Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Verðmæti loðnuafurða lækkaði um 3 milljarða á nýafstaðinni vertíð Mikil veiði en lágt verð ÞRÁTT fyrir mikinn afla á loðnu- vertíðinni sem er nú nýlokið hefur útflutningverðmæti loðnuafurða dregist verulega saman frá síðustu vertíðum. Útflutningur á frosinni loðnu á Japansmarkað varð mun minni en vonir stóðu til, auk þess sem afurðaverð á loðnuhrognum, mjöli og lýsi hefur lækkað verulega. Útgerðarmenn segjast engu að síð- ur bjartsýnir á að verð hafi nú náð botninum. Samkvæmt úttekt vikublaðsins Fiskifrétta nam útflutningsverð- mæti loðnuafurða á nýlokinni vertíð um 8 milljörðum króna. Verðmætið á loðnuvertíð síðasta árs nam um 11 milljörðum króna en um 17 millj- örðum á vertíðinni 1997-1998. Aflabrögð á vertíðinni voru þegar á heildina er litið nokkuð góð. Sum- ar- og haustvertíð brugðust þó al- gerlega en þá veiddust aðeins tæp 85 þúsund tonn. Mokveiði var nán- ast allt frá áramótum og fram til marsloka en þá lönduðu íslensku loðnuskipin tæpum 760 þúsund tonnum. Loðnuveiðar í flottroll í janúar skiluðu góðum árangri, en þá var engin veiði í nót. Aflinn á vetrarvertíð hefur aðeins einu sinni verið meiri, en á vetrarvertíðinni 1997 veiddust alls um 775 þúsund tonn. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Víðar Sigurðsson, háseti á loðnuskipinu Faxa RE, með lúkufylli af loðnu- hrognum en afurðaverð á hrognum lækkaði talsvert frá síðasta ári. Til sölu Til sölu ertogskipið Ófeigur VE 325. Skipið er stálskip, smíðað í Hunneo- strand í Svíþjóð 1990 og er 238 brt. Lengd 25,95 m. Breidd 7,3 m. Aðalvél Alpha 996 hö. Skipið er með undanþágu á 3 mílum vegna of hás aflvísis. Skipið selst með veiðileyfi. Nánari upplýsingar: Jóhann Pétursson hdl., Lögmannsstofan Bárustíg 15, Vestmannaeyjum. Netfang ls@eyjar.is Veffang ls.eyjar.is Sími 488 6010. Á loðnuvertíðinni 1997-98 héld- ust í hendur mokafli og hátt af- urðaverð en á nýlokinni vertíð var afurðaverð á mjöli og lýsi í lág- marki, auk þess sem tiltölulega lítið var fryst af loðnu fyrir Japans- markað og verð á loðnuhrognum lækkaði verulega frá síðustu vertíð. Mjölverð á uppleið en lýsis- verð lækkar enn Samkvæmt verðvísitölum Þjóð- hagsstofnunar fór verð á loðnumjöli hæst í desember 1997. Það lækkaði síðan mjög hratt í lok árs 1998 og fór lægst í maí á síðasta ári og hafði þá lækkað um 53% á 18 mánaða tímabili. Síðan hefur verðið þokast lítillega upp á við og hefur hækkað um tæp 17%. Verðvísitala loðnulýsis í mars sl. hefur hinsvegar ekki verið lægri í nærri heilan áratug. Verðið fór hæst í júlí 1998 og hefur lækkað um 66% á 20 mánuðum. Samkvæmt úttekt Fiskifrétta nam útflutningsverðmæti mjöls og lýsis á liðinni vertíð samtals um 7,2 milljörðum króna, borið saman við 10 milljarða á síðustu vertíð og 14 milljarða á vertíðinni 1997-1998. Alls voru fryst um 4.000 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað á síðustu vertíð og hefur magnið ekki verið minna í áraraðir. Áætlað verðmæti Japansloðnunnar er 140 milljónir króna en það var um 400 milljónir á síðasta ári. Eins má ætla að verð- mæti loðnuhrogna lækki töluvert frá fyrra ári og verði varla meira en 630 milljónir á þessu ári en alls voru framleidd rúm 6.000 tonn. Viðunandi vertíð Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB hf. á Akranesi, segir vetrarvertíðina í ár í meðal- lagi. Góð veiði hafi að nokkru vegið upp verðlækkanir á afurðum. )vAlls var landað tæpum 50 þúsund tonn- um í bræðsluna hjá okkur á vetrar- vertíðinni en yfir allt árið í fyrra fengum við 42 þúsund tonn af loðnu. Auk þess frystum við um 900 tonn af loðnuhrognum. Skip okkar veiddu um 70 þúsund tonn á þessari vetrarvertíð, en fengu á sama tíma í fyrra 47 þúsund tonn. Segja má að flottrollsveiðin í janúar hafi bjargað miklu og ég hef ekki trú á öðru en þær verði leyfðar aftur á næstu vertíð." Haraldur segir afurðaverð vera lágt en segist vongóður um að mjöl- verð hafi náð botninum. „Öll loðna sem barst til okkar var unnin í há- gæðamjöl en verð á því er hærra en á hinu svokallaða standard-mjöli. Verð á lýsi er hinsvegar mjög lágt en við kyntum verksmiðjuna með lýsi í stað olíu í allan vetur og spör- uðum töluvert með því. Miðað við svartsýnina sem var ríkjandi varð- andi loðnuveiðar í haust þá getum við sagt að vertíðin hafi verið viðun- andi, þrátt fyrir allt,“ segir Hara- ldur. Víkingur aflahæstur Aflahæsta loðnuskipið var Vík- ingur AK en skipið landaði alls 32.222 tonnum á vertíðinni. Faxi RE landaði 29.701 tonni, Hólma- borg SU 29.223 tonnum, Börkur NK 28.634 tonnum og Örn KE 28.093 tonnum. Samtals voru veidd rúm 843 þús- und tonn af loðnu á nýlokinni ver- tíð, þar af rúm 758 þúsund tonn á vetrarvertíðinni, samkvæmt tölum Samtaka fiskvinnslustöðva. Alls eru þá ríflega 48 þúsund tonn eftir af heildarkvótanum. Auk þess lönduðu erlend skip rúmum 43 þúsund tonn- um hérlendis á vertíðinni. Mestum afla var landað á höfnum Austan- lands, tæpum 73 þúsund tonnum hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., rúmum 65 þúsund tonnum hjá Síld- arvinnslunni hf. í Neskaupstað og um 62 þúsund tonnum hjá SR-mjöli hf. á Seyðisfirði. Loðnukvóti og aflastaða íslenskra loðnuveiðiskipa - i Kvóti tímabilið 1. júlí 1999 til 1. júlí 2000. Staðan 4. apríl 2000. Hia Veiðiskip Varani. kvóti, tonn Flutt milli skipa, tonn Loðnukvóti alis, tonn Sumar/haust afli tilk. SF tonn Vetrarafli tilk. til SF, tonn Afli samtals tilk. til SF tonn Eftirstöðvar skv. því, tonn Víkingur AK100 >*=£■**> 34.343 -1.414 32.929 6.835 25.387 32.222 707 Faxi RE 9 22.882 7.457 30.339 3.500 26.201 29.701 638 HólmaborgSU11 33.697 -3.757 29.940 0 29.223 29.223 v 717 BörkurNK122 31.203 -2.514 28.689 0 28.634 28.634 55 ÖmKE13 32.308 0 32.308 5.492 22.601 28.093 4.215 Óli í Sandgerði AK14 36.039 -7.000 29.039 1.925 25.143 27.068 1.971 Gríndvíkingur GK 606 26.244 0 26.244 5.641 19.529 25.171 1.073 Sigurður VE15 35.082 -9.343 25.739 3.923 21.213 25.136 603 Beitir NK123 29.625 -4.584 25.041 2.243 22.800 25.043 -2 Sighvatur Bjamason VE 81 28.353 -1.200 27.153 1.212 23.512 24.725 2.428 Þorsteinn EA 810 32.074 -5.422 26.652 556 24.114 24.669 1.983 Jón Kjartansson SU 111 20.818 3.747 24.565 0 24.258 24.258 307 Sunnuberg NS 70 18.972 4.115 23.087 2.801 20.088 22.889 198 AntaresVE18 * 32.860 -9.464 23.396 2.292 20.249 22.541 855 Hákon ÞH 250 23.677 0 23.677 123 22.049 22.172 1.505 Bjarni Ólafsson AK 70 20.895 1.394 22.289 0 22.089 22.089 200 ísleifur VE 63 22.184 -467 21.717 0 20.111 20.111 1.606 Elliði GK445 24.854 -4.586 20.268 1.220 18.848 20.068 200 Birtingur NK119 20.768 -1.205 19.563 3.061 16.179 19.240 323 Súlan EA 300 22.943 -3.250 19.693 3.272 15.850 19.121 572 Oddeyrin EA 210 32.545 -8.628 23.917 3.467 15.648 19.115 4.802 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 18.019 987 19.006 4.383 14.310 18.693 313 Gullberg VE 292 6.996 12.763 19.759 294 18.164 18.458 1.301 Júpiter ÞH 61 >****> 34.934 -15.581 19.353 1.284 17.055 18.338 1.015 Guðmundur Ólafur ÓF 91 16.775 1.487 18.262 6.577 11.515 18.091 171 Björg Jónsdóttir ÞH 321 17.958 502 18.460 1.876 16.205 18.081 379 Huginn VE 55 16.931 733 17.664 408 17.233 17.641 23 Svanur RE 45 17.553 0 17.553 4.971 12.239 17.210 343 Sunnutindur SU 59 0 13.228 13.228 0 16.612 16.612 -3.384 Kap VE 4 12.474 5.380 17.854 2.448 14.081 16.528 1.326 Bergur VE 44 18.039 0 18.039 445 15.157 15.602 2.437 SeleySU 210 30.724 -15.500 15.244 1.425 13.400 14.825 399 Þórshamar GK 75 22.276 -2.053 20.223 1.048 13.503 14.551 5.672 Þórður Jónasson EA 350 16.076 -2.528 13.548 1.764 11.107 12.871 677 Gígja VE 340 18.060 -5.000 13.060 614 11.544 12.158 902 Húnaröst SF 550 17.864 -5.000 12.864 1.289 10.457 11.746 1.118 Sveinn Benediktsson SU 77 0 11.681 11.681 0 11.667 11.667 14 Jóna Eðvalds SF 20 8.871 2.127 10.998 544 10.116 10.660 338 Heimaey VE1 3.157 7.500 10.657 0 10.350 10.350 307 Neptúnus ÞH 361 0 14.000 14.000 1.517 8.612 10.129 3.871 Arnamúpur ÞH 272 9.450 1.664 11.114 0 10.094 10.094 1.020 Háberg GK 299 0 9.244 9.244 3.542 5.539 9.081 163 Arnþór EA18 >*=£**> 1.578 7.319 8.897 0 8.893 8.893 J 4 Sigurður Jakobsson ÞH 3 0 5.273 5.273 0 5.203 5.203 70 Hoffell SU 80 0 5.091 5.091 0 5.091 5.091 0 Bergur Vigfús GK 53 0 2.280 2.280 0 3.504 3.504 -1.224 Guðmundur VE 29 0 2.906 2.906 2.907 0 2.907 -1 Glófaxi VE 300 »*£=**> o 2.964 2.964 0 Jm. I . 2.890 2.890 . - 1- 74 SAMTALS, reikað: 891 .S04 Ö 891.521 84.899 758.267 843.163 48.338 Samkv. upplýs. Fiskistofu: 891.501 ~ “TT“ 891.501 84.897 758.265 843.162 r 48.338
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.