Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 51
betu og börnunum innilegustu sam-
úðarkveðjur og sjáum á eftir dýr-
mætum vini.
Ágúst og Sigurður Einarssynir.
Ebba systir er farin að vera með
manni. Mikið þótti okkur litlu stelp-
unum það spennandi. Hann var að
koma frá Ameríku. Svo giftu þau sig,
við fengum stundum að passa Svövu.
Og alltaf var Þorsteinn þarna, óbr-
eytanlegur, sat við sinn enda borðs-
ins. Með tebolla og blaðið. Og fylgd-
ist með öllu þótt hann tæki ekki
endilega þátt. Var inni í öllu. Og hafði
vit á öllu. Gaf bestu ráðin. Skynsam-
legustu. Svo rólegur og yfirvegaður.
Gerði sér ekki rellu út af smámunum.
Vissi sem var að allt mundi leysast.
Sem það og gerði. Nema núna. Þið
voruð eins og litlir sólargeislar, við
lifum í minningunni hvert hjá öðru
voru síðustu orðin þín til okkar.
Þakka þér.
Elín og Auður.
Fundum okkar Þorsteins bar fyrst
saman í verkfræði- og raunvísinda-
deild um miðjan áttunda áratuginn,
um það leyti, sem kennsla til fullgilts
verkfræðiprófs hafði verið hafin á ný
við Háskóla Islands. Þama hittumst
við margir ungir og áhugasamir vís-
indamenn, sem áttum flestir það
sameiginlegt að hafa dvalizt langan
aldur erlendis við nám og störf, en
höfðum nú snúið til baka til heima-
landsins, fullir af eldmóði og vilja til
að efla tækniþekkingu meðal lands-
manna. Með okkm- Þorsteini tókst
strax ánægjulegt og giftusamt sam-
starf, sem átti eftir að vara í aldar-
fjórðung.
Við skiptum verkum með okkur
þannig, að Þorsteinn tók að sér
kennslu og rannsóknir í steinsteyp-
ufræðum, en ég og Óttar heitinn
Halldórsson prófessor, sem var gam-
all bekkjarfélagi Þorsteins úr
menntaskóla, sáum um fræðilega og
hagnýta burðarþolsfræði. Þorsteinn
hafði mjög traustan fræðilegan
bakgrunn, en hann hafði lokið dokt-
orsprófi í steinsteypufræðum frá 111-
inois Institute of Technology í Chica-
go og einnig starfað sem
rannsóknarverkfræðingur í nokkur
ár hjá Portland Cement Association í
Bandaríkjunum áður en hann kom til
starfa á Islandi. Það var því mikill
fengur fyrir íslenzkar steinsteypur-
annsóknir að fá mann með þekkingu
Þorsteins til starfa á þeim vettvangi,
enda kom hann til með að hafa mikil
og jákvæð áhrif á þróun steinsteyp-
urannsókna á Islandi allan sinn
starfsferil hér heima. Við Þorsteinn
áttum það sameiginlegt að vilja fylgj-
ast sem bezt með öllum nýjungum á
sviði rannsóknarsviðs okkar, en við
vorum báðir aðilar að Alþjóða stein-
steypusambandinu og skiptumst á
upplýsingum og nýjungum jafnharð-
an og þær bárust. Þannig miðlaði
Þorsteinn ávallt nýjustu upplýsing-
um og fræðilegum aðferðum til nem-
enda sinna, sem voru þess vegna
stundum á undan starfandi verk-
fræðingum í þekkingu sinni á hönn-
un steinsteypuvirkja. Þorsteinn var
mjög hjálplegur og fús til að miðla
þekkingu sinni til annarra. Það var
því gott að leita til hans eftir hvers
konar aðstoð, en ég hafði það fyrir
venju að bera undir hann margs kon-
ar álitamál þegar svo bar undir.
Það var mikið reiðarslag fyrir okk-
ur samkennara hans í umhverfis- og
byggingarverkfræðinni þegar hann
veiktist skyndilega síðastliðið haust
og hóf baráttu sína við hinn ólækn-
andi sjúkdóm, sem ekkert fæst ráðið
við.
Það vakti hins vegar undrun okkar
og aðdáun hversu Þorsteinn tók ör-
lögum sínum með mikilli rósemi og
karlmennsku. Eg heimsótti hann
nokkrum sinnum í veikindum hans
og fann þá hugarró og það viljaþrek,
sem geislaði frá honum. Þorsteinn
var að störfum fram á síðustu stund.
Þannig flutti hann merkilegan fyrir-
lestur um hegðun og niðurbeygjur
steinsteyptra bita á ársfundi Stein-
steypufélags íslands í febrúar sl. í
miðjum veikindum sínum.
Var til þess tekið af fundarmönn-
um hversu vel gert og skörulega flutt
erindi Þorsteins var. Um svipað leyti
var ég að undirbúa styrkumsókn um
alþjóðlegan rannsóknarstyrk. Ég
leitaði til Þorsteins eftir aðstoð og
stóð ekki á henni þrátt fyrir, að þrek
þessa stóra og stæðilega karlmanns
væri komið undir þrot. Þorsteinn las
yfir textann og kom með góðar
ábendingar, en fáir voru eins næmir
á góða framsetningu texta og gott
málfar og hann.
Þannig á ég einungis góðar minn-
ingar eftir um góðan dreng, en hans
verður sárt saknað af okkur í verk-
fræðideild Háskóla íslands. Ég færi
fjölskyldu hans og nánustu ættingj-
um innilegar samúðarkveðjur mínar,
megi góður guð blessa minningu
hans.
Júlíus Sólnes prdfessor.
Ég kynntist Þorsteini ekki fyrr en
hann hann kom til íslands að loknu
námi og starfi í Bandaríkjunum þar
sem hann sérhæfði sig í rannsóknum
á sviði steinsteypu. Þó hafði ég lengi
vitað af honum þar sem við vorum
þremenningar, en ömmur okkar
beggja,, Kristín og Helga Ólafsdæt-
ur,voru báðar miklar kjarnakonur.
Allt frá því að Þorsteinn hóf störf
sem prófessor við HÍ hafa samskipti
okkar og samstarf verið allnokkuð.
Hann var helsti tengiliður Rb við HÍ
á sviði rannsókna á steinsteypu og
steyptum mannvirkjum og unnum
við að talsvert mörgum sameiginleg-
um rannsóknaverkefnum á því sviði.
Störf Þorsteins einkenndust af mik-
illi þekkingu, jákvæði og festu.
Framlag hans til framþróunar í
byggingariðnaði með störfum í stein-
steypunefnd, byggingarstaðlaráði og
að rannsóknaverkefnum auk kennslu
við HI er ómetanlegt. Þorsteinn er
öllum, sem til hans þekktu, mikill
harmdauði. Ég votta eiginkonu hans
og börnum mína innilegustu samúð.
Hákon Ólafsson,
forstjóri Rannsóknastofn-
unar byggingariðnaðarins.
I mínum huga slær hjarta Islend-
inga í takt við veður landsins og
birtu. I skammdeginu er hjartsláttur
þeirra þungur og hægur, stundum
alltof hægur. Þegar birtan kemur
aftur tekur hjartað viðbragð og lifn-
ar við að nýju. Svona hefur þetta ver-
ið að undanförnu. En allt í einu gerist
eitthvað sem rýfur ferlið gersam-
lega. Maður, sem er manni mjög ást-
kær, deyr.
Mig langar að minnast nokkrum
orðum mágs míns, Þorsteins Helga-
sonar. Varla er hægt að segja að ég
hafi verið telpuhnokki þegar við
fyrst hittumst. Unglingsárin með öll-
um þeim flækjum sem þeim fylgja
höfðu þá þegar náð í skottið á mér og
sjálfsagt hefur það verið upplifun
fyrir Þorstein að koma fyrst á æsku-
heimili verðandi konu sinnar. Allt
fullt af systkinum, sérstaklega systr-
um. Við störðum á þennan hávaxna
kærasta næstelstu systur stóreygar
og opinmynntar. Síðan hófst rann-
sóknin. Hvað segirðu? Áttirðu heima
í Ameríku? Gott ef maðurinn var
ekki spurður spjörunum úr, enda-
laust, og öllu svaraði hann af Ijúf-
mennsku og með hæfilegum húmor.
Og árin liðu.
Með árunum urðu kynnin nánari
og í ljós kom að Þorsteinn hafði ein-
stakan mann að geyma. Þessi maður
var víðsýnn og fróður. Þessi maður
var opinskár þegar það átti við, alltaf
tilbúinn að gefa af sjálfum sér. Engu
máli skipti hvaða umræðuefni voru
tekin fyrir, alltaf var hann til í slag-
inn. Það eru svona menn eins bg Þor-
steinn sem gera mann ríkari í lífinu.
Þess vegna er það svo sárt þegar
hann hverfur af sjónarsviðinu.
í dag slær hjarta mitt þungt og
hægt, birtan hefur horfið í bili, kuld-
inn komið aftur. Maður reynir að
harka af sér og þreyja þennan missi.
Elsku Elísabet, Svava, Helgi Þór
og Einar Baldur. Ykkur, ásamt föður
Þorsteins, Guðrúnu og systur, votta
ég mína dýpstu samúð. Genginn er
góður drengur.
Sólveig Einarsdóttir.
Kveðja frá umhverfis- og
byggingarverkfræðiskor
Með ótímabæru fráfalli dr. Þor-
steins Helgasonar prófessors er
höggvið skarð í framvarðarsveit
þeirra manna sem mótuðu kennslu í
byggingarverkfræði við Háskóla Is-
lands er kennsla hófst þar til loka-
prófs í verkfræði, en fyrstu nemend-
umir sem luku fjögurra ári
verkfræðinámi þaðan útskrifuðust
árið 1974.
Þorsteinn varð dósent við verk-
fræðideild árið 1975 og prófessor ár-
ið 1985 en prófessorsstarfinu gegndi
hann til dauðadags. Kennslugreinar
Þorsteins voru á sviði efnisfræði og
mannvirkjagerðar, og kenndi hann
einkum námskeiðin efnisfræði, húsa-
gerð og steinsteypuvirki. Hann hafði
yfirgripsmiklá þekkingu á stein-
steypu og hönnun steinsteyptra
mannvirkja og eftir hann liggja
fjölmargar greinar um það efni i al-
þjóðlegum tímaritum. Hann beitti
sér fyrir því að komið var á fót rann-
sóknaraðstöðu á því sviði, aðstöðu
sem honum entist ekki aldur til að
nýta sem skyldi.
Þorsteinn sinnti stjórnunarstörf-
um innan skorar og deildar sem og
fyrir háskólann í heild sinni með
margvíslegum hætti. Þar vega ef til
vill þyngst störf hans sem deildar-
forseti verkfræðideildar. Störf hans
að alþjóðatengslum og stúdenta-
skiptum voru einnig þýðingarmikil
svo og sú aðstoð sem hann veitti
þeim stúdentum sem stefndu að
framhaldsnámi við erlenda skóla.
Þorsteinn var dagfarsprúður
reglusamur maður sem sinnti þeim
störfum sem honum voru falin af
samviskusemi og hæglæti. Þetta var
til þess að honum voru falin ýmis
störf fyrir opinbera aðila meðal ann-
ars ráðuneyti. Æðruleysi er þó ef til
vill sá skapgerðareiginleiki sem
einkenndi Þorstein hvað mest, og
það var með æðruleysi sem hann
mætti hinum illvíga sjúkdómi sem
hann að lokum varð að lúta í lægra
haldi fyrir.
Við íráfall dr. Þorstein Helgason-
ar prófessors er skarð fyrir skildi,
skarð sem verður vandfyllt. Fyrir
hönd samstarfsmanna við umhverf-
is- og byggingarverkfræðiskor Há-
skóla íslands votta ég eftirlifandi
eiginkonu hans, Elísabetu Unu Ein-
arsdóttur, og bömum innilega samúð
og hluttekningu.
Ragnar Sigbjömsson,
formaður umhverfis- og
byggingarverkfræðiskorar.
Þegar samferðamaður og vinur
fellur frá er eins og tíminn stöðvist,
mann setur hljóðan og ljúfsárar
minningar hrannast upp.
Ég kynntist Þorsteini fyrir um 20
árum í þeirri manndómsraun sem
flest ungt fólk verður að ganga í
gegnum á lífsleiðinni þegar það er
kynnt fyrir stórfjölskyldu væntan-
legs maka. Strax þá fann ég þá eigin-
leika sem var aðall Þorsteins svila
míns sem voru æðruleysi, umburðar-
lyndi og það sem oft fylgir hinu
tvennu: Víðsýni. Þorsteinn gat rætt
nánast um hvað sem var við hvern
sem var, án fordóma og fordildar.
Atvikin höguðu því að böm okkar
eru á líkum aldri og vel samrýnd.
Samskipti fjölskyldnanna urðu því
mun meiri en annars hefði orðið og
mynduðust þar vinabönd sem haldist
hafa órofin. Minnisstæðar eru næt-
urnar þar sem setið var yfir rauð-
vínsglasi og við svilar hlupum milli
vídda Flatlands í bók Abbots, kmf-
um skammtakenninguna, hoppuðum
yfir í svarthol alheimsins með við-
komu í storknunarferli steynsteypu
og burðarþoli forspenntra bita, að
ógleymdu stjómmálaástandinu og
sögu fyrri tíma. Þá var gaman að lifa
og næturnar allt of stuttar.
Fáa menn þekki ég sem hafa tekið
örlögum sínum með jafn miklu æðm-
leysi og Þorsteinn. Daginn sem hann
fékk úrskurð um að hann væri lík-
lega með ólæknandi krabbamein
mætti hann á fund og sá enginn að
þar færi maður sem nokkmm
klukkutímum áður var að fá slíkan
örlagadóm.
Þorsteinn var hamingjumaður í
sínu lífí. Hann átti góða og sam-
heldna fjölskyldu, hafði efnalegt ör-
yggi og vinnan var honum í senn ögr-
un og tómstundir. Eftir að Þorsteinn
veiktist naut hann umönnunar fjöl-
skyldunnar sem gerði það sem unnt
var til að gera lokastríðið léttbærara.
Honum var vel ljóst hvaða álag veik-
indin lögðu á fjölskylduna og mat það
mikils. Hlutur Élísabetar, konu
hans, og bamanna, Svövu, Helga og
Einars Baldurs, var honum ómetan-
legur.
Þorsteinn lifði og kvaddi með reisn
og var samkvæmur sjálfum sér og
lífsviðhorfum sínum fram til dauða-
dags. Þegar að því kemur, veit ég að
vinur mun bjóða í ferð um undur
steinsteypufræðinnar. Þaðan verður
litið á skammta atómanna, hoppað
yfir í víddir Flatlands og kannað
hvað er handan svarthola alheimsins.
Þorsteinn mun þá skýra yfirvegað og
hleypidómalaust frá því sem hann
hefur þegar fundið með þeirri ná-
kvæmni, æðruleysi, umburðarlyndi
og víðsýni sem einkenndi hann.
Blessuð sé minning Þorsteins
Helgasonar.
Davíð Egilson og
fjölskylda.
Kveðja frá BSTR
Þorsteinn Helgason var einn aðal-
hvatamaður að stofnun Byggingar-
staðlaráðs 1988 og varð fyrsti for-
maður ráðsins. Hann gegndi því
starfi í rúmlega níu ár og vann mjög
fórnfúst starf á vettvangi stöðlunar
fyrir íslenskan byggingariðnað.
Hann sinnti ekki aðeins stjómunar-
störfum heldur tók hann einnig virk-
an þátt í einstökum verkefnum. Þá
nutu sín best eðlislægir kostir hans
eins og nákvæmni, samviskusemi og
vandvirkni. Samstarf innan stjórnar
og ráðsins í heild var einstaklega
ánægjulegt og alltaf unnið að því að
ná fram sammæli í öllum málum eins
og eðlilegt er þegar um stöðlunar-
starf er að ræða. Hann var boðinn og
búinn til starfa fyrir ráðið þó að setu
hans í stjórn og í ráðinu væri lokið og
var virkur og virtur ráðgjafi þeirrar
stjómar sem nú situr.
Byggingarstaðlaráð kveður með
þakklæti einn af sínum máttarstólp-
um og vottar eiginkonu, bömum og
öðmm aðstandendum Þorsteins
samúð sína.
Jón Sigurjónsson,
Hafsteinn Pálsson.
Ég ákvað fljótt eftir að leiðir okkar
lágu fyrst saman við verkfræðideild
Háskóla íslands að mig langaði til að
sérhæfa mig á þínu sviði byggingar-
verkfræðinnar. Þótt minna hafi orðið
úr samstarfi okkar en ætlað var í
upphafi áttum við margar skemmti-
legar samræður sem hófust iðulega
með verkfræðilegum skírskotunum
en fóra svo um víðan völl. Allt fram á
síðasta dag virtist þú hafa meiri
áhyggjur af kennslunni og því sem
faginu viðkemur en sjálfum veikin-
dunum.
Það er ekki langt síðan ég hringdi
síðast í þig. Ég held jafnvel að þér
hafi þótt pínulítið vænt um hrósið
sem ég færði þér, að erindi þitt á
steinsteypudögum var með afbrigð-
um gott. Þú stóðst þar líka svo keik-
ur og ég er viss um að öllum þótti
vænt um að þú hafir séð þér fært að
koma.
Það er erfitt fyrir mann í blóma
lífsins að þurfa að yfirgefa þennan
heim en enn verra er það fyrir fjöl-
skylduna og færi ég þeim mínar inni-
legustu samúðaróskir.
Pálína Gísladóttir.
Ég kynntist Þorsteini fyrir tæpum
40 áram er við voram við framhalds-
nám í Bandaríkjunum, hann við Illin-
ois Institute of Technology í Chica-
go, ég við University of Minnesota í
Minneapolis.
Við hittumst nokkram sinnum á
mannamótum eða er við komum í
heimsókn hvor til annars og mynd-
uðust góð kynni okkar á milli. Þor-
steinn var hafsjór af fróðleik, ræðinn
og skemmtilegur og gaman var að
spjalla við hann. Okkar leiðir skildu
svo um 10 ára skeið en lágu saman
aftur er hann var ráðinn sem dósent
við verkfræði- og raunvísindadeild
Háskólans árið 1975.
Þegar ég minnist Þorsteins þá
kemur efst í huga minn viðkunnan-
legur, kurteis, yfirvegaður og vand-
virkur maður. Við unnum sérlega vel
saman þegar ég gegndi deildarfor-
setastarfi í fyrra sinn og hann gegndi
varaforsetastarfi. Hann var ætíð
reiðubúinn að hlaupa undir bagga og
studdi mig dyggilega í vandasömu
verki. Einnig reyndist hann mjög
ráðagóður, sérstaklega minnist ég
þess hvað hann hafði kynnt sér vel
lög og reglur Háskólans. Það kom
líka betur í ljós þegar hann var kos-
inn deildarforseti árin 1989-1993 og
sat í háskólaráði. Var hann þar kos-
inn í margar nefndir og ráð, þar á
meðal lögskýringanefnd þrátt fyrir
að Háskólinn hefði mörgum fróðum
lögmönnum á að skipa.
Ég minnist þess ekki að Þorsteinn
hafi nokkra sinni hafnað að axla
ábyrgð er til hans var leitað. Hann
vann ótal nefndarstörf fyrir skoi%
deild og yfirstjórn Háskólans. Einn-
ig var mikið leitað til hans af ráðu-
neytum, verkfræðingafélaginu og
öðram hagsmunafélögum bæði hér-
lendis og erlendis.
Mér er minnisstætt hvað hann
lagði mikla rækt við IEASTE en það
era alþjóðasamtök um stúdenta-
skipti til eflingar tæknireynslu. Þor-
steinn gegndi ritarastarfi Islan-
dsdeildar um 20 ára skeið.
Þegar Island gerði fríverslunar-
samning við Evrópubandalagið varð
Island að gangast undir það að að-
lagast Evrópustöðlum á öllum svið-
um. Þorsteinn gegndi formennsku
byggingarstaðlaráðs frá stofnun
þess 1988. Maður getur rétt ímyndað
sér alla þá vinnu sem Þorsteinn lagði
þar af mörkum við að lesa hundrað
staðla um byggingarmál og aðlaga
þá íslenskum staðháttum.
Árið 1992-1993 gekkst verkfræði-
deild undir það að láta mjög virta
bandaríska og alþjóðlega kennslum-
atsstofnun (ABET) meta gæði verk-
fræðikennslu við deildina. Þetta
gerði það að verki að deildarforseti,
Þorsteinn Helgason, þurfti að undir-
búa gífurlegt magn af kennslugögn-
um og skyldu efni á ensku fyrir mats-
menn, aldrei heyrðist Þorsteinn
kvarta yfir þessu aukna álagi. En
ánægður var hann og allir samstarfs-
menn þegar dómurinn var birtur.
Deildin stóðst mjög vel samanburð
við sambærilegar menntastofnanir
annars staðar og það veitti okkur
styrk til dáða og framfara.
Við í verkfræðideild kveðjum Þor-
stein með djúpum söknuði. Þar fór
góður drengur fyrir aldur fram, en
minningin um mætan mann mun
aldrei fyrnast.
Við vottum Elísabetu, börnum og
öðra venslafólki okkar dýpstu sam-
úð.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
F.h. verkfræðideildar,
Valdiinar K. Jónsson
deildarforseti.
Við í Hvassaleitisskóla sem þekkt-
um Þorstein Helgason söknum hans
sárt.
Börnin hans öll stunduðu nám hjá
okkur, Einar Baldur nú í 6. bekk.
Þorsteinn studdi þau af heilum hug
og vakti athygli fyrir áhuga sinn og
góðar ábendingar.
Þorsteinn starfaði í stjórn For-
eldra- og kennarafélags skólans um
árabil. Þar fengu notið sín hæfileikar
hans í mannlegum samskiptum,
fræðilegur áhugi hans og skarp-
skyggni og síðast en ekki síst - hlýj-
an og góðvildin.
Hann var ötull við að sækja fundi
um fræðslumál og miðla upplýsing-
um. Nærvera hans var afar sterk.
Honum tókst svo oft á undraverðan
hátt að varpa nýju Ijósi á málin.
Vekja okkur sem með honum sátum
til umhugsunar um áhugaverða sýn,
vera skemmtilegur og alltaf
réttsýnn. Hógværðin augljós.
Víst er að þarna gaf hann allt sitt
besta fyrir börnin sín og okkur sem
nú sitjum hnípin og tregum ótíma-
bærtláthans.
Með virðingu og þökk vottum við
eiginkonu hans Elísabetu og börnun-
um Svövu, Helga og Einari Baldri
dýpstu samúð.
Gjöfull maður er kært kvaddur.
Fh. skólastjórnenda, kennara
Hvassaleitisskóla og stjórnar For-
eldra- og kennarafélags Hvassaleit-
isskóla, ♦
Margrét
Skúladóttir.