Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 62

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 y------------------------ MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Réttlæti í sjávarútvegi ALLIR þegnar ís- lenska samfélagsins eiga að hafa sama rétt og möguleika til að njóta þeirra gæða sem samfélagsgerðin og náttúran bjóða. Þetta eru lykilstef í stefnu Samfylkingarinnar og byggir hún alla stjóm- málastefnu sína á því. Dagana 5. og 6. maí verður Samfylkingin gerð að stjórnmála- flokki en nú í apríl velja allir stuðningsmenn hennar sér formann og skora ég á alla stuðn- ingsmenn Samfylking- arinnar að ganga til liðs við hana og taka þátt í formannskosningunni. Það er löngu tímabært að Islandi verði stjómað í anda jöfnuðar og fé- lagshyggju og nú hillir undir það að hér verði til stór félagshyggjuflokk- ur. ^ Aðferðir stjórnarflokkanna Utilokunaraðferðir núverandi rík- isstjórnar á hinum ýmsu sviðum era okkur Samfylkingarmönnum ekki að skapi. Stefna ríkisstjórnarflokkanna í sjávarútvegi er að viðhalda því ástandi sem nú ríkir, þ.e. að færri og færri íslendingar eigi þess kost að stunda útgerð. Þessi stefna drepur einnig niður allt íramkvæði ungra og vaskra manna og er að murka lífið úr mörgum sjávarbyggðum. Ekkert hefur komið í stað horfinna aflaheim- ilda nema skýrslur, sem í sumum til- vikum koma með góðar ábendingar, en stjóm- völd skortir vilja til að fylgja þeim eftir. A sama hátt hafa stjómvöld heldur ekki skilning á venjulegu mannlífi. Tum valdhaf- anna er orðinn svo hár að þeir sjá ekki lengur hvað fólkið þarna niðri er að gera. Þeir sjá ekki að „eignarhaldið" á auð- lindinni er að færast á færri og færri hendur, en slíkt ástand er ein- mitt einkenni þeirra samfélaga þar sem mikil grimmd ríkir. Það er ljóst að peningastefnan sem rekin er í þessu landi er mjög gróf og gráðug. Stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum Samfylkingin hefur nú fyrst stjórnmálaflokkanna lagt fram skýra og heildstæða stefnu í sjávar- útvegsmálum. Framvarpið tekur á öllum helstu vandamálum fiksveiði- stjórnarinnar. Við leggjum til að all- ar veiðiheimildir verði kallaðar inn á 10 áram og að veiðiheimildir verði boðnar til leigu til fimm ára í senn. Til að koma í veg fyrir brask er lagt til að aflahlutdeildir sem útgerðir leigja til sín verði ekki framseljan- legar en þeir sem leigja veiðiheimild- ir geti leigt írá sér 50% aflamarks innan ársins. Samfylkingin Til að tryggja hag byggðanna, segir Karl Valgarð Matthfasson, er sérstakt tillit tekið til byggðasjónarmiða og hagsmuna sveitarfélaga. í framvarpinu leggur þingflokkur Samfylkingarinnar áherslu á að tryggja stöðugleika í greininni og að jafnræðis verði gætt. Til að tryggja hag byggðanna er sérstakt tillit tek- ið til byggðasjónarmiða og hags- muna sveitarfélaga. í þeim sjávar- byggðum þar sem um mikla atvinnuerfiðleika er að ræða vegna skorts á afla til vinnslu er heimilað sérstakt útboð á aflahlutdeildum til útgerða sem skuldbinda sig til að landa fiski til vinnslu á viðkomandi stað. Með þessum hætti vill Samfylk- ingin hamla gegn því byggðahrani sem gjafakvótakerílð hefur óhjá- kvæmilega leitt af sér með því að aflaheimildir hverfi úr byggðunum eftir geðþóttaákvörðunum einstakra manna. Það er afar brýnt að tryggja það að strandbyggðir landsins styrkist og eflist og þarf nýtt stjórnkerfi fisk- veiða að taka á því máli. Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar og sðknarprestur. Matthfasson Börn leyst úr ánauð HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur í 12 ár sinnt hjálparstarfi á meðal hinna stéttlausu á Indlandi m.a. í sam- starfi við Social Action Movement, SAM, í Tamil Nadu héraði. Samtökin reka fjöl- breytt hjálparstarf s.s. forskóla, styðja börn til náms í almenna skólakerfinu, hafa stofnað til verkalýðs- starfs í hefðbundnum starfsgreinum stétt- lausra eða dalíta eins og þeir era einnig nefndir s.s. meðal þvottafólks, steinhöggvara og syk- urreyrskurðarmanna. Þau standa fyrir kvennastarfi, iðnnámi og leið- togaþjálfun og berjast fyrir rétti dalíta til að eignast land til ræktun- ar. Þau hafa nýlega opnað fjölmiðla- miðstöð þar sem upplýsingum um stöðu þeirra er komið á framfæri, innanlands og utan. Reynslan góð Fyrir þremur áram hófst nýtt verkefni SAM meðal barna í skulda- ánauð með stuðningi Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið hefur gengið vel þrátt fyrir mikla andstöðu vinnuveitenda og efri stétta samfé- lagsins. Nokkur hundrað börn leita nú reglulega stuðnings í 15 kvöld- skólum sem opnaðir hafa verið og njóta þar aðhlynningar og kennslu. Byrjað hefur verið að greiða skuldir barnanna og þeim komið í skóla. Að fiwikvæði biskups hefur verið hrandið af stað söfnun fyrir þessi þrælabörn. Söfnunar- gíróseðlar verða send- ir inn á heimili lands- manna fyrir páska. Vanda þarf til verksins Starfsmenn SAM hafa unnið að því að leysa börn úr þræla- ánauð af mikilli fag- mennsku og þekkingu. Þegar hefur starfið skilað góðum árangri. Verkefnið felur í sér Hjálparstarf Það er ekki einfalt verk að leysa barn úr skulda- ánauð í samfélagi sem mótað er af stéttaskipt- ingu o g mismunun, seg- ir Jónas Þórísson, en það er gerlegt sé vel að því staðið. eftirfarandi aðgerðir: • Að vekja foreldra og börn til vitundar um það ranglæti sem þau era beitt þegar börnin era hneppt í ánauð vegna skulda foreldra sinna Jónas Þórisson f Sala á nýju hlutafé í Össuri hf. Útgefandi: Össur hf. Óskað er eftir áskrift í nýtt hlutfé í Össuri hf. að nafnvirði 60.000.000 króna eða 22,1% af heildarhlutafé að teknu tilliti til hlutafjáraukningar. Verðbréfaþing íslands hf. hefur samþykkt að taka á skrá hið nýja hlutafé að loknu útboði enda séu öll skilyrði skráningar uppfyllt. Forkaupsréttur: Núverandi hluthafar í Össuri hf. hafa ekki afsalað sér lögmætum forkaupsrétti sínum við ofangreinda hlutafjárhækkun og munu eiga forkaupsrétt að hinu nýja hlutafé í samræmi við hlutafjáreign sína eins og hún lá fyrir hjá hluthafaskrá félagsins 8. apríl síóastliðinn. Gengi til forkaupsréttarhafa er 64. Ef einhver hluthafa nýtir sér ekki rétt sinn skulu aðrir hluthafar eiga aukinn rétt til áskriftar. Frestur forgangsréttarhafa til að nýta rétt sinn er til 2. maí n.k. Útboðstímabil til forkaupsréttarhafa: Útboöstímabil til forkaupsréttarhafa er frá 17. apríl til 2. maí 2000. Útboð til annarra en forkaupsréttarhafa: Seljist ekki allt hlutaféð til forkaupsréttarhafa kemur til almenns útboðs og mun það standa frá 3. maí til 5. maí. Útboðsgengi í almenna útboðinu veröur 69 og gefst almenningi kostur á að skrá sig fyrir allt að 15.000 krónum að nafnvirði eða 1.035.000 krónum að markaðsviröi. Umsjón með útboði: Kaupþing hf. hefur umsjón með útboði og tekur við áskriftum á útboöstímabili. Útboðslýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf., Ármúla 13a, eða á heimasíðu Kaupþings, www.kaupthing.is Niðurstöður útboðs: Niðurstöður útboðs verða birtar í viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands 3. maí 2000. Við kynncim fimmtadag, föstadag, laugardag og sunnudag karlmennsku og þor, gerir konur að kvenskörungum, yngir fólk og kaztir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.