Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 42
: Ný íslensk Ifliiltvél fyrir alla fróðleiksfúsa
42 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
S
Hvað er gert
í skátunum?
Hvar er sólin á nóttunni?
Eru til draugar?
CL
X
1
«0
ro
c
o
n
su
>
"TO
L.
r
w
ro'
r
ha.is er ný íslensk
leitarvél á Vefnum sem
býður þér að spyrja
hreint út. Nú þarf ekki
lengur að viðhafa nein
„tölvutrix" þú einfald-
lega orðar spurninguna
eftir þínu höfði!
4
Minn-
ingar-
sýning
MYNDLIST
Listhús Reykjavík
MYNDVERK
BIRGIR ENGILBERTS
Opið virka daga frá 10-18. Laugar-
daga 11-16. Til 16 apríl.
Aðgangur ókeypis.
(Sýningarskrá 1.000 krónur.)
LITBRIGÐI veruleikans nefnist
sýning sem ættingjar leikmynda-
hönnuðarins og leikritahöfundarins
Sigurjóns Birgis Engilberts standa
að, en hann lést 27. mars 1999 tæpra
fimmtíu og þriggja ára að aldri.
Birgir Engilberts er nafn sem marg-
ir muna eftir frá sjöunda og áttunda
áratugnum, en sérstakur ljómi stóð
þá yfir því og voru miklar væntingar
gerðar til hins unga manns. Bæði var
að leikmyndir Birgis höfðu vakið
drjúga athygli og svo höfðu leikrit
hans slegið eftirminnilega í gegn. En
svo hljóðnaði einhverra hluta vegna
um nafn listamannsins sem virðist
hafa dregið sig inn í skel sína, en
hann mun þó hafa fengist við eitt og
annað á bak við tjöldin sem ekki fór
hátt, einkum ritstörf og myndlist.
Vera má að fjölhæfni til margra átta
og miklar væntingar hafi dregið úr
listamanninum þrótt, en einnig mun
hann hafa verið mjög dulur og ein-
rænn að eðlisfari. Pannig vissu fáir
að Birgir fékkst við myndlist, en
hafði þó látið fáeinar myndir frá sér
fara til ættingja og vina og hafði ein-
hvern tímann látið ramma inn fjóra
tugi mynda. Mun að líkindum hafa
haft uppi áform um að halda sýningu
á þeim, en einhverra hluta vegna
varð ekki úr. Þessar myndir sem
hann gekk sjálfur frá eru nú til sýnis
en munu þó einungis hluti þess sem
Birgir lét eftir sig, svo ekki er gott
fyrir ókunnuga að átta sig á umfangi
þessa þáttar ævistarfs hans.
Manni er því nokkur vandi á hönd-
um að fjalla hér um, ekki síst vegna
þess að listamennimir sjálfir eru
ekki jafnaðarlega best fallnir til að
gera úttekt á starfi sínu og svo kann
að vera, að Birgir hafi á sínum tíma
öðru fremur hugsað þetta sem
hverja aðra frumraun frekar en yfir-
lit og því verður ýmsum áleitnum
spumingum ósvarað.
Þetta eru aðallega myndir bland-
aðrar tækni og má eðlilega kenna
handbragð leikmyndahönnuðarins á
þeim mörgum, hröð vinnubrögð og
hugmyndir fangaðar héðan og þaðan
úr umhverfinu án þess að mörkuð og
sígild vinnubrögð séu viðhöfð. Minn-
ir í bland ekki svo lítið á póstmódem-
isma og hin hröðu vinnubrögð nýja
málverksins svonefnda. Skiljanlega
ber meira á skólun hans innan leik-
hússins en grunnmenntun í mynd-
listarskóla og þó er merkilegt að
myndirnar eru sumar hverjar
byggðar á sprautu- og klipptækni
sem í eina tíð var mjög vinsæl innan
veggja Myndlista- og handíðaskóla
íslands, án þess að samband þurfi að
vera þar á milli og næsta ólíklegt þar
sem myndirnar em frá nýrri tímum.
Sennilega gerðar á áranum 1980-
1993 svo sem stendur í skrá, en fæst-
ar era með ártöl og þyrfti rannsókn
til að koma hér samhengi á. Fram
kemur að hæfdeika hefur Birgir haft
drjúga og koma þeir fram í brota-
brotum í útfærslu myndverkanna, á
stundum nær hann einföldum og
máttugum heildarsvip sem má telja
sterkustu hlið hans ásamt lífsfuna og
rómantískri, sjálfhverfri og trega-
blandinni veraleikakennd. En hvað
sem öðra líður hefði líkast til verið
farsælla að láta einnig kunnáttu-
menn, sem ekki stóðu of nærri lista-
manninum, fara yfir allt sem Birgir
lét eftir sig og velja þar úr og fyrr er
naumast hægt að leggja yfirvegað og
hlutlægt mat á þennan þátt listsköp-
unar hans.
Einfold og smekkleg sýningarskrá
hefur verið gefin út í tilefni sýningar-
innar prýdd nokkram vel völdum og
einkennandi myndum í lit. Fyrir ut-
an innang eftir Einar Má Jónsson,
rita í hana þeir Sveinn Einarsson
fyrrum Þjóðleikhússtjóri og Gunnar
Bjamason leikmyndahönnuður.
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason
Trio Cracovia héldu tónleika í Stykkishólmskirkju á dögunum.
Pólskir tónlistar-
menn á tónleikum
Stvkkishdlmur. Morgunblaðið.
TÓNLEIKAR vora haldnir í Stykk-
ishólmskirkju sunnudaginn 9. apríl.
Þar mættu 3 pólskir listamenn og
kalla þeir sig Trio Cracovia þ.e.
Krakártríóið. Þeir vora skólabræður
í Krakárakademíunni á áttunda ára-
tugnum, en svo skildi leiðir og þeir
héldu hver í sitt heimshomið. Þeir
hafa haldið sambandi og hist í heim-
sóknum sínum til föðurlandsins. Þeir
njóta þess að spila saman og hafa
ferðast saman víða um veröld og
haldið tónleika,
Tríóið skipa þeir Krzysztof Smiet-
ana fiðluleikari, Julian Tryczynski
sellóleikari og Jerzy Tosik-
Warszawiak píanóleikari. Jerzy
flutti til Borgarness fyrir nokkram
áram ásamt konu sinni sem er fiðlu-
leikari og hafa þau unnið mikið og
gott starf fyrir tónlistarlífið í Borg-
arfirði.
Á dagskrá tónleikanna voru 3
verk: Tríó op 70 nr. 2 (Draugatríóið)
eftir Beethoven, tríó í einum þætti
eftir rússneska tónskáldið Sergei
Rachmaninoff og tríó eftir pólska
tónskáldið Artur Malawski (1904-
1957).
Tónleikarnir era haldnir í tilefni af
því að borgimar Kraká og Reykjavík
era menningarborgir Evrópu árið
2000. Tónleikamir vora í boði
Rækjuness í Stykkishólmi.
Nýjar bækur
• UPPLÝSINGARÖLDIN. Úrval
úr bókmenntum 18. aldar er í
samantekt Víkings Kristjánssonar
og Þorfinns Skúlasonar og rita
þeir inngang að bókinni.
Meðal höfunda eru Árni Magn-
ússon, Páll Vídalín, Jón Ólafsson
frá Grunnavík, Látra-Björg, Björn
Halldórsson í Sauðlauksdal, Egg-
ert Ólafsson, Jón Steingrímsson,
Benedikt Gröndal og Magnús
Stephensen, en auk þess era í
bókinni textar eftir lítt kunna höf-
unda.
I formála bókarinnar segja rit-
stjóramir m.a. „Rannsóknir á ís-
lenskum bókmenntum hafa að
miklu leyti verið bundnar við
glæsta fortíð þjóðveldisaldarinnar,
þegar hetjur riðu um hérað og
drápu mann og annan, og gullregn
nltjándu aldar þar sem sjálfstæð-
isbaráttan blés skáldum hetjumóð
í brjóst.
Á milli þessara tímaskeiða er
einhvers konar svarthol í íslenskri
bókmenntasögu þar sem eymd
fólks, plágur og sóttdauði og
ströng hugsanagæsla kirkjunnar
gerði landsmönnum ókleift að
skapa fögur og safarík bók-
menntaverk. Þessi sýn á söguna
er villandi, eins og Pétur Gunnars-
son hefur bent á í grein sinni um
samhengisleysið í íslenskum bók-
menntum.“
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 745 bls., prentuð í Sví-
þjóð. Verð: 4.980 kr.