldið. Sverrir Hermannsson, Frjáls- lynda flokknum, og Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, lýstu sig ennfrem- ur samþykka tillögunni. Sagði Hall- dór að það væri misskilningur að halda að það væri ekki hlutverk rík- isins og stofnana þess að stuðla að vernd íslensku tungunnar. Málinu ekki lokið I atkvæðagreiðslu var tillögu- greinin, þ.e. texti ályktunarinnar, sjálf samþykkt með 22 atkvæðum gegn 20 en 6 sátu hjá. Þegar greidd voru atkvæði um tillöguna í heild reyndist 21 þingmaður henni hlynntur en 20 henni andvígir, 5 greiddu ekki atkvæði. Atkvæða- greiðslan var hins vegar endurtekin enda hafði einum þingmanni ekki tekist að taka þátt í atkvæðagreiðslu af tæknilegum orsökum. Var þá tillagan borin undir at- kvæði á ný og hún felld með 21 at- kvæði gegn 20. Sex sátu hjá. Málinu er þó ekki lokið því þegar hefur verið dreift á Alþingi fyrir- spurn til umhverfisráðherra sem Halldór Blöndal leggur fram. Vill Halldór vita hvort ráðherrann hygg- ist fela Veðurstofu íslands að nota íslensku veðurhugtökin í samræmi við vilja meiri hluta Alþingis þegar greidd voru atkvæði um tillögugrein áðurnefndrar þingsályktunartillögu. Alþingi UTANRÍKISMÁLIN setja svip sinn á dagskrá Alþingis í dag. Skýrsla utanríkisráðherra um Evrópumál verður þó ekki rædd fyrr en eftir páskahlé. Dagskráin er sem hér segir, en þingfundur hefst kl. 10.30: 1. Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál, ein umræða. 2. Alþjóðaþingmannasambandið, ein umræða. 3. VES-þingið 1999, ein umræða. 4. ÖSE-þingið 1999, ein umræða. 5. Fríverslunarsamtök Evrópu 1999, ein umræða. 6. Evrópuráðsþingið 1999, ein umræða. 7. NATO-þingið 1999, ein um- ræða. 8. Tekjuskattur og eignar- skattur (skattleysismörk), 1. um- ræða. 9. Yrkisréttur, 1. umræða. 10. Lax- og silungsveiði (gjald- taka o.fl.), 1. umræða. 11. Innflutningur dýra (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva o.fl.), 1. umræða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.