Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Ný Nettóverslun
á Akranesi
í DAG mun Nettó opna nýja verslun
á Akranesi, á Kalmannsvöllum 1.
Nettó á Akranesi er þriðja Nettó-
verslunin hér á landi, en hinar eru á
Akureyri og í Mjóddinni í Reykjavík.
Nettó á Akranesi er í 800 fermetra
húsnæði og verslunin er með sama
sniði og hinar tvær. Tilboð, sem
auglýst eru í tilefni opnunarinnar,
gilda í öllum verslunum Nettó.
Hannes Karlsson, deildarstjóri
Nettó, segir að verið sé að skoða
markaðinn um þessar mundir með
það fyrir augum að opna fleiri versl-
anir. Nettó er rekin af hlutafélaginu
Matbæ ehf. sem er í eigu KE A.
CUNIQUE
100% ilmefnalaust
Veittu líkama þínum einstaka upplifun.
Kynnum nýjar líkamsvörur frá Clinique.
Nýju líkamsvörurnar frá Clinique.
Þær sameina loforð um fallega húð og
gleðina við að ná því takmarki.
Einfaldar athafnir eins og að fjarlægja
dauðar húðfrumur, hreinsa og gefa húðinni
raka, verða nýjar upplifanir.
Nýju likamsvörurnar frá Clinique færa þér
fallega húð á tvo ólíka vegu.
Önnur með kælandi, frískandi og örvandi
áhrifum. Húðin lítur vel út, verður endur-
nærð og áferðarfalleg.
Hin línan er kremuð, mjúk og róandi.
Húðin verður vel nærð, mjúk og afslöppuð.
Veldu orku eða afslöppun. Njóttu tilfinn-
ingarinnar að fá einstako húð.
Líkamslína frá Cfinique kælandi og frísk-
andi:
Sparkle Skin Body Exfol. 200 ml kr. 1.635.
Instant Energy Body Wash 200 ml kr. 1.325.
Cool Lustre Body Moisture 200 ml kr. 1.745.
Líkamslína frá Clinique kremuð og róandi:
Soft Polish Body Exfoliator 200 ml kr. 1.635.
Skin Cushion Body Wash 200 ml kr. 1.325.
Oeep Comfort Body Moist. 200 ml kr. 1.745.
Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust.
Ráðgjafar verða á staðnum í dag, fimmtudaginn 13. apríl, frá kl. 13-18,
föstudoginn 14. apríl kl. 13-18 og laugardaginn 15. apríl kl. 12-16.
HAGKAUP
Kringlan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjórðungur af heildarlager búðarinnar seldist upp á fyrstu tveimur dögunum.
Yfir þrjú hundruð Topshop-verslanir í heiminum
• •
Onnur söluhæsta
verslunin er á Islandi
BRESKA tískuverslunarkeðjan
Topshop opnaði í marsmánuði
verslun hér á landi í Lækjargöt-
unni. Verslunin er nú orðin önnur
söluhæsta verslun keðjunnar sem
rekur um 300 verslanir í Bretlandi
auk 30 verslana í 12 löndum utan
Bretlands. „Þetta er óneitanlega
ánægjuleg frammistaða, sérstak-
lega þegar litið er til þess að sölu-
hæsta verslun þeirra, sem er versl-
unin á Oxford Cirkus, er meira en
10 sinnum stærri en okkar versl-
un,“ segir Sigrún Andersen, fram-
kvæmdastjóri Topshop á Islandi.
„Þetta er fyrsta Topshop-verslunin
sem opnar í Vestur-Evrópu og er
Baugur kominn með einkaleyfi fyr-
ir Topshop í Skandinavíu og er ætl-
unin að leggjast í víking á næstu
árum,“ segir Sigrún.
„Topshop-keðjan er stærsta
tískukeðjan í Bretlandi fyrir ungt
fólk og er leiðandi í tískubransan-
um. Eg held að ástæða velgengni
okkar sé meðal annars staðsetning
búðarinnar og útlit jafnt utan sem
innan og svo fjölbreytt vöruúrval á
hagstæðu verði. Sem dæmi má
nefna að við seldum upp 25% af
heildarlager búðarinnar á fyrstu
tveimur dögunum og þar á meðal
70 stykki af leðuryfirhöfnum frá
vinsælasta merkinu okkar Oute-
redge. Að sögn Sigrúnar er verið að
setja á fót viðskiptamannnaklúbb
sem mun upplýsa meðlimi, á Netinu
um allar nýjungar og uppákomur í
búðinni og veita forgang að útsölum
og spennandi vörusendingum.
„Enginn kostnaður er við skrán-
ingu en þess má geta að á fyrstu
tveimur vikunum voru komnir 400
klúbbmeðlimir,“ segir Sigrún.
Netkaffí
„Netkaffið er einnig nýjung hjá
okkur en við höfum verið að bjóða
viðskiptavinum upp á að vafra á
Netinu ókeypis allt frá opnun og
munum halda því eitthvað áfram.
Það hefur verið mjög vinsælt og
stöðugt setið við.
Það er ákaflega ánægjulegt að
verslunin skuli falla í góðan jarðveg
og greinilegt að Islendingar kunna
vel að meta,“ segir Sigrún.
Lambakj ötsútsala í Nóatúni
20-50 prósent afsláttur
veittur af nýslátruðu
I DAG, fimmtudag, hefja verslanir
Nóatúns útsölu á lambakjöti af
nýslátruðu og nemur afslátturinn
20-50%. Um er að ræða 28 tonn af
kjöti.
Að sögn Jóns Þ. Jónssonar,
markaðsstjóra hjá Nóatúni, er um
tímamót að ræða þar sem lamba-
kjöt af nýslátruðu hefur oftast ver-
ið selt á yfirverði fyrir páskana og
framboð verið takmarkað. Hann
segir að vegna yfirvofandi verk-
falls á Suðurlandi sé fleiri lömbum
slátrað en ella um þessar mundir
og því sé um tímabundið verðfall
að ræða. Kjötið kemur aðallega frá
Sláturfélagi Suðurlands, Þríhyrn-
ingi á Hellu og Kjötumboðinu.
Jón nefnir sem dæmi að læris-
sneiðar sem áður hafi kostað 1.249
krónur kílóið kosti nú 899 krónur.
Súpukjöt kostar nú 299 krónur en
kostaði áður 598. Þá kostar læri
798 krónur kílóið en var á 998
krónur áður. Sirlonsneiðar sem áð-
ur kostuðu 849 krónur kílóið kosta
nú 599 krónur.
QUELLE. ORACTIR
Kr. 6.900,-
Litir: Beige og svart
Stœröir: 36-46
-■M
Kr. 9.900,-
Litir: Beige og svart
Stœröir: 36-44
Frábœrt úrval af
öbrum gœbafatnabi frá
Þýskalandi á verbi sem
gerist ekki betra
niiri f C mUN,DÁLVE612
ImULLLmZm KOPAVOGLS:5642000
Kr. 2.990, -
Fín sumardragt. Til í
stórum númerum.