Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• 1. BINDI Flóru Norðurlanda,
fjallar um byrkninga- og blómplöntur
allra Norðurlanda og er skrifuð á
ensku. Bókin fjallar um allar tegund-
ir byrkninga og berfrævinga og
nokkurra ætta tvíkímblöðunga sem
vaxa villtar á Norðurlöndum, stærst-
ar þeirra víðiætt og súruætt, ásamt
algengustu slæðingum þeirra, alls
618 flokkunareiningar, þ. á m. allar
þær sem hér vaxa. Ollum tegundum
og undirtegundum er lýst, sagt frá
nafngift þeirra og útbreiðslu, breyti-
leika, æ^dun og kröfum til vaxtar-
staða; greiningarlyklar ætta og teg-
unda eru í verkinu, ásamt fjölda
teikninga til skýringar og til að auð-
velda greiningu. Utbreiðslukort 256
tegunda og undirtegunda í litlum
mælikvarða eru þar einnig, en á þeim
er Norðurlöndum skipt í 88 út-
breiðslusvæði og eru 6 þeirra hér á
landi. Auk vísindalegra heita tegunda
og undirtegunda og fjölda samheita
eru nöfn þeirra á málum allra fimm
landanna í verkinu. Rúmlega 30 höf-
undar frá öllum Norðurlöndum hafa
skrifað í þetta 1. bindi og 14 lista-
menn teiknað skýringarmyndir í það.
Undirbúningur verksins hófst íyr-
ir rúmum áratug að frumkvæði Kon-
unglegu sænsku vísindaakademíunn-
ar og Bergius-stofnunar hennar, sem
hafa staðið straum af kostnaðinum
við undirbúning og útgáfu þess, undir
ritstjóm Bengts Jonsell for-
stöðumanns hennar og fimm manna
ritstjómar sem er skipuð einum
grasafræðingi frá hverju Norður-
landanna; af Islands hálfu hefur Ey-
þór Einarsson grasafræðingur setið í
ritstjóminni frá upphafi.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
Flóra Norðurlanda yrði í fjórum
stómm bindum, en nú er augljóst að
þau verða helmingi fleiri.
Næsta bindi verksins er væntan-
legt eftir ár og fjallar einkum um
arfaætt og sóleyjaætt en um svipað
leyti mun einnig koma út inngangs-
bindi með skrám yfir fjölda fræðiorða
á öllum málunum fimm og köflum um
loftslag og náttúrufar, þ. á m. gróð-
urfar, yfirlit rannsóknasögu flóra og
gróðurs o.fl.
Þetta verk er einkum skrifað fyrir
grasafræðinga og glögga áhugamenn
um flóra og gróðurfar Norðurlanda.
Útgefandi er Náttúrufræðistofnun
íslands. Bókin er 344 bls. að stærð og
kostar til áskrifenda 3.500 kr.
-----------------------
Leikið á org-
el Seltjarn-
arneskirkju
NÚ stendur yfir Listahátíð í Sel-
tjarnarneskirkju og lýkur henni á
laugardag. Leikið er daglega á nýtt
orgel kirkjunnar kl. 18-18.30 og tón-
listaratriði á kvöldin. í dag, fimmtu-
dag, er það Reynir Jónasson sem
leikur. Kl. 20.30 flytja Smári Ólason
og Eyrún Jónasdóttir 12 Passíu-
sálma við gömlu sálmalögin og
Smári fjallar um tilvist laganna.
Á morgun, föstudag, leikur Sigrún
Þórsteinsdóttir á orgelið og kl. 20.30
leikur Gunnar Kvaran á selló svítu
eftir J.S Bach og Vox academica
syngur undir stjóm Egils Gunnars-
sonar verk eftir J. Brahms o.fl.
M-2000
Fimmtudaginn 13. apríl.
Vesturbæjarskóli kl.
15.
<V ^ Sýning Skipu-
lagsfræðinga-
félags íslands.
W Fjallað er um
* möguleika okkar Is-
lendinga á að búa til
sjálfbært, manngert umhverfi á
íslandi. Sýningin mun fara á
milli grannskóla landsins og
jafnframt verða haldnir fyrir-
lestrar um skyld efni.
si@vortex.is.
www.reykjavik2000.is.
LISTIR
Nýr forstöðumað-
ur Ljósmyndasafns
MARÍA Karen Sigurðardóttir
hefur verið ráðin forstöðumaður
Ljósmyndasafns Reykjavíkur,
en Sigurjón Baldur Hafsteins-
son, sem gegnt hefur starfinu
undanfarin tvö og hálft ár, hefur
verið ráðinn safnstjóri Kvik-
myndasafns Islands.
María Karen Sigurðardóttir
var valin úr hópi sjö umsækj-
enda um starfið.
María Karen er með B.Sc. í
forvörslu frá Listaakademíunni í
Kaupmannahöfn og sérhæfð í
ljósmyndaforvörslu.
Hún var áður deildarstjóri á
Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
en auk þess hefur María Karen
m.a. starfað sem deildarstjóri á
Árbæjarsafni og í verkefnavinnu
fyrir myndadeild Þjóðminja-
safns íslands ög Tallinna Linn-
arhiiv í Eistlandi.
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 37
LISTMUNIR
Tökum góð eldri verk í umboðssölu.
Fyrir viðskiptavini leitum við að verkum efitir
Þórarin B. Þorláksson, Gunnlaug Scheving, Gunnlaug
Blöndal, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Louisu
Matthíasdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Mugg og Jóhann Briem.
ART CALLERY
Gallerí Fold
Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400.
fold@artgalIeryfold.com
www.artgaUeryfold.com
Dilbert á Netinu
é^mbl.is
#edesa
12 ómótstœðileg tilbod
VE-21 P
■ /'íi'.
Verðáðurkr.
52.900
1
Verð nú kr.
. 37.400.-
Þii sparar
15.500
L
Barkalaus þéttiþurrkari
m/rakaskynjara
Tekur 6 kp.
2 hitastillingar,
veltir í báðar áttir og
krumuvörn
Cfefla iTiiiinrr.Tm
™2C” m/ratesliviiiara
Verðáðurkr.H
64.900.-
VerA nú kr.
. 54.900.
10.000.
oarkaiao^^p'uvöm
Mjög öflug uppþvottavél _____
fyrir 12 manna matarstell, '
5 þvottakerfi: Skol, forþvottur, aftalþvottur,
seinna skol og þurrkun.
2 hítastig 65‘>C/55°C, sparnaftarkerfi.
Mjög lágvær (42db)
Breidd 59,5cm - Haeð 82 cm - Dýpt 57 cm.
Þurrkari m/barka
Tekur 5 kg. 120
mín.þurrktími, krumpuvörn,
2 hitastillingar.
Verðáðurkr.
32.900.-
LG-20" slóuvarp CB-20F80X 20" LG sjónvarp meö Black Hi- j Focus skiá sem gefur | einstaklega skarpa mynd. j Hátalarar ao framan, ACMC I sjálvirkur stöövaleitari, 100 j rása minni, fjarstýring, rafræn i barnalæsinq i innbyggOurt0lvuleikuro.fi. j, ■ t ' ' 1 > 1
SEE
Yy\merwcli
Mastercook eldavél 2315
1 hraðsuðuhella, grill, blástursofn o.fl.
Stærð: 85x50x60
LG-29'CB-
29040sjimip
Nicam stereo, textavarp,
sjálfvirk stöövaleitun,
Black line myndlampi,
frábær hljómgæði,
einstaklega
notendavænt, flarstýring
m/flýtihnöppum fyrir
textavarp, 2 scart-, 1
SVHS- og 1 RCA tengi.
LG-29" sjémrp CE-29Q10ET
50 riöa Flatron skjár, Super
Black line myndlampi, 100%
flatur skjár, multi stereo,
stafrænt auga sem skynjar
mismunandi birtustig, digrtal
Campfilter, tónjafnari, 2x12
RMS wött, extra bassi,
íslenskt textavarp, fjarstýring
m/flýtihnöppum, 2 SVHS og
2 Scarttengi.
0E
Mastercaok eldavél 7242
4 keramikhellur, grill,
blástursofn m/hitajafnara
stafrænni klukku o.fl.
Stærö: 85x60x60
QEEJ9
1 hraösuöuhella, grill, o.fl.
Stærö: 85x50x60
✓
' " rr ,
23500,-
LG-vldeotækl2hausa
Nýtt videotæki frá LG meö
frábærum myndgæðum. Long play
afspilun og upptaka. NTC afspilun.
Allar valmyndir á skjá, fjarstýring,
Video Doctor (sjálfbilanagreining)
barnalæsing o.fl.
Þú gerír ekki betrí kaupl
IG-ll-n vldaetakl 6 hausa
Ný hönnun frá LG með frábærum
myndgæöum. Long play afspilun
og upptöku. NTSC afpilun á PAL
TV, 100% kyrrmynd.
Breiötjaldsstilling 16:9.
Barnalæsing, fjarstýring.Video
Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl.
á íslandi
*Ársbirgöir skv. upplýsingum framleiöanda
EXPERT er stærsta heimilis-
og raftækjaverslunarkeðja
í heimi - ekki aðeins á
Norðurlöndum.
RflFTíEKOílUERZLUN ISLANDS If
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776