Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 50

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 50
f50 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hver röndóttur Þetta var verra en nýju fótin keisarans. Hann varþó ekki í neinu. Nýi búning- urinn ersvo Ijóturað hann erögrun við smekkleysuna. Þar kom það og ekki þrautalaust að segja það. Eftlr Karl Blöndal IKNATTSPYRNU gildir eitt lögmál, sem ekki skyldi hagga: aldrei að gera breytingar þegar vel gengur. KR-ingar virðast halda að þeir séu yfir þetta lögmál hafnir. I úrvals- deildinni í knattspyrnu er búið að skipta um þjálfara hjá liðinu, nokkrir leikmenn eru horfnir á braut og varð við hvorugt ráðið. í þokkabót er hins vegar búið að breyta búningnum. Ger- breyta honum. Aldrei að gera breytingar þegar vel gengur? Jafnan að velgengni í knatt- spyrnu er flókin og enginn einn þáttur ræður úrslitum um það hver ber sigur úr býtum. Þegar VmUAPE vel gengur VtfstlUKr hiýtur hins vegar að vera lykilatriði að sjá til þess að allir þættir formúlunnar haldi sér. Þessi sannindi eru hvorki ný né lítt kunn. Það má kannski segja að lögmálið um velgengn- ina og breytingarnar hafi verið að engu orðið þegar þar kom að ákveðið var að breyta búning- num. Hinn fagurröndótti svart- hvíti búningur verður nú með röndum og línum (hver hefur heyrt um línóttan búning?) og silfurbót í handarkrikanum. Fjfrstu dagana voru viðbrögð- in við búningnum afneitun: Þetta væri ágætt. And- stæðingurinn hlyti að vera sleg- inn út af laginu líka. Jafnvel var reynt að snúa dæminu upp í fögnuð: Þarna lékum við á Juventus og Newcastle. Innst inni vissi maður samt að það var ekki svo. Þetta var verra en nýju fötin keisarans. Hann var þó ekki í neinu. Nýi búningurinn er svo ljótur að hann er ögrun við smekkleys- una. Þar kom það og ekki þrautalaust að segja það. Meira að segja aprílgöbbin voru betri, hvort sem það var Móði í hálfr- öndótta búningnum eða Pétur Pétursson í þeim þverröndótta. Þegar illa gengur er oft reynt að beina athyglinni að einhverju allt öðru. Lítið, gott stríð hefur komið mörgum þjóðarleiðtogan- um til bjargar þegar þurft hef- ur að lappa upp á lélegt gengi í skoðanakönnunum. Flugleiðir búa til merki í sænsku fánalit- unum. Geislabaugur lýsir yfir að álagning muni ekki hækka næstu árin til að menn hætti að tala um fákeppni og markað- seinokun. KR-ingar hafa hins vegar aldrei farið hefðbundnar leiðir. I 30 ár vannst ekki meistara- titill hjá strákunum í vestur- bænum. Ár eftir ár þrömmuðu þeir inn á völlinn í sama lán- leysisbúningnum. Það urðu kannski eilitlar breytingar. Rendurnar voru misbreiðar, búningurinn var reimaður í hálsmálið (hefði ekki mátt taka hann upp aftur?), á þessu skeiði birtust meira að segja fyrst auglýsingar á búningnum. En þó breyttist lítið. Sami búning- urinn, enginn titill. En svo breyttist allt. Fyrst voru það hlutabréfin, sem vöktu reyndar minni lukku hjá eiginkonunni þegar þau komu upp úr jóla- pakkanum en búist var við. Nú var fjölskyldan orðin hluthafi í KR-sport og meira að segja far- in að reka bar úti á Nesi. Síðan hófst keppnistímabilið. Sami búningurinn, en liðið var farið að vinna. Allt í einu þurfti að mæta snemma á völlinn til að fá þokkalegt stæði. Að hausti hafði KR unnið allar dollurnar í pott- inum. Einu vonbrigðin voru að Geirfinnur hafði ekki verið fal- inn í bikaraskápnum í Frosta- skjólinu, en haft hafði verið á orði að fáar hirslur á landinu væru jafnsjaldan opnaðar. Öll þessi tíðindi urðu vita- skuld kveikjan að miklum fögn- uði í vesturbænum þar sem menn mældust bjartsýnni en annað fólk í síðustu skoðana- könnun og sitja enn nokkrir KR-ingar á Rauða ljóninu og fagna að hætti hússins. I augum sumra birtist glampi. KR hætti í fyrra að vera aðeins fótbolta- klúbbur og varð annað og meira. Gömlu röndóttu búning- arnir urðu púkalegir og gamal- dags, kannski nógu góðir til að næla sér í dollu uppi á íslandi, en hvergi nærri brúklegir þar fyrir utan. Félag, sem ætlar sér í meistaradeild Evrópu, verður að skipta reglulega um búning. Lítið bara á Bæjarana og Man- chester. Aðeins ein ástæða get- ur verið fyrir því að hjá þessum klúbbum er allt í blússandi gangi: þeir eru alltaf að skipta um búning og halda örugglega tískusýningu í hvert skipti. Þegar ráðist er í breytingar af slíku fyrirhyggjuleysi læðist að manni uggur. Þetta er sama tilfinning og þegar Bæjararnir höfðu skipt bæði Lothari Matt- háusi og Mario Basler út af í úrslitaleiknum á móti Ma- nchester United í fyrra og mað- ur fór að reyna að rifja upp hverjar væru venjulega afleið- ingar ofdrambsins, en áður en það tókst voru Þjóðverjarnir búnir að tapa 2-1. Það felst nefnilega meira í nýrri treyju en orðin gefa til kynna. Það er verið að rjúfa hefð, sem staðið hefur í áratugi og sett mark sitt á margar kynslóðir vestur- bæinga. Þessi hefð hefur meðal annars gert að verkum að vest- urbæingar hafa komið heilli menn úr fangelsum en aðrir þar sem þeir áttu auðveldara með að sætta sig við að klæðast röndóttum tukthúsfötum. Slík hefð er ekki rofin án ábyrgðar. Víst er að þessi ákvörðun þýðir að nú er sú sjálfsagða krafa gerð til liðsins að það vinni allt, sem í boði er. Þá er aukinheldur víst að hvað sem allri óánægju líður verður farið á völlinn þegar tímabilið hefst að nýju. Kannski ég fari líka í ný föt, þótt það verði ekki nýi KR-búningurinn. Frekar bíð ég eftir þeim næsta, eða jafnvel þarnæsta. Vandamálið við nýja búning- inn er hins vegar einfalt: hann er ekki nógu röndóttur. ÞORSTEINN HELGASON + Þorsteinn Helga- son byggingar- verkfræðingur fædd- ist í Reykjavík 8. apríl 1937. Hann lést að heimili sínu 5. apr- íl siðastliðinn. For- eldrar hans eru Helgi Jónas Þórarinsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 23. des- ember 1908 á Rauða- nesi, Borgarhr., Mýr., og Kirstín Val- gerður Þorsteins- dóttir Briem, f. 21. jdní 1911 íReykjavík, d. 3. ágnst 1994. Núverandi kona Helga er Guðrún Jónsdóttir. Systir Þorsteins er Kristín H. Nickerson, f. 1. september 1938, maki David Nickerson. Þeirra dætur eru Kir- stín Lydia og Louise Valgerður. Hinn 18. september 1976 kvænt- ist Þorsteinn ef< irlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Einarsdóttur meinatækni, f. 25. águst 1949 í Vestmannaeyjum. Foreldrar henn- ar voru Einar Sigurðsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum og Reykjavík, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977, og Svava Ágústsdóttir, cand. phil., f. 24. júlí 1921 í Saurbæ, Kjalarneshr., Kjós., d. 30. nóvem- ber 1978. Börn Þorsteins og Elísa- betar eru: 1) Svava, f. 9. ágúst 1977, háskólanemi. 2) Helgi Þór, f. 6. ágúst 1981, nemandi í Verzlunar- skóla íslands. 3) Einar Baldur, f. 20. apríl 1988, nemi. Þorsteinn lauk stúd- entsprófi frá MR 1956, B.S.-prófi í byggingar- verkfræði frá Illinois Institute of Techno- logy, Chicago, Banda- ríkjunum, 1959, M.S.- prófi 1963 og Ph.D.- prófi 1973 í bygging- arverkfræði frá sama skóla. Hann starfaði sem aðstoðarrann- sóknarmaður við Illin- ois Institute of Technology 1963-65, aðstoðarkennari þar 1966 og leiðbeinandi 1967-69 og 1975. Þorsteinn var rannsóknarverkfræðingur hjá Structural Laboratory, Portland Cement Association, Skokie, Illin- ois, 1969-72, aðstoðarskipulags- verkfræðingur 1972-73 og skipu- lagsverkfræðingur 1973-75. Hann var dósent í efnisfræði og húsagerð við HI 1975-85, stundakennari við TÍ 1977-81 og prófessor í bygging- arverkfræði við HÍ frá 1985. Þor- steinn gegndi ýmsum ráðgjafar- störfúm hérlendis og erlendis. Þorsteinn var formaður bygging- arverkfræðilínu verkfræðiskorar raunvísindadeildar HÍ 1978-79 og byggingarverkfræðiskorar verk- fræðideildar HÍ 1981-82 og 1986- 87. Hann var forseti IAESTE frá 1979, í steinsteypunefnd frá 1980, í menntamálanefnd VFÍ 1984-89 og varamaður 1982-84. Þorsteinn var varaformaður BVFÍ 1984-85 og Elsku pabbi minn, þegar ég frétti fyrst af veikindum þínum í byrjun nóvember, þá datt mér nú aldrei í hug að þú yrði farinn frá okkur svona fljótt. En ég held að við verðum bara að vera þakklát fyrir þann tíma sem við áttum. Ég mun ætíð vera fegin þeirri ákvörðun minni að flytja heim frá Bandaríkjunum þennan tíma til að geta verið hér með þér, bara að tíminn hefði nú verið lengri. Þó svo að ég hafi búið erlendis síð- ustu árin þá hef ég alltaf vitað af þér hér heima tilbúnum til að hjálpa mér við allt það sem mér datt í hug. Þegar ég var úti í Austurríki að ákveða í hvaða skóla í Bandaríkjunum ég ætti að fara, nú, þá fannstu bara allar upplýsingarnar fyrir mig, sendir þær til mín og leyfðir mér að velja. Eða þá þegar ég ákvað að kaupa bílinn minn úti, þá hjálpaðir þú mér með allskon- ar upplýsingar í gegnum bæði Netið og símann. En þrátt fyriralla þína hjálp leyfðir þú mér alltaf að taka mínar eigin ákvarðanir. Það verður erfitt að halda áfram án þinna góðu ráða. Minningarnar streyma fram þessa dagana og þær eru margar sem standa upp úr. Til dæmis þegar þú þurftir að renna þér oft og mörgum sinnum niður sundlaugarrennibraut- ina á Puerto Rico til að fá mig, þá þriggja ára, út í laugina. Eða þá ferð- ina okkar til Boston sumarið ’98 til að skoða skólann minn. Mikið er ég feg- in að þú gast komið og deilt þessu öllu saman með mér. Einnig kemur upp í hugann síðasta bíóferðin okkar núna síðastliðinn febrúar, þegar þú áttir svo góðan dag. Ég gleymi því aldrei hve sætur og fínn þú varst það kvöld, og hversu vel við skemmtum okkur. Veistu, pabbi minn, það á eftir að verða svo tómlegt hérna án þín, en ég veit samt að þú ert með okkur í anda. Ég hef til dæmis fundið fyrir því að ég er hætt að vera hrædd við myrkr- ið, þú manst hvað ég var myrkfælin, því ég veit að þú passar mig gegn öllu því sem ég ímynda mér alltaf að sé þar. Vonandi líður þér vel þar semþú ert núna og þú veist að ég mun alltaf sakna þín. Stórt knús. Þín dóttir, Svava. Þorsteinn mágur er allur. Það er erfitt að trúa því en samt sem áður er það staðreynd. Það eru tæplega fimm mánuðir síðan Þorsteinn greindist með krabbamein og jafnvel þó að hann berðist hetjulega tapaði hann lokaorustunni eins og við mun- um öll gera um síðir. Eftir að Elísabet systir og Þor- steinn giftust kom ég oft til þeirra, fyrst í Bogahlíðina og síðar í Hvassa- leitið. Það var alltaf gott að koma til þeirra og viðtökurnar ávallt höfðing- legar. Eftir að ég flutti til Bandaríkj- anna og kom til íslands í heimsókn var mér ósjaldan boðið til kvöldverð- ar og var alltaf mikið við haft. Hjá þeim fannst mér ég alltaf vera sér- stök. Þegar ég var í doktorsnámi í Fort Collins, Colorado, komu Þorsteinn, Elísabet, Svava og Helgi Þór, sem þá var aðeins tveggja ára, þangað í námsleyfi í eitt ár. Við hittumst oft og Þorsteinn gat miðlað miklu til mín af fyrri reynslu sinni í Bandaríkjun- um. Þegar Dave og ég giftum okkur á íslandi buðu Elísabet og Þorsteinn svaramanni Daves, Bill, frá Banda- ríkjunum að gista hjá sér. Þegar ég talaði við Bill fyrir skömmu, rifjaði hann með ánægju upp þær samræð- ur sem hann og Þorsteinn höfðu átt á íslenskum sumamóttum yfir rauð- vínsglasi. Þorsteini og Dave, eigin- manni mínum, varð einnig strax vel til vina og Dave og ég munum sakna sárt áhugaverðra vangaveltna um lausn lífsgátunnar. Ef ég ætti að lýsa Þorsteini myndi ég segja að hann hefði verið góður maður, með góðan húmor, maður sem tók öllu með stóískri ró. Hann var einstaklega samviskusamur og leysti allt sem hann tók að sér vel af hendi. Þorsteinn sýndi ótrúlegan styrk í veikindum sínum og var mjög opin- skár og raunsær varðandi sjúkdóm sinn. Eg tel að þetta raunsæi hafi hjálpað öðrum í gegnum þetta erfiða tímabil og er ég þar ekki undanskilin. En nú breytist allt. Dave, ég og Ásta Elín munum halda áfram að heimsækja Elísabetu og böm en það mun vera tómarúm og sorg í hjörtum okkar sem aðeins tíminn mun fylla og græða. Ég þakka þér, Þorsteinn, fyrir allar dýrmætu minningamar sem þú skilur eftir í hjarta mínu. Elsku Elísabet, Svava, Helgi Þór og Einar Baldur, ég votta ykkur ás- amt föður Þorsteins, Guðrúnu og Kristínu mínar dýpstu samúðarósk- ir. Ólöf Einarsdóttir. gjaldkeri 1985-86. Hann var í nefnd um endurskoðun verkfræðmáms 1985-89 og í nefnd félagsmálaráðu- neytisins til endurskoðunar bygg- ingarlaga 1987-88. Þorsteinn var varaforseti verkfræðideildar HI 1987-89 og forseti 1989-93. Hann var í nefnd menntamálaráðuneytis- ins til að kanna forsendur þess að hefja kennslu í húsagerðarlist á ís- landi 1988 og formaður byggingar- staðlaráðs frá stofnun 1988-97. Þorsteinn var í sljórnarnefnd funda rektora norrænu tæknihá- skólanna 1989-93, í Rannsóknar- ráði ríkisins 1989-91 og varamaður 1991-93. Hann var formaður COM- ETT-nefndar 1990-91 og formaður nefndar tii að undirbúa stofnun fjármálanefndar HI. Þorsteinn var varaforseti háskólaráðs (vararekt- or) 1990-91, gekkst fyrir stofnun Sammennt (INTERCOM), samtaka háskóla og atvinnulífs, og var fyrsti formaður stjómar 1990-93. Hann var aðalfulltrúi íslands á vegum menntamálaráðuneytisins í EC- Iceland Joint Committe on COM- ETT og síðar í COMETT Committ- ee 1990-95. Hann var í sljóm Verk- fræðistofnunar HÍ 1991-93. Þorsteinn var í nefnd um háskóla- sjónvarp 1991-92 og í alþjóða- samskiptanefnd frá 1991, í lögskýr- ingarnefnd 1993-98 og í nefnd umhverfisráðuneytisins vegna rannsókna á byggingartæknileg- um atriðum húsa vegna snjóflóða 1995-96. Hann var formaður nefnd- ar á vegum menntamálaráðuneyt- isins til að kanna fyrirkomulag og framkvæmd kennslu í verkfræði og tæknifræði á háskólastigi 1995. Utför Þorsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er svo oft sem lífið er ósann- gjamt og erfitt er að skilja það. Af hverju er fólk kallað frá okkur, fólk sem hefur til skamms tíma kennt sér einskis meins, hefur farið vel með sig og er á fullu í mikilvægum störfum og nýtur þeirrar ánægju að fylgjast með börnum sínum vaxa úr grasi og ganga vel í Iífinu? Það er ekkert svar til við þessu en mörgum veitist hugg- un að treysta á þann algóða sem vak- ir yfir þeim sem nú syrgja. Þorsteinn mágur okkar var góður og traustur vinur. Hann tók flesta hluti alvarlega og hafði ávallt fast- mótaðar skoðanir á mönnum og mál- efnum sem byggðust á rökhyggju háskólamannsins og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku og erlendu sam- félagi. Það er sárt að sjá á eftir slík- um manni og vini. Við höfum fylgst grannt hvert með öðru, systkinin af Bárugötunni, og Þorsteinn féll af- skaplega vel inn í þann hóp enda nam samvistin við hann um aldarfjórð- ungi. Á svo löngum tíma kynnist fólk, lærir að meta hvert annað og veit hVers er misst. Vinátta Þorsteins við annað fólk náði yfir áratugi og aldrei brá þar skugga á. Þorsteinn lifði sig mikið inn í starf- ið í Háskólanum og tók þar þátt í fjöl- mörgum verkefnum innan stjórnsýslu skólans þótt honum fyndist stundum ýmislegt þar hægt ganga. Hann var oft kallaður til mik- ilvægra starfa enda naut hann trausts og virðingar og það er ekki öllum auðið að ná þeirri stöðu í há- skólasamfélaginu. Háskólinn sér á eftir fómfúsum manni, háskóla- manni í þess bestu orðs merkingu. Það var fyrsti alvöru vordagurinn þegar Þorsteinn dó og víst hefði hann verið sáttur við þá umgjörð. Hann vissi að hverju stefndi og lagði kapp á að ganga frá öllum sínum málum og fjölskyldunnar þannig að engir lausir endar væru eftir. Þannig var Þorsteinn, nákvæmur, öruggur og kunni að Ijúka málum þannig að vel væri og þeir hnútar héldu sem hann batt. Fjölskyldan var Þorsteini allt. Það var hamingjuheimili sem Elísabet systir okkar og Þorsteinn bjuggu sér í Hvassaleitinu og bömin, Svava, Helgi Þór og Einar Baldur, ólust upp í ástríki og umhyggju. Það býr hver alltaf að því sem foreldrahús veitir. Þorsteinn veitti börnunum það besta veganesti sem faðir getur gert og það verður aldrei tekið frá þeim. Við og fjölskyldur okkar fæmm Elísa-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.