Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR i 1 T f I • ii f MorgunDlaoio/Knstinn Gert klart íyrir næsta tur Það er að ýmsu að huga áður en haldið er úr höfn enda eins gott að veiðar- ir sjómenn höfðu í nógu að snúast niðri við Grandagarð í gær þar sem þeir færin séu í lagi þegar komið er út á reginmið og löng sigling til lands. Þess- voru að splæsa vírana eða taka í eins og eina kríulöpp. RKÍ ekki með símasöfnun fyr- ir Mósambík AÐ GEFNU tilefni vill Rauði kross Islands taka fram að félagið er ekki að hringja í fólk vegna söfnunar fyrir Mósambík. Borist hafa tilkynningar til Rauða krossins um að hringt hafi verið til fólks og það beðið að gefa upp greiðslukortanúmer í síma. Þessar hringingar hafa ekki komið frá Rauða krossinum. Þegar hringt er frá Rauða krossi íslands kemur númerið 570 4000 upp á símnúmerabirti og er fólk beðið að hafa það í huga þegar það tekur við símhringingum sem sagðar eru vera í nafni félagsins. Svik sem þessi, sem hér virðast vera höfð frammi, bitna ekki bai'a á þeim sem hringt er í heldur ekki síð- ur á fórnarlömbum hamfara sem reiða sig á aðstoð Rauða krossins þegar neyðin er sem mest, segir í fréttatilkynningu. RKÍ hefur til- kynnt málið til lögreglúi' og þeir sem fá svona hringingar á næstu dögum eru beðnir að hafa samband við hana. Bréfaskipti milli Landssímans og Samkeppnisstofnunar um meinta mismunun á útlandasímtölum Landssíminn kynnti hækkun GSM-álags í bréfi um miðjan mars FRÉTT Morgunblaðsins 5. apríl sl. um að Samkeppnisstofnun hafi í bréfi til Landssímans gefið til kynna að svo kunni að fara að stofnunin beiti fyrir- tækið sektum hækki það ekki álag á millilandasímtöl úr GSM-símum hef- ur orðið tilefni til orðaskipta í blaðinu milli forsvarsmanna Samkeppnis- stofnunar, Landssímans og Frjálsra fjarskipta enda segist Samkeppnis- stofnun að Síminn hafi hækkað álagið án afskipta stofnunarinnar. Morgun- blaðið hefur undir höndum bréf sem fóru á milli aðilanna þriggja áður en fyrrnefnd frétt birtist í blaðinu og eru þau samskipti rakin hér á eftir í þeim tilgangi að varpa ljósi á málavöxtu. Haft var eftir Olafi Þ. Stephensen- .forstöðumanni upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssíma Islands hf., í frétt 5. apríl sl. að Samkeppnisstofn- un hefði í bréfi til Landssímans gefið til kynna að svo kynni að fara að stofnunin beitti fyrirtækið sektum hækkaði það ekki álag á millilanda- símtöl úr GSM-símum. Er haft eftir Ólafi að viðbrögð Samkeppnisstofn- unar hafi komið í lgölfarið kæru frá Fijálsum fjarskiptum vegna meints aðstöðumunar á útlandasímtölum úr GSM-símum og að í framhaldi af því að Samkeppnisstofnun hafi tekið undir kröfu Fijálsra fjarskipta hafi Landssíminn hækkað álag á GSM-símgjöldum sínum til útlanda um rúmlega 5 kr. á daginn og 50 aura á kvöldin hinn 28. mars sl. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segir hins vegar í frétt blaðsins hinn 6. apríl sl. að Landssím- inn hafi hækkað álagið án nokkurra afskipta Samkeppnisstofnunar. Segir Guðmundur að Samkeppnisstofnun hafi ekki beint neinum fyrirmælum eða tilmælum til Landssímans um að hækka GSM-álag vegna máls Frjálsra fjarskipta enda væri því máli ólokið. Morgunblaðið hefur ndir höndum bréf sem fóru á milli málsaðila á tíma- bilinu 15. febrúar til 27. mars sl. Hið fyrsta er undirritað af lögmanni Frjálsra fjarskipta, Eyvindi Sólnes lögfræðingi, fyrir hönd Gísla Baldurs Garðarssonai' hrl. Er það stílað á Samkeppnisstofnun, hinn 15. febrúar sl, og í því greint frá því að Fijáls fjarskipti hafi falið undirrituðum lög- manni að gera þá kröfu til Sam- keppnisstofnunar að hún taki ákvörð- un til bráðabirgða samkvæmt heimild í 8. gr. samkeppnislaga nr. 8/ 1993 um að gera GSM-deild Lands- símans skylt að bjóða þeim símnot- endum sem vilji hringja um útlanda- gátt annarra aðila sömu kjör og þjóðast ef hringt er um útlandagátt Landssíma íslands hf. Að auki er þess krafist í bréfinu að Landssímanum yrði gert að greiða hámarkssekt skv. 52. gr, sbr. 51. gr samkeppnislaga nr. 8/1993 með hlið- sjón af eðli og umfangi meints brots. Síðar í bréfinu er bent á þá stað- reynd að þegar hringt er úr GSM- síma sem væri í áskrift hjá Símanum- GSM um útlandagátt Frjálsra fjar- skipta hf. væri kostnaður á mínútu á bilinu 13 til 18 krónur auk kostnaðar við utanlandssímtalið en ef hringt væri í og um útlandagátt Landssíma Islands hf væri kostnaður á mínútu 7,47 kr. auk kostnaðar við utanlands- símtalið. „Umbjóðandi minn [Frjáls fjar- sldpti] telur að með ofangreindri háttsemi þar sem viðskiptamönnum GSM-símans er boðið lægra verð ef þeir hringja um útlandagátt Lands- síma Islands hf. en ef þeir hringja um aðrar útlandagáttir hafi forráðamenn fyrirtækisins [Landssímans] með vís- vitandi og lævíslegum hætti brotið gegn skýrum reglum samkeppnisyf- irvalda," segir í lok bréfsins. Deilt um rétt til bráðabirgðaákvörðunar í framhaldi af þessu sendir Sam- keppnisstofnun bréf til Landssíma íslands hf. dagsett 24. febrúar sl. þar sem skýrt er frá innihaldi fyrr- greinds bréfs frá lögmanni Frjálsra fjarskipta. „Með hliðsjón af því að krafist er ákvörðunar til bráðabirgða er þess óskað að umsögn yðar [Landssímans] og umbeðin gögn ber- ist Samkeppnisstofnun eigi síðar en fimmtudaginn 2. mars nk. Að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um hvort skilyrði séu til töku bráða- birgðaákvörðunar í þessu máli sbr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993,“ segir í lok bréfs Samkeppnisstofnunar til Landssímans. í svari Landssímans við þessu bréfi, dagsettu hinn 28. febrúar sl. segir m.a. að í erindi Frjálsra fjar- skipta sé ekki að finna nokkra vís- bendingu um hvaða brýnu fjárhags- legu hagsmunir eða yfirvofandi hætta kalli á að grípa skuli til bráða- birgðaákvörðunar. „Kvartandi færir m.ö.o. engin rök fyrir því að skilyrði fyrir beitingu bráðabirgðaákvörðun- ar séu uppfyllt," segir m.a. og með hliðsjón af því sem og öðrum atriðum sem Landssíminn nefnir í bréfi sínu en ekki þykir ástæða til að telja hér upp taldi Landssíminn sér ófært að tjá sig um kröfu Frjálsra fjarskipta um bráðabirgðaákvörðun fyrr en fyr- irtækið þ.e. Fijáls fjarskipti hefði fært viðeigandi rök fyrir ló-öfugerð sinni. Enn halda bréfaskiptin áfram og í bréfi Samkeppnisstofnunar hinn 1. mars sl. til Landssímans er ítrekað að fyrrnefnt erindi Fijálsra fjarskipta til Samkeppnisstofnunar fjalli um meinta mistnotkun Landssíma ís- lands hf. á markaðsráðandi stöðu sinni gagnvart Fijálsum íjarskiptum hf. sem er nýr aðili á fjarskiptamark- aði. „Eins og staðfest er með úrskurði áfrýjunamefndar samkeppnismála nr. 11/1999 hefur Landssími íslands hf. einstæða yfirburðastöðu í síma- þjónustu hérlendis, þ.ám. á sviði GSM-þjónustu. Að mati samkeppnis- yfirvalda eru mál jafnan talin brýn þegar markaðsráðandi fyrirtæki eru hugsanlega að hindra innkomu nýs aðila á markaðinn. Samkeppnisstofn- un telur því rétt að taka til athugunar kröfu Fijálsra fjarskipta hf. um bráð- abirgðaákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í erindi félagsins dags. 15. febrúar sl.,“ segir í bréfinu. Er síðan beiðni Samkeppnisstofn- unar um umsögn Landssímans og umbeðin gögn, sem fram kemur í bréfinu frá 24. febrúar sl. ítrekuð og óskað eftir svari eigi síðar en í lok vinnudags 3. mars. Landssiminn og Fijáls Ijarskipti reyna samningaleiðina Þegar hér er komið við sögu eða hinn 3. mars sl. berst Samkeppnis- stofnun rafpóstur frá Fijálsum fjarskiptum þar sem óskað er eftir því að stofnunin bíði með úrskurð sinn í málinu þar sem forsvarsmenn Landssímans hafi óskað eftir að semja beint við Frjáls fjarskipti. Kemur fram í rafpóstinum að Frjáls fjarskipti telji rétt að láta reyna á slfkt og miði við að samningar geti tekist á næstu tveimur vikum. Náist á hinn bóginn ekki samningar fyrir þann tíma fari Fijáls fjarskipti fram á að Samkeppnisstofnun úrskurði í málinu. Sama dag berst Samkeppnisstofn- un bréf frá Landssímanum þar sem skýrt er frá því að starfsmenn Lands- símans og FVjálsra fjarskipta hafi átt fundi hinn 1. og 2. mars árið 2000. I bréfinu segir m.a. að á fyrri fundinum hafi orðið að samkomulagi að leitað yrði lausna milli aðila vegna athuga- semda sem fram hafi komið og lúti að meintri mismunun eftir því hvort hringt væri um útlandagátt Lands- síma Islands hf. eða um útlandagátt Frjálsra fjarskipta. Ákveðið hafi ver- ið að funda sérstaklega um málið í húsakynnum Landssímans hinn 8. mars. „Jafnframt hefur orðið að sam- komulagi að Frjáls fjarskipti aftur- kalli kvörtun sína og beiðni um milli- göngu samkeppnisyfirvalda á meðan leitað er lausna milli aðila. I því Ijósi sér Landssíminn ekki ástæðu til að veita Samkeppnisstofnun umsögn um erindi Fijálsra fjarskipta. Það skal hins vegar upplýst að umrædd gjaldskrárbreyting átti sér stað 1. janúar 1999, en þá lækkuðu álags- gjöld á símtöl til útlanda úr GSM- farsímum í kr. 7,47 fyrir hveija mín- útu í Ijósi markaðsaðstæðna," segir að síðustu í bréfi Landssímans. [Landssíminn hafði hins vegar í upp- hafi GSM-þjónustu sinnar lagt 14,94 kr. á útlandataxtann.] Samkvæmt þeim gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum sendir Landssíminn næst bréf til Frjálsra fjarskipta, dagsett hinn 15. mars sl., en þar segir: „Eins og fram hefur komið varð sú breyting gerð á gjaldskrá farsímasamtala til útlanda þann 1. janúar 1999, að álagsgjald á símtöl til útlanda úr farsímum lækk- aði í kr. 7,47 fyrir hverja mínútu.[...] Eftir að Frjáls fjarsldpti vöktu at- hygli á, að þessi háttur á gjaldtöku gæti leitt til mismununar eftir því hvort hringt er í útlandagátt Lands- símans eða útlandagátt þriðju aðila, hefur gjaldtaka þessi verið endur- skoðuð. Til þess að auðvelda aðgang nýrra aðila að markaði fyrir útlandasímtöl sem uppruna sinn eiga í GSM þjón- ustu Landssímans verður álagsgjald- ið hækkað í kr. 12,50 (með vsk) þegar símtöl fara um útlandagátt Lands- símans." Lögmaður Frjálsra fjarskipta sendi Samkeppnisstofnun afrit af bréfi því sem hér er vitnað til og skrifaði um leið erindi til stofnunar- innar, dagsett 21. mars sl., þar sem greint er frá því að öll umræða milli Frjálsra fjai-skipta og Landssímans um umrætt mál hafi engan árangur borið. Segir í erindinu að Landssím- inn hafi hækkað verð á mínútu úr 7,47 kr. í 12,50 kr. en jafnframt bent á að þeir viðskiptavinir Símans GSM sem kjósi að nota aðrar símgáttir greiði 18 kr á mínútu. „Þó svo að verðmunur sé með þessu minnkaður er honum viðhaldið þrátt fyrir að Landssími Islands við- urkenni í bréfi sínu að um mismunun sé að ræða.“ Er í lok bréfsins ítrekað- ar þær kröfur sem komu fram í bréfi lögmanns Frjálsra fjarskipta hinn 15. febrúar sl. „Þess ber að geta að aug- Ijóst þykir að brýnir fjárhagslegir hagsmunir eru fylgjandi því að tekin sé ákvörðun til bráðabirgða í máli þessu. Kvörtun var frestað vegna óska Landssímans og mátti umbjóð- andi minn [Frjáls fjarskipti] ætla að Landssíminn myndi því lagfæra þá augljósu mismunun sem átti sér stað. Þar sem mánuður er liðinn frá dags- etningu kvörtunar eru nú enn brýnni hagsmunir fylgjandi því að endir verði bundinn á gróft brot Landssím- ans gegn skýrum reglum samkeppn- isyfirvalda," segir að síðustu. Óskað eftir upplýsingum um gj aldskrárbreytingar Síðasta bréfið í máli þessu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er frá Samkeppnisstofnun til Lands- síma íslands hf. Þar er vísað til fyrr- greinds bréfs lögmanns Frjálsra fjarskipta til Samkeppnisstsofnunar og Landssímanum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær athugasemdir sem fram koma í því bréfi. Auk þess er óskað eftir fleiri upplýsingum svo sem nákvæmari lýsingu á aðdrag- anda, tilefni og tilgangi gjaldskrár- breytingarinnar hinn 1. janúar 1999, sem áður var vitnað til og ennfremur er óskað eftir aðdraganda, tilefni og tilgangi gjaldskrárbreytingar þeirr- ar sem Landssíminn greindi frá í bréfi sínu til Frjálsra fjarskipta hinn 15. mars sl., þ.e. hækkun álags í 12,50 kr. þegar símtöl fara um útlandagátt Landssímans. Að síðustu segir: „Athygli yðar er vakin á því að ef samkeppnisyfirvöld komast að þeirri niðurstöðu að í máli þessu bijóti háttsemi Landssíma Is- lands hf. gegn ákvæðum samkeppn- islaga eða ákvörðunum sem teknar hafa verið samkvæmt þeim, sbr. ákvörðun samkeppnisráðs nr. 41/ 1997, getur komið til álita að sam- keppnisyfirvöld beiti heimildum sín- um til álagningar stjórnvaldssekta skv. 52. gr samkeppnislaga nr 87 1993. Óskað er eftir að umsögn yðar og umbeðin gögn berist eigi síðar en 3. apríl nk.“ Auk þessara bréfaskipta sem hér hafa verið tilgreind hittust forsvars- menn Samkeppnisstofnunar og Landssímans á sameiginlegum fundi hinn 30. mars sl. að frumkvæði Landssímans að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Að sögn Guðmundar vildu Lands- símamenn á fundinum koma að ákveðnum sjónarmiðum tU svars eða útskýringar á því sem Samkeppnis- stofnun hafði vakið máls á í bréfinu frá 27. mars. „Þegar þeim fundi lauk var enginn vafi í huga þeirra eða okkar í hvaða fasa þetta mál var,“ fullyrðii- Guð- mundur og leggur aukinheldur áherslu á að á fundinum hafi ekki ver- ið tekin nein ákvörðun eða gefin nein fyrirmæli eða tilmæli um eitt né neitt af hálfu Samkeppnisstofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.