Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR List í bandarískum sendiráðum Tungumál listar innar eflir menn ingartengsl ALLT frá árinu 1964 hefur banda- ríska ríkið gengist fyrir listsýn- ingurn í sendiráðum sínum víða um heim, þar sem sendiherrum gefst kostur á að velja listaverk eftir bandaríska listamenn til að hafa með sér til nýrra heimkynna á erlendri grundu. Þessar sýning- ar eru liður í verkefni þar sem reynt er að sameina hagsmuni á sviði lista, stjérnmála og menning- ar með því að koma bandarískri list á framfæri í gegnum sendiráð erlendis og efla tengsl við viðkom- andi lönd í gegnum það sameigin- lega tungumál sem felst í listinni. Sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi, frú Barbara Griffiths, segir í bæklingi sem gefínn er út á veg- um áætlunarinnar „List í sendi- ráðum“, að skipulagning þessarar sýningar hafi verið einn ánægju- legasti þátturinn í undirbúningi íslandsfarar hennar. Hún og eig- inmaður hennar hr. David Schoonover hafa valið verk átta listamanna sem allir gera náttúr- unni, fegurðinni og mannlegri til- vist einhver skil, eins og segir í bæklingnum, en yfirskrift sýning- arinnar er .jurtaríki, dýraríki og mannlíf“. Eyja, dagbók frá íslandi Einn þeirra listamanna sem sýna í sendiráði Bandaríkjanna hér á Islandi er Mary Heebner, en hún hefur m.a. gert íslenska nátt- úru að yrkisefni sínu í verki sem hún kallar „Eyja, dagbók frá Is- landi“. Hún segir að list hennar spretti upp úr tilraun til að finna tengsl á milli fornra hluta og þess jarðvegs sem þeir spretta úr. Náttúran hefur verið henni mikil- vægur innblástur, hvort heldur sem um er að ræða sandblásnar auðnir suðvesturhluta Banda- ríkjanna, hellalist í Frakklandi eða eldfjallalandslag á Islandi. Hún er nýkomin hingað til lands í tilefni sýningarinnar og sagði í viðtali að umrædd íslandsbók sé afrakstur ferðar sem hún fór með manni sínum um Island, en hann er ljósmyndari. Textarnir í bók- inni voru skrifaðir hér á Iandi og komu að einhverju leyti í stað þeirrar skapandi vinnu sem hún hefði ella unnið á vinnustofu sinni. Við heimkomuna fór hún síðan að vinna að myndunum og segir að það hafi komið af sjálfu sér að myndirnar og textarnir tengdust sem uppistaða í bók, en hún segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af landslaginu og jarðfræðinni hér á landi. Langaði til að mála eins og eldfjall „Þegar ég kom heim langaði mig ekki til að mála eldfjöll, mig langaði til að mála eins og eldfjall. Ég byrjaði á því að taka jarð- litaduft og sáldra því á pappír eða striga á gólfinu og hella svo vatni með bindiefni í yfir. Ég var því beinlínis að blanda málninguna á striganum. Síðan lagði ég hand- gerðan pappír yfír litina til að búa til þær myndir sem eru í bókinni. Ég nota einungis handgerðan pappír því mér finnst hann minna á það efni sem var notað í hand- ritin ykkar til forna.“ Svo þú leiðir saman texta og mynd sem fjalla um einhvern ákveðinn stað á landinu? „Já, textarnir eru yfirleitt dag- bókarbrot, t.d. frá Landmanna- laugum og Vík, en þeir eru líka stundum hugleiðingar um liti. All- ar þær upplýsingar sem ég hafði fengið áður en ég kom til Islands bentu til þess að þetta væri land án lita, en þegar ég kom hingað gerði ég mér grein fyrir því að hér eiga litirnir uppruna sinn. Hér gengur maður á nýju landi, sem er ekki nema nokkur hundruð ára gamalt og litir jarðarinnar, gulur, blár, grænn og jafnvel bleikur birtast manni í sínu hráa formi. Reynsla mín hér mótaðist því fremur af landslaginu en fólkinu, ég varð fyrir miklum áhrifum af þessu landi sem enn er í mótun.“ ísland kveikti hjá mér áhuga á jarðfræði staða Hvernig tengist þessi reynsla fyrri verkum þínum? „Ég hef mikinn áhuga á hinu forna og í fyrri verkum mínum hef ég fjallað um ýmsa forna hluti og hellateikningar hafa t.d. verið mér innblástur. Þær eru allar mannleg túlkun á landinu, en Is- land kveikti hjá mér áhuga á jarð- fræði staða; hvernig sjálf okkar og líkamar eru ekkert annað en enn ein formbirting þessara stærri landfræðilegu forma. Það eru mjög óljós skil á milli okkar og jarðarinnar og því betur sem við skiljum jörðina því betur mun- um við skilja okkur sjálf,“ sagði Mary Heebner að lokum. Þar sem sýningunni hefur verið komið fyrir í húsakynnum sendi- herrahjónanna er hún fyrst og fremst ætluð þeim sem eiga erindi í húsið á þeirra vegum. Þar að auki verða skipulagðar ferðir ís- lenskra og bandarískra skóla- barna þar sem þeim gefst tæki- færi til að kynnast menningu hvors annars, m.a. í gegnum vef- setur „Listar í sendiráðum". ^prodigyinternetciobeNet LDRU Landsrnenn hafa fylgst með því hvermg Islendíngur húsettur i Bandarikjunum hefur hagnast um tugi milljóna krona á tenaslamarkaðsfyrirtækinu Herballiíe Sérfræðingar telja að með tilkornu Internetsins hoöi tengslamarkaóssetning byltingu i viðskíptum um atlan tteim og meiri tækifæri en nokkur annar Viöskiptamáti fyrir framsækna einstaktiriga og fyrirtæki. Ef pu hefur leiðtogahæfileika, þá er hér stora tækifærið. Nytt fyiiitæki atyrkt af leiðandi bandariskum fyrirtækjum til aó selja vörur og þjónustu i tengslamarkaðssetningu urn allan heim, oskar eltir umboðsmanni á Islanrli I oitað ei eftir hæfum einstakling eða fyrirtaeki til að byggja upp ne! söluaðila hér á landi, koma a fót hoimakynningum og hata umsjón meö reglulegum fundum og namskeiöum sóluaöila. Lyrirtækið er reiðubúiö aö korna unp þjónustti- og iagerhúsi á islandi ef réttur aöili finnst lii að sjá urn markaðs- og sölumálin F.arthchild er oitt mest tæknivædda fyrirtæki heims og býðui umboðsmönnurn sinum m a aðgang að „Virtual Office kerfi og simakerft sem veitir nýja mogtiloika til aö þjónusta viðskiptavini hvai sem or i heiminum Nýit Simakeríi fyrír alþjóöleg viðskipti Viðskipti án landamæra með 'Vfrtual Office' ÖU.,g aiþj0C:eg netverstup MiIJjon vörunúmer Einstakt tækifæri meö gifurlegum tekjumöguleikum fyrir réttan aðiia. Þóknunarkerfið er með þvt besta sem þckkts' Tekjumöguleikar yfir 20 milljónir króna á ársgrundvetli. earthchild.net Tti að fa nanan upplýsingar fyliið ui umsókn u sióðtnni www earthciiild.net/i9liinc! Fj'ét* SJÓÖllr á nehnu Nýjar bækur • Orðafeldi. Bréfasamband Ólafar Sigurðar- dóttur á Hlöðuni og Þorsteins Erl- ingssonar á ár- unum 1883-1914, er fjórða bókin sem kemur út í ritröðinni Sýnis- bók íslenskrar al- þýðumenningar. Erna Sverrisdóttir bókmenntafræð- ingur tók bókina saman og ritar inngang. Bókin er heimildarútgáfa á bréfum Þorsteins Erlingssonar og Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og að auki eru þarna birt bréfaskipti sem fóru á milli konu Þorsteins, Guðrúnar J. Erlings, og Ólafar á Hlöðum eftir lát Þorsteins. Þau bréf setja samskipti þessarar þriggja persóna í mjög sérstakt samband og þar opnast, til dæmis, lesendum sýn inn í heim spíritismans og anda- trúar, segir í fréttatilkynningu. Jónas Hallgrímsson og Fjölnis- menn koma þar við sögu ásamt öðr- um stórmennum. Erna Sverrisdóttir er bókmennta- íræðingur og lauk BA-prófi frá Há- skóla íslands vorið 1994 í almennri bókmenntafræði. Ritstjórar ritraðarinnar eru Kári Bjamason og Sigurður Gylfi Magn- ússon. Útgefandi er Háskólaútgáfan og sér um dreifíngu. Hönnun bókar- kápu: Alda Lóa Leifsdóttir, Sverrír Sveinsson braut bókina um og prentumsjón sá PMS um. Verð: kr: 2.600 kr. • ORÐ og mál er Ijóðabók eftir Bjöm Sigurbjörnsson. Þetta er fyrsta bók Björns, sem búið hefur í Danmörku um langt árabil og verið þar starfandi prestur, en á síðustu árum hefur hann fengist allnokkuð við þýðingar og önnur ritstörf. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Viðfangsefni hans spanna vítt svið en áberandi eru vangaveltur skálds- ins um tungumál og heimaland og togstreituna í brjósti þess sem á sér tvö lönd og tvö mál. Ljóð Bjöms eru einlæg og persónuleg en um leið ljúf og kímin - hversdagslegustu tilefni geta í senn kveikt bros og vakið djúpar kenndir. Hér blandast reynsla og raunsæi skáldsins glettn- islegri bjartsýni í látlausum en áhrifaríkum kveðskap." Útgefandi er Vaka Helgafell. Bók- in erl05 bls., prentuð hjá Odda hf. Wilfríed Bullerjahn hannaði bókar- kápu. Verð 1.990 kr. Lillukór- inn á söng- ferðalagi LILLUKÓRINN, kvennakór í Vestur-Húnavatnssýslu, held- ur í árlegt söngferðalag og verður með dagskrá í tali og tónum í Víðistaðakirkju laug- ardaginn 15. apríl, kl. 14:00. Dagskráin er helguð Pétri Að- alsteinssyni frá Stóra-Borg í Vestur-Húnavatnssýslu og flytur kórinn eingöngu lög og ljóð eftir hann. Undirleik á píanó annast stjórnandinn, Guðjón Pálsson. Tveir synir Péturs eru einnig undirleikar- ar, Björn á harmoniku og Haraldur á trommur. Einnig munu bamabörn Péturs, Helga og Pétur Vilhjálmsböm, lesa ljóð eftir hann. Pétur, sem er fæddur árið 1920, hef- ur hin síðari ár verið búsettur á Hvammstanga. Kórstjóri Lillukórsins er Ingibjörg Pálsdóttir. Síðan er ferðinni heitið aust- ur að Hellu. Þar verða sameig- inlegir tónleikar Karlakórs Rangæinga og Lillukórsins í Hellubíói að kvöldi sama dags kl. 21. Á dagskrá Lillukórsins era bæði innlend og erlend lög. Undirleikari og stjórnandi hans er Guðjón Pálsson. Erna Sigurðarddttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.