Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 35
ERLENT
Rflkisstjórn Andris Skeles í Lettlandi segir af sér
Sömu flokkar stefna að
myndun nýrrar stjórnar
Riga. AFP, AP.
ANDRIS Skeles, for-
sætisráðherra Lett-
lands, tilkynnti afsögn
sína í gær eftir að einn
af þremur stjórnar-
flokkum lýsti því yfir
að hann nyti ekki
stuðnings þeirra leng-
ur. Reyna lettneskir
stjórnmálaflokkar nú
að koma saman
níundu ríkisstjórninni
frá því Lettland hlaut
sjálfstæði frá Sovét-
ríkjunum í byrjun
níunda áratugarins og
hefur Skeles hvatt nú-
verandi flokka til að
taka upp viðræður um myndun
nýrrar stjórnar.
Stjórnarslitin komu í kjölfar
deilna Skeles og eins stjórnar-
flokksins, Föðurland og frelsi, sem
tilkynnti seint á þriðjudagskvöld
að forsætisráðherrann nyti ekki
lengur stuðnings flokksins. Snúast
deilurnar fyrst og fremst um
stefnu stjórnarinnar í einkavæð-
ingarmálum en stjórnarflokkarnir
hafa deilt mánuðum saman um
einkavæðingu raforkufyrirtækis
ríkisins og skipafé-
lags, sem er eitt hið
stærsta í Evrópu.
Stj órnarflokkarnir
hófu þreifingar um
myndun nýrrar ríkis-
stjórnar í gær og
sagði Indulis Berzins,
utanríkisráðherra
landsins, að búast
mætti við að flokkarn-
ir þrír muni mynda
næstu ríkisstjórn og
að sömu stefnu verði
viðhaldið í utanríkis-
málum.
„Ég á ekki von á
neinum breytingum
þar, því flokkarnir deila skoðunum
sínum á NATO, þátttöku í Evrópu-
sambandinu (ESB) og samskiptum
við grannríki sín,“ sagði Berzin.
Lettar hófu aðildarviðræður við
ESB í síðasta mánuði og vonast
sömuleiðis til að verða boðið að
ganga í NATO. Stjórnmálafræð-
ingurinn Nils Muiznieks hefur var-
að við að nái flokkarnir ekki að
koma á stöðugri stjórn i landinu
kunni það að draga úr líkum á að
Lettlandi verði veitt aðild að ESB.
Berzin taldi þá mögulegt að fjórði
flokkurinn, Nýi flokkurinn, bættist
i stjórnarsamstarfið.
Að sögn talsmanna Þjóðar-
flokksins, flokks Skeles, og Föður-
lands og frelsis er talið að unnt
verði að mynda nýja ríkisstjórn
innan hálfs mánaðar, en ekki fæst
þó gefíð upp hverjir koma til
greina í embætti forsætisráðherra.
Andris Berzin, borgarstjóri Rigu,
Aija Poca, ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins og núverandi
samgöngumálaráðherra, Anatolijs
Gorbunovs, eru þó allir taldir lík-
leg forsætisráðherraefni. Þeir eru
allir frá þriðja stjórnarflokknum,
Leið Lettlands, sem talið er að
muni skipa næsta forsætisráð-
herra.
Skeles, sem er 42 ára, tók við
forsætisráðherraembættinu í júlí á
síðasta ári en hann hafði áður verið
forsætisráðherra á árunum 1995-
1997. Hann sagði í gær að hann
hefði tekið ákvörðun um að segja
af sér til að geta starfað áfram að
stjórnmálum og spáði því að hann
gæti orðið forsætisráðherra á nýj-
an leik er nær drægi aðild Lett-
lands að Evrópusambandinu.
Andris Skele
Bílverð lækki um 130.000
krónur í Bretlandi
London. Morgunblaðið.
BÍLAFRAMLEIÐENDUR verða
að lækka bílaverð í Bretlandi sem
nemur um 1.100 pundum á bfl að
meðaltali, eða rúmlega 130.000 kr., í
kjölfar skýrslu, sem brezka sam-
keppnisstofnunin vann fyrir ríkis-
stjórnina um verð á bflum í Bret-
landi.
Helztu niðurstöður eru þær að
Bretar borgi um 12% hærra verð
fyrir bíla en fólk í Frakklandi,
Þýzkalandi og Italíu og í mörgum til-
fellum allt að 20% hærra verð en
Astralía
Talið að
bátur með
220 manns
hafi farist
Canberra. AP, AFP.
TALIÐ er, að bátur með allt að 220
manns hafi sokkið á milli Indónesíu
og Ástrah'u í síðasta mánuði og eng-
inn komist af. Var um að ræða fólk,
sem ætlaði að gerast ólöglegir inn-
flytjendur í Astralíu.
Philip Ruddock, innflytjendaráð-
herra Ástralíu, skýrði frá þessu í
gær. Sagði hann, að fréttir af líkleg-
um afdrifum fólksins hefðu fyrst
komið frá öðrum ólöglegum innflytj-
endum en báturinn lagði upp frá
Jövu 24. eða 25. mars og var ætlunin
að komast til Jólaeyju, sem er ástr-
ölsk og um það bil 400 km suður af
Jövu. Telur Ruddock hugsanlegt, að
þeir, sem stunda að smygla fólki til
landsins, beri ábyrgð á slysinu enda
ekki ólíklegt, að báturinn hafí verið
ofhlaðinn.
Sagt er, að fólkið hafi verið frá
Miðausturlöndum en margir hinna
ólöglegu innflytjenda í Ástralíu eru
frá Irak, Iran og Afganistan. I síð-
ustu viku bjargaði ástralski sjóher-
inn 57 ólöglegum innflytjendum og
fjórum indónesískum skipverjum er
skipið var að sökkva undan þeim inn-
an lögsögunnar og er fólkið nú í haldi
ásamt nærri 4.000 öðrum.
ódýrast fannst annars staðar. Þann-
ig eru brezkir bflakaupendur sagðir
hafa greitt um milljarð punda of mik-
ið á ári.
Stephen Byers, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, krafðist þess þegar
innihald skýrslunnar var gert opin-
bert að bílaframleiðendur brygðust
við strax, en þeir hafa fengið tvo
mánuði til þess að segja álit sitt á
efni skýrslunnar. Talsmenn þeirra
sögðu að bifreiðaverð hefði verið að
lækka og lítið sem ekkert svigrúm
væri til frekari verðlækkana. Sögðu
þeir að rekja mætti verðmuninn að
stórum hluta til sterkrar stöðu
pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um, sem þegar var mótmælt, þar
sem tveir þriðju brezka bflaflotans
væri innfluttur. Neytendasamtökin
fögnuðu skýrslunni og sögðu hana
sigur íýrir almenning, þótt munur-
inn væri minni en talað hefði verið
um.
Ráðherrann segir skýrsluna sýna
að fákeppni ríki á bflamarkaðinum
og því sé nauðsynlegt að brjóta nú-
verandi kerfi upp til þess að ýta und-
ir samkeppni og skapa möguleika á
meiri afslætti til einstaklinga, sem
nú er sagður nema um 8% meðan
fyrirtæki geta náð fram allt að 35%
afslætti.
Niðurstöðurnar slá þó nokkuð á
væntingar fólks um allt að 30%
lækkun bflaverðs, sem fréttir höfðu
farið af, en erfiðleikarnir í brezka
bflaiðnaðinum hafa líka haft áhrif á
afstöðu fólks. Neytendasamtökin
brezku hafa stofnað bflasölu á netinu
og Virgin-fyrirtækið er að fara af
stað með aðra slíka, auk þess sem
ferjufyrirtækið PO flytur inn bfla frá
meginlandinu.
London
með Heimsferðum
frá kr. 7 >900
alla fimmtudaga í sumar
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London í sumar með
beinu flugi alla fimmtudaga í sumar. Þú getur valið um helgar-
ferðir, flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, en við
bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta London á frábæru verði.
Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust.
Verð kr. 7.900
Flugsæti, önnur leiðin.
Skattarkr. 1.830 ekki innifaldir
Verðkr. 14.200
Flugsæti fram og til baka.
Skattar kr. 3.790 ekki innifaldii
Aflagrandi
Vorum að fá í sölu glæsi-
lega 122 fm 4ra—5 herb.
íbúð á 2. hæð með sér-
inngangi í þessu fallega
húsi. Saml. stofur, 3 góð
svefnherb. Þvottahús í
íbúð. Vandaðar innrétt-
ingar. Áhv. 6 millj. hús-
bréf. Eign [ algjörum sér-
flokki.
Híbýli fasteignasala,
Suðurgötu 7, sími 585 8800.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. apríl 2000.
1. flokkur 1991: Nafnveró: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 2.239.117 kr.
100.000 kr. 223.912 kr.
10.000 kr. 22.391 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.992.383 kr.
500.000 kr. 996.191 kr.
100.000 kr. 199.238 kr.
10.000 kr. 19.924 kr.
1. flokkur 1992: Nafnveró: Innlausnarveró:
5.000.000 kr. 9.811.704 kr.
1.000.000 kr. 1.962.341 kr.
100.000 kr. 196.234 kr.
10.000 kr. 19.623 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 9.657.723 kr.
1.000.000 kr. 1.931.545 kr.
100.000 kr. 193.154 kr.
10.000 kr. 19.315 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 8.894.262 kr.
1.000.000 kr. 1.778.852 kr.
100.000 kr. 177.885 kr.
10.000 kr. 17.789 kr.
3. flokkur 1993: Nafnveró: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.974.287 kr.
1.000.000 kr. 1.594.857 kr.
100.000 kr. 159.486 kr.
10.000 kr. 15.949 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.751.828 kr.
1.000.000 kr. 1.550.366 kr.
100.000 kr. 155.037 kr.
10.000 kr. 15.504 kr.
1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.308.492 kr.
1.000.000 kr. 1.461.698 kr.
100.000 kr. 146.170 kr.
10.000 kr. 14.617 kr.
1. 2. og 3. flokkur 1996
Nafnveró: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.373.245 kr.
100.000 kr. 137.324 kr.
10.000 kr. 13.732 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
Ibúðalánasjóður
Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800