Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 T& BRÉF TIL BLAÐSINS Styttist í boxið? Frá Guðjóni Vilhelm Sigurðssyni: GÓÐIR íslendingar, við getum verið stolt af okkar fólki og framtakssemi þess og af því hversu efnilega ein- staklinga við eigum. Það hefur sýnt sig í svo ótrúlega mörgu sem við höf- um tekið okkur fyrir hendur að við náum árangri. Það hefur endurspegl- ast á íþróttasviðinu, þar sem við höf- um staðið okkur oft á tíðum stór- glæsilega. Til að mynda í einstak- lingsíþróttum þar sem reynt hefui’ á útsjónarsemi og elju, styrk einstak- lingsins og seiglu. Nægir þar að nefna árangur sundmanna okkar á erlendum vettvangi og eins árangur Kristins Björnssonai’ sem kominn er í hóp þeÚTa bestu í heiminum í dag , aflraunamennina okkar sem búnir eru að vinna hvern heimsmeistaratit- ilinn á fætur öðrum svo og júdókapp- ana sem farið hafa á verðlaunapall á Ólympíuleikum og svo mætti lengi telja. En því miður er ein íþrótt sem við íslendingar höfum ekki getað stundað, en ætti þó kannski yinna best við okkur af þeim öllum. Iþrótt þar sem fyllsta öryggis er gætt og menn klæðast fullkomnum hlífðar- fatnaði, íþrótt þar sem meiðslatíðni er með því minnsta sem þekkist af öllum íþróttai-greinum sem stundaðar era í heiminum, íþrótt sem nýtur gríðar- legra vinsælda úti um allan heim og íþrótt sem er samþykkt af öllum að- ildarlöndum innap Ólympíuhreifing- arinnar, nema á íslandi. Þessi íþrótt er áhugamannahnefaleikar. Áhuga- mannahnefaleikar eru vissulega skyldir atvinnumannahnefaleikum en þó alls ekki þeir sömu. Þetta eru tvær aðskildar íþróttagreinar sem skil- greindar hafa verið sem annars vegar ProBoxing og hins vegar Amateur- boxing. Á þessum tveimur íþróttum er töluverður munur og felst hann í því að allar öryggisreglur eru mun strangari í áhugamannaboxi en í at- vinnumannaboxi. Árið 1998 setti Öryggisnefnd íþrótta- og tómstundaráðs Banda- ríkjanna (National Youth safety Council’s) áhugamannahnefaleika í 71. sæti yfir meiðslatíðni í íþróttum. Þar sjáið þið að það eru ekki margar íþróttagreinar eftir þegar búið er að telja upp 71 íþrótt. Þessi listi setti áhugamannahnefaleika langt fyrir neðan knattspymu, handbolta eða judó, meira að segja klappstýrur voru fyrir ofan áhugamannahnefaleika hvað tíðni meiðsla varðar. Frá því að hnefaleikar voru bann- aðii- á Islandi árið 1954 hefur ýmis- legt breyst og það hafa sem betur fer fleiri tekið eftir því heldur en bara hnefaleikaáhugamenn. Fyi-h’ liggur á Aiþingi nýtt frumvarp sem felur í sér lögleiðingu á áhugamannahnefaleik- um, þökk sé vöskum hópi nokkurra hugrakkra þingmanna sem sýnt hafa málinu skilning, þá loksins eftir 46 ára bann við iðkun á ólympískri íþrótt á Islandi, hyllir undir að við hnefa- leikaáhugamenn getum tekið gleði okkar á ný. Þó svo að frumvarpið sé ekki farið í gegnum þingið, ætlar undirritaður að lýsa yfir þökkum til þeirra þing- manna sem hafa sýnt þann kjark og þá víðsýni sem þurft hefur til að leggja fram þetta frumvarp. GUÐ JÓN VILHELM SIGURÐSSON, Víkurbraut 13, Keflavík. Afnota- gjöld RÚV Frá Hinrik Fjeldsted: ÉG HEF beitt mér í nokkur ár fyrir breytingu laga um afnotagjöld ríkis- útvarpsins. Nú er RÚV farið inn á nýjar leiðir, að rukka í atvinnubif- reiðum. Hér áður reyndu þeir að krefjast afnotagjalds vinnustaða þar sem tónlist er notuð við vinnuna sbr. hárgreiðslustofur sem fengu að kenna á ungum háskólanemum í sumarvinnu sinni. Ég hef ítrekað sent tölvupóst til allra þingmanna og eru aðeins nokkrir sem hafa hug á breytingum. Pétur Blöndal sá fram- sækni þingmaður er sá þingmaður sem viðrað hefur sömu skoðanir og ég, að ríkið eigi ekki að vera í sjón- varpsrekstri, frekar en dagblaðaút- gáfu. Af hverju gefa þeir ekki út dag- blað með styrkjum og keppa við Morgunblaðið og DV? Auðvitað sjá menn að það er út í hött að nú árið 2000 sé til stofnun sem stendur í aðgerðum sem voru kannski í lagi árið 1968 en ekki í dag. Ríkisútvarpið þjónar menningarlegu gildi segja sumir, það er bull og vit- leysa, bæði Skjár 1 og Stöð 2 eru að sinna íslenskri þáttagerð og hafa á dagskrá sinni þætti sem fjalla um menningu og listir. Það er ósk mín að sá hópur sem beitti sér fyrir afnámi afnotagjalds ríkisútvarpsins hér fyr- ir nokkrum árum láti heyra í sér aft- ur. Nú er tími til þess að ljúka þessu máli og losna við þessa fáránlegu skattlagningu í þessari mynd sem hún er í dag ef við ætlum ekki að hafa háskólamenntaða sumardrengi í að elta uppi söluturna og fleiri smæn-i fyrirtæki og rukka fyrir af- notin. Einstaklingar eru löngu orðn- ir leiðir á heimsóknum vegna afnota- gjalda. Ég hef áður tjáð mig í þessu blaði um hvernig hægt er að breyta rekstri og skattlagningunni. Ég skora á þá sem vilja stofna samtök um afnám afnotagjalds að senda mér tölvupóst wjjf@wjjf.com eða senda mér línu. „Urelt fyrirkomulag" P.O. box 1647 121 Reykjavík HINRIK FJELDSTED, Engjahlíð 5, Hafnarfirði. Landsbankanum til skammar Frá Valdimar Kristinssyni: ÁRIÐ 1953 reisti Landsbankinn myndarlegt hús við Ráðhústorg á Akureyri, en því var aldrei lokið og flaggar „gráum“ gaflinum í austur- átt enn þann dag í dag. Undirritaður nefndi það nokkrum sinnum við Jón Sólnes, fyrir margt löngu, að full- gera þyrfti bygginguna til að bæta ásýnd miðbæjarins og var hann því sammála. Miðbærinn hefur verið að byggjast nokkuð upp á undanförnum árum og hefur því vaknað áhugi á að gera enn betur. í því sambandi hefur byggingamefnd Akureyrar ítrekað skorað á Landsbankann að koma endanlegu sniði á byggingu sína, en án árangurs. Fyrst var þessu tekið heldur vel, en nú er farið að slá úr og í eins og þeim komi nánasta um- hverfi sitt ekkert við. Landsbankinn er oft að styrkja mismunandi ómerkilegar uppákomur, væntan- lega í því skyni að afla sér velvildar landsmanna, en að bæta þarna einn af fáum þokkalegum miðbæjum á landinu telur hann greinilega ekki í sínum verkahring. Nú standa yfir byggingarframkvæmdir gegnt um- ræddum gafli og gerðu menn sér vonir um að þarna yrði allt frágengið samtímis enda mundi dálítil viðbygg- ing varla gára bókhald bankans. En nú gæti stefnt í að svæðið yrði rifið upp á nýtt þegar bankanum þóknast að nýta, leigja eða selja viðbótina. Til samanburðar má nefna að gluggalausir gaflar eru eitt helsta einkenni miðbæjarins í Reykjavík þótt þeim hafi fækkað að undan- fömu. Sumir ókunnugir hafa haldið að þetta væru gamlar stríðsminjar, en engin ástæða er til að halda því óorði annars staðar á landinu. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. No 7 snyrtivörur - Ókeypis ráðleggingar Silkibolirnir fást í Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854. ANTIK Eitthvert athygiisverðasta úrval landsins Fornhúsgögn eru fjarfesting til framtíðar Hólshrauni 5, 220 Hafnarfirði, sími 565 5656 Fyrlr aftan Fjarðarkaup - Opið alla helgina - WVVW.islantik.COm Höfundur: Hrafn- hildur Hagalln Áf Guðmundsdóttir Leikendur: Edda Heiðrún Backman Steinunn Óllna Þorsteinsdóttir Atli Rafn Sigurðarson Ö0)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ L i í I a s v i ö i ð Okkar verö gerir þér kleift aö kaupa líka tískufatnaö! \ I \ \ Kringlunni, sími 568 6062 HIiTiTil Svartir. St. 36-41.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.