Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 47

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 47
46 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MATVÖRUVERÐ OG SAMKEPPNI INNFLUTNINGSHINDRANIR og fákeppni á innan- landsmarkaði eru meginskýringin á háu verði á matvöru að mati Guðmundar Olafssonar hagfræðings, sem fjallaði um þetta málefni í fyrirlestri sem hann flutti á málþingi fyrir helgina um manneldi á nýrri öld. Rannsóknir á verðmyndun sýna og, að hollustuvörur eins og kjöt, fískur, grænmeti og mjólk hafa hækkað mikið síðastliðin tuttugu ár, en þær vör- ur, sem hafa lækkað mest í verði, eru unnar vörur eins og hveiti, sykur og sælgæti, sem eru taldar til óhollrar neyzlu. „Þetta er tvöfalt kjaftshögg fyrir íslenzka hollustu,“ er sú einkunn, sem hagfræðingurinn gefur þessari þróun með til- liti til manneldissjónarmiða. Vitnað var til tveggja rannsókna á matvöruverði og sýna þær, að allar matvörur framleiddar innanlands, og ekki eru í samkeppni við innflutning, hækka, en þær vörur, sem keppa við innflutning, hækka ekki eða lækka. Einna merkilegasta niðurstaðan að mati hagfræðingsins er verðþróun erlendrar vöru, en þar kom í ljós, að þegar þær eru óháðar innlendri samkeppni lækkuðu þær um 30% á skömmum tíma. Þetta á t.d. við um hveiti, sykur og tannkrem, þveröfugt við það, sem fullyrt var við afnám verðlagseftirlits. Þegar frjáls sam- keppni fór á fulla ferð á neytendamarkaði eftir afnám verð- lagseftirlits tók innflutningsverðið að lækka. Telur Guð- mundur þetta sýna, að íslenzk verzlun standi sig í því að lækka vöruverð hafi hún til þess tækifæri. Aftur á móti þýði þetta einnig, að þegar um einangraðan markað innanlands sé að ræða séu of fáir í vinnslunni og þeir bindist samtökum um að halda verðinu uppi. Nýleg könnun á grænmetismarkaði hér á landi sýni og, að grænmeti hafí hækkað mikið umfram allar aðrar neyzluvör- ur, þrátt fyrir líklega framleiðniaukningu og tækninýjungar. Innflutt grænmeti hafi hækkað meira en sem nemur vísitölu á Rotterdam-markaði. Ástæður þessa eru raktar til skorts á samkeppni á heildsölustigi, en þar ríkir sterk verðstýring og fákeppni að mati hagfræðingsins. Þessar niðurstöður sýna það og sanna enn einu sinni, að samkeppni á neytendamarkaði, og í verzlun og þjónustu al- mennt, er bezta tryggingin fyrir hagstæðu og eðlilegu verði. Einokun og fákeppni leiðir hins vegar til óeðlilegrar verð- myndunar og neytendur eiga engra kosta völ. Það sama gild- ir um opinberar ráðstafanir sem skekkja samkeppni á mark- aði með hvers kyns hindrunum á innflutningi, annaðhvort með banni og höftum eða beitingu tolla og innflutningsgjalda til að ná fram pólitískum markmiðum um vernd innlendrar framleiðslu. Það á ekki sízt við um búvörur nú til dags. Sér- staklega geta slíkar stjórnvaldsaðgerðir haft slæmar afleið- ingar á heilsufar almennings, þegar beitt er hátollum á holl- ustuvörur eins og grænmeti. Þar er beinlínis gengið þvert gegn opinberri manneldisstefnu stjórnvalda. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT N ORÐURL ANDS SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands hefur unnið sér ákveðinn sess í tónlistarlífi landsins. Hljómsveitin lauk sjöunda starfsári sínu með glæsilegum tónleikum síðastliðinn sunnudag undir stjóm Guðmundar Öla Gunnarssonar, sem hef- ur verið aðalstjómandi hennar fi"á upphafi. Þar var meðal annars fluttur hinn magnaði píanókonsert Brahms nr. 2. Um flutninginn sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins: „Það verður þó að segjast að hljóðfæraleikarar skiluðu hlutverki sínu með glæsibrag og bættu víða upp fæð hljóðfæraleikara, jafnvel fannst mér á stund- um í Brahms, að hljómsveitin léld betur en hún ætti að geta.“ Enginn vafí leikur á því að hljómsveitin hefur verið gríðarleg lyftistöng fyrir menningarlíf á Norðurlandi. Ef til vill má segja að hún sé þar í sama hlutverki nú og Sinfóníuhljómsveit Islands var á suðvesturhominu á fyrstu árum sínum. I febrúar síðastliðnum undirrituðu stjómendur hljómsveitar- innar og Akureyrarbær samning um verulega aukningu fram- laga til hennar á næstu þremur árum. Mun sá samningur gera hljómsveitinni kleift að fjölga hljóðfæraleikumm og auka starf- semina. I þessum samningi endurspeglast mikilvægi hljómsveitarinn- ar fyrir norðlenskt menningarlíf enda má fullyrða að blómleg menningarstarfsemi sé ein af meginforsendunum fyrir eflingu byggða landsins. Starfsemi hljómsveitar á borð við Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands hefur aðdráttarafl fyrir gott fagfólk sem styrkir innviði tiltekins samfélags, svo sem tónlistar- menntun. Að auld eru staðir þar sem tækifæri gefast til marg- víslegrar menningameyslu eftirsóknarverðir til búsetu. SKRIFLAUST ÁR VIL ÉG ALDREILIFA J.K. Rowling er með þekktustu rithöfundum heims nú um stundir. Bækur hennar um galdrastrákinn Harry Potter hafa verið þýdd- ar á 35 tungur og selzt í um 30 milljónum eintaka. Og pantanir á fjórðu bókinni, sem senn kemur út, streyma inn. J.K. Rowling er lítið fyrir fjölmiðla og fár, sem frægðinni fylg- ir og stelur tíma hennar frá skrifum. A dög- unum kom hún fram á blaðamannafundi í London, sem Freysteinn Jóhannsson sótti og tíundar hér sumt af því sem þar kom fram. J.K. Rowling Sumarbarn frá ’65 J.K. Rowling virkar allt að því feimin, þegar hún gengur upp á sviðið og virðist fara hjá sér þegar umboðsmaður hennar, Chris Little, kynnir hana og tíundar vinsældir verka hennar. Samt hváir hún nú, eins og hún sé hissa, þegar hann talar um feimni hennar. Enda bráir af henni, þegar hún svarar spurningum blaðamanna og þegar hún er komin á skrið, kynnir hún mjög ákveðna konu, sem tekur starf sitt alvarlega, en getur erfiðislaust slegið á létta strengi. En hún leyfir engar spurningar um sín einkamál. Hvað um áhrif frægðarinnar? Hún hefur breytt lífi mínu heilmik- ið, segir J.K. Rowling, sérstaklega síðasta árið. Fram að því lifði ég mínu lífi í friði. Svo fór áhuginn vax- andi og þar með ásóknin í tíma minn. Eg veit að þetta eru óhjá- kvæmilegir fylgifiskar frægðarinn- ar. En vinsældir Harry Potter komu mér gjörsamlega í opna skjöldu og ég er eiginlega í stöðugu losti út af þeim. Má vera að eftir tíu ár eigi ég eft- ir að ganga fram af fólki með sög- um, sem byrja svona: Þú ættir bara að vita, hvað gerðist! En meðan ég er í eldlínunni, þá slær atburðarásin mig alveg út af laginu. Frægðinni fylgja peningar. Það hlýtur að vera þægileg tilfinning að hala inn milljónir punda? Er það svo, spyr hún kaldhæðin. Ja, það má eiginlega segja, að þú prentir pen- inga, segir blaðamaður. Er það það sem ég geri? spyr J.K. Rowling og er snögg upp á lagið. Svo linast and- litið. Ef ég hefði ætlað mér að prenta peninga, þá hefði ég aldrei farið að skrifa barnabók. Hann - hún hnykkir höfðinu í átt að um- boðsmanninum, sagði nú, að ég yrði aldrei auðug af þessum skrifum. Nú er blaðamönnum skemmt en um- boðsmanni ekki. Og væri ég að hugsa um peninga, heldur Rowling áfram, þá myndi ég nú skipuleggja Harry Potter-bóka- flokk upp á 24 bækur. En það ætla ég ekki að gera. Ég held mig við mínar sjö bækur. Ég ætla ekki að halda áfram að skrifa um Harry Potter, þegar ég er búin með þá sögu, sem ég lagði upp með. Fjölmiðlar hafa tíundað tekjur J.K. Rowling á liðnu ári sem 40 milljónir punda og gera því skóna, að með nýrri bók og kvikmynd verði þær helmingi meiri á þessu ári. En J.K. Rowling lætur sér fátt um þetta fé finnast. Þeir bæta nú núll- unum við eftir þörfum, segir hún spozk. En segir ekki máltækið; ég hef verið auralaus og ég hef verið ríkur og það síðarnefnda er betra! Þegar ég var í Bandaríkjunum, kallaði til mín kona yfir allan krakkaskarann: Það gleður mig svo, að þú ert millj- ónamæringur. Ég hló bara, en það var eins og allir í kring um mig yrðu hálfmóðgaðir. Þið vitið hvernig það er. Svona nokkuð segir maður ekki við fólk. En mér fannst þetta bara fyndið. Svo bætir hún við í alvarlegri tón. Allir heimsins peningar geta ekki keypt mér þann tíma, sem ég þarf. Ég er einstæð móðir og ég á enn eftir að sjá að peningar geti klónað mig þannig að ein ég sinni dóttur- inni og önnur bókunum. Hjá mér er dóttir mín efst á blaði, númer tvö er að skrifa Harry Potter, eins og ég ætla mér, og restin er svo það sem ég kemst yfir, þegar ég er búin með númer eitt og tvö. Yndislegt að koma einhverjum á lestrarbragðið Hvað er með þennan strák, hann Harry Potter, að hann skuli vera jafnvígur á ólík þjóðfélög og ólíka menningarheima? Ég man þegar ég fór í mína fyrstu upplestrarferð til útlanda, það var til Bandaríkjanna, segir J.K. Rowling. Mér var ekki rótt. Ég hafði lesið upp fyrir brezk börn, en ég var hreint ekki viss um, hvort þeim bandarísku myndi finn- ast gaman líka. Svo sá ég, að banda- rísku krakkarnir hlógu á sömu stöð- um og þeir brezku. Og það sama hef ég upplifað í Þýzkalandi. Ég hallast því að því, að börn séu hvert öðru lík, þótt þau séu af ólíku bergi brot- in. En Harry hrífur ekki bara börn- in, heldur fullorðna líka. Þegar brezku Whitbread-bókmenntaverð- launin voru veitt fyrr á árinu, kom fram í umræðum, að fullorðnir kunna ekki síður að kætast yfir Harry Potter en börnin. Og margir tóku hann fram yfir allt annað á bókamarkaðnum. En blaðamaður frá Argentínu heldur, að það eigi bara við um þá, sem tala ensku; í Argentínu og á Spáni höfði Harry Potter hreint ekki til fullorðinna. í Þýzkalandi kunna fullorðnir líka að meta Harry, segir Rowling. Þar var fullorðna fólkið óhrætt við að biðja mig um árita bækurnar til sín. Ánnars skrifa ég Harry Potter fyrir sjálfa mig og velti ég því aldrei fyrir mér, hvort einhver börn hafi gaman af. Húmorinn í bókunum er minn húmor, ekki það sem ég held að börnum finnist fyndið. Kannski fullorðnum líki bækurnar þess vegna. Sagt er, að bækurnar um Harry Potter laði til sín nýja lesendur á öllum aldri, en þó einkum stráka, sem ekki eru mikið fyrir bókina. Ef þetta er rétt, segir Rowling, þá er ég er hvað stoltust yfir því. Til mín hafa komið mömmur og sagt mér að Harry Potter sé fyrsta bókin, sem sonur þeirra las fyrir sjálfan sig. Það er yndislegt að koma einhverj- um á lestrarbragðið. En eins og allt annað með viðtökurnar á bókunum mínum, þá er þetta hlutur, sem ég hugsaði ekkert út í áður. Blaðamaður bendir á, að bækurn- JOANNE Kathleen Rowling er sum- arbarn frá 1965. Hún dlst upp í Chepstow, Gwent, hjá foreldrum sem voru miklir Iestrarhestar og fyiltu heimilið af bdkum. Hún hefur verið sískrifandi frá barnsaldri og dl alltaf með sér þann draum að verða rithöfundur. Sex ára gömul skrifaði hún sína fyrstu sögu; söguna um kanínuna. Á skdlaárum í Chepstow Ias hún m.a. Jane Austen, Ian Flem- ing og Roddy Doyle, sem hún segir enn sinn uppáhaldsrithöfund. Hún lauk prdfi í frönsku og klassískum fræðum frá Exeterháskdla og dvaldi þá m.a. eitt ár í París. Að námi loknu lá leiðin til London til starfa hjá Amnesty Internatioal. Einn gdð- an veðurdag birtist Harry Potter henni ljdslifandi fyrir hugskotssjdn- um á langdreginni lestarferð milli Manchester og London. Hún hraðaði sér heim og festi fyrstu hugmynd- irnar niður á blað og næstu fimm árin varði hún hádeginu til skrifta inni á kaffihúsum og krám. Kaffihús eru ennþá hennar uppáhaldstaðir að skrifa á. Hún lagði söguna um Harry Potter niður fyrir sér og ákvað að skipta henni í sjö bækur. Það skipulag stendur enn dhaggað. Ég veit alveg, hvað á að gerast í hverri bdk, segir hún. Ég er meira að segja búin að skrifa lokakafla sjöundu bdkarinnar. En það verður ekkert látið uppi um efni hans að svo stöddu. Fyrst faldi hún kaflann heima, en þegar börn, sem voru að leita hans, voru orðin helzt til heit, flutti hún hann í öryggishdlf. Um tíma bjd hún í Portúgal, þar sem hún kenndi ensku, en 1993 sett- ist hún að í Edinborg. Þar hélt hún uppteknum hætti inni á kaffihúsum og rak smiðshöggið á fyrstu bdkina; Harry Potter og viskusteininn. Hún hlaut styrk frá skozka menningar- ráðinu, þann stærsta sem veittur var barnabdkahöfundi, en gekk brösug- lega að finna útgefanda. 1997 kom bdkin út í Bretlandi (1999 á fslandi) og þar með fdr boltinn að rúlla. Nú er Harry Potter orðinn heimsfræg- ur, bækumar rokseljast, í sumar verður fyrsta kvikmyndin gerð og í kjölfar hennar mun alls kyns galdraddti, sem kennt er við Harry Potter, verða dembt á markaðinn. J.K. Rowling í fyrstu var ég bara svo innilega þakklát þeim, sem vildi gefa út bdk eftir mig, að ég samþykkti þetta, segir J.K. Rowling, þegar hún er spurð um skammstöfunina í höfund- arnafninu. Hún segist hafa spurt talsmenn Bloomsbury af hverju þeir vildu frekar nota skammstöfunina J.K. og þeir svöruðu því til, að þeir teldu bdkina frekar höfða. til drengja en stúlkna, en kannski myndi það fæla strákana frá, ef þeir vissu, að höfundurinn væri kona. Ég sé svo sem ekkert eftir þessu núna, segir hún. Það plagar mig ekkert að vera J.K. En, það fyndna er, að þremur mánuðum eftir að bdkin kom út, kom ég fram í sjdnvar- psþætti fyrir börn svo það fdr ekk- ert á milli mála að höfundur Harry Potter er kona. Þessi skammstöfun hafði því ekkert upp á sig. En ég held það hafi heldur ekkert upp á sig að breyta þessu núna. Það myndi bara valda ruglingi. Þetta síðasta segir hún líklega af reynslunni af því að leyfa út- gefandanum i Bandaríkjunum að breyta nafni fyrstu bdkarinnar úr Harry Potter og viskusteinninn í Harry Potter og galdrasteinninn. Við nánari umhugsun hefði ég ekki átt að leyfa þessa breytingu, segir hún. Hún gerir ekkert nema að rugla fdlk sem heldur þá að um tvær bækur sé að ræða. Vill heimsækja Island Fulltrúi Bjarts, sem gefur út bæk- urnar um Harry Potter á íslenzku, sat kvöldverðarboð með J.K. Rowl- ing eftir blaðamannafundinn í Lon- don og bauð henni þá að heimsækja ísland. Hún lýsti áhuga sínum á slíkri ferð, en sagði nýju bdkina nú ganga fyrir. Spurning um íslands- ferð væri samt ekki hvort, heldur hvenær. I FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 4^ ar séu ríkar af siðgæðisvitund. Finnst höfundinum erfitt að halda trúnni á heiðarleika, trúmennsku og kjark, þegar hún veltir fyrir sér ósköpunum í heiminum? Hvað með trúna á annað fólk? Mér veitist ekki erfitt að halda í mína mórölsku trú, svarar Rowling. Og ég er þeirrar skoðunar, að innst inni vilji menn breyta rétt. Þetta held ég að megi lesa út úr bókunum. Ut af fyrir sig geri ég ekki svo miklar kröfur til mannkynsins, ég örvænti stundum um örlög þess eins og aðrir, en sem einstaklingar viljum við flest rata á það rétta, þegar við lendum í ein- hverri klípu. Ég get vel fallizt á að bækurnar mínar séu móralskar. En það er ekki ætlunin. Ekki frekar en annað. Ég hugsa ekki, að nú skuli ég predika þetta eða hitt fyrir fólki. Ég segi bara mína sögu. Boðskapurinn berst svo eðlilega með sögunni - en það er alltaf hún, sem kemur fyrst. Það er erfitt að lýsa því, hvernig hún fær hugmyndirnar. Börnin eru alltaf að spyrja mig, hvar ég fái hugmyndirnar og ég reikna með, að einn góðan veðurdag láti ég það bara gossa, að þær hangi á ísskápn- um mínum! En í sannleika sagt, þá hef ég enga hugmynd um hvaðan hugmyndirnar koma. Þær bara streyma til mín. Hún getur þó rakið söguna á bak við suma hluti, til dæmis brautarpall níu og þrír fjórðu. Harry átti að ferðast með lest, en brautarpallurinn varð auð- vitað að vera falinn. Og hvar er betri felustaður fyrir brautarpall en bak við skilvegginn milli brautar- palla níu og tíu á King’s Cross? Þetta var útspekúlerað, segir hún. En aðrir hlutir bara koma. Og það er yndisleg tilfinning! Harry Potter - geri ég ráð fyrir! Af hverju hafðirðu sögupersónuna þína strák, en ekki stelpu? spyr blaðakona. Ég hugsaði um þetta, segir rithöfundurinn. En þá var það bara of seint. Ég kunni orðið of vel við hann til þess að fara að breyta honum í stelpu. Og nú er hann orð- inn 14 ára og komið í hann hvolpa- vit. Það fer þytur um salinn. Harry Potter með stelpu? Geta töfrar þeirra hrinið á galdrastrák eins og Harry Potter? Það er að renna upp fyrir honum, að stelpur eru áhuga- verðar, segir skapari hans og brosir. Annar blaðamaðurinn bendir á, að söguhetjur hennar eldist, sem sé nú ekki venjan í svona bókaflokkum. Já, segir hún. Mér finnst ekkert leiðinlegra en bækur, þar sem sögu- hetjurnar eiga að vera fimmtán ára, en hajga sér ennþá eins og þær séu tíu. Eg vill láta mínar söguhetjur eldast með eðlilegum hætti. En það er hreint ekki vandalaust. Seinni bækurnar verða að standa í eðlilegu framhaldi af þeim fyrri. Það hefur verið mikið umtal um kvikmyndina um Harry Potter. Warner Brothers keyptu kvik- myndaréttinn. Fyrst bárust fréttir af því að Steven Spielberg myndi leikstýra myndinni, en hann reynd- ist hafa annað í huga; arfleifð frá Stanley Kubrick, svo nú hefur verið ákveðið að leggja upp með Christ- opher Columbus við stjórnvölinn. Handritið er tilbúið, hefur fengið samþykki J.K. Rowling, sem segist ekki vera kvíðin, en spennt. Hún er spurð, hvort hún haldi, að kvikmyndin skemmi fyrir bókunum. Margar af mínum uppáhaldsbókum hafa verið kvikmyndaðar og aldrei hef ég tapað mínum tilfinningum til bókanna, svarar hún. Hún nefnir Lolitu sem dæmi, en eftir henni hafa verið gerðar tvær kvikmyndir, að hennar áliti mjög vondar útgáfur af sögunni, sem henni þykir jafn- vænt um eftir sem áður. Svo bendir hún á, að þegar kvikmyndin komi á markað 2001 verði fjórar bækur um Harry Potter komnar út þannig að mynd hans ætti að hafa öðlast það fastan sess, að ein kvikmynd til eða frá skipti ekki máli. Leitin að Harry Potter stendur nú yfír. Ég stend sjálfa mig að því að setja í huganum gleraugu á stráka, sem ég sé úti á götu, segir Rowling, og velta því fyrir mér, hvort þeir gangi í hlutverkið. Reyndar hef ég hitt minn Harry Potter. Það var á Norður-írlandi. Ég var að lesa upp og varð þá litið Það er vandlifað í veröldinni, líka fyr- ir galdrastrák. Harry Potter fær að finna fyrir þvi, að hann kitlar ekki aðeins kyntaugar Grikkja, heldur hefur hann verið fjarlægður úr skólabókasafni í Bretlandi vegna þess að jákvæð mynd af göldrum og galdrafólki gengur þvert á bókstaf Biblíunnar. Samt fær Hobbit- inn að lifa góðu lifi þar i hillum. í Bandaríkjunum hafa foreldrafélög uppi raddir gegn Harry Potter-bók- unum fyrir galdra og dauðsföll. fram í sal. Situr þá ekki Harry Pott- er þar ljóslifandi. Mér varð svo mik- ið um, að ég kallaði; Harry! En ég spurði hann aldrei, hvort hann gæti leikið! Það hangir fleira á spýtunni en bíómynd. Warner Brothers er nú að semja við fyrirtæki um framleiðslu á alls konar Harry Potter-hlutum. Rowling dæsir lítið eitt, þegar hún er spurð um alla þá kaupmennsku. En svona ganga hlutirnir bara fyrir sig í henni veröld. Hún segist hafa mjög ákveðnar skoðanir á því, hvað sé viðeigandi og hvað ekki og þeir hjá Warner Brothers þekki þær. Þeir hlutir eru til, sem ég hefði bara gaman af að sjá, föt og þessháttar. Mér fyndist það bara yndislegt að sjá börn klæða sig upp á og bregða á leik sem Harry Potter. En svo eru aðrir hlutir, sem mér myndu falla miður. Menn vita alveg, hvar þeir hafa mig í þessum efnum. Töfrar skáldskaparins en ekki stafsins Börn spyrja mig oft hvort ég trúi á galdra eins og þeim er lýst í bók- um mínum. Og svarið er nei! Ég trúi ekki á galdra. En töfrar eru til. Þegar lesandinn getur búið sér til heim úr orðum skáldsins, þá eru sannir töfrar að verki. En einhverjar sveiflur með galdrastaf! Nei, takk! Grískur blaðamaður spyr hana um einkunnarorð Hogwartsskóla. Það þýðir einfaldlega kitlaðu aldrei sofandi dreka, segir Rowling. Ég vildi bara að Hogwart fengi brúk- legt kjörorð og mér fannst þetta sniðugt. Þá segir sú gríska, að land- ar sínir vilji lesa kynferðislegar vís- anir út úr einkunnarorðunum. Nú verður J.K. Rowling hissa. Að það sé eitthvað kynferðislegt við að kitla sofandi dreka? spyr hún alveg gátt- uð. Já, segir sú gríska grafalvarleg. Ja, hérna! Hefur þér aldrei flogið það í hug? Nei. Mér hefur aldrei til hugar komið að það væri eitthvað kynæsandi að kitla sofandi dreka. Áf og frá. Ég verð bara að sitja uppi með það að vera svona gamaldags og bæld! Það kemur öllu alvarlegri flötur upp, þegar brasilískur blaðamaður spyr, hvaða boðskap Harry Potter hafi að færa fátækum börnum í Brasilíu. J.K. Rowling minnir á starf sitt fyrir Amnesty Internation- al, þar sem hún hafi kynnzt ástandinu í Brasilíu. Þjáningar bitna alltaf mest á börnum, segir hún. Kannski þrá þeirra eftir töfr- um sé sprottin af kraftleysi þeirra. Jafnvel hamingjusöm börn hafa engin áhrif. Fullorðna fólkið ræður öllu. Má vera að djúp þrá barna eft- ir einhverjum undramætti stafi af þessu máttlausa hlutskipti þeirra. En ég ætla mér ekki þá dul að senda bágstöddum sérstakan boð- skap; aðstæður þeirra eru hræðileg- ar. Og í raun og veru þurfa þeir meira á öðru að halda en bókum. Þetta segi ég nú, þrátt fyrir það að ég vilji veg bókarinnar sem mestan. Það er vandlifað í veröldinni, líka fyrir galdrastrák. Harry Potter fær að finna fyrir því, að hann kitlar ekki aðeins kyntaugar Grikkja, heldur hefur hann verið fjarlægður úr skólabókasafni í Bretlandi vegna þess að jákvæð mynd af göldrum og galdrafólki gengur þvert á bókstaf Biblíunnar. Samt fær Hobbitinn að lifa góðu lífi þar í hillum. í Banda- ríkjunum hafa foreldrafélög uppi raddir gegn Harry Potter-bókunum fyrir galdra og dauðsföll. Þessi atvik koma ekki beint til tals á blaðamannafundinum. En þegar talið berst að einstökum efn- isatriðum í bókunum, segist J.K. Rowling aldrei munu særa lesendur sína viljandi. Eiturlyf og unglinga- þunganir eiga ekki heima í bókun- um, en kærleikur og dauði fylgja lífi og þess sér hvorttveggja stað í sög- unni. Ég veit, að maður á aldrei að segja aldrei, segir hún. En ég full- yrði hér og nú að í bókunum um Harry Potter hef ég aldrei gert neitt til þess eins að hrella einhvern eða koma einhverjum í uppnám, ég tala nú ekki um að valda börnum martröðum á nóttunni. En ég verð að segja mína sögu. Ég læt engan segja mér fyrir verkum með það. Ég myndi bara svíkja söguhetjur mínar, söguna og sjálfa mig, ef ég léti tala mig til þess að sleppa ein- hverju sem þar á heima. Sá sem lifir fyrir verðlaun er í vondum málum í Bandaríkjunum hefur kona að nafni Nancy Stouffer höfðað mál á hendur J.K. Rowling og sakar hana um ritstuld, m.a. á Potter-nafninu og orðinu „muggles“, sem J.K. Rowling notar yfir Muggana; fólk, sem er sneytt öllum galdrahæfileik- um. í fréttatilkynningu, sem dreift er eftir blaðamannafundinn, kemur fram, að J.K. Rowling, Scholastic og Warner Bros. hafa höfðað mál fyrir alríkisdómstól í New York til þess að fá viðurkennt, að bækurnar um Harry Potter séu alfarið skáldskap- ur J.K. Rowling og gangi á engan hátt á rétt Nancy Stouffer. f frétta- tilkynningu segir, að velgengni nút- ildags kalli oft á málarekstur sem þennan. í tilkynningunni er útskýrt, hvernig Rowling hafi leitt muggana af enska slanguryrðinu „mug“, sem er notað um kjána. Um Potter-nafn- ið segir Rowling á blaðamannafund- inum, að það hafi hún sótt til nágr- anna sinna í æsku, en Harry-nafnið hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún rekur tilurð fleiri nafna í bókunum og kemur í ljós, að sumar persónurnar eiga sér fyrir- myndir. Þó ekki Harry. Hann kom til hennar alskapaður. Ron er að nokkru byggður á gömlum vini Rowling, Sean P.F. Harris að nafni, og honum tileinkar hún aðra bókina. Hermoine er hún sjálf ellefu ára. Reyndar segist hún núna ekki hafa verið svona gáfuð og ekki heldur svona hræðilega leiðinleg! En Her- moine er hún sjálf. Allt umstangið í kringum Harry Potter er orðið meiriháttar. Hvernig er að vera orðin fyrirbrigði, spyr blaðamaður. Það er ég ekki, segir hún. Það er bara Harry, sem er að gera allt vitlaust. Hún segir frá því, þegar hún var að árita bækur í Bandaríkjunum, þá hrópuðu krakk- arnir í kring um hana. Én þau hróp voru út af bókinni. Ekki henni. Hún hristir höfuðið ákveðin. í Þýzka- landi var þessu líkt við Bítlaæði. Ég var spurð, hvernig væri að vera Bít- ill! En allt þetta umstang snýst ekki um mína persónu. Bara bækurnar. En eru þær ekki hennar framlag til bókmenntanna? J.K. Rowling verður eilítið vandræðaleg. Mér finnst óþægilegt að tala svona um sjálfa mig, segir hún. Ég veit ekkert um mitt framlag til bókmenntanna. Það sem á að lifa það endist, hitt bara hverfur.Við verðum að bíða og sjá, hversu langlífur Harry Potter verður. Ef hann höfðar enn til krakka eftir 50 ár, þá á hann það sennilega skilið. Víkur þá talinu aftur að Whit- bread-verðlaununum. Harry Potter hlaut þar barnabókaverðlaunin og þótti öllum verðskuldað. En þega^ röðin kom að bók ársins hitnaði i kolunum milli þeirra, sem vildu veita Harry Potter titilinn, og hinna, sem töldu að Bjólfskviða Seamus Heaney ætti að fá hann. Féllu mörg orð og sum þung um bókmenntir og skáldskap, barna- bækur og ljóð og bækur, sem laða til sín lesendur, og bækur, sem fáir fá notið, hversu frábærar sem þær eru! Skáldin sjálf héldu sig fyrir ut- an hringinn, en inni í honum háðu fylgjendur þeirra harðan slag. Bjólfskviða vann svo fimm lotur og verðlaunin, en Harry Potter vann_ fjórar og þótti fullsæmdur af. Bjólfskviða fór svo aftur með sigur af hólmi, þegar bækurnar kepptu um South Bank-bókmenntaverð- launin. Það er sko engin skömm að tapa fyrir Semaus Heaney, flestum þætti það nú bara upphefð! segir J.K. Rowling. Svo ég hef enga þörf að kvarta. Satt að segja var ég al- veg dolfallin yfir því að Harry Pott- er skyldi ná svona langt. Bara það að vinna barnabókaverðlaunin gladdi mig ósegjanlega, því þar var keppnin sannarlega hörð. Og að keppa um aðalverðlaunin sjálf! Þar keppa svo ólíkar bækur, barnabók, ljóðabók, ævisaga og skáldsaga, þannig að þetta endar í svo hlut- drægu mati, eins og reyndar ölP verðlaun. Verðlaun skipta mig ekki miklu máli. Sá sem lifir fyrir verðlaun er í vondum málum. Það er líf eftir Harry Potter Nú er hún búin að búa við Harry Potter í tíu ár. Og svo verður enn um sinn. En verður eitthvert líf eft- ir Harry Potter? Rithöfundurinn hlær. Ég er alltaf að fá einhverjar hugmyndir. Ég skrifa þær niður og. sting þeim ofan í skúffu. Kannski hendi ég þeim bara öllum saman, þegar ég er búin með Harry Potter og skrifa eitthvað allt annað. Það er alltaf verið að spyrja barnabókahöf- unda; Hvenær ætlarðu að skrifa bók fyrir fullorðna? Eins og menn séu annars flokks rithöfundar á meðan þeir skrifa ekki fullorðisbók. Þetta hefur aldrei leitað á mig. Ef það á fyrir mér að liggja að verða þekkt sem barnabókahöfundur allt mitt líf, mun ég aldrei líta á það sem annars flokks hlutskipti. En detti mér eitt- hvað í hug, sem hentar í bók fyrir fullorðna, þá skrifa ég hana. Hvað verður veit ég ekki núna. Harry er svo stórt verkefni, að hann tekur allan minn tíma. Ég hef eiginlegá ekki lausa stund fyrir annað. Það eina, sem mig langar til, er að klára þessa sögu. Kannski segi ég við sjálfa mig, þegar þar að kemur, að nú skuli ég fara í frí. Ég tek auðvitað með mér blað og blýant. Og áður en ég sný heim aftur verð ég byrjuð á ein- hverju. Því ég get ekki verið án þess að skrifa. Stundum hef ég ætl- að að taka mér frí eitthvert kvöldið og horfa á sjónvarpið, en áður en ég veit af er ég farin að hripa eitthvað niður. Það er ákaflega sjaldgæft að ég láti eitthvað stöðva mín skrif. Ég get talið þau skipti á fingrum annar- rar handar, sem ég hef ekki skrifað neitt í viku eða svo. Ég veit þyí>r hvað verður eftir Harry Potter. Ég held áfram að skrifa. En hvort ég skrifa þá eitthvað til birtingar eða ekki, það veit ég ekki. En hitt veit ég, að skriflaust ár vil ég aldrei lifa. Nú verður auðvitað allt, sem hún gerir, borið saman við Harry Pott- er. Já. En ég hef engar áhyggjur. Ég veit, að ég á ekki eftir að skrifa jafnvinsælt verk aftur. Mín huggun er, að ég ætlaði mér aldrei að skrifa svona vinsælt verk! Viðtökurnar hafa verið allt aðrar en ég vænti. Ég er ekki að kvarta, en þetta var bara ekki ætlunin! Ég veit, að allt sem ég á eftir að skrifa, verður bor- ið saman við Harry Potter. Ég glími bara við það, þegar þar að kemur. Ég veit allavega á hverju ég á von. Kannski ég taki mér bara dul- nefni. Það gæti verið gaman. Henni fannst gott að vera óþekkt nafn áð- ur en Harry Potter kom upp um hana!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.