Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 5g„ MINNINGAR PALL JÓNSSON + Páll Jónsson fæddist í Húsey, Skagafirði, 7. júlí 1913. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Ás- grímsson, bóndi í Húsey, f. 1849, d. 1918, og kona hans, Guðlaug Sveinsdótt- ir, f. 1877, d. 1926. Páll átti tvö systkini sem upp komust, Hallgrím og Ingi- björgu Hólmfríði, sem eru nú bæði látin, en fjögur systkini hans önnur dóu barnung. Páll kvæntist 25. mars 1951 Lilly Poulsen, hjúkrunarkonu frá Bed- sted, Norður-Jótlandi, Danmörku, f. 20. janúar 1926. Böm þeirra era: 1) Guðlaug, bókasafnsfræðingur, f. 1951. Hún var gift Einari B. Jónssyni. Þau skildu. Þeirra dætur eru Hanna Björk og Eva Lillý. Dóttir Hönnu og Grétars Elíasar Finnssonar, sambýl- ismanns hennar, er Sara Natalía. Sonur Grétars er Amar. 2) Páll Krisiján, fram- kvæmdastjóri, f. 1953. Maki: Helga El- ísabet Þórðardóttir. Þeirra synir eru Þórður Páll og Einar Sveinn. Páll ólst upp í Skagafirði og lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Árið 1931 fór hann til Reykja- víkur og hóf nám í Menntaskólan- um í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi þaðan 1936. Páll hóf störf í Landsbankanum í Reykja- vík árið 1942 og þar vann hann síð- an óslitið til ársins 1978, er hann fór á eftirlaun. Útfór Páls fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. mars siðastliðinn. Hann var jarðsettur í Gufuneskirkjugarði. Elsku Palli afi okkar er látinn. Hann var okkur systrunum mjög mikilvægur og fylgdist vel með okkur frá unga aldri. Við eigum margar góðar minningar um sam- verustundir okkar. Þegar við vor- um litlar þá fór afi með okkur í langar gönguferðir og ræddi um líf- ið og tilveruna við okkur. Hann Palli afi var uppspretta þekkingar og visku í okkar augum. Okkur fannst hann vita allt og þekkja svörin við öllum spurningum okkar. Hann hafði ávallt tíma til að hlusta á hvað við höfðum að segja og varð aldrei þreyttur á spurningum sem byrjuðu oft á: Afi, af hverju... Hann kenndi okkur systrunum að lesa og skrifa og vegna einbeitni hans og þolinmæði vorum við báðar læsar um 4 ára aldur. Hann var líka duglegur að virkja okkur í garðin- um sínum og höfðum við mjög gott af. En sérstakan sess í huga okkar eiga hinar árlegu sumarbústaða- ferðir sem við vorum svo heppnar að upplifa með honum og ömmu í meira en 15 ár. Þar voru rólegheitin í fyrirrúmi og margt gert sér til dundurs. Til dæmis fundu Palli afi og Eva Lillý upp harðfiskát með til- þrifum sem var stundað aðallega á kvöldin eftir óteljandi rommýspil. Einnig fór hann með okkur út á bát að róa og þá átti hann til að láta bátinn reka og við þrjú sátum bara saman. Hann var ávallt tilbúinn að hlusta og gefa okkur góð ráð þegar við urðum eldri og lífið varð flóknara. Þá var gott að geta leitað til afa og fá aðra sýn á málin. Hann var klett- urinn í lífi okkar systranna og við vissum að hann yrði ávallt tilbúinn að hjálpa okkur ef með þyrfti. Elsku afi. Við þökkum þér. Litlu stelpurnar þínar, Hanna Björk og Eva Lillý Einarsdætur. Elsku Palli afi. Nú ert þú kominn til Guðs og hefur það gott. Okkur Einari þótti alltaf gott að vera með þér og ömmu í Efstasundinu. Svo varst þú líka mjög góður í lego og ágætur í bíló. Veistu hvað Einar sagði við okk- ur þegar við vorum að borða kvöld- mat fyrir nokkrum dögum; að nú væri afi Palli hjá Guði og fengi ský að borða. Ég vona að þú fáir líka ís, því þér þótti hann svo góður. Aiastrákar, Einar Sveinn og Þórður Páll. HRAFN DAVÍÐSSON + Hrafn Davíðsson fæddist á Dalvík 20. ágúst 1972. Hann lést 26. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 4. apríl. Ég ætla að minnast í nokkrum orðum frænda míns, besta vin- ar og sálufélaga, Krumma. Það er ótrú- legt en satt, að 23 árum eftir að leiðir okkar frændanna lágu fyrst saman, sit ég og skrifa minningargrein um hann. Það virð- ast vera svo fá ár síðan við lékum okkur íyrst saman í Löngumýrinni á Akureyri, en síðan þá höfum við ver- ið óaðskiljanlegir jafnvel þótt við byggjum hvor í sínum landshlutan- um. Það voru ótrúlega margar góðar stundir sem við áttum saman, öll sumrin sem ég var fyrir norðan hjá mömmu hans og pabba, því ekki var maður sendur í sveit á sumrin heldur var maður sendur til Habbýar. Allar mínar sumaráætlanir snerust um það hvað Krummi ætlaði að gera, því fylgdi ég honum eins og skuggi þeg- ar hann ákvað að fara á Ástjörn, og áttum við þar þrjú frábær sumur saman sem munu alltaf lifa sterkt í minningunni ásamt öllum þeim öðr- um yndislegu stundum sem við átt- um saman. Svo fyrir tæpum sjö árum eignað- ist hann Jóel Kristin, sem var honum allt. Svo fyrir þremur og hálfu ári fluttist Rrammi ásamt foreldram sínum hingað suður og upp frá því urðum við enn nátengdari og leið ekki sá dagur að við töluðumst ekki við eða gerðum eitthvað saman, og hann var fljótur að komast inn í minn vinahóp ásamt því að eignast marga vini og kunningja í gegnum vinnu og leik. En þrátt fyrir allar góðu stund- irnar okkar saman var Krummi oft mjög dulur og hleypti ekki mörgum inn fyrir skelina hjá sér, en ég var samt þess heiðurs aðnjótandi að kynnast bæði góðu og slæmu stund- unum hjá honum. Og alltaf var hann til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á því að halda, því ég held að betri vin sé ekki hægt að finna, og það fundu allir sem hann þekktu. En ólukkan elti hann eins og skuggi, þvf allt sem hann hugðist gera að ævistarfi sínu og var búinn að læra varð hann að leggja á hilluna vegna líkamlegra að- stæðna, svo sem sjúkraliðann, nuddar- ann eða kokkinn. Þetta ásamt mörgum öðrum ástæðum varð þess valdandi að marið á sál hans varð alltaf stærra og stærra, því þrátt fyr- ir að gefa oft mikið af sér átti hann erfitt með að þiggja aðstoð frá öðr- um. Það varð þess valdandi að von- leysið og svartnættið tók yfirhönd- ina. Síðustu stundimar okkar saman munu alltaf lifa sterkt í minningunni. Því kveð ég Kramma nú með sökn- uði og geymi hann í hjarta mér um alla eilífð og vona að hann taki vel á móti mér þegar við hittumst næst með bros á vör í efra. Ég veit að hon- um líður vel núna hjá Guði. Að lokum læt ég fylgja ljóð með eftir Kramrna sem lýsir vináttu okk- ar Kramrna best: í þjarta mínu þú átt þér stað í huga mínum þú líka þar ég gef þér vináttu mína alla ég traust mitt ber til þín ogégbýstviðþvísamafráþértilmín þúertvinuríraun þegar ég er í vanda staddur stendurþúhjámér sem stoð með styrkar hendur sem styðja við bakið á mér. Elsku Habbý, Davíð, Halli, Jóel og fjölskyldur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kristján frændi. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. 1 | Stjörnuspá á Netinu & mbl.is ALLTX\/= e/TTHUA£J NÝTl Hannes Hlífar í fyrsta sæti SKAK 31. Bjöm Þorfinnsson, 4 v. 32. Jón Viktor Gunnarsson, 4 Reykjavfkur- skákmóti ð Ráðhúsi Reykjavíkur 5.-13. april 2000 HANNES Hlífar Stefánsson er einn í forystu á Reykjavíkur- skákmótinu, þegar eftir er að tefla tvær umferðir. I sjöundu umferð vann Hannes bosníska stórmeistarann, Ivan Sokolov, á meðan helstu keppinautamir, Short og Kortsnoj gerðu inn- byrðis jaftitefli. Short komst ekkert áleiðis gegn franskri vöm Kortsnojs og deFirmian og Timman skiptu vinningnum í flóknu afbrigði í spænska leiknum. Luke McSha- ne réð ekki við Ehlvest í flókinni skák og tapaði þar með þriðju skákinni á mótinu. Spænski alþjóðameistarinn, Arizmendi Martinez greip til þess ráðs að tefla kóngsbragð gegn rússneska undrabaminu, Alexander Grisjúk. Rússinn teflir sjálfur þessa tvíeggjuðu byrjun, svo að Spánverjinn kom ekki að tómum kofunum. Það tók Martin- ez aðeins 12 leiki að sannfærast um, að hann hefði ekki valið réttu byrjunina í þessari skák. Það vora fleirl undraböm, sem unnu góðan sigur í þessari um- ferð. Hinn 14 ára gamli Kínverji, Xiangzhi Bu, komst í annað sætið með sigri á bandaríska stór- meistaranum, Larry Christian- sen. Guðmundur Kjartansson barð- ist hetjulega gegn rússneskætt- aða Svíanum, Evgenij Agrest. Guðmundur varð þó að lokum að játa sig sigraðan í baráttunni við reynslu og kunnáttu stórmeistar- ans. Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, gerði jafntefli við sænska stórmeistarann, Hillarp- Persson, í langri og harðri bar- áttuskák. Önnur helstu úrslit: Miles-Wojtkiewicz, V2; Oral-Stefán Kristjánsson, 1-0; Drei-Þröstur Þórhallsson, 1-0; Helgi Áss Grétarsson-Sal- mensuu, '/2; Helgi Ólafsson-Bragi Þor- finnsson, 1-0; Amar E. Gunnarsson-Byk- hovskij, 0-1; Tómas Björnsson-Jón Viktor Gunnarsson, 0-1; Sigurbjöm Bjömsson-Sigurð- ur Páll Steindórsson, 0-1; Staða efstu manna eftir 7. um- ferð: Hannes Hlífar Stefánsson, 6 vinninga. 2.-4. Short, Kortsnoj og Bu, 5 V2 v. hver. 5.-12. deFirmian, Timman, Grisjúk, Miles, Wojtkiewicz, Or- al, drei, Ehlvest, allir með 5 vinn- inga. Um aðra er þetta helst að segja: 19. Helgi Ólafsson, 4 V2 v. 21. Helgi Áss Grétarsson, 4 v. 25. Sævar Bjamason, 4 v. 28. Sigurður Páll Steindórsson, 4 v. v. 33. Stefán Kristjánsson, 4 v. 35. Þröstur Þórhallsson, 3 V2 v. 44. Guðmundur Kjartansson, 3 V2 v. Keppendur vora 76 í upphafi, en einn hefur hætt keppni, Aust- urríkismaðurinn Schubert. Við skulum nú sjá, hvemig Hannes Hlífar yfirspilar Sokolov fyrirhafnarlaust, að því er virðist. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Ivan Sokolov Petrovsvörn 1. e4 e5 2. Rf3 RfB 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. c4 - Skemmtileg tilbreyting frá hin- um margþvældu afbrigðum, sem upp koma, eftir 5. d4 d5 o.s.frv. 5. - Rc6 6. Rc3 Rxc3 7. dxc3 Be7 8. Bd3 Bg4 9. Be4 00?! í skákinni, Timman-Júsupov, Hilversum 1986, má sjá einfalda Ieið fyrir svart til að jafna taflið: 9. - Dd7 10. Be3 (til greina kem- ur 10. Dc2!?) 10. - Bf5 11. Bxf5 Dxf5 12. Dd5 Dxd5 13. cxd5 Re5 14. Rxe5 dxe5 o.s.frv. 10. Dc2! h6 11. Be3 Be6 12. b3 Bf6 13. 000 a5 14. a4 Re7 15. h4! Dc8?! Eftir þennan leik fær hvítur al- gjörlega frjálsar hendur við sóknina á kóngsvæng. Nauðsyn- legt var að reyna að trafla að- gerðir hvíts með 15. - Bg4 o.s.frv. 16. Bg5! - ir Svartur má ekki taka manninn: 16. - hxg5? 17. hxg5 Be5? 18. Bh7+ Kh8 19. Bg8+, ásamt 20. Dh7+ mát. 16. -. Bg4 17. Bxf6 gxf6 18. Hdel He8 Hvítur snýr sér nú að því, al- veg ótraflaður, að brjóta niður veikar vamir svarta kóngsins. Svartur á enga möguleika á að skapa sér mótspil á drottningar- væng. 19. Rd4 c6 20. Dd2 Kg7 21. Bc2 Dd7 22. Dd3 Rg6 Ekki gengur 22. - f5 23. f3 Bh5 24. g4! Bg6 25. gxf5 Bh5 26. Hegl+ Kh8 27. Dd2 Rg8 28. Hxg8+ Kxg8 29. Dxh6 með vinn- andi sókn. Eða 22. - Hh8 23. Dg3 h5 24. Hxe7 Dxe7 25. Rf5+, ásamt 26. Rxe7 o.s.frv. 23. h5 Rf8 24. Dg3 Kh8 25. Df4 og svartur gafst upp. Hann á gjörtapað tafl, t.d. 25. - Kg7 26. Bf5! Bxf5 27. Rxf5+ og mátar. Enn ein leiðin er 25. - Rh7 26. Dxh6 f5 27. f3 og hvítur vinnur auðveldlega. / L Bragi Kristjánsson Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. http://www.kerfisthroun.is/ Á fermingarborðið Borðdúkaúrvalið Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.