Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 33
ERLENT
Málfrelsið hert í
eldi helfararinnar
David Irving segist sjá fram á fjárhagslegt
hrun sitt eftir málaferlin gegn Deborah
Lipstadt off Penguin. En hann hefur ekki
við neinn að sakast nema sjálfan sig og ef
vera skyldi Adolf Hitler. Nýafstaðin mála-
ferli hafa lagt mannorð Irving og fjárhag í
rúst. Freysteinn Jóhannsson hefur fylgzt
með gangi mála.
DAVID Irving lætur
engan bilbug á sér
finna. I samtali við The
Daily Telegraph dag-
inn áður en dómur var
kveðinn upp í málinu
(Irving vissi þá um nið-
urstöðuna, þar sem
hann flutti mál sitt
sjálfur og fékk sem
slíkur dóminn í hendur
sólarhring fyrir dóms-
uppkvaðninguna) segir
hann m.a.: „Væri ég
meðlimur Gyðingafjöl-
skyldu í Riga 1941 sem
verið væri að draga í
áttina að gröf í skógar-
jaðrinum, myndi ég
vilja vita hvers vegna. Og þegar ég
liti í kring um mig myndi ég ekki
endilega segja, að svona væri komið
af því að nazistar eða litháar og
lettneskir samstarfsmenn þeirra
væru glæpamenn staðráðnir í að
myrða okkur öll.
Ég myndi hugsanlega og ætti
hugsanlega að líta til þess, að trú-
bræður mínir gengu til liðs við
leynilögreglu sovétríkjanna, þegar
rússarnir réðu hér ríkjum og fram-
kvæmdu fjöldamorð á öðrum en
gyðingum.
Kannski það væri þess vegna sem
ég saklaus Gyðingurinn lifði nú það
að vera ásamt konu og börnum
dreginn í átt til grafarinnar."
En það voru væntanlega menn af
öðrum trúflokkum í leynilögregl-
unni? skýtur blaðamaður inn í.
„Mjög svo fáir. Forystumennirnir
voru nær eingöngu Gyðingar. Þetta
er ein af þessum staðreyndum sög-
unnar, sem þú sérð ekki oft getið
um.“
Sitthvað gæfa og gjörvileiki
Fullyrða má að margra augu hafi
hvílt á þéttskipuðum dómssal 36 í
London í fyrradag, þegar Gray
dómari las upp dóm sinn og forsend-
ur hans. Ekki einasta fylgdust Bret-
ar vel með réttarhöldunum, heldur
var framvinda þeirra fréttaefni víða
um heim, þ.á m. í Þýzkalandi, þar
sem það varðar við lög að afneita
helförinni, og svo auðvitað í Israel,
þar sem fá mál, ef nokkurt, eru jafn-
viðkvæm og minningin um helför
Gyðinga. ísraelsstjórn lét í febrúar
sl. gera opinberar fangelsisminning-
ar Adolf Eichmann svo Deborah
Lipstadt gæti notað efni þeirra í
málaferlunum við Irving. (Eftir að
dómur féll lýsti Michael Melchior
rabbíni, sem fer með gyðingamál i
ríkisstjórn ísrael, því yfir, að eftir
dóminn bæri að líta þá sem afneita
helförinni sömu augum og verstu
nazista. Þessa staðreynd sagði hann
eiga að kenna í skólum hvarvetna.)
I tæpar tvær klukkustundir leiddi
dómarinn rök að því að ekki stæði
steinn yfir steini í málsvörn Irving
og að Deborah Lipstadt hefði haft
mjög margt til síns máls að halda
því fram, að hann væri einn
mikilvirkasti afneitari helfararinn-
ar, sem nú er uppi.
I máli dómarans kom fram, að það
er sitt hvað gæfa og gjörvileiki.
Hann sagði Irving hafa ýmislegt til
síns ágætis sem sagnfræðingur,
hann hefði leitt nýja
hluti fram í dagsljósið
og þekking hans á síð-
ari heimsstyrjöldinni
væri yfirgripsmikil.
Enginn frýjaði honum
vits, en spumingin
væri hvernig hann
beitti þekkingu sinni,
eða öllu heldur mis-
beitti henni. Og síðan
var dómarinn ekkert
að skafa utan af hlut-
unum, heldur lýsti Irv-
ing sem kynþáttahat-
ara, Gyðingahatara,
nazistavini og sögu-
falsara.
Deborah Lipstadt er
prófessor í nútímasögu gyðinga við
Emoryháskóla í Atlanta i Banda-
ríkjunum. Hún skrifaði bókina; Af-
neitun á helförinni. Vaxandi árásir á
sannleika og minningu sem Penguin
gaf út 1994. Hún segist hafa komizt
að því að stöðug tal og skrif um það
að helför Gyðinga væri uppspuni
einn væru að grafa undan sannleik-
anum um þennan dekksta blett á
mannkynssögu aldarinnar. Því hefði
hún skrifað bókina og þar lýsir hún
David Irving sem einum hættuleg-
asta helfararafneitara samtímans.
David Irving höfðaði meiðyrða-
mál gegn Lipstadt og útgefanda
hennar. Reyndar bauð hann sátt, ef
þau féllust á að greiða 500 pund til
góðgerðarmála, en forráðamenn
Penguin höfnuðu því boði og ákváðu
að láta reyna á málið. Og nú hefur
dómur fallið. Irving lýsti honum
sem ólýsanlegum og öfugsnúnum,
en Lipstadt sagði hann hafa hreins-
að sig af öllu ámæli og reyndar hafi
dómarinn gengið lengra í garð Irv-
ing en hún hefði nokkurn tíman gert
sjálf. Anthony Forbes Watson, tals-
maður Penguin, sagði að það hefði
aldrei komið til greina að sættast ut-
an réttar. „Sum mál eru hafin yfir
alla viðskiptahagsmuni." Það voru
þó viðskiptahagsmunirnir sem Irv-
ing segir að hafi knúið sig til mála-
rekstursins, því tekjur hans hafi
snarminnkað vegna þess að menn
hafi fyrir róg Lipstadt snúið við
honum bakinu sem fyrirlesara og
rithöfundi.
Sigurvissa foringjans
brást Irving líka
Það hefur í raun verið ótrúlegt að
fylgjast með fréttum af réttarhöld-
unum og sjá, hvernig þar hefur ver-
ið tekizt á um það, hvort skipulagðar
ofsóknir nazista á hendur gyðingum
með fjöldamorðum í gasldefunum
hafi átt sér stað eða ekki. Maður eft-
ir mann hefur komið í vitnastúkuna,
þar á meðal fólk, sem lifði af dvölina
í útrýmingarbúðum nazista. Sjálfur
hef ég komið í Auschwitch og staðið
á brautarpallinum, þar sem lestarn-
ar komu hver af annarri færandi
böðlunum fórnarlömbin. Ég hef líka
heimsótt Israel og komið við þá
kviku, sem helförin er þar.
Allt þetta hefur magnað málið
upp í sálinni. Lipstadt lýsti þvi á
blaðamannafundi, að tilfinninga-
þrungnustu augnablikin hefði hún
upplifað eftir réttarhöldin, þegar
fólk sem lifði útrýmingarbúðirnar af
David Irving
kom til hennar og þakkaði fyrir sig.
Það má vel skilja þá, sem fagna
dóminum sem persónulegum sigri
og ósigri Irving. Málstaður David
Irving hefur svo sannarlega tapað.
Kaldhæðnislegt er það, að hann er
sagður hafa valið að fara með málið
fyrir brezkan dómstól af því brezka
meiðyrðalöggjöfin er mun strangari
en sú bandaríska. Því hafi hann talið
möguleika sína í Bretlandi meiri en í
Bandaríkjunum til að girða fyrir
gagnrýni á skoðanir sínar, sem hann
þó vill fá að setja fram í krafti réttar
síns til að gagnrýna aðra. Við þessu
sá dómarinn og gerði málfrelsið að
raunverulegum sigurvegara réttar-
haldanna.
Þótt dómur sé fallinn um efnisat-
riði málsins er enn eftir að þinga um
bætur og málskostnað, sem talinn er
geta numið 2,3 milljónum punda.
Dómarinn gerði Irving það Ijóst, að
hann mætti búast við því að þurfa
aðborga brúsann að miklu leyti. Irv-
ing segir að fjárbeiðni sem hann
sendi út á netinu hafi skilað um 317
þúsund pundum.
í samtalinu við The Daily Tele-
graph er hann spurður, hvernig
hann hyggist mæta þeim mikla
kostnaði, sem málaferlin leggja á
hann. „Það verður algjört hrun,“
segir hann. Hann segist hafa trúað
svo staðfastlega á sigur sinn að hann
hafi ekkert verið að feta í fótspor
annarra og koma eignum yfir á önn-
ur nöfn. Blaðið segir að helzta eign
hans sé íbúðin, sem hann býr í með
danskri sambýliskonu sinni, Bente
Hogh, og sex ára dóttur þeirra. Iiv-
ing segir að hann hafi í sigurviss-
unni farið að fordæmi Hitlers. For-
inginn gagnrýndi hershöfðingja sína
fyrir að vilja draga varnarlínu; hafa
austurmörk að bakhjarli, ef á bját-
aði. Foringinn sagði að um leið og
slík mörk væru sett, hætti mönnum
til að líta á þau sem takmarkið og
það slævði baráttuþrekið og kraft-
inn til frekari sóknar. Annars
myndu þeir berjast ótrauðir áfram.
„Það hefur hert mig í málaferlun-
um að vita að ég á engan bakhjarl, ef
ég tapa. En auðvitað tapaði Hitler.“
Óbirt ástarbréf
SS-foringjans
í The Times er haft eftir Irving að
hann muni snúa sér aftur að rit-
störfum. Hann er með í smíðum
annað bindi af sögu Winston
Churchill og einnig ævisögu Hein-
rich Himmler, sem hann byggir m.a.
á 200 bréfum, sem SS-foringinn
skrifaði ástkonu sinni. Irving fékk
aðgang að þessum bréfum nýlega í
Bandaríkjunum.
David Irnng er nú 62 ára. Hann
hefur skrifað um 30 bækur og haft
af þeim talsverðan orðstír og tekjur,
en þær hafa líka aflað honum and-
stæðinga og óvina. Skoðanir hans
hafa tryggt honum aðgang að fólki,
sem gat hjálpað honum um margs
konar efni, sem hann varð fyrstur
manna til að fjalla um opinberlega.
Hann var því talinn til sérfræðinga
um málefni heimsstyrjaldarinnar
síðari, sem opnaði honum margar
dyr, þar sem aðrir fengu ekki að
ganga um. En umdeildur hefur hann
löngum verið. Meðal ummæla hans,
sem hafa orðið fræg að endemum,
eru orð, sem hann lét falla í fyrir-
lestri í Bandaríkjunum um að fleiri
konur hefðu látist í aftursætinu hjá
Edward Kennedy í Chappaquiddick
en í nokkrum gasklefa í Auschwitz.
Honum er jafnan talið til tekna að
hafa manna fyrstur séð í gegnum
fræga fölsun á æviminningum Hitl-
ers, en frægasta bók hans sjálfs er
sennilega Stríð Hitlers, sem kom út
1977. Þar segir hann Foringjann
ekki hafa vitað af útrýmingarher-
ferðinni á hendur Gyðingum fyrr en
1943. Segja má að síðan hafi hann
staðið í stöðugum átökum um skoð-
anir sínar allt til þess að dómurinn
féll nú í London.
Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi Lestrarskólinn
Ný sex vikna námskeið fyrir forskólabörn (fjögurra og fimm ára) hefjast 25. apríl nk. Ke fyrir hádegi fjóra daga í viku, hálftíma í senn. Nánari upplýsingar og innrit í síma 554 2337 eftir kl. fimm á daginn og um h nnt verður un elgar.
gardeur
- Dömubuxur
- Bolir
- Peysur
- Dragtir
Bar5nia
... von II..
■ Yfirhafnir
Stuitu
R9
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Gustavsberg
sturtuklefi
með sturtusetti
og sápuskál
Kr. 46.690.-